Morgunblaðið - 04.11.2000, Síða 13

Morgunblaðið - 04.11.2000, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 1 3 Bræla eftir góða byrj- un á sfldarvertíðinni Övissa ríkir um setflutn- Sfldveiðar- og vinnsla hefur gengið vel í haust. Myndin er tekin í Isfélaginu í Eyjum. ÞRATT fyrir rysjótt tíðar- far að undanförnu hafa veið- ar og vinnsla síldar gengið ágætlega í haust þar til í brælunni síðustu daga. Þeim, sem rætt var við eystra í gær, bar saman um að síldin í haust hefði verið óvenju væn og falleg. Hún hefur að mestu verið veidd í troll en einnig í nót. Hjá Kaupfélagi Fáskrúðs- firðinga var Þorri Magnús- son framleiðslustjóri fyrir svörum og sagði útlitið vera gott á síldarvertíðinni. Arney hefur lokið veiðum Arney KE 50, sem hefur landað hjá þeim á Fáskrúðs- firði, hefur gengið mjög vel. Arney var í fyrradag búinn að veiða 3.000 tonn af sfld allt í troll og er hætt veið- um. Þorri sagði að sfldin hefði verið óvenju falleg og væn og enginn meðafli hefði verið komið í trollið. Þá er Hoffell SU 80 einnig að síldveiðum fyrir Kaupfé- lag Fáskrúðsfirðinga og veiðir alla sína síld í troll. Hjá kaupfélaginu er reiknað með að um 18 ársstörf skapist með vinnslu uppsjávarfisks. Síld- arvertíðin hófst í september og ef allt gengur að óskum vonast Þorri eftir því að síldarvertíðin standi til loka janúar. Þá tekur við eftir- flökun á saltaðri síld þar til loðnu- frysting hefst um miðjan febrúar og stendur hún yfir í allt að þrjár vikur. Að loðnunni lokinni er aftur tekið við eftirflökun á saltaðri síld og stendur sú vinna oftast út apríl ár hvert. Vinnsla uppsjávarfisks stendur því yfir í 6 mánuði á ári hjá flestum síldarverkendum á Austfjörðum. Þorri sagði að með þessu væri það bil brúað sem myndast hefði með minnkandi bolfiskkvóta og væri nú hægt að halda úti fisk- vinnslu allt árið með þessu móti. Þannig skapaðist grundvöllur fyrir því að halda því góða starfsfólki sem hjá þeim vinnur, sem nær ein- göngu er heimafólk, en fáir útlend- ingar vinna hjá þeim. Það sem af er vertíðinni hefur kaupfélagið saltað 6000 tunnur af saltsfld, en það af henni sem ekki fer í endurflökun er selt á markaði í Finnlandi og Sví- þjóð, þá er búið að frysta 300 tonn af flökum. Saltað í 12.000 tunnur í Neskaupstað Jón Gunnar Sigurjónsson, verk- stjóri í uppsjávarfiski hjá Sfldar- vinnslunni í Neskaupstað, sagði vinnsluna hafa gengið vel á þessu hausti. Þeir hefðu verið með tvo báta, Beiti NK og ísleif VE, en ís- leifur væri hættur í bili. Þegar væri búið að heilfrysta og flaka samtals 2.000 tonn sem fara á markað í Evrópu, aðallega til Pól- iands, Þýskalands og Frakklands. Verðin eru svipuð og á síðasta ári. Þá væru þeir búnir að salta í 12.000 tunnur af sfld sem færi til endurflökunnar og eins beint á markað í Skandinavíu og væri ABBA í Svíþjóð stærsti kaup- andinn af saltsíld eins og undan- farin ár. Jón Gunnar var sammála kollegum sínum um það að sfldin sem veiðst hefði fyrir austan þetta haustið væri óvenju falleg og stór. Hátt í 80 manns hafa atvinnu af sfldinni hjá Síldarvinnslunni í Nes- kaupstað og gerð Jón Gunnar sér vonir um að vertíðin stæði allavega fram yfir 20. janúar. Beitir NK 123 frá Síldarvinnsl- unni á Neskaupstað landaði sl. miðvikudag vænum afla, 584 tonnum,sem náðist á stuttum tíma. Að sögn Þor- steins Björgvinssonar vél- stjóra var þetta blönduð síld og veidd í troll. Þeir eru nýbyrjaðir veiðar en voru áður á kolmunna. Freysteinn Bjarnason framkvæmdastjóri útgerð- ar Síldarvinnslunnar kvað menn bjartsýna á fram- haldið og búið væri að landa á milli 8 og 9.000 tonnum. Bræla hefði haml- að veiðum síðustu daga en kolmunnabátar fóru út til veiða í gærmorgun. Gunnar Jónsson skip- stjóri á ísleifi VE 63 kvaðst í samtali vera hættur síld- veiðum í bili enda verið ógæftir vegna brælu síð- ustu daga. „Reynsla síð- ustu tveggja ára er að sfldin leggst niður undir botn á þessum tíma þegar farið er að reyna við trollið." Hann kvaðst eiga