Morgunblaðið - 04.11.2000, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 04.11.2000, Qupperneq 28
28 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Ferðaskrifstofan Sól hf. hefur starfsemi hér á landi um næstu áramót Nýir mögu- leikar í utan- landsferðum NÝ FERÐASKRIFSTOFA, Sól hf., mun hefja starfsemi um næstu áramót og bjóða landsmönnum ýmsa nýja möguleika í ferðalögum erlendis. Á bak við fyrirtækið stendur hópur fjárfesta og hefur Ómar Kristjánsson, fyrrum for- stjóri Flugstöðvar Leifs Eiríksson- ar, verið ráðinn framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar. Auk þess hef- ur Goði Sveinsson verið ráðinn markaðsstjóri, Ingibjörg Krist- jánsdóttir sölustjóri og Ingibjörg Sverrisdóttir framleiðslustjóri, en öll hafa þau langa reynslu af störf- um í ferðaþjónustu á íslandi. Ferðaskrifstofan nýja mun m.a. bjóða upp á fastar heilsársferðir til Kýpur, Israels og Egyptalands í leiguflugi. Ferðaskrifstofureksturinn mjög áhugaverð starfsgrein Afkoma fyrirtækja í ferðaþjón- ustu hefur ekki verið með besta móti undanfarið, en Ómar Krist- jánsson sagði í samtali við Morgun- blaðið að þeir aðilar sem stæðu á bak við ferðaskrifstofuna væru engu að síður bjartsýnir á gott gengi, „enda erum við okkur með- vitandi um þann vanda sem þessi atvinnugrein hefur átt við að etja. Ferðaskrifstofureksturinn er mjög áhugaverð starfsgrein og ferðaþjónustan er reyndar sú at- vinnugrein sem er í einna mestum uppgangi í heiminum og vex hvað hraðast. Slíkur rekstur þarf að sjálfsögðu að ganga vel, til að áhugavert sé að fjárfesta í honum. Ég vil að sjálfsögðu ekki tjá mig um erfiðleika annarra í greininni, en þetta snýst samt talsvert um það hversu mikla áhættu menn eru tilbúnir að taka.“ Ómar segir að hann hafi gengið til liðs við öflugan hóp fjárfesta um rekstur þessarar nýju ferðaskrifstofu, en hlutafé Sólar hf. er 100 milljónir króna. „Við hluthafarnir leggjum áherslu á að fjárhagslegur styrkur fyrirtækisins verði mikill alveg frá upphafi." I stjórn fyrirtækisins eru Jóhann Óli Guðmundsson, eigandi Securit- as, sem er stjómarformaður, en Helgi Magnússon, framkvæmda- stjóri Hörpu, er varaformaður stjórnar. Aðrir í stjórn eru Ásgeir Bolli Kristinsson kaupmaður, Osk- ar Magnússon hæstaréttarlögmað- ur og Hannes Guðmunds-son við- skiptafræðingur. I varastjórn situr séra Pálmi Matthíasson. Að sögn Ómars mun ferðaskrif- stofan sinna allri almennri ferða- þjónustu, en skera sig úr með nokkrum nýjungum þegar í upp- hafi, en hann segir að þeim eigi eft- ir að fjölga á komandi árum. Skipulagðar ferðir til Líbanons, ísraels og Jórdaníu „Meðal annars má nefna að við munum strax í vetur taka upp beint leiguflug til Kýpur og halda úti leiguflugi þangað allt árið. Kýp- ur er einn af vinsælustu ferða- mannastöðum í Miðjarðarhafinu og þaðan munum við bjóða upp á kynnisferðir til Jerúsalem og Betlehem og inn í Israel. Einnig verðum við með skipulagðar ferðir til Egyptalands, Líbanons og Jórd- aníu og í sumu þeirra verða ís- lenskir fararstjórar.“ Að sögn Ómars er það mat stjórnenda nýju ferðaskrifstofunn- ar að tími sé kominn til að bjóða Kýpur sem öflugan valkost fyrir ís- lenska ferðamenn, jafnt sumar sem vetur. „Reynslan sýnir að Evrópubúar og Bandaríkjamenn flykkjast til Kýpur. Það er einn vinsælasti ferðamannastaðurinn núna og alls ekki gott að komast þar að. En við höfum gert mjög hagstæða gisti- samninga á Kýpur á heilsársgrund- velli og verðum þar með öfluga stapfsemi." Ómar segir að ferðaskrifstofan muni einnig taka upp beint leigu- fiug til viðurkenndra áfangastaða íslendinga, og verður Albufeira í Portúgal helsti áfangastaður Sólar hf. til að byrja með, en þar hefur ferðaskrifstofan gert samninga um aðstöðu á nýju íbúðarhóteli í Albu- feira. „Þetta er eitt allra glæsilegasta hótel sem byggt hefur verið í Portúgal, þar sem aðstaða er öll framúrskarandi. Þetta er alveg ein- stök bygging og þarna er búið að semja um gistingu fyrir fulla vél af Islendingum, sem verða með íbúðir þarna á hverjum tíma. Svona að- staða hefur ekki verið á þessum stað áður, en