Morgunblaðið - 18.10.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.10.2000, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Uppnám í efnahags- og fjármálalífi Filippseyja vegna spillingarásakana á hendur forsetanum AUSTURSTRÆTI 17,4. 101 REYKJAVtK • SLMl 56 20 400 • FU 562 6SM Útnefnd 1 alþjdOasnrntiíkm EXCELLIíNCE IN TRAVEL NETWORK fyrir frábœrar ferðir FERÐASKRIFSTOFAN PRIMAy HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS Óeirðir í Zimbabwe YFIRVÖLD í Zimbabwe beittu í gær hersveitum til að kveða niður tveggja daga öeirðir í úthverfum Harare, höfuðborgar landsins. fbúar borgarinnar höfðu þá komið upp vegartálum, grýtt lög- reglumenn og kveikt í strætis- vögnum til að mótmæla stefnu Roberts Mugabes forseta og hækk- andi verðlagi á mat og fleiri nauð- sypjum. Gríðarlegt atvinnuleysi er í land- inu og efnahagurinn mjög slæmur. Skólabörn í einu úthverfa Har- are dansa hér t kringum hjólbarða eftir að hafa kveikt í honum. Hart lagt að Estrada að segja af sér Manila. AP, AFP, Reuters. STJÓRNARANDSTAÐAN á Filippseyjum ætlar að leggja fram í dag tillögu á þingi um að Joseph Estrada, forseti landsins, verði sviptur embætti fyrir að hafa þegið mútur frá ólöglegum veðmálafyrir- tækjum. Alþjóðabankinn sagði í gær, að þetta mál gæti haft mjög alvarleg- ar afleiðingar fyrir efnahagslífið í landinu og Corazon Aquino, fyrrver- andi forseti Filippseyja, skoraði á Estrada að segja af sér nú þegar. Talsmaður stjórnarandstöðunnar sagði í gær, að vissulega yrði á bratt- ann að sækja fyrir hana í þinginu en tillagan hefði ekki síst þann tilgang að sýna fram á spillingu forsetans. Hugsanlegt er, að tillagan verði til umfjöllunar i þinginu í nokkra mán- uði. Varað við spillingu Vinay Bhargava, talsmaður Al- þjóðabankans í Suðaustur-Asíu, sagði í gær, að mútuhneykslið væri mjög alvarlegt mál og gæti haft slæm áhrif á efnahagslífið. Sagði hann, að á Filippseyjum væri lýð- ræðislegt stjómkerfi og réttarkerfi, sem ætti að geta skorið úr þessu máli á skömmum tíma enda þyldi það enga bið. Minnti hann á, að Alþjóða- bankinn væri sífellt að vara aðildar- ríki sín við „efnahagslegum og fé- lagslegum afleiðingum spillingar". Þetta mál hefur nú þegar sett fjár- málamarkaðinn á Filippseyjum á annan endann. Gengi pesósins hefur sjaldan verið lægra og verðfall hefur orðið á hlutabréfum. Seðlabankinn hefur bmgðist við með því að hækka vexti og óttast er, að það verði til að kæfa þann litla hagvöxt, sem í land- inu er. Gloria Arroyo, varaforseti Filipps- eyja, skipaði sér í gær í flokk með stjórnarandstöðunni gegn Estrada en hún sagði af sér sem velferðar- ráðherra þegar ásakanir komu fram um, að Estrada hefði þegið hundrað milljóna ísl. kr. í mútur. Hún heldur hins vegar embætti varaforseta og tæki við forsetaembættinu yrði Estrada frá að hverfa. Corazon Aquino, fyrrverandi for- seti, sem leiddi byltinguna gegn ein- ræðisherranum Ferdinand Marcos, sagði í gær, að Estrada ætti að gera þjóðinni þann greiða að segja af sér, að minnsta kosti meðan verið væri að kanna ásakanirnar gegn honum. Þá hefur Jaime Sin kardináli ítrekað þá yfirlýsingu sína, að Estrada verði að fara frá. Joseph Estrada er fyrrverandi kvikmyndaleikari en eftir að hann var kjörinn forseti 1998 hefur hver uppákoman rekið aðra. Estrada hef- ur viðurkennt, að hann hafi á ámm áður verið mikill drykkjumaður og fjárhættuspilari en segist nú vera hættur hvorutveggja. Fyrr á árinu rak hann þó starfsmannastjóra sinn en hann hafði þá skýrt frá því, að Estrada héldi reglulega fylliríssam- komur að næturlagi með vinum sín- um þar sem þeir skipuðu málum rík- isins. Þá hefur yfirmaður filippíska verðbréfaþingsins sagt frá því, að Estrada hafi reynt að fá hann til að sýkna vin hans af allri sök en hann er flæktur í mesta innherjahneyksli í landinu fyrr og síðar. Estrada