Morgunblaðið - 18.10.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 18.10.2000, Blaðsíða 49
r MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2000 48. 1 & 1 I I P BJARNI EINARSSON anna heldur gengið djarflega á hólm við ýmis grundvallardeilu- efni varðandi upphaf ís- lenskra fornbókmennta og túlkun fornra heim- ilda. Því miður reyndist akademískur andi á ís- landi ekki nógu burð- ugur til að unnt reynd- ist að bregðast við ögruninni með opnum skoðanaskiptum og umræðum. Pví er það þakkarvert að Bjarna skyldi auðnast áratug síðar að taka upp þá doktorsvörn sem þarna fórst fyrir í + Bjarni Einars- son, dr. philos., handritafræðingur, fæddist á Seyðisfirði 11. apríl 1917. Hann lést á líknardeild Landspítalans 6. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkj- unni 16. október. Bjarni Einarsson var af þeirri kynslóð sem lifði bernsku- og æsku- ár sín í skugga heims- kreppu og yfirvofandi heimsstyrjaldar. Skólafólk var yfir- leitt félaust, vitringar vöruðu við langskólanámi vegna hættu á at- vinnuleysi að námi loknu. Bjarni missti ungur föður sinn og hefði naumast haft bolmagn til framhalds- náms ef ekki hefði komið til stuðn- ingur vandalausra, þ.e.a.s. fjölskyldu Halls Hallssonar, síðar tannlæknis, sem var bekkjarbróðir hans og náinn vinur. En ungu fólki var ekki alls varnað ef áhuginn var fyrir hendi. Sumarið eftir stúdentspróf tók Bjarni sér far með fiskiskipi og sigldi til Skotlands með eldgamalt reiðhjól í farteskinu. Þetta var fyi-sta utan- ferð hans, erindið ekkert annað en að kynnast heiminum. Hann átti vina- fólk í Hull, Önnu og Ottó Wathne, en gerði stuttan stans hjá þeim og lagð- ist í flakk milli borga og bæja og gisti á farfuglaheimilum. Ferðalagið stóð á annan mánuð þangað til hann kom sér í skip aftur til íslands. Slík ferða- lög ævintýragjarnra unglinga þættu ekki merkileg núna, en voru afar fá- tíð þá. Þegar Bjarni lauk háskólanámi sínu var ekki sjálfgefið að honum byðist starf á fræðasviði sínu. Hann hafði unnið við blaðamennsku sam- hliða náminu og nú varð hann um skeið fréttamaður í Ríkisútvai-pinu. Meðal verkefna hans var að hlusta á fréttirnar frá BBC, þýða þær og flytja í morgunútvarpið. Fréttafíkn- in fylgdi honum reyndar alla ævi síð- an. Hann fylgdist vel með öllum fréttum, einkum erlendum, og þegar bamabörnin voru í heimsókn urðu þau að hafa hljótt um sig á fréttatím- um. Þá sat hann eins og límdur við tækið, en oftast með blað og blýant í hendi, ef vera kynni að fréttamann- inum yrði eitthvað á í messunni, gamall vani frá því Bjarni annaðist þættina Mælt mál, sem mörgum eru minnisstæðir. Bjarni var strangur málvöndunarmaður, en hann tók einnig vel eftir því sem vel var fram sett og flutt og hafði miklar mætur á mörgum frétta- og útvarpsmönnum þess vegna. Bjarni og Sigrún giftust 14. júní 1945 og héldu ári síðar til Danmerk- ur, út í óvissuna. Ástæðan til þeirrar ráðabreytni var ævintýraþrá, en “fýsnin til fróðleiks og skrifta átti ekki síður hlut að máli. Það bjargaði afkomunni að nóg verkefni voru fyrir hjúknmarfræðinga í Kaupmanna- höfn og Sigrún fékk strax fulla vinnu. Bjama hafði verið falið að rita kafla í íslenská alfræðibók sem þá vai' áfonnuð en kom aldrei út. En hér var framtíð hans ráðin. Hounm voru falin ýmis rannsóknarverkefni á Árnasafni af Jóni Helgasyni og hasl- aði sér völl upp frá þessu við fræði- störf og kennslu, í Danmörku, á Is- landi, í Noregi. Börnin fæddust eitt af öðru og Sigrún varð að hætta að vinna