Morgunblaðið - 18.10.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.10.2000, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fundur ráðherra með sérfrœðingum um innflutning á fósturvísum úr norskum kn - Tllraunakýr " koma tíl greina, segir landbúnaðarráðherra - merkileg samanburðarrannsókn. Baksíða Uss, þetta er bara bévuð gála, Búkolla mín, hún er farin að sýna honum tútturnar. Nýtt félag stofnað í Skagafírði Verkalýðsfélögin Aldan og Fram sameinast Á AÐALFUNDUM Verkakvennafé- lagsins Öldunnar og Verkalýðsfé- lagsins Fram í síðustu viku var sam- þykkt að sameina þessi tvö verkalýðsfélög og stofna nýtt. F orsagan er sú að á síðasta ári var samþykkt að gera skoðanakönnun meðal félagsmanna félaganna um sameiningu. Niðurstaðan varð sú að 85% félagsmanna töldu að það ætti að sameina félögin. í kjölfarið var skipað í sameiningarnefnd sem vann tillögur að lögum og reglugerðum ásamt öðru því sem þessu ferli fylgir og rekur samþykkt aðalfundanna endahnútinn á þetta sameiningar- ferli. Stjórnir félaganna héldu sameig- inlegan fund hinn 16. október þar sem að farið var yfir vinnu samein- ingarnefndar og þar var samþykkt að halda stofnfund hinn 2. desember nk. Ennfremur var ákveðið að hvort félag skyldi skipa tvo úr sínum röð- um til að stilla upp til stjómar en á stofnfundi verður kosin ný stjóm. Fræðsluþing fyrir almenning Uppeldi á kristn- um grunni IDAG klukkan 17 verður haldið fræðsluþing á vegum Biblíuskólans við Holta- veg og Miðbæjarstarfs KFUM/K, þingið er haldið í húsakynnum KFUM/K við Holtaveg. Séra Jóna Hrönn Bolladóttir hefur haft umsjón með undir- búningi þingsins. „Markmiðið með þessu fræðsluþingi er að bjóða foreldrum og öðrum sem starfa við uppeldi barna upp á fræðslu um uppeldi byggt á kristnum gmnni.“ -Hvað verður á dag- skrá þingsins? „Fræðsluþingið hefst með fyrirlestri sem heitir „Geta foreldrar alið börn upp til að lifa sem sm kristnir einstaklingar 1 okkar samfélagi?" Það era hjónin Elín Einarsdóttir námsráðgjafi og Guðmundur Ingi Leifsson skólastjóri sem ætla að takast á við þessa spurningu. Þau ætla að skoða uppeldisaðstæður barna og koma einnig inn á trúarþroska þeirra í fyrirlestri sínum. Ragn- heiður Ýr Grétarsdóttir sjúkra- þjálfari mun tala um mál- og hreyfiþroska barna og hvernig hægt er að örva hvort tveggja. Þá verður fluttur fyrirlestur um trúarþroska barna, það er Guðný Hallgrímsdóttir, prestur fatl- aðra, sem glímir við spurningarn- ar; hvernig biðjum við með barn- inu, hvenær biðjum við með barninu og hvað biðjum við með barninu? Einnig ætlar hún að velta upp spurningunni: Hvernig get ég kennt barninu mínu að trúa ef ég trúi ekki sjálf? Ég mun flytja þarna fyrirlestur um einelti á börnum og ætla þar að fara yfir grandvallarspurningar um ein- elti; hvað er einelti, hverjir verða fyrir einelti og hver era einkenni eineltis? Það sem ég ætla að leggja mesta áherslu á er hvernig kristin trú getur uppörvað og huggað þá sem verða fyrir einelti. Síðasti fyrirlesturinn fjallar um aga skólabarna, það er Karl Sæv- ar Benediktsson sérkennari sem flytur hann. Hann fæst m.a. við spurningarnar: Til hvers er ag- inn, hvernig verður agi til og hvernig erfist aginn?