Morgunblaðið - 04.11.2000, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 35
Hærra til þín
s
Samsýning á verkum listamanna frá Is-
landi, Færeyjum, Noregi og Danmörku
hefst á sunnudag í Listasafni Sigurjóns
--7-----------------------------
Olafssonar og Listasafni Reykjavíkur -
—?------------------------------
Asmundarsafni. Sýningin nefnist Hærra til
þín og er það vísun í eitt verka Sigurjóns
--7-----------------------------
Olafssonar. Ragna Garðarsdóttir kynnti
. sér sýninguna.
BIRGITTA Spur, safnstjóri Lista-
safns Sigurjóns á Laugarnestanga,
sagði að sýningin Hærra til þín væri
einskorðuð við trúarstef í verkum
þekktra listamanna sinna landa. Víst
mætti vera að einhverjir sakni uppá-
haldslistamanna sinna, en við val á
sýningu sem þessa þarf ávallt að
velja og hafna. Listmálarinn Bodil
Kaalund veitti ráðgjöf við val á er-
lendu listaverkunum og hefur enn-
fremur beitt sér fyrir áframhaldi
sýningarinnar á næsta ári, á þremur
söfnum í Danmörku og að endingu í
Þórshöfn í Færeyjum.
Þeir listamenn sem eiga verk á
sýningunni eru Olivia Holm-Moller,
J. A. Jerichau, Asmundur Sveinsson,
Hannah Ryggen, Sámal Elias Joen-
sen-Mikines, Sigurjón Ólafsson,
Robert Jacobsen, Jakob Weidemann
og Svend Wiig Hansen.
Birgitta Spur átti hugmyndina að
þessari sýningu. Hún kvað þetta
vera í fyrsta sinn sem Asmundar-
safn og Sigurjónssafn standa að
samsýningu með sameiginlegu
þema. Asamt Birgittu eru í sýning-
arnefnd Eiríkur Þorláksson og Bodil
Kaalund.
Birgitta- sagði aðstandendur sýn-
ingarinnar hafa viljað draga fram ný
sjónarhorn á trúarlega list. Valin
voru listaverk eftir listamenn, sem
lítið eða ekki hafa unnið opinberlega
fyrir kmkjuna, heldur hafi þeir,
„hver með sínu nefi“ líkt og hún
komst að orði, fundið sig knúna til að
vinna með trúarleg minni með einum
eða öðrum hætti.
Af útskýringum Birgittu að dæma
mætti orða þetta svo að þema sýn-
ingarinnar felist í óljósum og oft á
tíðum nokkuð slungnum snerti-
punktum sem listamennirnir deila.
Við gengum fyrst að þeim verkum
veflistakonunnar norsku, Hönnu
Ryggen, sem komin voru upp. Birg-
itta beindi athygli minni sérstaklega
að verkinu Dauði Kaj Munks, þar
sem mörg tímasvið renna saman á
einu og sama myndsviðinu í krafti
minnisins um píslir Krists.
Kristur á krossinum er fyrirferð-
armestur á myndsviðinu og skín
skært, í brennandi appelsínugulum,
gulum og rauðum litum. Umbúnað-
urinn er aftur á móti myrkur. Krist-
ur er umkringdur þjáningafullum
meðbræðrum, m.a. Kaj Munk, fóm-
arlambi nazista úr samtíma Ryggen.
Það kom síðar fram í máli Birgittu
að slík vinnubrögð væru líkast til
einkennandi fyrir þau persónulegu
tök sem listamennimir taka trúar-
efnin. Hver og einn myndar pers-
ónulega tengingu með þeim hætti og
þeirri tækni sem honum er nærtækt.
Fögnuður og örvænting takast á í
sýningarrýminu.
„Listiðkun er í sjálfu sér trúariðk-
un“, sagði Birgitta og áleit það koma
fram í verkunum hve samofin þessi
fyrirbæri eru.
I tilefni af sýningunni hefur verið
gefin út sýningarskrá, Hærra til þín:
Trúarleg minni í vestnorrænni list.
Biskup íslands, Karl Sigurbjörns-
son, ritar inngang hennar og list-
fræðingar frá Norðurlöndum skrifa
greinar um listamennina og verk
þeirra. Danski listfræðingurinn,
Charlotte Christensen, á þar nokkr-
ar greinar, Eiríkur Þorláksson skrif-
ar um Asmund Sveinsson, og Troels
Andersen um J.A. Jerichau, svo ein-
hverjir séu nefndir.
Líkt og kom fram í spjalli mínu við
Birgittu eiga listamennimir það
kannski einna helst sameiginlegt að
hafa tjáð fjölmargt annað en trúar-
minni í verkum sínum.
