Morgunblaðið - 04.11.2000, Síða 34

Morgunblaðið - 04.11.2000, Síða 34
34 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Ljósahátíðin verður árlegur viðburður MÖGULEIKARNIR í MYRKRINU Morgunblaðið/Ámi Sæberg Ljós Önnu Jónu berast niður Elliðaárnar. SETNING hátíðarinnar Ljósin í norðri var við gömu rafstöðina við Elliðaár í gær kl. 17.30. Ljósin í norðri er fyrsta hátíðin sinnar teg- undar hér á landi en slík hátíð hef- ur verið haldin árlega í byrjun vetrar í Helsinki síðastliðin 6 ár og er markmið hennar að beina sjón- um fólks að sem flestum hliðum ljóssins í svartasta skammdeginu. Listamenn frá norrænu menning- arborgunum, Reykjavík, Bergen og Helsinki, munu fram á mánudags- kvöld lýsa upp borgina með verk- um og viðburðum af ýmsu tagi. Borgarstjórinn í Reykjavík, Ingi- björg Sólrún Gisladóttir, opnaði hátíðina formlega og sagði meðal annars við það tækifæri að hún væri hátíð í hátiðinni því menning- arárið væri allt búið að vera ein samfelld hátíð. „Með atburðum eins og þessum hefur það sýnt okk- ur hvers við erum megnug og hvað er hægt að gera. Ég er sannfærð um að hátíðir af ýmsu tagi eiga eft- ir að leika æ stærra hlutverk í mannlífl og menningarlífi borgar- innar, - og reyndar í öllu hagkerfi borgarinnar og landsins alls. Slíkir viðburðir munu verða stærri hlutur í hagkerfi framtíðarinnar," sagði borgarstjóri. Við viljum nýta okkur myrkrið Borgarstjórinn sagði ennfremur að Reykvíkingar hefðu hugsað sér að læra af þessari reynslu Hels- inkibúa og reyna að gera ljósahá- tíðina að árlegum viðburði. „Við viljum nýta okkur myrkrið og hætta að líta á það einvörðungu sem neikvæðan hlut og reyna að sjá gæðin og möguleikana sem í því felast ásamt þeim andstæðum sem veturinn og myrkrið hefur upp á að bjóða.“ Að loknu setningarávarpi borg- arstjóra gengu gestir út fyrir húsið þar sem kórinn Heimsljósin söng fyrir viðstadda. í kórnum eru 22 börn frá 10 þjóðlöndum og munu þau skemmta borgarbúum í Hljómskálagarðinum um helgina. Myndlistarmaðurinn Anna Jóa framkvæmdi að því loknu Ijósa- gjörning í Elliðaánum, en hún fleygði litríkum sjálflýsandi ljósum út i árnar og var fallegt að horfa á þau berast með straumnum í myrkrinu. Fjölmargir gestir nuta þessa fyrsta Ijósaviðburðar í still- unni við gömlu rafstöðina og virtist ljóst að margir hafa áhuga á að kanna áhrifamátt ljóssins eins og það birtist okkur í samspili við skammdegið í borginni á þessari ljósahátið um helgina. Aðalfundur Bandalags íslenskra listamanna BANDALAG íslenskra lista- manna heldur aðalfund sinn í dag í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu kl. 10. I fréttatilkynningu segir: „Til hádegis verða almenn aðalfund- arstörf. Klukkan 12.30 mæta þau Björn Bjarnason, mennta- málaráðherra, og Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, borgarstjóri, og munu þau taka þátt í umræðum um framhald menningarársins og almenna framtíðarsýn í menningarmálum. í pallborðsumræðunum ætla listamenn að varpa fram spurn- ingum á borð við: Hvað má læra af menningar- árinu og hvernig nýtist sú reynsla í stjórnsýslunni? Hvað verður um þær íjárfestingar í ■nýsköpun sem menningarborg- arárið