“ - Verður þú mikið vör við ein- elti í þínu starfí sem Miðbæjar- prestur? „Já, einelti er alltof algengur og sár veruleiki í okkar samfé- lagi. Á vegum Miðbæjarstarfsins starfar félag sem heitir Gleym mér ei, sem er sjálfsstyrkingarfé- lag fyrir unglinga. Ég hef talað mikið við unglingana í þessu fé- lagi og í því sambandi hef ég átt- að mig á hvað svona stöðug og neikvæð skilaboð geta brotið sjálfsmynd manneskjunnar nið- ur. Því fór ég að skoða Biblíuna með það að markmiði að finna þar boðskap sem getur styrkt sjálfs- mynd þeirra sem orðið hafa fyrir einelti." ________ - Er margvíslegur boðskapur í Biblíunni sem hughreystir sér- staklega þá sem sótt er að? „Já, strax á fyrstu síðum Biblíunnar er talað um að maðurinn sé skapaður í Guðs mynd og þess vegna séu manneskjur dýrmætar og ómetanlegar. Þetta þýðir á vissan hátt að ef maður er lagður í einelti þá er Kristur lagður í ein- elti á sama tíma.“ - Er eitthvnð í orðum Jesú Krists sem beinlínis vísar til Jóna Hrönn Bolladóttir ► Jóna Hrönn Bolladóttir fædd- ist í Hrísey 1964. Hún lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1985 og guðfræðiprófi 1990. Hún vígðist sem prestur til Vestmannaeyja en er nú Miðbæj- arprestur í Reykjavík. Hún er gift Bjarna Karlssyni, sóknar- presti í Laugarneskirkju, og eiga þau þrjú börn. Við skírnina er lögð sú ábyrgð á fjöl- skylduna að ala barnið upp i kristinni trú huggunar þeirra sem orðið hafa fyrir einelti í samfélagi sínu? „Kristur er Guð nálægðarinnar og hann var tilbúinn að brjóta reglur samfélagsins til þess að veita manneskju stuðning. Hann var líka tilbúinn að standa gegn hópnum til þess að styðja við ein- staklinginn. I Nýja testamentinu er mjög athyglisvert hvað Krist- ur tekur sér oft þá stöðu að standa við hlið ofsóttra gegn reglum samfélagsins og hinna fé- lagslega sterku. Sjálfri finnst mér að píslarsaga Krists sé ein- hver þekktasta eineltissaga sem til er. Þar kemur fram bæði and- legt og líkamlegt ofbeldi og í þeirri frásögn er hópurinn þving- aður til samstöðu gegn einum. Þar gerist það sem algengt er í einelti að fólk hættir að hugsa, verður kvíðið og fylgir hópnum gegn sannfæringu sinni. Sterk- asta myndin og sú sem vekur mesta athygli er frásögnin af því þegar kvöl Krists er mest; þá bið- ur hann fyrir óvini sínum. Ég ætla í erindi mínu að tala um mik- ilvægi fyrirgefningarinnar en minna fólk á hversu þýðingar- mikið er að fá tíma til að græða sárin, fá uppörvun og eignast svo fyrirgefningu í hjarta sínu.“ - Er rétt affólki, sjálfsvirðing- arinnar vegna, að fyrirgefa mis- kunnarlausar mótgerðir, svo sem ofbeldi á börnum? „Það sem Kristur gerði er ógjörlegt fyrir venjulegar mann- eskjur. Lokapunktur á sorgai'- ferli þarf að vera sálarfriður. Til að skapa hann verður fólk að fá að vera í umhyggjusömu um- hverfi og kærleiksríku, þar sem það getur fengið ráð- rúm til þess að fá að vinna úr neikvæðum tilfinningum. Þegar lít- ið barn er lagt í faðm okkar er okkur falið vandasamt hlutverk; að annast það af um- ““111 hyggju og kærleika. Við skírnina er sú ábyrgð lögð á fjölskylduna að ala barnið upp í kristinni trú. Þetta fræðsluþing er viðleitni Biblíuskólans og Mið- bæjarstarfsins til þess að styðja við mikilvægt hlutverk foreldra og annarra þeirra sem annast börn.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.