um 600 tonn eftir af kvótanum en vera rólegur því hægt væri að færa 20% milli ára. Það sést hins vegar mikið af síld og út- lit er nokkuð gott að hans sögn. Beðið á tánum hjá Skinney Hjá Skinney á Hornafirði var menn verulega farið að lengja eftir sfld enda ekkert borist til vinnslu í viku vegna ógæfta. Gunnar Ás- geirsson sagði góðar torfur hafa sést á Hrollaugseyjarsvæðinu og einnig á Meðallandsbugt. Að sögn Gunnars hefur vinnsla gengið mjög vel og aðeins um 400 tonn farið í bræðslu af um 6.500 tonnum sem komin eru. „Markaður virðist vel opinn og hægt að vinna síld og selja allt nið- ur í 180 grömm. Hins vegar er verð lágt,“ sagði Gunnar Ásgeirsson hjá Skinney. Helgi Einarsson, framleiðslu- stjóri hjá Skagstrendingi á Seyðis- firði, sagði að nótaskipið Sveinn Benediktsson sem væri í eigu S.R. Mjöls væri að hefja veiðar og myndi skipið landa hjá þeim, en á bilinu 35-40 manns hafa atvinnu af síldinni hjá Skagstrendingi. Helgi sagði góðar horfur á sölu heil- frystrar síldar til Rússlands og á flökum til Evrópulanda. Ljósmynd/Finnbogi Jónsson Þjóðvegur 60 um Vattames í Barðastrandarsýslu er endurbættur á 2,7 kflómetra kafla og teknar af honum beygjur. Vinstra megin á myndinni sést Svínaneshlið og til hægri sést yfír á Skálmames. Beinni braut um Vattarnes UNNIÐ er að lagningu 2,7 kfló- metra langs vegarkafla á Vattar- nesi í Reykhólasveit í Austur- Barðastrandarsýslu, þar sem áður hét Múlasveit. Vegurinn er nýr og mun beinni en gamli vegurinn sem liggur á sömu slóðum. Hann verð- ur þó ekki með bundnu slitlagi. Framkvæmdirnar hófust í sept- ember og verklok eru ráðgerð í júní á næsta ári. Verktaki eru Berglín í Stykkishólmi og kostn- aður nemur um 50 milljónum króna. Þá er unnið að umhverfismati á leiðinni frá Vattarnesi fyrir Skálm- arfjörð og Klettsháls niður Múla í Kollafírði sem er í beinu framhaldi af yfirstandandi framkvæmdum. Er sá kafli á áætlun Vegagerð- arinnar innan fjögurra ára, að sögn Gísla Eirikssonar, umdæmis- stjóra Vegagerðarinnar á ísafirði. inga í Mý vatni SAMKVÆMT umsögnum þeirra vísindamanna sem vitnað er í í úrskurði umhverfisráðherra um kís- ilgúrvinnslu í Mývatni kemur fram að veruleg óvissa er ríkjandi varð- andi áhrif námavinnslu á setflutn- inga í Mývatni. Umhverfisráðuneyt- ið leggur áherslu á að fylgst verði stöðugt með í hvað miklum mæli nýmyndað set sest í fyrirhugaðar námur. Jafnframt segir ráðuneytið að fram þurfi að koma í starfsleyfi verksmiðjunnar ákvæði sem kveði skýrt á um hvernig bregðast skuli við komi í Ijós að vinnslan hafi veruleg áhrif á undirstöður vist- kerfisins í vatninu. I skýrslu um umhverfísmat á kís- ilgúrvinnslu í Mývatni segir um set- flutningana: „Erfitt er að gera sér skýra grein fyrir afleiðingum rösk- unar sem verður á samsetningu sets og setmyndun utan námasvæðanna. Sumir líffræðingar hafa lýst áhyggj- um af því að verði settap ofan í námugryfjur af þeim stærðarskala að það sé hátt hlutfall af magni sets sem nýmyndast við náttúruleg skil- yrði geti slíkt valdið breytingum á undirstöðum lífríkisins. Þetta skýrist af þeirri einföldu staðreynd að í grunnum vötnum eru frumframleið- endur á botni hlutfallslega mikil- vægir auk þess sem mikilvægustu stofnar botndýra byggja afkomu sína á lífræna laginu sem liggur í efstu millimetrum setsins eða situr á botngróðri. Nálgist settapið að vera jafnmikið og nýmyndunin eða meira geta rofsvæði sem fyrir eru stækkað og jafnvel ný myndast. Þetta getur leitt til þess að botninn verði send- inn líkt og gerst hefur í Ytriflóa. Slíkar breytingar geta haft áhrif á innri ákomu og hringrás næringar- efna í vatninu. Óljóst er hvaða af- leiðingar þær breytingar hefðu á frumframleiðslu og smádýrasamfé- lög á botni.