Morgunblaðið - 18.10.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.10.2000, Blaðsíða 42
J2 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Lausasölulyf - ' upplýsingagjöf til íslenskra neytenda Á SÍÐUSTU árum hefur samband milli sjúklings, læknis og lyfjaíræðings breyst mikið. Áður fór sjúkl- ingur til læknis með þá kvilla sem hann hijáðu, læknir skrifaði lyfseðil í-ífém sjúklingurinn fór svo með í apótek. Þar fékk hann lyfið sitt af- hent í poka eftir að lyfjafræðingur hafði fjarlægt allar upplýs- ingar um lyfið úr um- búðum þess! Sjúkling- urinn vissi í raun ekkert um lyfið og hafði því ekkert um meðferðina að segja. í dag er samband milli þess- ara aðila orðið allt annað, þar sem bæði lyfjafræðingar og sjúklingar taka aukinn þátt í lyfjameðferðinni og þar með heilsufari sjúklingsins. Upplýsingagjöf fer nú æ meir fram í apótekum, íylgiseðlar fylgja öllum iyfjaumbúðum og mai'gir sjúklingar leita sér sjálfir upplýsinga um með- ferðarmöguleika á veraldarvefnum. Hægt er að fá upplýsingar um lyf á ís- lenskum vefjum, t.d. netdoktor.is, Lyf Auðvelt aðgengi að upp- lýsingum, segir Guðrún _ Yr Gunnarsdóttir, hef- ur leitt til aukinnar notkunar lausasölulyfja. Lyfjuvefnum eða beint á síðum lyfja- fyrirtækja, sjúklingasamtaka, er- lendra apóteka o.s.írv. Auðvelt aðgengi að upplýsingum hefur leitt til aukinnar notkunar lausasölulyfja (lyfja án lyfseðils). Sjúklingar eru mun meðvitaðri um heilsufar sitt og meðferðarkosti sem bjóðast og vilja því taka æ ríkari þátt í ákvörðun um eigin lyfjameðferð. Við vægari sjúkdómseinkennum taka þeir jafnvel ákvörðun alfarið sjálfir án þess að læknir komi þar nærri. Aukin þekking almennings í upp- Jýsingasamfélagi nútímans er megin- ástæða þess að hlutfall lausasölulyfja af heildarlyfjasölu hefur farið hækk- andi síðustu ár. Áætla má að lausasala sé nú um 10-15% af lyfjasölu á ísl- andi. Hvaða lyf henta til lausasölu? Forsendur þess að lyf henti í lausa- sölu eru þær að það sé öruggt í notk- un og verkun, hafi ekki í för með sér hættu á misnotkun eða fíkn né alvar- legar aukaverkanir af almennri notk- un. Einnig verður að taka tillit til eit- uráhrifa ef tekinn er of stór skammtur af lyfinu. Lausasölulyf ættu að henta tii þess ■ að lina ýmsa „smákvilla" sem sjúkl- ingur getur greint sjálfur án þess að mistök í greiningu og sjálfsmeðferð hafi alvarlegar afleiðingar fyrir hann. Sem dæmi um lausasölulyf má nefna verkjalyf, ofnæmislyf, hægðalyf, lyf við bijóstsviða, húðlyf og lyf við sveppasýkingum. Er notkun lausasölulyíja hagkvæm? Til að meta hagkvæmni þarf margt að athuga - hvað kostar sjúklinginn að fara frá vinnu til læknis (tími og beinn launaskostnaður), . lyfjaverð (lausasala og skv. lyfseðli), greiðslu- þátttöku almannatrygginga, kostnað við rekstur heilbrigðiskerfis o.fl. Segja má að lausasala lyfja hafi ýmsa kosti fyrir sjúklinga, t.d. lækkun beins kostnaðar vegna útgjalda og tíma sem fer í heimsóknir til lækna auk spamaðar sem erfitt er að meta ,en rekja má til hægðarauka og örygg- fekenndar sem fylgir því að geta átt og útvegað lyfið sjálfur eftir þörfum. Heilbrigðiskerfið nýtur einnig góðs af lausasölu lyfja. Trygg- ingastofnun rfldsins tekur ekki þátt í greiðslu lausasölulyfja og sjúklingar verða því að greiða þau að fullu sjálfir. Læknar nota minni tíma til að líta eft- ir smávægilegum kvill- um sjúklinga og þar liggur einnig dijúgur sparnaður. En lfldega hlýst mesti spamaður- inn af því að með auk- inni færslu lyfjasölu yfir í lausasölu getur heilbrigðiskerfið