leiddi af sér? Hvernig verður blómlegu menningarlífi viðhaldið og er það vilji opin- berra aðila að viðhalda því til framtíðar?" Fundurinn fer fram í „fjöl- notarými" listasafnsins. Ný Harry Potter-bdk komin út SALA hefst í dag á nýjustu Harry Potter-bókinni, Harry Potter og fanginn frá Azkaban. Þetta er þriðja bókin í flokknum um galdradrenginn Harry Potter og í þetta sinn glímir hann við illræmdasta fanga allra tíma, Sirius Black. Bókabúðir víðs- vegar um land verða með sérstaka dagskrá af þessu tilefni. Netverslun Hagkaups gekkst fyrir forsölu á bókinni í október og bárust á annað þúsund fyrirframpantanir, að sögn bókaútgáfunnar Bjarts sem gefur bókina út, og er verið að dreifa þeim bókum sem pantaðar voru fyrirfram til kaupenda. Kraftar ljdssins í Grafarvogi KRAFTAR ljóssins er yfirskrift ljósaviðburðar sem fram fer við fjölbýlishús í Goðaborgum 8 í Grafarvogi á hátíðinni „Ljósin í norðri“ í kvöld kl. 19-22. Þar er á ferð norski listamaður- inn Axel Sundbotten með fulltingi BOB, „Bergen og omegn bolig- byggelag". Verkið er hluti af framlagi Bergen til ljósahátíðar- innar og mun einnig verða á dag- skrá Ijósahátíðanna í Helsinki og Bergen. í sýningunni er m.a. leitað fanga í norrænni goðafræði, guð- imir Óðinn og Þór koma við sögu og dansarinn Ásne Sunneva Sareide kemur fram í gervi álf- konu og dansar við norska þjóð- lagatónlist og tónlist eftir Edvard Grieg blandaða íslenskum tónum hljómsveitarinnar Mezzoforte. Samtímis verður ljósi og myndum af börnum frá norrænu menning- arborgunum þremur varpað upp á veggi fjölbýlishússins. >01-2000 Laugardagur 4. nóvember SALURINN, KÓPAVOGI KL. 20 íslensk tónlist í lok 20. aldar: Fram- tíðarsýn AGON Orchestra frá Tékktandi. Á efnisskrá tónleika AGON eru verk eftir tékknesku tónskáldin Martin Smolka, Rudolf Komorous ogZbyn- ek Vostrak, danska tónskáldið Henn- ing Christiansen og íslenska tón- skáldið Hauk Tómasson. Stjórnandi er Kofron Petr. www.listir.is LISTASAFN REYKJAVÍKUR - HAFNAR- HÚSI ísland öðrum augum litið Á þessari sýningu er leitast við að flétta saman verk nokkurra íslenskra listamanna og verk erlendra lista- manna sem hafa sótt mikið hingað til lands síðustu áratugi. í sýningunni verðurfengist við spurninguna um sýn viðkomandi listafólks á ísland auk þess sem fléttað er inn rituöu máli, sem og myndlýsingum eftirer- lenda rithöfunda og fræðimenn, er orðið hafa fyriráhrifum afíslenskri menningu. Meðal Hstamannanna sem um ræðir má nefna Roni Horn, Douwe Jan Bakker, Roman Signer, Birgi Andrésson og Hörð Ágústsson. Sýningin stendur fram á næsta ár. www.rvk.is/1istasafn Ljósin í norðri - Almennar sýningar í gangi til 6. nóvember BORGARHOLT í GRAFARVOGI, KL. 19- 22 í dag hefst Máttur Ijóssins Axel Sundbotten og BOB (Bergen og Omegn Boligbyggelag) færa okkur Ijósaviðburð þarsem tónlist og Ijós ráða ríkjum. ísýningunni erm.a. leit- að fanga í norrænni goóafræði. UOSAFLUG YFIR BORGINA- EFTIR MYRKUR Ljósahópur frá LHÍog flugfélagið LÍO bjóða borgarbúum í flugyfir borgina. Ljósahópinn skipa Elín Helena Evertsdóttir, Gunnhildur Hauksdóttir, Sirra Sigrún Sigurðardóttir, Vilhjálm- urEgill Harðarson, Amfinnur