úti til að sinna þeim. Það var sjaldnast rúmt um þau fyrr en helst síðustu árin í Noregi og eftir að þau fluttust alkomin til Islands. Til dæm- is bjó þessi sjö manna fjölskylda um tíma í J)iiggja herbergja stúdenta- íbúð í Ósló. Ofan á þröngbýlið bætt- ist það að húsbóndinn hafði oft ekki aðstöðu til fræðaiðkana sinna annars staðar en heima. En eigi að síður lauk hann stórum verkefnum, bjó Hallfreðar sögu til útgáfu, gaf út Munnmælasögur 17. aldar og samdi merkilega bók, Skáldasögur, um fomskáldasögurnar í flokki íslend- ingasagna. í þessu riti er ekki fjallað um neinn einangi-aðan afkima fræð- mjög skemmtilegri og fróðlegri rit- deilu við bandaríska prófessorinn Theodore M. Andersson sem birtist í tímaritinu Medieval Scandinavia. En þá var Bjarni sjálfur um það bil að ljúka nýju doktorsriti, um bók- menntalegar fyrimyndir Egilssögu, sem hann varði við Öslóarháskóla og hlaut mjög góðar viðtökur. Eftir heimkomuna rak hvert stórvii’kið annað: ný útgáfa Hallfreðarsögu, endurskoðuð útgáfa Skáldasagna á dönsku, útgáfa Fagurskinnu í Is- lenskum fomritum, svo að stærstu verkin séu nefnd. Og eftir að Bjarni vai- kominn á eftirlaun tókst hann á við hið gríðarstóra verkefni sem Jón Helgason hóf á sínum tíma, að ganga frá fullnaðarrannsókn á öllum hand- ritum Egilssögu, og bjó Bjarni Möðmvallarbókartexta sögunnar til fræðilegrar útgáfu. Því verki lauk hann skömmu fyrir andlát sitt. Það er sannara en frá þurfi að segja að ekki hefðu þessi verk verið unnin nema til hálfs ef ekki hefði komið til dyggur stuðningur Sigrún- ar allt frá upphafi. Þegar Bjarni veiktist alvarlega íyrir sjö ámm og síðan í þeim veikindum sem gerðu vart við sig fyrir hálfu öðru ári ann- aðist hún hann heima, sá um lyfja- gjafir og stuðlaði að því á allan hátt að hann gat lifað til hinstu stundar með fullri reisn. Áhugi hans á þjóðfé- lagsmálum var samur við sig. Hann tók lengi virkan þátt í starfi Amnesty International og síðustu bréfin sem hann skrifaði til að stuðla að lausn samviskufanga úr fangelsum harð- stjóra vom póstlögð meðan hann lá sína stuttu banalegu. Bjarni var dulur og hlédrægur að eðlisfari, fremur fáskiptinn, en þeim sem kynntust honum duldist ekki hlýjan sem inni fyrir bjó. Hann hafði næmt auga fyrir börnum og sinnti barnabörnum sínum æ meir eftir því sem árin liðu. Hann var gæddur góðri kímnigáfu, stundum svolítið kaldhæðinn en aldrei rætinn eða meinyrtur. Honum hæfa best ein- kunnarorðin úr kvæði Hórasar: Integer vitae, scelerisque pums. Hann var vammlaus halur, vítalaus. Þorleifur Hauksson. Við vorum dálítið upp með okkur strákarnir sem hófum nám í Vélskól- anum haustið 1958 að fá sem móður- málskennara jafnlærðan mann og Bjarna Einarsson. Það spurðist fljótt að hann hefði verið lektor í íslensku við sjálfan Hafnarháskóla og unnið að rannsóknum í Árnasafni undir handleiðslu meistara Jóns Helgason- ar. - Ég efa ekki að skólastjóri og aðrir kennarar skólans hafi margii- hverjir hugsað á sama veg. Það var einmitt þetta haust, 1958, sem Bjarni tók að kenna við skólann og þar starfaði hann sem fastráðinn kennari til ársins 1965. Auk íslensku kenndi hann ensku og, að mig minnir, einnig dönsku í forföllum annarra kennara. Bjarni var einnig lengi prófdómari í dönsku við Menntaskólann í Reykjavík, og á Noregsámnum kom hann alltaf heim á hverju vori til að fylgjast með stúdentsprófunum. Það tók okkur bekkjarfélagana í Vélskólanum nokkurn tíma að átta okkur á Bjarna, skilja takta hans, kaldhæðnina sem