beint meiri athygli að alvariegum sjúkdómum, forvörnum þeirra og meðhöndlun og þannig nýtt fjármagn betur. Þar sem sífellt er verið að skera niður í heilbrigðiskerfinu og þjóðin að eldast með þeim kostnaðarauka sem því fylgir er ekki úr vegi að líta á lausasölu lyfja sem spamaðarleið. Frá sjónarhóli lyfjaframleiðenda Almennt gildir um lyf að framleið- endur fá einkaleyfi fyrir þeim. Einkaleyfin falla úr gildi eftir ákveðinn tíma og þá opnast markað- urinn fyrir aðra lyfjaframleiðendur til að framleiða svonefnd „eftirlíkinga- lyf ‘ sem innihalda sama virka efnið og hafa sams konar verkun. Því vilja lyfjaframleiðendur fá að beina upp- lýsingum um sín lyf til neytenda á einkaleyfistímanum. Felst það m.a. í að upplýsa um verkun og rétta notk- un lyfsins til að koma í veg fyrir að aukaverkanir hljótist af notkun. Neytendur njóta einnig góðs af auglýsingafrelsi sem fylgir lausasölu, t.d. í formi ýmissar fræðslu sem fyrir- tækin standa fyrir, s.s. útgáfu upp- lýsingabæklinga auk upplýsingamiðl- unar á Netinu. Með auknu kynningarstarfi treysta lyfjaframleið- endur líka böndin við neytendur, sem hagnast einnig, því að til að viðhalda tryggð neytenda þurfa fyrirtækin að uppfylla kröfur þeirra og væntingar. Það gera þau m.a. með stöðugri þró- unarvinnu og þar með nýjum kyns- lóðum lyfja sem hafa sértækari og betri verkun og minni aukaverkanir. Auglýsingar fyrir almenning? ' Samkvæmt reglugerðum hérlendis er auglýsingafrelsi lausasölulyfja til almennings afar takmarkað. Ástæð- ur? Því er erfitt að svara ístuttu máli, reglur eni misjafnar eftir löndum en fullyrða má að hér sé Island í hópi íhaldssömustu ríkja. Ég held að tíma- bært sé að stjómvöld endurskoði þessar reglur í ljósi þróunar og um- ræðu í öðrum vestrænum ríkjum. Nú- orðið ferðast flestir íslendingar til út- landa og þá blasa við lyfjaauglýsingar í stórum stíl, t.d. í sjónvarpi og tíma- ritum. Einnig er þjóðin orðin vel tölvuvædd og varla til það heimih þar sem ekki er nettengd tölva. Á verald- arvefnum getur fólk vafrað um og skoðað vefi um tiltekna sjúkdóma og lyfjaauglýsingar sem beint er til neyt- enda ásamt ýmsum upplýsingum um lyf- Með auðveldu aðgengi að öllum nú- tíma upplýsingaveitum er það hugsun gærdagsins að takmarka upplýsinga- gjöf um lausasölulyf í fjölmiðlum. Með aukinni áherslu á heilbrigði og vellíðan krefst neytandinn þess að vita hvað er í boði hverju sinni. Er því ekki tilvalið að fara að endurskoða þessa reglugerð og veita fólki þessar upplýsingar frekar á eigin tungumáli? Við eigum að setja öryggið á oddinn og hafa þessar upplýsingar á ís- lensku, í því felst þjónustan. Höfundur er framkvæmdastjtíri ísfarm ehf. Guðrún Ýr Gunnarsdóttir Tilbúnar söluvörur Á HVERJUM degi dynur á okkur gífurlegt magn upplýsinga úr ólíkum áttum. Menn eiga erfitt með að sofna á kvöldin nema þeir séu vissir um að þeir hafi hlustað á alla frétta- tíma dagsins í útvarpi, horft á kvöldfréttir á tveimur sjónvarps- stöðvum og loks toppað daginn með tíufréttum svona rétt til að skerpa á vitneskjunni og rifja upp helstu atburði dagsins. Á milli frétta- tíma eru síðan öll möguleg og ómöguleg blöð lesin til að tryggja að allt sé á hreinu. Þessi greiði aðgangur fólks að upplýsingum hefur, ólíkt því sem maður hefði ætlað, ekki orðið til þess að gagnrýni manna á því sem þeir heyra, sjá eða lesa, hafi aukist. Margir meðtaka bara boðskapinn án athugasemda, án þess að spyrja að einu eða neinu. Sem betur fer er það þó þannig að stærsti hluti þess sem við móttökum eru