Jóhann R. Amazeen, Gunnildur Una Jóns- dóttir, Helene Kaaber frá Danmörku, Kerstin Krieg frá Þýskalandi, Pertu Saksa frá Fmnlandi og Sidsel Stubbe Schou frá Danmörku. Leiðbeinandi hópsins erMagnea Ásmundsdóttir. Ferðin er ókeypis, en sætafjöldi takmarkaður. Tekið er við bókunum í síma 595 2025 kl. 14-16 á hverjum degi á meðan sæti endast. HUÓMSKÁLAGARÐURINN KL. 18 Heímsljósin Barnakórinn Heimsljósin er fjöl- menningarlegur barnakór sem kem- ur fram í fyrsta sinn (tilefni hátíðar- innar. Á tónleikaskránni eru verk frá heimkynnum söngvaranna. Einnig verða sýndar myndir frá heimahög- um þeirra. Kórinn er framlag Mið- stöðvar nýbúa en stjórnendur eru Júlíana Rún IndriöadóttirogÓsk Vil- hjálmsdóttir. www.reykjavik2000.is NORRÆNA HÚSIÐ, FJÖLSKYLDUDAGUR KL. 11,13,14,15 OG 16 Stjörnuverið Stjörnufræðifélagið URSA í Finnlandi kynnir Stjörnuverið þar sem boðið er upp á geimferð undir leiðsögn Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnar- ness. Gestir skríða inn í uppblásið Stjörnuverið eftir stuttum göngum. Sýningin byrjar þegar Ijósið er deyft og þá sjást aðeins skærustu stjörn- urnar á næturhimninum. Smátt og smátt venjast augun myrkrinu og þá kvikna þúsundirstjarna. HAFNARSVÆÐIÐ FYRIR FRAMAN KOLA- PORTIÐ KL. 19 OG 21 Ég veiddi vampíru í Svíþjóð Litfríð og Ijóshærð sænsk vampíra mun birtast þar sem iítið Ijós er fyrir. Hún mun jafnvel koma öllum að óvör- um á Kaffi Thomsen á Club Lux á föstudags- og laugardagskvöld. USTASAFN REYKJAVÍKUR - HAFNAR- HÚSI - PORTIÐ, GENGIÐ INN AUSTAN- MEGIN, FRÁ KL. 21 Eldur/Vatn Innsetning Aðalsteins Stefánssonar. Verkið fjallar um samspil rýmis, elds, vatns og skugga. KAFFITHOMSEN FRÁ KL. 23 Ljósin í norðri - Club Lux Samstarfsverkefni mynd- og tón- listarmanna frá norrænu menningar- borgunum Reykjavík, Bergen og Helsinki. Fram koma m.a. Translight frá Reykjavík, DJ Björn Torske ogDJ Thomas Dybsland. GERÐARSAFN í KÓPAVOGI Yfiriitssýning á verkum Tryggva Ólafssonar Efnt er til sýningarinnar í tilefni sex- tugsafmælis Tryggva ogsjötugsaf- mælis Búnaðarbankans. Sýningin er í boði bankans og önnur afþremur sýningum sem hann stendur fyrir á afmælisári. Sýningunni lýkur 26. nóvember. Búnaðarbankinn heldur einnig sýn- ingu á rúmlega 40 verkum úreigin safni í listglugga á heimasíöu sinni. Þargeturhver sem aðgang hefur að Netinu notið myndlistar fjölmargra framúrskarandi íslenskra mynd- listarmanna. www.bi.is RÁÐHÚSIÐ - TJARNARSALUR KL. 20 Unglist í Reykjavík Nemendurí fataiðndeild lönskólans í Reykjavík standa fyrirtískusýningu. SUNDHÖLL REYKJAVÍKUR KL. 21-22.30 Neogeo stendur fyrir sund- innsetningu Trilogy 3/3 - neðanvatnstónleikar afbestu gerð. Tónlistarmennirnir Borko og músikvatur. Kristín Björk og co. koma fram. Unglist Egilsstöðum: Handverksnámskeið kl. 22-24. Helgarsport í íþróttahúsinu á Egils- stöðum. Unglist Vestfjörðum: GAMLA APÓTEKIÐ Á ÍSAFIRÐI KL. 21- 24. Tónleikar Gleöisveitarinnar og óvæntar uppákomur í Gamla apótek- inu ísafiröi. Unglist Akureyri: STOMPSMIÐJA í KOMPANÍINU14-18. Opnun Ijósmyndasýningar i Nettó og myndlistarsýningar í Deiglunni. www.hitthusid.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.