Morgunblaðið - 04.11.2000, Síða 36

Morgunblaðið - 04.11.2000, Síða 36
36 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Eru einhverjir Islending- ar eftir á eyjunni? Gunnar Guðbjörnsson tenórsöngvari og Bjarni Thor Kristinsson bassasöngvari hafa verið að syngja í Brottnáminu úr kvenna- búrinu eftir Wolfgang Amadeus Mozart í Ríkisóperunni í Berlín. Davíð Kristinsson sá uppfærsluna og ræddi við þá félaga. VIÐ erum stödd í Ríkisóperunni (Staatsoper) í austurhluta Berlínar- borgar. Ljósin slokkna og forleikur- inn hefst að nýrri uppfærslu á Brottnáminu úr kvennabúrinu (1782) eftir Mozart. Hljómsveitin hefur ekki spilað lengi þegar maður kemur hlaupandi fram á sviðið og segir hljómsveitinni að stöðva flutn- inginn. Maðurinn er talsmaður hljómsveitarinnar og í fylgd hans er söngvarinn Stephan Rúgamer sem enn er ekki kominn í gervi Pedrillos. Sjónvarpsmyndavélar beinast að sviðinu þar sem þeir lesa upp úr mótmælaskjali, gagnrýna áform um niðurskurð sem kosta muni marga starfsmenn óperunnar vinnuna. Að uppákomunni lokinni eru Ijós- in slökkt á ný og óperan hefst í ann- að sinn. Að þessu sinni er hljóm- sveitin fullskipuð með stjómanda (ólíkt því sem yrði ef niðurskurður- inn nær íram að ganga) og Rúgamer kominn í gervi Pedrillos, þjóns spænska aðalsmannsins Belmonte. Belmonte leitar unnustu sinnar Konstanze sem er í haldi í Tyrklandi ásamt Ijóshærðri þernu sinni hjá hinum ríka og volduga Bassa Selim og hinum grimmúðuga umsjónar- manni hans Osmin. Athygli vekur að íslendingai- skipa bæði aðalhlutverk karlsöngvara og hefst fyrsti þáttur á átökum þeirra Gunnars Guðbjöms- sonar (Belmonte) og Bjarna Thors Kristinssonar (Osmin). Niðurskurður í Berlín Ég hitti þá félagana að máli á kaffihúsi óperunnar fyrr um daginn og byrjaði á því að spyrja þá út í væntanlegan niðurskurð innan óper- unnar. „Það er búið að vera að skera niður frá því að Berlínarborg var sameinuð," segir Gunnar. „Fyrst fékkst einhver peningur en fljótlega var byrjað að saxa á brauðið og það sem er fram undan er aðeins loka- hnykkurinn. Hugmyndir em uppi um að sameina tvö stóm ópemhús- in. Fyrir þetta hús mun það hafa þær afleiðingar að sú hefð sem hefur verið fyrir að sýna allar tegundir af ópemm verði brotin. Hér verða þá sýnd léttari verk á borð við Mozart á meðan stór þýsk verk á borð við Wagner og Strauss yrðu eingöngu sýnd í Deutsche Oper. Sameining hefði neikvæðar afleiðingar þar sem viss samkeppni er milli þessara húsa og samkeppnin er af hinu góða. Hljómsveitirnar yrðu minnkaðar í báðum óperanum sem er alvarlegt fyrir húsið hér þar sem hljómsveitin hér var valin hljómsveit ársins í síð- asta Opernwelt sem er með þekkt- ustu óperutímaritum í heiminum. Þetta var mikill heiður fyrir hljóm- sveitina en síðan fær hún þær upp- lýsingar 2-3 vikum seinna að minnka eigi hljómsveitina um fjórðung.“ „Það er mikil synd,“ segir Bjarni, „að svona stór borg eins og Berlín, sem á alveg að geta veitt sér það að vera með meira en eina stóra ópera, hyggist fara út í slíkan niðurskurð. Nú era þessi peningavandamál að öllum líkindum tímabundin en um leið og búið er að sameina húsin verður ekki aftur snúið.