bara saklausar upplýsingar um atburði dagsins og almennur fróð- leikur, ekki það að atburðir dagsins séu alltaf saklausir. I minni hluta eru síðan upplýsingar sem ekki eru jafn saklausar, heldur íréttir, greinar eða frásagnir sem eru hreinlega rangar, lygar, svik og prettir. Allt saman sett fram til að hafa peninga af fólki. Það eru þessar upplýsingar sem fólk verður að móttaka, hugsa um á gagnrýnin hátt og síðan að henda frá sér sem vitleysu. Sem nýlegt dæmi um slíkar frá- sagnir í fjölmiðlum má nefna bréf sem Morgunblaðið birti 13. október sl. undir yfirskriftinni Augun eru spegill sálarinnar. í grein þessari skrifa tvær konur, sem titla sig lit- himnufræðinga, um vísindagreinina lithimnufræði (e. iridology). Saga vísindagreinarinnar er rakin og inn- takið útskýrt fyrir fávísum almenn- ingi sem því miður hefur ekki áður haft tækifæri til að kynnast krafta- verkinu sem lithimnu- fræðin getur fært okk- ur. Með greininni er verið að búa til sölu- vöru sem síðan á að fara að selja. Þetta er aðferð sem beitt hefur verið frá fyrstu tíð í þessum „bransa“. Aldrei hefur verið sannað að lithimnuf- ræði virki og því miður verð ég að svekkja lit- himnusérfræðinga þessa lands með því að segja að þetta „agnar- sjónvarp sem birtir myndir af hinu innra“ er bilað og það virðist ekki borga sig aðgera við það. I greininni er nefndur til sögunnar dr. Bernard Jensen og hann sagður Neytendur Hver einstaklingur, seg- ir Kristinn Jóhannsson, ætti að beita gagnrýnni hugsun á viðkvæm mál. mikill brautryðjandi í lithimnufræð- um. Ekki er minnst á það að 1979 hafi þessi brauðryðjandi verið próf- aður ásamt tveimur öðrum lithimnu- fræðingum þar sem gi'eina átti með lithimnuskoðun einstaklinga sem ættu við nýrnasjúkdóma að stríða. 143 einstaklingar voru fengnir í til- raunina og höfðu 48 þeirra áður ver- ið greindir með nýrnasjúkdóma með hefðbundnum aðferðum. Þremenn- ingarnir sýndu, tölfræðilega, enga hæfileika til að greina hverjir væru hinir veiku. Einn þeirra greindi t.d. 88% af heilbrigðum sjúklingum sem nýmasjúklinga og annar sagði að 74% af þeim veiku þyrftu meðferð í gervinýra þar sem hefðbundin með- ferð dugði í raun [Simon A, Worthen, Mitas JA 2d. An evaluation of irido- logy. JAMA 242:1385-9,1979]. Miðað við þessar niðurstöður er alveg ljóst hvaða aðferð ég myndi velja. I öllum hefðbundnum vísinda- greinum, s.s. stærðfræði, er það við- urkennd venja að þeir sem koma með fullyrðingar eða hugmyndir verða að færa fullnægjandi sönnun fyrir hugmynd sinni. Takist það ekki telst hún ósönnuð og þar með röng. Það sem einkennir „vísindagreinar" eins og t.d. lithimnufræði og stjömu- speki er að í þeim er það þeirra sem trúa ekki að færa sönnur á að eitt- hvað standist ekki. Þar er búið að snúa sönnunarbyrðinni við. Slíkt gef- ur auðvitað ákveðið öryggi fyrir hug- myndasmiðinn. Hægt er að telja upp fjöldamargar svona tilbúnar „söluvörur" á íslandi sem fólk ætti að sniðganga. Ég geri mér alveg grein fyrir því að ég verð ekki vinsælasti maður Islands þegar ég segi að miðlar, spákonur, stjörn- uspekingar, lithimnufræðingar, nálastungufræðingar og trúarleið- togar með lækningamátt séu sölu- menn sem best er að skella á þegar þeir koma í heimsókn. Þeir eru hreinlega að selja svikna vöru. Hver einstaklingur ætti að beita gagnrýnni hugsun á viðkvæm mál eins og þessi. Ekki byrja á því að trúa og safna síðan eftirá sönnunar- gögnum tránni til stuðnings, því slíkt gefur aldrei gagnlega niðurstöðu. Réttara er að byrja á því að tráa ekki og skipta