þykir líka hafa sýnt getuleysi sitt í þeim átökum, sem verið hafa vegna skæra- liðahemaðar múslíma í landinu. Hundruð milljónir kr. í mútur? Ekkert þessara mála þykir þó al- varlegra en spillingarásakanimar en þær komu fram hjá fyrrverandi vini Estrada, héraðsstjóranum Luis Singson. Hann heldur því fram, að hann hafi sjálfur safnað saman og greitt Estrada um 730 millj. ísl. kr. í mútur fyrir að láta ólöglega veð- málastarfsemi afskiptalausa. Þá hafi forsetinn einnig fengið nærri 240 millj. kr. af tóbakssköttum héraðs- ins. Algengt er, að ólöglegu veðmála- fyrirtækin beri fé á filippíska stjórn- Andstæðingar Estrada með mynd af honum í líki guðfoðurins í samnefndri kvikmynd um mafíuna í Banda- rikjunum. Stuðningsmenn forsetans hafa líka látið í sér heyra á götum úti. Luis Singson héraðsstjóri. málamenn en þetta er í fyrsta sinn, ef satt er, að mútufé sé skipu- lega safnað fyrir forsetann. Sing- son segist hafa ákveðið að skýra frá þessu þegar annar vinur for- setans, Charlie Ang, kunnur fjár- hættuspilari, veitti pólitískum and- stæðingi Singson einkaleyfi á lögleg- um veðmálum í héraðinu. Singson kom fyrir þingið í gær og þar ítrekaði hann ásakanir sínar. Sagði hann, að Estrada hefði kallað hann á sinn fund fyrir nokkram dög- um og beðið hann að þegja. „Hann sagði, að það væri hægt að kippa þessu í liðinn,“ sagði Singson. Nokkrir þingmenn stjómarmeiri- hlutans sögðu, að Singson væri ekki mjög trúverðugur. Upplýstu þeir, að spilavíti í Las Vegas í Bandaríkjun- um hefði höfðað mál á hendur honum vegna skulda en Singson sagði, að það mál hefði verið látið niður falla. Aðrir bentu á, að opinber rannsókn færi fram á embættisfærslu hans þar sem hann væri granaður um að hafa misfarið með opinbert fé og enn- fremur hefði maður í hans þjónustu verið sakaður um smygl. ODYRARA EN STUTTFERÐ I EVROPU! MISSTIRÐU AF SUÐUR-AFRIKU? - MISSTIRÐU AF RÍO MEÐ HEIMSKLÚBBNUM Á BESTU KJÖRUM? Misstu ekki af “Nýjasta smellnum2 bestu feröalönd ASÍU í einni ferð: Vika í Malasíu á topphótelum- Kuala Lumpur og Penang +vika í Tliailandi- Chiang Mai og Rai+ Bangkok — algjör draumaferð m.fararstj. 19 dagar- 1. brottf. 12.ÍIÓV. Fá sœti 21. jan og 13. maí 12. nóv. - UPPSÉLT. 3 Toppar Verðfrá 139.900 Pöntunarsími: 56 20 400 Færeyingar fái að leita til SÞ og NATO Þórshöfn. Morgunblaðið. ENGINN vafi leikur á því að Fær- eyingar falla undir skilgreining- una þjóð og hafa því rétt til að leita sjálfir til Sameinuðu þjóðanna og Atlantshafsbandalagsins án af- skipta dönsku stjórnarinnar, að mati íslensks sérfræðings í þjóða- rétti, Guðmundar Alfreðssonar. Þetta kemur fram í greinargerð sem Guðmundur hefúr sent fær- eysku landstjóminni. Hpgni Hoydal, sem fer með sjálfstæðis- málin í landstjóminni, hafði leitað til Guðmundar og óskað eftir áliti hans á því hvort Færeyingar féllu undir skilgreininguna þjóð. Niels Helveg Petersen, utanrík- isráðherra Danmerkur, hafði þá komið í veg fyrir að færeyska landstjómin sendi Sameinuðu þjóðunum fyrirspum um hvaða skilyrði þyrfti að uppfylla til að samtökin gætu haft milligöngu í deilum tveggja þjóða. Petersen sagði að Færeyingar gætu ekki leitað til Sameinuðu þjóðanna án afskipta dönsku stjómarinnar. Ut- anríkisráðherrann kom einnig í veg fyrir að Anfinn Kallsberg, lög- maður Færeyja, gæti rætt við framkvæmdastjóra Atlantshafs- bandalagsins um þá kosti sem sjálfstæðum Færeyjum stæði til boða varðandi aðild eða tengsl við bandalagið. Guðmundur Alfreðsson segir meðal annars í greinargerð sinni að danska stjómin hafi í raun við- urkennt að Færeyingar séu þjóð, sem njóti sjálfsákvörðunarréttar, með því að hefja viðræður við þá um skilmála sjálfstæðis Færeyja. Þá bendir hann á ýmis sérkenni Færeyinga, sem hafi sína eigin þjóðarvitund, sögu, menningu og tungu. msm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.