“ „Óperan er þannig listform," bætir Gunnar við, „að hún á sér ekki uppreist æra ef einhverju húsi er lokað. Hún er dýrt listform og því er erfitt að endur- heimta fyrri stöðu eftir niðurskurð. Það er nokkuð Ijóst að ef úr þessu verður er hætt við því að óperalífið í Berlín, sem var eitt hið glæsilegasta í Evrópu, kemur til með að líða óskaplega fyrir þetta og verður ekki svipur hjá sjón miðað við það sem áður var. Við sameiningu er það yf- irleitt þannig að annað húsið, það sem minna er, verður út undan. Allir betri söngvaramir, hljóðfæraleikar- arair og hljóðfærastjómendurnir fara þá í stærra húsið. Það er alger synd en þannig verður það líklegast í Berlín ef sameiningin nær fram að ganga,“segir Bjarni. „Hættan er sú,“ bætir Gunnar við, „að stærri verk færist alfarið yfir í Deutsche Oper því að stærri stjórn- endur hafa yfirleitt meiri áhuga á stærri stykkjum á borð við Wagner- óperana. Daniel Barenboim, sem hefur verið listastjórnandi hér í tæp- an áratug, hefur verið að setja hér upp allar óperar Wagners. Það sem mun gerast er að þetta hús verður einhvers konar aukahús sem er synd því að hér er hefðin og vitað er að hljómsveitin hér er mun betri en í hinu húsinu.“ Flökkulíf óperusöngvara „I Vín er þetta öfugt," segir Bjarni. „Þar hefur sjálfstæði stóra óperahúsanna verið að aukast. Fyrir áratug var listræn stjómun húsanna í stjórn eins og sama aðilans. Nú era þessi hús í samkeppni og flytja stundum sömu óperamar." Bjarni er eini utanaðkomandi söngvari uppfærslunnar í Staatsoper. „Eg er búinn að vera héma fyrir þessa upp- færslu allt æfingatímabilið frá því í haust. Ég á heima í Vín og er með annan fótinn þar í þjóðaróperanni sem ég hef sungið við síðastliðin þrjú ár. Ég hef verið þar fastráðinn en er nú kominn í lausamennskuna þótt ég sé áfram með annan fótinn í mínu gamla húsi. Ég kem sérstak- lega fyrir þær sýningar sem við eig- um eftir hér. Ég flaug frá Vín í morgun en þetta tekur ekki nema einn og hálfan tíma og er því svipað og að búa hérna rétt fyrir utan borg- ina. Síðan legg ég mig eftir hádegi áður en ég kem hingað og syng og flýg svo aftur heim í fyrramálið.“ Aðspurðir að því hvort ópera- söngvarar séu mikið á flakki svarar Gunnar: „Það er mjög gott að geta verið lausamaður en það er ekkert sérstaklega fjölskylduvænt. Ég á lít- il böm og það er ástæðan fyrir því að ég hætti þessu. Ég var lausamað- ur í tvö ár. Þá kom ég heim að með- altali í eina viku og var síðan í 3-4 vikur í burtu. Þetta var svona eins og að vera á sjónum." „Ég held að áveðin blanda af hvoru tveggja sé kannski ákjósanlegust fyrir ópera- söngvara, að geta verið fastráðinn við ákveðið hús en hafa þar svigrúm líkt og Gunnar hefur,“ bætir Bjarni við. „Ég er núna með svona 20-25 sýningar í öðram húsum yfir vetur- inn sem þýðir að ég er ekki of mikið í burtu. Þegar ég bjó í Lyon í Frakklandi var ég meira eða minna alltaf í burtu, aldrei hjá fjölskyldu minni,“ segir Gunnar. fslendingar í 40 prósent hlutverkanna Aðspurðir að því hvort það sé til- viljun að tveir Islendingar séu að syngja saman svarar Bjami: „Við Bjarni Thor Kristinsson (Osmin) ógnar hinum stríðna Pedrillo (Stephan Riigamer). Þræta Gunnars Guðbjömssonar (Belmonte) og Bjarna Thors Kristinssonar (Osmin) í fyrsta þætti