Morgunblaðið - 04.11.2000, Side 38

Morgunblaðið - 04.11.2000, Side 38
1 38 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR „ÞETTA bréf er mjög merkilegt í ljósi textfl- og vefnaðarsögu okkar,“ segir Hulda Jósefsdóttir textflhönn- uður sem hefur undir höndum bréf frá Jóhannesi Kjarval til Sigrúnar Blöndal, skólastjóra og stofnanda Húsmæðraskólans að Hallormstað. Bréfíð skrifar Kjarval frá Kaup- mannahöfn árið 1919 og lýsir þar hugmyndum sínum að stofnun vef- stofu þar sem framleiða mætti vefn- að eftir hugmyndum hans. Kjarval var þá 34 ára að aldri (1885-1972). Hulda segir að bréfíð hafi lengst af verið í fórum fjölskyldu Sigrúnar en lent hjá hjónunum Asgerði Búa- dóttur veflistakonu og Birni Th. Björnssyni listfræðingi. „Ásgerður kom til mín afriti af bréfinu fyrir 13 eða 14 árum því hún vissi að ég var að starfa að hönnunarmálum. Bréfið er jafnframt á skrá hjá Kjarvals- safni. Úr því að bréfið hefur hvergi birst opinberlega fram að þessu þá finnst mér vel við hæfi að koma því á framfæri núna þegar sýningin Form Island stendur yfir á Kjarvalsstöð- um þar sem saga íslenskrar hönnun- ar er rakin á mjög skilmerkilegan hátt. Hver þáttur Kjarvals var í þeirri þróun verður sjálfsagt aldrei metinn til fulls en hann var mjög mikill; Kjarval var svo fjölhæfur listamaður og næmur fyrir umhverfi sínu að vefnaður og klæðnaður var honum ekki síður hugleikið en margt annað sem bauð upp á mynd- ræna útfærslu," segir Hulda Jósefs- dóttir. „Hvort hugmyndin hefur kviknað vegna þessa bréfs er ómögulegt að segja en Sigrún Blöndal var mennt- uð í vefnaði á Norðurlöndum og út- skrifaði tvo fyrstu vefnaðarkennar- ana hériendis sem settu á stofn vefstofur á ísafirði og í Reykjavík og ráku þær með myndarskap um árabil. Ekkert svarbréf frá Sigrúnu til Kjarvals hefur fundist og ekki Áður óbirt bréf Kjarvals frá 1919 Jóhannes Sveinsson Kjarval (1885-1972) vitað hvort það er til. Þegar Kjarval ritaði bréfið var hann búsettur í Kaupmannahöfn, nýlega giftur og hafði lokið námi við listaakademíuna. Hann hefur greini- íHM' ii mw .tf/ý 1 ----* qQJIí '..úÁ/fyisy, a.í -•=—i ________ X Afk*.*+ Ljósrit af bréfi Kjarvals til Sigrúnar Blöndal. lega verið fullur af hugmyndum og viljað koma þeim á framfæri sem víðast. Þau Sigrún þekktust og eðli- legt að hann hafi leitað til hennar þótt hún hafi sjálfsagt átt erfitt um vik með að liðsinna honum því hún átti í miklum erfiðleikum með að koma skólanum á fót vegna fjár- skorts." Bréfið Höfn 11. nov. 1919 Sæl og blessuð Sigrún Eins og þú sérð er ég ekki alveg að baki dottinn. Ég sendi þér hér lista yfir fínska listasýningu - það fallegasta á henni eru teppin „Ryor“. Málverkin eru ljót og ópers- ónuleg og ekkert fínst í þeim af þjóðaranda eða metnaði eða alvöru djúpum skóla -eða heppni- í með- ferð á neinn veg - - En teppin þeirra vekja upp þjóðræknina í mér - vekja upp gamlan draug - altaf þegar ég sé falleg teppi vaknai• hjá mér löngunin til þess að stofna svo- litla vefstólavinnustofu -eða vefara- stofu víst rétt sagt. Meira um það bráðum. Ég ferðaðist í Noreg og Svíþjóð í haust og grenslaðist um hvem krók og kima að fornu og nýju- og sá þar heimilisyðnað frá fírri tímum - fagr- ann og drottnandi - teppi og ábreið- ur og í dásamlegum litum - hvergi sá ég íslensku ábreiðuna - eða rós- irnar í áklæðum. - Við eigum það sjálfstætt útaf fyrir okkur að mestu leiti. - Ég fékk fjölda af hugmynd- um í ábreiður - og get nú alveg skil- ið á milli hvað er næst eðli okkar í þeirri list og hvað ekki. Nú vil ég spyija þig um hvort ekki væri hægt að stofna eitthvað í þessa átt - nokkrar konur heima sem kunna að vefa tækju sig saman ogynnu eitt ár til dæmis - í Reykja- vík þarf það að vera- segjum 15(?)