“ í skýrslu alþjóðlegs matshóps (DHI) sem skipaður var af iðnaðar- ráðuneyti í apríl sl. er fjallað um þessi atriði, en þar segir „Hætta er á að ferskasta setið, sem einnig er fínkomast og lífrænast, flytjist niður á dýpkuð svæði og skilji eftir nær- ingarsnautt, sandkennt og mest- megnis ólífrænt set. Þótt þetta yrði til þess að botndýraframleiðni ykist á dýpkuðu svæðunum af því að stöð- ugt flyttist þangað fóður yrði það einnig til þess að framleiðsla á öðr- um svæðum hið næsta minnkaði að sama skapi. Þetta gæti orðið afdrifa- ríkt í Syðriflóa ef tiltölulega lítið svæði yrði til þess að framleiðni minnkaði á öllum öðrum svæðum. Ekki hefur þó verið sýnt fram á það að svo örlagaríkar breytingar hafi orðið í Ytriflóa. Breytingar á set- flutningum vegna vinnslu gætu einnig haft áhrif á lykfltegundir meðal botnþörunga eins og Clad- ophora-kúlur.“ Umhverflsráðuneytið vill vöktun á setflutningum Þessi alþjóðlegi matshópur reyndi að leggja mat á setflutninga í Mý- vatni, en niðurstöður hópsins hafa verið nokkuð hai’ðlega gagnrýndar af íslenskum vísindamönnum. í úr- skurði umhverfisráðuneytisins er að nokkru leyti tekið undir þessa gagn- rýni. Þar segir að ráðuneytið taki undir „að umsögn DHI hafi verið háð annmörkum og að þeir hafi farið út fyrir sitt sérsvið í áliti sínu“. DHI taldi að gera mætti ráð lyrir að settap í gryfjur yrði um 2%, en ráðuneytið taldi að út frá eldri rann- sóknargöngum mætti áætla að set- flutningar væru a.m.k. 10% miðað við að svæði 1 og 2 yrðu nýtt í Syðri- flóa. Niðurstaða ráðuneytisins varð hins vegar að leyfa einungis vinnslu á svæði 2%. Vísindamennimir eru hins vegar sammála um að setflutningar yrðu minni ef námumar í Syðriflóa yrðu litlar og djúpar frekar en víðar og grunnar. I úrskurði skipulagsstjóra, sem kærður var til umhverfisráðherra, em sett ellefu skilyrði íyrir efnistöku í Syðriflóa. Umhverfisráðuneytið ákvað að bæta við skflyrði þar sem fjallað er um vöktun með nýmynd- uðu seti. „Framkvæmdaraðili leggi fram tillögu að vöktunaráætlun vegna nýmyndaðs sets. Vöktunaráætlun- inni er ætlað að leiða í ljós hlutdeild nýmyndaðs sets í heildarappsöfnun sets á námusvæðum í Syðriflóa. Henni er einnig ætlað að leiða í ljós hvað það er stór hluti af framleiðslu á nýmynduðu seti í Syðriflóa. Fara skal að sömu skilyrðum og í lið 5 um það hvemig bregðast skuli við ef í Ijós kemur að vinnslan hafi áhrif á undirstöður vistkerfisins í vatninu,“ segir í niðurstöðu um- hverfisráðuneytisins. Bflstjórar óánægðir með viðbrögð olíufélaganna SAMSTARFSHÓPUR bflstjóra, sem mótmælt hefur verðhækkun- um olíufélaganna, sendi yfirlýsingu frá sér í gær þar sem lýst er yfir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun olíufélaganna að draga ekki til baka síðustu verðhækkanir á eldsneyti. Hópurinn ítrekar þá skoðun sína að hækkunin hafi verið í engu samræmi við þær forsendur sem olíufélögin hefðu upplýst um verðmyndun eldsneytis. I ljósi þessa muni hópurinn ráða ráðum sínum og ákveða næstu aðgerðir. Unnur Sverrisdóttir, talsmaður hópsins, sagði við Morgunblaðið, aðspurð af hverju ekki hefði verið gripið til aðgerða í gær, að slíkar ákvarðanir hefðu aldrei legið end- anlega fyrir. Hópurinn hefði aðeins gefið til kynna að gripið yrði til frekari aðgerða en þeirra er fram fóru í Örfirisey á miðvikudag, án þess að nefna tímasetningu. Samstarfshópurinn mun eiga fund með fjármálaráðherra á mánudaginn og í fyrrnefndri yfir- lýsingu segir að þá fáist svör við þeim kröfum bílstjóra sem lúta að lækkun þungaskatts og almenns vörugjalds af bensíni. Einnig væntir hópurinn þess að á fundin- um liggi fyrir svar Samkeppnis- stofnunar við erindi viðskiptaráð- herra um meint verðsamráð olíufélaganna frá byrjun síðasta mánaðar. Hjá Samkeppnisstofnun fengust þær upplýsingar í gær hjá Guð- mundi Sigurðssyni, forstöðumanni samkeppnissviðs, að ekki væri búið að afgreiða erindi ráðherra. „Við höfum snúið okkur til olíu- félaganna með ósk um tilteknar upplýsingar og nýverið fengum við svör frá þeim. Það á eftir að vinna úr þessum svörum, en við stefnum að því að geta svarað þessari fyrir- spurn á næstunni," sagði Guð- mundur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.