Kvennabúrsins. eram náttúralega bara bestir," og hlær. „Það er náttúralega þannig að bestu söngvararnir hittast í bestu húsunum og þar sem íslendingar era orðnir svona góðir þá era þeir alltaf að hittast í bestu húsinum," bætir Gunnar við og Bjarni skellir upp úr. „Það að við landarnir séum að syngja hérna saman er tilviljun,“ heldur Gunnar áfram, „en þó ekki meiri tilviljun en það að þetta er alltaf að gerast. Það er engin tilvilj- un lengur að íslenskir söngvarar era út um allt í stóram, góðum ópera- húsum að syngja. Ég hef sungið frekar oft með Islendingum, t.d. með Viðari Gunnarssyni í Wies- baden og Kristni Sigmundssyni í því sama húsi, Rannveigu Fríðu í Frankfurt, Ingveldi Ýr í Lyon og Bjarna og Tómasi Tómassyni hér í Berlín. Þetta er svona það sem ég man í fljótu bragði.“ Aðspurðir að því hvort öðram en íslendingum þyki athyglisvert að tveir aðalsöngvaranna séu íslenskir svara þeir játandi í kór. „Það má segja að það sé meira tekið eftir þessu hérna en á íslandi. Fólk er mjög meðvitað um þetta og við eram oft spurðir að því hvort það séu þá einhverjir íslendingar eftir á eyj- unni,“ segir Bjami. „Fólk spyr oft: íslendingar era um 270.000 og þar af era 80 prósent óperasöngvarar?" segir Gunnar og aftur hlæja þeir í kór. „Það mætti halda það þar sem að það er ótrúlega hátt hlutfall ís- lendinga innan óperaheimsins. Það era ekki lengur bara Kristján Jó- hannsson og Kristinn Sigmundsson sem era að syngja út um allt. Þetta er orðinn tuttugu til þrjátíu manna hópur af körlum og konum sem er syngjandi út um allan heim,“ segir Gunnar. „Meira að segja héma rétt fyrir norðan borgina, í Neustrelitz, era tvær íslenskar söngkonur fastráðn- ar við sama hús að syngja aðalhlut- verk,“ segir Bjami. „Fyrir sjö, átta áram voram við þrír íslendingar fa- stráðnir við óperana í Wiesbaden. Þannig að við stöndum okkur mjög vel miðað við höfðatölu, öragglega ekkert síður en í handboltanum,“ bætir Gunnar við. Harður heimur óperunnar Ég spurði Gunnar hvort erfitt sé að vinna sig upp í óperaheiminum. „Ég vil helst líkja óperasöngnum við tölvuleik. Það era viss borð í þessu, maður byrjar á ákveðnu stigi. Sumir era heppnir, kannski eitthvað betri og komast hratt upp, aðrir era síður heppnir og það tekur þá lengri tíma að komast upp. Þegar ég var við það að komast upp úr því borði sem ég byrjaði á þurfti ég að hafa talsvert fyrir því en samt sem áður gekk þetta allt saman upp en aldrei of hratt að mínu mati.“ Aðspurður að því hversu mikil áhrif gagnrýni fjölmiðla hafi á óp- erasöngvara svarar Bjarni: „Það era fjórir aðilar sem hafi eitthvað að segja að sýningu lokinni (þó ekki endilega í þessari röð). I fyrsta lagi þú sjálfur. Þú gerir þér einna best grein fyrir því hvernig þú hefur staðið þig. í öðru lagi era það áhorf- endur, það er hvort þeim finnst sýn- ingin skemmtileg, hvort þeii' hafa notið sýningarinnar eða fundist þú vera góður. I þriðja lagi era það þeir sem fara með töglin og hagldirnar í óperaheiminum, það er að segja óp- erastjórar, umboðsmenn, hljóm- sveitarstjórar, leikstjórar og fleiri. I fjórða lagi era það síðan gagnrýn- endur sem era alveg þjóðflokkur út af fyrir sig. Enginn söngvari sem hefur sungið lengur en í eitt ár tek- ur þá sem einhvem heilagan sann- leika.