oft brá við og skop- skynið sem ekki fólst bara í orðfær- inu heldur einnig í látbragði og blæbrigðum raddarinnar. En eftir því sem kennslustundum fjölgaði jukust vinsældir nýliðans, og ég held að það sé ekki ofsagt að þegar á leið veturinn hafi Bjami verið kominn í tölu bestu og skemmtilegustu kenn- ara skólans í huga okkar bekkjarfé- laganna. - Bjarni fór ekki geyst af stað í fyrstu móðurmálstímunum; tók sér drjúgan tíma til að ræða við okkur um tilhögun og tilgang náms- ins. Það var ekki að ástæðulausu því að móðurmálinu, og tungumálum yf- irleitt, var á þessum tíma afar þröng- ur stakkur sniðinn í námsskrá skól- ans. Ekki var því vandalaust að ákveða hvemig haga bæri kennsl- unni og halda nemendum við efnið. - Við fögnuðum yfirlýsingu kennarans að „málfræðistagl" yrði í lágmarki og að okkur yrði hlíft við tíðum heima- ritgerðum; höfðum enda nóg að sýsla á kvöldin við heimaverkefni í vél- fræði, stærðfræði og eðlisfræði. Eft- ir að hafa ráðgast við okkur var ein- hugur um að tilsögnin skyldi taka mið af því að við gætum talað og ritað móðurmálið nokkum veginn skamm- laust. í þessu efni sagði Bjai-ni að leita mætti fanga í Islendingasögun- um og bókum góðra rithöfunda frá öllum tímum. Með þetta í huga las hann m.a. með okkur kafla úr Gísla sögu Súrssonar og ýmsum seinni tíma ritverkum. Stundum hafði hann með sér úrklippur úr dagblöðunum og vakti sérstaklega athygli okkar á lágkúrulegu og klúðurslegu málfari sem víti til varnaðar. Sama máli gegndi ef hann hafði heyrt einhverj- ar ambögui’ í útvarpi; um þær talaði hann tæpitungulaust hver sem í hlut átti. Fréttamenn, blaðamenn og stjórnmálamenn fengu margir hveij- ir ofanígjöf og heldur bága einkunn hjá Bjarna. - Löngu seinna (veturinn 1974-’75) tók hann upp þennan sama þráð, en þá í áheyrn alþjóðar, í þætti um daglegt mál í Ríkisútvarpinu. - Við skrifuðum gjarnan stutta stíla hjá Bjarna, ýmist í kennslustundum eða heima. Mér eru í þvi samhengi sérstaklega minnisstæðar tvær skemmtilegar ábendingar. Önnur var beiðni Bjarna um að við létum þess jafnan getið neðanmáls hvort við notuðum það sem hann kallaði „skynsemiskommusetningu" eða hvort við færum eftir reglum grein- annerkjafræðanna. Hin laut að mál- fari. Að hefja málsgrein á „Er“, í merkingunni þegar, var að áliti Bjarna forkastanlegt og nánast for- boðið. „Þið munuð hvergi rekast á þetta orðalag í íslendingasögunum," sagði fræðarinn með miklum áhersluþunga. Fyrir nokkrum árum sendi hann mér stutta samantekt um þetta efni. Ég hef æ síðan reynt að fylgja þess- ari ábendingu og hvatt aðra til þess. Eftir að Bjai-ni og Sigrún frænka mín fluttust til Noregs 1965 endur- nýjuðum við fyrri kynni. Ég var við framhaldsnám í Ósló veturinn 1966- ’67 og við hjónin þurftum á íbúð að halda fyrir okkur og dæturnar tvær. Við leituðum þá til Bjarna og Sigrún- ar og þau veittu okkur ómetanlega aðstoð í þessu efni. Þennan vetur bjuggu þau í fjölskylduíbúð á stúd- entabænum á Sogni og þar nutum við gestrisni þeirra. - Fundir á seinni árum urðu strjálir. En við hjónin minnumst þó skemmtilegra stunda með þeim á Háaleitisbrautinni og á heimili okkar. Og sumarið 1994 bar fundum okkar óvænt saman á Skriðuklaustri þar sem Bjarni og Sigrún dvöldust tímabundið í fræða- mannsíbúðinni. Þar bar samtímis að garði Vilhjálm frá Brekku, frænda Sigrúnar, og varla þarf að orðlengja að stundin leið fljótt. Það er gott veganesti að hafa kynnst Bjarna Einarssyni og mátt njóta leiðsagnar hans og verka. Ég