Morgunblaðið - 18.10.2000, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.10.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2000 29 LISTIR Stormur og Ormur á barnadeild Hringsins EINLEIKURINN Stormur og Ormur verður sýndur í dag, miðviku- dag, á barnadeild Hringsins. Leik- ritið fjallar um mann sem hittir ána- maðk sem vill vera vinur hans. Manninum líst auðvitað ekkert á það. Þó maður sé einmana leggur maður ekki lið sitt við hvern sem er ... eða hvað? Á endanum tekst þó góð vinátta með þeim Stormi og Ormi, þeir félagar taka sér ýmislegt fyrir hendur og eru ekki alltaf á eitt sáttir. „Þetta er verk um samskipti og át- ök í hversdagslífinu. I samræðum manns og ánamaðks gefst nýstárleg og brosleg sýn á hversdagsleg atvik. Umgjörð verksins er einfóld og hug- vitsamleg enda er í sviðsetningunni lögð áhersla á einfaldleika sem gefur áhorfandanum sem mest svigrúm til þátttöku með sínu eigin hugmynda- flugi,“ segir í kynningu. Morgunblaðið/Jim Smart Ormur og Stormur verða góðir vinir. Þorgeir Tryggvason, Silja Björk Huldudóttir og Einar Þór Einarsson. Aukasýn- ing á Bíbí og blakan AUKASÝNING á óperuþykkninu Bíbí og blakan verður í Kaffileik- húsinu á morgun, fimmtudag, kl. 21, en leikhúsgestum gefst kostur á að borða í Kaffileikhúsinu fyrir sýningu og hefst borðhald um kl. 19.30. Bíbí og blakan fjallar um unga stúlku sem getur ekki gert upp hug sinn gagnvart tveimur mönnum, leyndardómsfullum útlendingi og harðskeyttum leynilögreglumanni sem grunar keppinaut sinn um að vera ekki af þessum heimi. Mestu skiptir þó að verkið skopstælir og skrumskælir allar helstu óperu- hefðir. ---------------- Sýningu lýkur SÝNINGU á verkum hollenska listamannsins Douwe Jan Bakker í i8, Ingólfsstræti 8, lýkur nk. sunnu- dag, 22. október. Sýningin nú í i8 samanstendur af þessum ljósmynd- um sem eru í formi litskyggna og eldri verkum sem fengin hafa verið að láni frá íslenskum vinum hans, Nýlistasafninu og Listasafni ís- lands. Auk þess gefur að líta ýmis minningarbrot úr ævi hans, bréf og ljósmyndir. Gallerí i8 er opið fimmtudaga til sunnudaga kl. 14-18. Nýjar bækur • Hratt og bítandi er eftir Jóhönnu Sveinsdóttur (1991-1995). í þessari bók um ævintýri matar- gerðarlistarinnar eru menningar- sögulegir þankar um mat og mat- reiðslu, pistlar um næringarfræði, ljúfar veigar og margt fleira. Fjöl- breytilegar uppskriftir að gómsæt- um réttum kóróna verkið ásamt ljós- myndum Áslaugar Snorradóttur. Höfundur segir í bókinni: „Spek- ingar ýmissa landa hafa þrátt fyrir margháttaðan ágreining sameinast um eina kenningu, að vísu nokkuð sveigjanlega: að matargerð þjóð- anna sé áreiðanlegasta vitnið um menningu þeirra." Helstu verk Jóhönnu Sveirsdótt- ur eru matreiðslubókin Matur er mannsins megin (1982), Islenskir elskhugar (1983), Á besta aldri (1987), Ijóðabækurnar Guð og mamma hans (1994) og Spegill undir fjögur augu (1996) og Til vonar og vara, þríleikur fyrir Kaffileikhús Hlaðvarpans (1994). Utgefandi er bókaútgáfan Orms- tunga. Hratt og bítandi er286 bls. í stóru broti ogprentuð í Prentsmið- junni Odda. Verð: 7.490 kr. Góðan dag! Origins kynnir „Have a Nice Day“ Fullhlaðið rakakrem Sólvarnarstuðull SPF 15 Ekkert skiptir húð þína máli þegar örvandi kraftur úr musteristré, lakkrís sem endurlífgar Ijómann, birkikraftur og nærandi soyabaunir styrkja hana með öllu sem hún þarfnast til að horfast í augu við daginn. Kröftug blanda Origins af UV vörunum, meðal annars náttúrunnar títan dioxíð, berst við geislana. E vítamín vemdar gegn umhverfinu. Húðin lítur vel út frá sólarupprás til sólarlags. Lyktaðu einu sinni og ilmurinn af greipávexti lætur þér líða eins og þú getir sigrað heiminn. ORIGIN5 wt. í .7 OZ./50g ' o, r i *| Origins ráðgjafi verður í Lyf & Vl R. hPlKa heilsu- Melhaga á morgun l7i 011 it-iuu fimmtudag og í Lyf & heilsu, Kringlunni föstudag. Kringlunni, Melhaga ERT Þ Ú KONA Á BESTA ALDRI? Kannast þú við einhver eftirfarandi einkenna ? Svitakóf - Nætursvita - Einbeitingarskort - Leiða - Þróttleysi - Þurrk í leggöngum Ef þú kannast við einn eða fleiri ofangreindra kvilla þá getur Menopace öfluga vítamín- og steinefnablandan e.t.v. hjálpað þér Ef þú kaupir 90 daga skammf færðu 30 daga pakkningu með . --***- í kaupb*11 .. SonKt • minrmltilstoo vnvJQne* ^rajjlR VITABIOTICS Þpr sepi náttúran og vismdm vinna saman aðeins í lyfjaverslunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.