Kirkjan og
myndlistin
Sýning sem þessi hlýtur að vekja
upp ótalmargar spurningar um
tengsl trúariðkunar og listrænnar
sköpunar, sem, líkt og Birgitta
bendir á , era óneitanlega tengd fyr-
irbæri.
Hjalti Hugason, guðfræðingur er
spurður um almenn tengsl trúar og
listar og gildi þessarar tilteknu sýn-
ingar fyrir kirkjuna. Hjalti tók heils-
hugar undir það, að þessi ofan-
greindu einkenni á sýningunni væra
bæði athyglisverð og ágeng. Honum
þótti hjálplegt að byrja á því að líta
til sögulegrar þróunar á tengslum
kirkju og listiðkunar. Ekki mætti
gleyma því að kirkjan tók myndlist-
ina í þjónustu sína snemma á
miðöldum, og fór Hjalti reyndar
ekki í launkofa með að kirkjan hafi
séð hag sinn í því.
Myndlistin þjónaði því hlutverki
að miðla kristilegum boðskap og
skapa upphafið andrámsloft sem
engin orð fengu tjáð.
Hjalti benti á að þau skil sem síðar
mynduðust á miili tráar og listar
þurfi ekki endilega að vera neikvæð
frá sjónarhóli kirkjunnar.
Reykjavík - menningarborg Evrópu árið 2000
Mun halda fjárhagsáætlun
Bráðabirgðauppgj ör
bendir til að Reykjavík
- menningarborg Evr-
ópu árið 2000 muni
halda fjárhagsáætlun.
Gerir Þórann Sigurð-
ardóttir, stjómandi
þessa stærsta verkefn-
is sem íslendingar hafa
ráðist í á sviði menn-
ingar og lista, jafnvel
ráð fyrir að tekjuaf-
gangur verði af því
þegar upp verður stað-
ið um áramót. Reykja-
vík - menningarborg
hafði 610 milijónir
króna til ráðstöfunar.
„Við höfum haldið
mjög fast utan um okkar fjármál og
vel hefur gengið að láta áætlanir
standast, bæði hér innanhúss og hjá
öllum þeim aðilum sem að verkefninu
hafa komið. Það hafa allir lagst á eitt.
Menningarstofnanir og listafólk geta
greinilega unnið skipulega og sam-
kvæmt áætlunum, jafnvel þótt um
nýsköpun og tilraunaverkefni sé að
ræða. Auðvitað hrósar maður ekki
happi fyrr en allt er komið í hús en
þetta lítur ljómandi vel út,“ segir Þór-
unn.
- Það hljóta að vera góð tíðindi fyr-
ir verkefni framtíðarinnar?
„Að sjálfsögðu. Eins og ég segi,
menn geta greinilega unnið skipulega
og skipulag er, eins og við vitum, und-
irstaða fyrir sköpun. Við
höfum því látið allar
hrakspár um skipu-
lagsleysi og að allt yrði
gert á síðustu stundu
sem vind um eyru þjóta.
Menningarborgarárið er
fjárfesting tO framtíðar.
Nú er bara að fylgja því
eftir.“
Þórann segir menn-
ingarborgina hafa gert
grunnáætlun áður en
fjármögnun verkefnisins
var lögð fyrir ríki og
borg. „Sú áætlun hefur
líka algjörlega haldið."
Af milljónunum 610
komu 510 frá ríki og borg.
100 milljónir era tekjur verkefnisins
sjálfs. „Þær tekjur hafa raunar orðið
heldur meiri en ráð vai- fyrir gert í
áætlun, einkum úr erlendum sjóðum.
Síðan er auðvitað álíka mikið fjár-
magn inni í verkefnunum sjálfum en í
flestum tilvikum hafa menn einnig
fengið fjármagn annars staðar frá.“
Að sögn Þórunnar er nú verið að
safna gögnum um verkefnin, hvert
um sig, þannig að eftir árið munu
heilmiklar upplýsingar liggja fyrir
um það hvemig fjármagnið hefur
nýst. Fyrir því verður gerð grein í
sérstakri skýrslu sem Svanhildur
Konráðsdóttir, kynningarstjóri
menningarborgarinnai-, mun rit-
stýra.