veit að ég mæli fyrir munn nemenda og kennara í Vélskólanum á þessum árum þegar ég að leiðarlokum þakka Bjarna samfylgdina. - Við hjónin sendum Sigrúnu og fjölskyldunni allri hugheilar samúðarkveðjur. Gunnar Guttormsson. Á Bjama Einarsson hlóðust engar mannvirðingar í þessu lífi, aðrar en þær sem hann aflaði sér sjálfur með vísindastörfum. Hann var kominn á sextugsaldur þegar hann loksins hlaut fastráðningu við íslenska há- skólastofnun. Á hinn bóginn naut hann fágætrar virðingar meðal ann- arra sem stunduðu íslensk fræði, virðingar af því tagi sem ekki fæst með valdboði að ofan en festist stundum við menn sem eru virðing- arverðir. Fyrir mig og marga aðra yngri fræðimenn var Bjami Einarsson fyr- irmynd, bæði hvað varðar vinnu- brögð og málfar. Alkunna var hversu strangar kröfur hann gerði í þessum efnum, bæði til annarra en þó eink- um til sjálfs sín eins og glöggt má sjá á verkum hans. Ýmsir yngri félagar Bjarna á akri fræðanna kynntust einnig örlæti hans og ljúfri framkomu. Það átti bæði við um erlenda og innlenda fræðimenn því að fáir áttu betur heima í alþjóðlegum samræðum fræðimanna en Bjami. Þessi ástvin- ur íslenskunnar var um leið allra fræðimanna alþjóðlegastur. Bjarna Einarssonar mun verða minnst sem eins merkasta fræði: manns á sínu sviði á þessari öld. I verkum hans sameinuðust traust, þekking og heillandi hugmynda- auðgi. Ýmsar hugmyndir hans um ís- lenskar miðaldabókmenntir em enn sem nýjar og eiga ótvírætt eftir að . veita mörgum fræðimanninum inj»- blástur á komandi öld. Það hefur verið ánægjuleg reynsla undirritaðs að sé nemendum í íslensku vísað á verk Bjama tala þau eigin máli. Bjarni hafði einstakt lág á að hrífa lesendur með sér; ef til vill vegna þess hversu skýr hann var í hugsun og máli. Hann hafði lengi háð harða bar- áttu við skæðan sjúkdóm. Seigla hans kom stöðugt á óvart. En þó að andlát hans væri ekki óvænt þótti mér ég hafa misst jafnaldra og vin þegar ég frétti það. Þrátt fyrir háan aldur og erfið veikindi var BjarnísP' ungur og atorka hans slík að það var engu líkara að hann væri rétt að hefj- ast handa við íslensk fræði. íslensk fræði em góðum liðsmanni fátækari við andlát hans. Það era ekki margir honum líkir. Ármann Jakobsson. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir, bróðir, tengdasonur, mágur og frændi, JÓN HILMAR SIGÞÓRSSON húsasmiður, Drekavogi 20, Reylgavík, sonur, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánu- daginn 16. október. Helga Óskarsdóttir, Hafliði Jónsson, Oddný Jónsdóttir, Guðni Sigþórsson, Helga Guðmundsdóttir, Guðrún Jóhanna Sigþórsdóttir, Guðmundur Ingi Jónsson, Sigþóra Oddný Sigþórsdóttir, Brynjar Sigtryggsson, Jakobfna Hafliðadóttir, Sveinn Óskarsson, Dadda G. Ingvadóttir og börn. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ANNA S. ÞÓRARINSDÓTTIR, áður til heimilis í Ferjuvogi 17, andaðist á elliheimilinu Grund mánudaginn 16. október. Jarðarförin auglýst síðar. Svanhildur Jónsdóttir Svane, Gunnar Svane, Sigurður Jónsson, Helga Ólafsdóttir, barnabörn, langömmubörn og langalangömmudrengir. Legsteinar Vönduð íslensk framleiðsla Fáið sendan myndalista MOSAIK Marmari Graníl Blágrýti Gabbró Líparít Hamarshöfði 4, llOReykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 'C* Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan sólarhringinn. % Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja UTFARARSTOFA KlRKJUGARÐANNA EHF. m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.