Morgunblaðið - 04.11.2000, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 04.11.2000, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Guðni og kyrin 'Guðni Ágústsson lætur vel að íslensku kúnum í fjósinu á Stóra-Ármól.i. Guðnakossinn mun líka verða skráður á spjöld sögunnar. JOLAKAKTUSAR (Nóvemberkaktus) fr TILBOÐ og Kaninka ur Loftkastalanum heimsækja Jólalandið í dag kl. 3 Stk.(stærH) 5800 500 Málþing um mannréttindi Mannréttinda- sáttmáli Evrópu 50 ára MALÞING í tilefni af fimmtíu ára afmæli Mannréttindasátt- mála Evrópu verður haldið í dag í ReykjavíkurAkad- emíunni, 4. hæð JL-húsinu, á vegum Mannréttindaskrif- stofu íslands, Mannréttind- astofnunar Háskóla Islands og ReykjavíkurAkadem- íunnar. Þingið stendur frá kl.11.00 til 13.00. Flutt verða þrjú framsöguerindi. Ragn- ar Aðalsteinsson lögmaður fjallar þar um lögfestingu sáttmálans á íslandi og áhrif hennar, Oddný Mjöll Amar- dóttir lögfræðingur ræðir um tólfta viðaukann við Mannréttindasáttmálann er lýtur að jafnrétti en hann verður undirritaður í Róm í dag og Ragnar Garðarsson stjórn- málafræðingur flytur erindi er kallast: „Einstaklingurinn í samfé- laginu“. Að loknum framsöguerin- dunum verða opnar umræður. Ragnar Aðalsteinsson lögmaður var beðinn að segja lítillega frá er- indi sínu um lögfestingu Mannrétt- indasáttmála Evrópu á íslandi og áhrifum hennar hér. „Ég ætla að byrja á að lýsa að: draganda lögfestingarinnar 1994. í undanfara lögfestingarinnar urðu verulegar breytingar á aðstöðu ís- lenskra dómstóla tO Mannréttinda- sáttmála Evrópu. Lengst af höfðu dómstólar algerlega hafnað því að beita efiiisákvæðum sáttmálans en á því varð breyting í upphafi árs ár- ið 1990 þegar Hæstiréttur Islands umbylti í einu vettvangi allri dóm- stólaskipan landsins með því að fallast á að sýslumannsfulltrúar teldust ekki hæfir dómarar í saka- málum sem rannsökuð höfðu verið hjá embættum sem þeir störíúðu við. Þessa ákvörðun tók Hæstirétt- ur íslands með vísan til ákvæða Mannréttindasáttmála Evrópu um sjálfstæða og óháða dómstóla. Á næstu árum gengu nokkrir dómar í Hæstarétti þar sem ákvæði sátt- málans réðu úrslitum, jafnvel í beinni andstöðu landsréttar. Þegar dómur gekk í máli Þorgeirs Þor- geirssonar gegn Islandi sáu stjóm- völd að óhjákvæmilegt var að taka afstöðu til stöðu Mannréttindasátt- mála Evrópu í íslenskum lands- rétti. Dómsmálaráðherra skipaði nefnd sem komst að þeirri niður- stöðu að rétt væri að gera ákvæði þessa alþjóðasamnings að hluta landsréttar en jafnframt leiddi dómurinn í máli Þorgeirs Þorgeirs- sonar til breytinga á almennum hegningarlögum." - Hvemig eru þær breytingar? „Það var varðandi gagnrýni á starfsmenn hins opinbera en fram til þessa gat sönn gagnrýni á starfshætti embættismanna verið refsiverð.“ - Árangur af lögfestingunni? „Mikilvægasti ár- ___________ angurinn er líklega aukin vitund ekki að- eins dómara og lög- manna heldur alls al- mennings um viss svið mannréttinda. Þar á ég við þau hefðbundnu mannrétt- indi sem fjallað er um í Mannrétt- indasáttmála Evrópu, svokallaða „fyrstu kynslóð" mannréttinda. Að auk leikur ekki vafi á því að lögfest- ingin hefur haft áhrif á íslenska löggjöf, dómstóla og meðferð fram- kvæmdavalds.“ - Hver eru þau áhrif? „Ég held að þeir sem vinna að undirbúningi löggjafar lyrir stjómvöld séu meðvitaðri um ló-öf- Ragnar Aðalsteinsson ► Ragnar Aðalsteinsson fæddist 1935 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík 1955 og eftir eins vetrar nám á Spáni fór hann í lagadeild Háskóla Islands og lauk þaðan lagaprófi 1962. Hann varð héraðsdómslögmað- ur sama ár og hæstaréttarlög- maður, 1966. Hann hefur rekið eigin lögmannsstofu og í félagi við aðra lengst af sínum starfs- ferli. Ragnar er kvæntur Onnu Hatlemark ljósmyndara og skrifstofumanni og eiga þau fimm börn. Mikilvægasti ár- angurinn aukin vitund um mannréttindi ur mannréttindareglna og gæti þess betur en oft áður að taka til þeirra fullt tillit. Þetta endurspegl- ast síðan í löggjöfinni. Þá hefur lög- festingin augljóslega haft þau áhrif á dómstóla, ekki síst Hæstarétt, að við túlkun mannréttindaákvæða í stjómarskrá er tekið fullt tillit til ákvæða mannréttindasáttmálans. Akvæði hans hafa því nú stöðu sem nálgast stöðu stjómarskrár- ákvæða í réttarskipaninni. Ég tel að áhugi fjölmargra, sem með framkvæmdavald fara, á mann- réttindum og þekking hafi aukist við lögfestinguna og ég get nefnt sem dæmi áhuga lögreglumanna og aukna vitund þeirra. Meðal lög- fræðinga er verulegur áhugi á þessu sviði lögfræðinnar og ótrú- legur fjöldi þeirra hefur lagt stund á mannréttindalögfræði í fram- haldsnámi í öðrupi löndum. Að sjálfsögðu er Mannréttindasátt- máli Evrópu ekki algóður og þess er rétt að geta að alþjóðasamning- ur Sameinuðu þjóðanna um borg- araleg og stjómmálaleg réttindi gengur lengra í vemd mannrétt- inda en Mannréttindasáttmáli Evrópu. Þó er þess að sjálfsögðu að geta að mesta byltingin við gild- istöku Mannréttindasáttmála Evrópu á sjötta áratugnum var ákvæði um rétt einstaklina til að _________ skjóta málum til mannréttindanefndar og mannréttindadóm- stóls í Strassburg en með því fengu ein- staklingar réttarstöðu samkvæmt alþjóða- samningi sem var nánast óþekkt fram að því.“ - Hver eru næstu skref? „Þau em annars vegar að lög- festa fyrrgreindan alþjóðasamning Sameinuðu þjóðanna um borgara- leg og stjómmálaleg réttindi fólks og hins vegar að lögfesta alþjóða- samning Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menn- ingarleg réttindi og Félagsmála- sáttmála Evrópu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.