Komið í veg
fyrir þenslu
Mun meira fé hefur verið veitt til
lista- og menningarmála á þessu ári
en menn eiga að venjast og Þórann
neitar því ekki að það hafi verið við-
brigði. „Fyrir vikið höfum við reynt
að gæta þess að ekki yrði óeðlileg
þensla í menningargeiranum. Það
hefur iðulega gerst hjá menningar-
borgum og getur orðið mjög erfitt
þegar menningarárinu lýkur.“
Þórann segir tvö umfangsmestu
verkefni ársins, Baldur og Raddir
Evrópu, hafa haldið áætlun en um
80% kostnaðar kom í báðum tilvikum
erlendis frá. „Mikið af því er búið að
borga nú þegar og annað er verið að
innheimta. Þessi tvö verkefni vora
helstu áhættuþættimir vegna fjölda
erlendra samstarfsaðila og það er
mjög ánægjulegt að sjá þau ganga
svona vel upp. Oskað hefur verið eftir
báðum verkefnum til Rotterdam,
sem er menningarborg á næsta ári,
en hæpið að af því geti orðið, þar sem
þetta fjármagn var bundið árinu í ár.“
Aðspurð segir Þórann um þær
fréttir að af menningarborgunum níu
séu Reykjavík og Helsinki þær einu
sem ekki hafi þurrausið alla sjóði nú á
haustmánuðum: „Það era mjög
ánægjuleg tíðindi fyrir okkur að geta
látið fé okkar duga. Þess má geta að
Finnamir fengu fimmtíu milljón evr-
ur en við átta.“
Þórunn
Sigurðardóttir
Frá sýningunni í Listasafni Sigurjóns.
Hann sagði frelsi listamanna úr
viðjum hefðbundins kirkjulegs tákn-
máls hafa haft í för með sér mikil-
væga endurnýjun á þessu sama
táknmáli og sé sýnt að listamönnum
er enn nærtækt að tjá bæði kvöl og
sælu mannlegs lífs á kristilegu tákn-
máli. Þegar öllu er á botninn hvolft
hvíli listhefð Vesturianda á granni
kristilegi-ar menningar og þegar
listamenn leita á vit listhefðarinnar
hitta þeir óhjákvæmilega fyrir
kristilegt táknmái.
Hjalti taldi mikilvægt að kfrkju-
stofnanir færa ekki varhluta af end-
urnýjun kristilegs táknmáls og að-
lögun þess að nútíma aðstæðum.
Hann nefndi dæmi af ýmsum
söfnuðum á Norðurlöndum sem hafa
fengið til liðs við sig listamenn sem
ekki hafi verið kunnir fyrii- að gera
verk fyrir kirkjur, en væra eftir sem
áður tilbúnir til að takast á við þá
áskoran. Hjalti kvað árangurinn
ósjaldan hafa farið fyrir brjóstið á
söfnuðinum í upphafi, þar sem lista-
mennirnir hefðu oft gengið út frá
eigin afstöðu til tráarinnar. Þegar
upp er staðið hafi slík listaverk þó
oftar en ekki vakið mesta athygli og
orðið til að dýpka sjálfskilning
kfrkjunnar eða safnaðarins. Hjalti
sagðist vona að söfnuðir íslensku
þjóðkirkjunnar tækju þetta sér til
fyrirmyndar. Hjalti hafði orð á því
að Islendingum ætti m.a. að þykja
Morgunblaðið/Jim Smart
athyglisvert að skoða verk íslensku
listamannanna tveggja í því óvænta
samhengi sem þeir birtast í á sýn-
ingunni.
„Þegar við skoðum þá út frá þessu
sjónarhorni, opnast nýjar víddir sem
kannski blöstu ekkert endilega við
okkur áður,“ sagði Hjalti. Lista-
mennimir, sem eiga verk á sýning-
unni, tilheyra allir kynslóð lista-
manna, sem fann sig knúna til að
vinna með tráarlegt táknmál á pers-
ónulegum forsendum, sagði Hjalti.
Þar með ljái þeir táknmálinu aukinn
sveigjanleika, sem ætti að verða
listamönnum nútímans að leiðar-
ljósi. Hjalti sagðist álíta að sýning
sem þessi myndi brá á milli eldri og
yngri kynslóða listamanna, og þá
með sérstöku tilliti til trúarminna
listhefðarinnar.
Sýningin fer fram á tímamótum,
þegar 1000 ár era liðin frá kristni-
tökunni, þegar . samfélagslegar
kringumstæður íslendinga hafa um-
hverfst, og þegar sýnt er að kirkjan
þurfi að takast á við endurskilgrein-
ingar og endurnýjun trúarhefðar-
innar.
Hjalti lét í veðri vaka að endur-
vakið samband myndlistar og kirkju
á íslandi gæti orðið báðum til endur-
nýjunar, og mætti líta svo á, að sýn-
ingin Hærra til þín gefi fyrirheit um
hvernig koma mætti slíku stefnu-
móti í kring.
Hreinlætistækja-
dagar
BLANCO
22r7331cr
18.990 kr.
51x93 Eldhúsvaskur