“ „Gagnrýni ólíkra gagmýnenda," heldur Gunnar áfram, „getur stund- um verið svo ólík að þér finnst eins og ekki sé verið að skrifa um sömu sýningu. Til dæmis lenti ég í því síð- ast þegar ég söng í framsýningu hér í Berlín (á Don Giovanni) að fá bæði verstu gagnrýni sem ég hef nokkurn tíma fengið og sennilega þá bestu. Þá hugsar maður: Ég get nú varla verið kominn hingað að syngja með því fólki sem ég var að syngja með ef ég er svona skelfilegur eins og önnur gagnrýnin gefúr til kynna. Og hins vegar spyr maður sig: Af hverju er ég þá ekki frægari en þeir sem fengu ekki jafngóða gagnrýni ef ég er í raun svona rosalega góður eins og sú gagnrýni segir? Maður veit því sjálfur að hvorug gagnrýnin hittir í mark. Maður er einfaldlega búinn að sætta sig við það að þessi blaðagagnrýni er bara þannig.“ Að- spurður að því hvort hann taki meira mark á gagnrýni vandaðra dagblaða en síður áreiðanlegra fjöl- miðla svarar Bjarni: „Þetta fer ekki eftir því hvað blaðið er gott heldur er þetta einstaklingsbundið, háð gagnrýnandanum sjálfum. Það eru yfirleitt tveir til þrír gagnrýnendur á hveiju blaði og maður er síðan heppinn eða óheppinn eftir því hver kemur, hvort viðkomandi gagnrýn- andi er tiltölulega jákvæður eða mjög neikvæður. Yfirleitt era það hinir ungu reiðu sem skrifa mjög mjög neikvætt um sýningar." „Þetta era oft menn sem ætluðu sér að verða góðir píanóleikarar og enduðu sem blaðamenn," bætir Bjarni við og aftur hlæja þeir félag- arnir. „Ég fékk til dæmis slaka út- reið fyrii' þessa uppfærslu í Berlín- arblöðunum,“ segir Gunnar. „Þetta er soldið þannig að því fjær sem þú ferð frá Berlín því betri verður gagnrýnin fyrir heildina séð,“ bætir Bjarni við. „Það hefur verið viðtekin venja hér í Berlín að gagnrýnendur séu frekar neikvæðir gagnvart þessu húsi. Sumir vilja meina að þessar neikvæðu bylgjur séu viðbrögð við listræna stjórnandanum. Það er nú bara eins og það er. Hann gerir það sem hann telur vera gott og vinna hans er alla vega svo vel metin að hljómsveitin var valin besta óper- uhljómsveit Þýskalands og henni er boðið út um allar trissur, til dæmis til New York í næsta mánuði. Óp- erahúsinu hefur einnig verið boðið út um allt, meðal annars til Japan og Madríd, og það er stór spurning hvort þetta myndi gerast ef ekki væri þessi listræni stjórnandi." Bjarni tekur undir: „Maður finnur pínulítið fyrir andstreymi gagnvart húsinu. Allar uppfærslur líða fyrir það og eiga undir högg að sækja.“ „En vissulega er þetta hús ekkert fullkomið frekar en önnur og það era náttúralega misjöfn gæði á því sem sett er upp og ég væri fyrsti maðurinn til að viðurkenna að ég hef tekið þátt í uppfærslum hér sem mér hafa þótt miður góðar,“ segir Gunnar. Tyrkneskunám Bjarna „Við eram hins vegar báðir mjög ánægðir með þessa uppfærslu," seg- ir Bjarni. „Þetta er eitt það besta sem ég hef tekið þátt í,“ bætir Gunnar við. „Við sem tökum þátt í þessu, söngvarar og fólk í kringum þessa uppfærslu, eram eiginlega öll sammála um að uppfærslan sé góð. Viðtökur hjá áhorfendum hafa verið mjög góðar, eins og getur best ver- I i . i r
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.