- 10 vefstóla - og svo yrði ég sem nokkurs konar ráðunautw - þið réð- uð vefnaðinum og sæuð um hann - og ég svo um munstrin samfara ykk- ar ráði - og eftir minni þekking og rannsókn -. Hvað er hægt að vefa mörg teppi á vetrí með sh'ku fyrir- komulagi? - Meiningin hjá mér er nefnilega að sýna svo verk ykkar í útlöndum - ábreiðurnar skulu vera af praktísk- um stærðum svo að hægt sé að nota þær á legubekki - sem sagt að láta þær vinna sig inn í tímann sem við lifum í og inn í þarfírnar - svo að þær bæði skreyti og verði að full- komnum notum -. Þessar vanalegu stuttu ábreiður koma ekki að gagni nú, en verða einungis móðins apaspil - hvað vel sem þær eru gerðar vegna formsins. - Einnig mundi fjöldi efnaðra Reykvíkinga kaupa þær - ef þær yrðu eins og ég hugsa mér. Arðinn fáið þið sjálfar og stofnunin - ég Ný sýning opnuð aimaö kvöld í Listasafninu á Akureyri Heimskautalöndin unaðslegu - arfleifð Vilhjálms Stefánssonar Akureyri. Morgunblaðið. HEIMSKAUTALÖNDIN unaðs- legu er heiti á sýningu sem opnuð verður í Listasafninu á Akureyri annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20. Sýningin lýsir með myndrænum hætti lífi, starfi og hugsjónum Vest- ur-íslendingsins Vilhjálms Stefáns- sonar en er um leið kynning á um- hverfi, menningarheimum og málefnum norðurslóða. Sýningin er unnin í samvinnu við Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, Dartmouth College og Reykjavík - menningarborg Evrópu árið 2000. Samhliða henni verður efnt til ráð- stefnu nýrra alþjóðlegra samtaka, Rannsóknarþings norðursins, en sýningunni lýkur 17. desember næstkomandi. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra flytur ávarp og opnar sýning- una en auk hennar verður forseti Is- lands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, og Evelyn Stefansson Nef, fyrrver- andi eiginkona Vilhjálms Stefáns- sonar, viðstödd opnunina. Hún mun einnig flytja ávarp, sem og Hannes Sigurðsson, forstöðumaður Lista- safnsins á Akureyri, Þórunn Sigurð- ardóttir, framkvæmdastjóri Reykja- víkur - menningarborgar, Níels Einarsson, forstöðumaður Stofnun- ar Vilhjálms Stefánssonar, og Sig- urður J. Sigurðsson, forseti bæjar- stjórnar Akureyrar. Breytti ímynd norðurslóða og kynntist menningu þeirra og tileinkaði sér lifnaðarhætti þeirra. Síðar varð hann kunnur sem boðberi þess að Evrópubúar gætu, líkt og inúítar, lifað á heimskautaslóðum og nýtt sér gæði þeirra, að því tilskildu að þeir lærðu að umgangast náttúruöflin að hætti heimamanna. A sínum tíma gerði Vilhjálmur Stefánsson meira en nokkur annar maður til þess að breyta ímynd norðurslóða, frá heljar- slóðinni ömurlegu yfir í heimskautslöndin un- aðslegu með merkilegu mannlífi, menningu og gnótt náttúrugæða. Vilhjálmur fæddist í Manitoba, sonm- ís- lenskra foreldra sem fluttust til Kanada. Fjölskyldan settist síð- ar að í Bandaríkjunum þar sem Vilhjálmur bjó til æviloka og stundaði nám við háskólann í Norður-Dakóta, ríkis- háskólann í Iowa og Harvard-háskólann en þaðan lauk hann meist- araprófi í mannfræði. Nafn Vestur-íslendingsins Vil- hjálms Stefánssonar (1879-1962) er tengt norðurskautsslóðum og könn- un þeirra órofa böndum. Hann er þekktastur fyrir að hafa ferðast um heimskautasvæði Kanada í fimm ár óslitið (1913-1918) og stundað mann- fræðirannsóknir og landkönnun, en alls dvaldi hann um 12 ár á þessum slóðum. Hann lærði tungumál inúíta Grunnur að Vilhjálmssafni Sigurðsson, forstöðu- maður Listasafnsins á Akureyri, hafa verið eins konar Pajero þessa tíma. Fyrir sleðann var beitt einum 12 hundum. Þórunn sagði sleðann marka upphaf sýning- arinnar, en út frá hon- um geta gestir farið í sleðaslóðina og skoðað það sem fyrir augu ber á sýningunni. I vestur- sal safnsins verður í gangi hljóðupptaka með fyrirlestri Vil- hjálms og jafnframt varpað upp á vegg lit- skyggnum sem hann notaði í fyrirlestrum sínum. Arfleifð Vilhjálms færð í myndrænan búning Vilhjálmur Stefánsson Sýningin er í öllum sölum Lista- safnsins og er stuðst við ritaðar heimildir, ljósmyndir, hljóðupptökur og kvikmyndir sem varðveittar hafa verið í Stefansson Collection í Dart- mouth College og víðar. Þá má nefna útgefin verk Vilhjálms, áður óbirt efni -úr dagbókum hans og fyrir- lestra sem eftir hann liggja. Þórunn S. Þorgrímsdóttir, hönnuður sýning- arinnar, sagði að hugmyndin með uppsetningu sýningarinnar væri að um eins konar mannfræðirannsókn væri að ræða. Forláta sleði var smíð- aður sérstaklega fyrir þessa sýningu í Finnlandi, en sleðann sagði Hannes ekkert - nema mjög vel gengi. - Svo kemur mergurinn málsins. Þegar þessi skóli og verksmiðja hefur unn- ið eitt tvö ár, eru nokkrar af þessum konum búnar að læra algjöríega stíl- festuna og hæfíleikann til þess að skreyta - innan stílsins - og til þess að fínna upp sjálfar - fara út á heim- ili sín og halda áfram og breiða það út fyrírhafnarlaust. Svara þú mér Sigrún - er hægt að gjöra þetta - kostar það of mikið - er hægt að fá ríkisbubba til þess að splæsa í fyrírtækið? Við erum lítil þjóð en við erum sjálfstæðari í okkar tendens til lista en aðrir Skandinavar, - nú er ég kominn að þeirrí niðurstöðu - er sannfæríng mín. - Nú verðum við að sýna þjóðareinkennið og stílfestuna óhagganlega út á við sem allra fyrst - við verðum að hlaupa þrjátíu rastir til þess að standa jafnfætis öðrum nágrönnum. - Einstöku menn sem hafa varla gjört annað en læra - og rýna njósna? - og grúska - í eðli íslenskra sálna - og nágrannaþjóðanna- og þeirra listum, eru þegar búnir að leggja undir sig tuttugu rastirnar. Og ef einhverjir leggja framm bara trúna sem til þess þarf að stirkja með þann sem móður (?) er og einn á ferð - geta þessar þrjátíu rastir unnist (yfírstrikað: í félagsskap) fljótt, og við verðum talin í manna tölu - vegna þess að þá sannast málshátturinn sem er æðsta boðorð hins vitandi og óafvitandi manns - dómurínn - af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá. - Einn af þessum mönnum er ég sjálfur og þessvegna vil égfá hjálp hjá landanum. Ég skrífa ekki meir um þetta en bið þig vel að heilsa manni þínum - einnig á ég að heilsa frá konu minni kærlega. í Guðs fríði Jóhannes S. Kjarval „Með þessari sýningu er verið að færa arfleifð Vilhjálms Stefánssonar í myndrænan búning, en um leið vísar sýning- in í mun víðara sam- hengi,“ sagði Hannes. Snemma árs 2001 verður sýningin sett upp í Listasafni Reykjavíkur en þaðan mun hún fara áfram til Finnlands, Kanada og Bandaríkjanna. Þegar farandsýningunni lýkur er ætlunin að nota efni hennar sem grunn að sérstöku Vilhjálmssafni, sem áformað er að komið verði upp á Akureyri í tengslum við Stofnun Vil- hjálms Stefánssonar. Við opnun sýningarinnar verður einnig opnaður vefur á Netinu um Vilhjálm Htpfánssnn , .. Nytjalist úr náttúrunni í Safnahús- inu á Sauð- árkróki SÝNINGIN „Nytjalist úr nátt- úrunni“ verður opnuð í Safna- húsinu á Sauðárkróki í dag kl. 14. Sýningin á Sauðárkróki er styrkt af menningarnefnd Skagafjarðar. Markmið sýningarinnar er að sýna það besta af nytjalist sam- tímans. Hlutirnir voru allir sér- hannaðir fyrir þessa sýningu. Lögð er áhersla á að sam- tvinna góða hönnun, hugvit og gott handverk. Þema sýningar- innar er vatn. Sýningin er framlag Hand- verks og hönnunar til dagskrár Reykjavíkur - menningarborg- ar Evrópu árið 2000. Þátttakendur í sýningunni eru: Anna Sigríður Hróðmars- dóttir, Arndís Jóhannsdóttir, Bergþóra Guðnadóttir, Brita Kristina Berglund, Brynja Baldursdóttir, Dýrfinna Torfa- dóttir, Elísabet Asberg, Georg Hollanders, Guðbjörg Kr. Ingvarsdóttir, Guðrún Indriða- dóttir, Helga Kristín Unnars- dóttir, Hrönn Vilhelmsdóttir, Jónas Bragi Jónasson, Lára Gunnarsdóttir, Ólöf Matthías- dóttir, Lydia Jósafatsdóttir, Margrét Adolfsdóttir og Leo Santos-Shaw, Margrét Guðna- dóttir, Margrét Jónsdóttir, Philippe Ricart, Pia Rakel Sverrisdóttir, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Signý Orm- arsdóttir, Sigríður Anna Sig- urðardóttir, Þorbjörg Valdi- marsdóttir. Sýningin er opin alla daga frá 14-18 og stendur til 12. nóvem- ber. Sýningin er styrkt af Reykja- vík - menningarborg Evrópu árið 2000.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.