síðan um skoðun þegar málin hafa verið hugsuð í rólegheit- um og af yfirvegun. Eins er ágætt að gleyma því ekki að það sem ættingj- ar, vinir eða kunningjar segja á alltaf að taka með sömu gagnrýni, ef ekki meiri, og það sem þú meðtekur ann- ars staðar frá. Þessu gleyma allir einhvern tímann. Læknar, fræðimenn við háskóla og þeir sem vinna að neytendavernd á Islandi ættu að taka þessi mál föst- um tökum og reyna að aðstoða fólk í að komast að skynsamlegri niður- stöðu í svona málum. Fjölmiðlar verða líka að sýna ábyrgð og koma öllum skoðunum á framfæri. Höfundur er tölvunarfræðingur. Kristinn Jóhannsson Samkeppni á fjármála- sviðinu - hvað með orkusviðið? AÐ UNDAN- FÖRNU hefur samein- ing Landsbanka og Búnaðarbanka verið í brennidepli. Það er álit flestra að þessi samein- ing muni ekki sam- ræmast samkeppnis- lögum, enda sé nokkuð ljóst að hún mundi rýra samkeppni á íjármála- markaðnum og valda viðskiptavinum bank- anna skaða. Þrátt fyrir að stjórn- völd hafi lýst yfir vilja sínum til að sameina umrædda banka hefur það komið skýrt fram að þau hafa áhyggjur af samkeppnis- þættinum, þó að verðugur keppi- nautur sé til staðar, þar sem Islan- dsbanki-FBA er, auk allra spari- sjóðanna sem einnig veita sam- keppni og ekki síst ef þeir stæðu saman. Ég er hvorki að mæla með eða á móti sameiningu þessara banka, tel einfaldlega að ríldð eigi að losa sig við þá og láta svo markaðinn um framhaldið. Hvers vegna hafa stjórnvöld svona miklar áhyggjur af samkeppni í fjármálageiranum, en virðast áhyggjulaus þó ekki sé til staðar nein samkeppni í orkugeiranum, þar sem Landsvirkjun situr nánast ein að allri raforkufram- leiðslu iandsmanna og flutningi hennar um landið? Það vill svo til að þessir málaflokkar, þ.e. orku- og viðskiptamál, heyra undir sama ráð- herrann, þannig að ætla mætti að sama af- staða til samkeppni væri ríkjandi í báðum þessum tilfellum. Eins og oft hefur komið fram í fjölmiðl- um á undanfömum ár- um hefur Evrópusam- bandið gefið út tilskipun um að skipta beri raforkugeiranum í fjóra fjár- málalega sjálfstæða þætti, þ.e. fram- leiðslu á raforku, flutningi hennar, dreifingu og sölu, og að komið verði á samkeppni í markaði með raforku. Tilgangurinn með þessari tilskipun er að tryggja skilvirkni hins innra markaðar í Evrópu. Þessi tilskipun gildir á svæðum ESB og EES, þann- ig að við Islendingar erum innan þessa ramma. Þessi tilskipun var samþykkt hjá Evrópubandalaginu í desember 1996, til að taka gildi 19. febrúar 1997. Aðilar á Evrópska efnahags- svæðinu, EES, samþykktu í nóv- ember 1999 að fara eftir tilskipun- inni og tveggja ára frestur var gefinn Orka Hvers vegna hafa stjórnvöld svona miklar áhyggjur af samkeppni í fjármálageiranum, spyr Svanbjörn Sigurðsson, en ekki af samkeppni í orkugeiranum? til að koma henni í framkvæmd. Víð- ast hvar í Evrópu og þar á meðal á Norðurlöndum hefur samkeppni nú þegar verið komið á og, þar sem rétt hefur verið staðið að málum, hefur hún leitt af sér lækkun raforkuverðs til neytenda. Nú mun vera í smíðum, í iðnaðar- ráðuneytinu, tillaga til þingsályktun- ar að nýjum raforkulögum og reikn- að er með að hún verði lögð fram í byrjun árs 2001. Lokafrestur til að koma á sam- keppmsumhverfi innan raforkugeir- ans, á Islandi, rennur út í byrjun árs 2002. Vonandi verða ný raforkulög til þess að samkeppni verði farin að ríkja, í verslun með raforku, á Is- landi áður en sá tími rennur upp. Höfundur er framkvæmdastjóri. Svanbjörn Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.