gististaðurinn heitir Paraíso og ferðaskrifstofan Sól hef- ur fengið einkaumboð fyrir hann á íslandi. Til Portúgals munum við fljúga í beinu leiguflugi." Heilsuferðir til Tékklands og Ungverjalands Auk þess að bjóða ferðalög til sólarlanda ætlar Sól hf. að vera með heilsuferðir til landa eins og Ungverjalands og Tékklands, en ferðaskrifstofan stendur nú í við- ræðum við aðila þar um gistingu á heilsuhótelum á þeim slóðum. „Þarna er verðlag mjög lágt en aðstaða og búnaður af fullkomn- ustu gerð. Þetta hefur verið mjög vinsælt og eftirsótt, t.d. af Þjóð- verjum og Bandaríkjamönnum og við vonumst til að geta boðið Is- lendingum hagstæðar ferðir á þessa staði síðar á næsta ári,“ seg- ir Ómar. Hann segir að lögð verði mikil áhersla á góða þjónustu, þar sem að treysta megi því sem ferðaskrif- stofan býður, bæði hvað varðar flug og gistingu. Leggjum mikla áherslu á gæðin „Stefna ferðaskrifstofunnar Sól- ar er ekki að leggja megináherslu á fjöldann/magnið, heldur gæðin. Við viljum að farþegar finni fyrir því að vel sé hugsað um þá og að okkur sé umhugað um að allir komi ánægðir heim.“ Að sögn Ómars skýrast húsnæð- ismál ferðaskrifstofunnar innan skamms. „Við förum síðan á fulla ferð strax um áramótin og áætlum að hefja okkar fyrsta leiguflug í byrj- un apríl. Við höfum þegar gengið frá ráðningum nokkurra lykil- starfsmanna með mikla reynslu úr ferðaþjónustunni og mjög margir hafa boðið sig fram þannig að okk- ur skortir ekki hæft starfsfólk." f-serin PHOSPHATIDYLSERINE i mmo\i BETRA MINNI - SKARPARIHUGSUN BRAINB0W er fæðubótarefni sem eflir starfsemi heilans og talið er bæta verulega minnið með þvi að hjálpa taugaboðum að berast á milli taugamóta. Ölíklegt að Sonera finni félaga á þessu ári Ósló. Morgunblaðið. FINNSKA fjarskiptafyrirtækið Son- era hefur dregið úr umsvifum sínum í tilboðum í þriðju kynslóðar farsíma- leyfi. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa einnig staðfest að ólfldegt sé að Sonera finni heppilegt fyrirtæki til samruna á þessu ári. Þetta kemur fram í Financial Thnes. Afkoma Sonera á fyrstu níu mán- uðum ársins var í samræmi við vænt- ingar markaðsaðila en hagnaður tímabilsins nam um 20 milljörðum ís- lenskra króna. I tengslum við kynn- ingu á afkomu félagsins sagði vara- forstjóri Sonera, Kaj-Erik Relander, að markmið félagsins væri að byggja upp UMTS farsímakerfi í Eystra- saltslöndunum, auk Þýskalands. Fyr- irtækið horfði ekki lengur til Frakk- lands eða Sviss í þeim tilgangi að byggja upp þriðju kynslóðar farsíma- kerfi þar sem markaðshlutdeild gæti aldrei orðið viðunandi. Sonera hyggst einnig minnka hlut sinn í samstarfsfé- laginu við Telefonica á Spáni. Sonera er enn í leit að fyrirtæki til að sameinast og hefur átt í viðræðum við sex fyrirtæki í þeim tilgangi. Það er mat forsvarsmanna fyrirtækisins að samruni við annað fyrirtæki verði til þess að auka fjárhagslegan styrk og vöxt fyrirtækisins, auk þes að stækka markaðssvæði Sonera. ------------------ Lyfjaverslun Islands hf. Eagle Invest- ment Holding eykur hlut sinn EAGLE Investment Holding hefur keypt 1.500.000 krónur að nafnverði hlutafjár í Lyfjaverslun íslands hf. á verðinu kr. 5,50. Eagle Investment Holding er í eigu Amar Andréssonar sem situr í stjórn Lyfjaverslunar Is- lands hf. Eignarhlutur Eagle Invest- ment Holding eftir kaupin er 10,289%, eða 30.867.949 krónur að nafnvirði, en var áður 9,79% eða 29.367.949 krónur að nafnvirði. Morgunverðarfundur á Grand Hótel miðvikudaginn 8. nóvember 2000, kl. 8:00 - 9:30 Efnahagsmál á óvissutímum -álit Seölabankans á stööu og horfum í efnahagsmálum Framsögumenn: Birgir ísleifur Gunnarsson, bankastjóri Seölabanka Islands. Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Landsbréfa hf. Ari Skúlason, framkvæmdastjóri Alþýöusambands íslands. Fundargjald (morgunverður innifalinn) kr. 2.000,- Fundurinn er öllum opinn en æskilegt er að tilkynna þátttöku fyrirfram í síma 510 7100 eða bréfasíma 568 6564 eða með tölvupósti mottaka@chamber.is. www.chamber.is VERSLUNARRÁÐ ÍSLANDS 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.