Morgunblaðið - 04.11.2000, Side 46

Morgunblaðið - 04.11.2000, Side 46
46 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ftagunHnfeife STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. VERND MANNRÉTTINDA jr w ■■ I HALFA OLD FIMMTÍU ár eru liðin frá því að ríki Evrópu komu saman til fundar í Róm og undirrit- uðu Mannréttindasáttmála Evrópu. í hálfa öld hefur sáttmálinn verið sá rammi er verndar réttindi einstakl- inga og aðild að honum er forsenda þess að ríki geti fengið aðild að Evrópuráðinu. Aðildarríkjunum hefur fjölgað hratt á síðasta áratug, eftir að ríkin í Mið- og Austur-Evrópu fengu frelsi á nýjan leik, og alls á nú 41 ríki aðild að Evrópuráðinu og þar með sátt- málanum. Styrkur Mannréttindasáttmálans felst í því að ákvæði hans eru æðri lögum aðildarríkjanna, þegar hann hefur verið tekinn inn í löggjöf ríkj- anna, og ber þeim skylda til að breyta löggjöf komist Mannréttinda- dómstóllinn í Strassborg að þeirri niðurstöðu að einhver ákvæði séu í andstöðu við sáttmálann. Þetta var djörf ákvörðun á sínum tíma og hef- ur reynst mikilvæg vernd fyrir íbúa Evrópu, ekki síst vegna þess að ein- staklingar geta skotið málum sínum beint til Strassborgar, telji þeir rík- isvaldið hafa beitt sig órétti. Má minna á að það var ekki fyrr en að ljóst var að dómstóllinn myndi úr- skurða gegn íslenska ríkinu í máli er einstaklingur hafði kært til Strass- borgar að skilið var á milli fram- kvæmdavalds og dómsvalds hér á landi árið 1989. A þessum tímamótum er því ástæða til að velta fyrir sér framtíð- arhlutverki Mannréttindasáttmál- ans. Færa má rök fyrir því að aldrei hafi verið brýnna en nú að stofnanir sáttmálans séu sterkar og að þær hafi burði til að sinna því hlutverki sem þeim er ætlað. Nýju aðildarrík- in í austurhluta álfunnar eru mörg hver skammt á veg komin hvað varð- ar lýðræðislega þróun og jafnvel þótt stofnanakerfið sé til staðar skortir oft upp á að farið sé eftir anda Mannréttindasáttmálans. Það er hlutverk Evrópuráðsins og Mann- réttindadómstólsins að hafa eftirlit með þessari þróun og grípa í taum- ana þegar á þarf að halda. Á síðustu árum hafa sömuleiðis blossað upp blóðug átök í Evrópu þar sem hörmuleg mannréttindabrot hafa átt sér stað. Má nefna stríðið í Bosníu sem dæmi eða þá framferði Rússa í Tsjetsjníu, sem Evrópuráðið hefur haft veruleg afskipti af. Sömuleiðis hefur ráðið beitt Tyrki miklum þrýstingi vegna máls Kúrdaleiðtog- ans Öcalans, sem dæmdur hefur ver- ið til dauða. Verði þeim dómi ein- hvern tímann framfylgt myndi það væntanlega þýða útskúfun Tyrkja úr Evrópuráðinu. Eftir því sem við- fangsefnin verða stærri verður hins vegar erfiðara fyrir ráðið og Mann- réttindadómstólinn að sinna hlut- verki sínu. Má nefná sem dæmi að íbúafjöldi aðildarríkja Evrópuráðs- ins er nú um 800 milljónir og að sem stendur liggja um 15 þúsund mál fyrir hjá dómstólnum til úrskurðar. Honum berast sjö hundruð bréf á dag og rúmlega tvö hundruð fyrir- spurnir í gegnum síma. Kærufjöld- inn sem berst dómstólnum hefur fimmfaldast á nokkrum árum. Breyting var gerð á starfsemi dóm- stólsins árið 1998 með ellefta viðauk- anum við Mannréttindasáttmálann er dómstóllinn og Mannréttinda- nefnd Evrópu runnu saman í eitt og dómarar við dómstólinn voru skipað- ir í fullt starf en ekki hlutastarf. Málsmeðferð var jafnframt einföld- uð og tryggt að einstaklingar gætu haft beinan aðgang að dómstólnum með kærumál sín. Áður urðu mál fyrst að fara til Mannréttindanefnd- arinnar. Þessi breyting var ekki síst gerð til að hraða afgreiðslu mála en bið eftir lokadómi var orðin um fimm ár. Markmiðið um skjóta afgreiðslu mála er hins vegar í hættu, líkt og forseti dómstólsins, Luzius Wildhab- er, benti á er hann ávarpaði ráð- herrafund Evrópuráðsins í Róm í gær. Þurfi þeir er kæra mál til Strassborgar að bíða árum saman, jafnvel eftir því að fá úrskurð um það, hvort málið verði yfirhöfuð tek- ið fyrir er hætt við að dragi úr áhrif- um dómstólsins. Auðvitað verður að tryggja honum það fjármagn og þá aðstöðu sem hann þarf til að geta staðið vörð um mannréttindi Evrópubúa. Hins vegar verða aðild- arríkin einnig að sjá til þess að mál fái skjóta og eðlilega afgreiðslu heimafyrir og að tekið verði tillit til sáttmálans, þegar úrskurðað er í málum. Hin almenna regla hlýtur að vera sú að íbúar Evrópu fái úrlausn mála sinna í heimaríkinu sé brotið á þeim. Mannréttindadómstóllinn á að vera neyðarvörn þeirra þegar allt annað brestur. Innan Evrópusambandsins er nú rætt um að gefa út sérstaka yfir- lýsingu um borgararéttindi, sem gilda skuli meðal aðildarríkjanna. Athyglisverðar umræður fara nú fram um drög að slíkri yfirlýsingu, sem fyrir liggur. Margir spyrja, hvort þörf sé á slíkri yfirlýsingu í ljósi þess, að aðildarríki ESB séu nær öll aðilar að Mannréttindasátt- mála Evrópu. Spurt er hvers vegna taka eigi upp tvöfalt kerfi að þessu leyti. Sumir telja, að hugmyndin að baki slíkri yfirlýsingu um borgara- réttindi sé sú, að hún skuli verða vís- ir að formlegri stjórnarskrá Evrópu- sambandsins og þar með þáttur í viðleitni Þjóðverja og Frakka til þess að skapa eins konar bandaríki Evrópu. Aðrir eru þeirrar skoðunar, að aðildarríki ESB ætli að nota þessa yfirlýsingu til þess að hægja á meðferð umsókna um aðild fleiri ríkja að Evrópusambandinu. Yísað verði til þess, að þau verði að tryggja að yfirlýsingu ESB um borgararétt- indi sé fylgt eftir innan landamæra þeirra og það kunni að verða erfitt fyrir ýmis ríkjanna, sem nú stefna á aðild og þá ekki sízt Tyrki. Ljóst er að verulegar efasemdir eru innan einstakra ESB-ríkja um stækkun Evrópusambandsins. Hvernig sem á þetta er litið getur það tæpast orðið annað en til góðs að Evrópusambandsríkin efli mann- réttindi innan sinna vébanda með þessum hætti. Skólayfírvöld í MH og MS hvetja nemendur til að hal Hræddust góðærið gh Skólayfírvöld eru uggandi vegna yfír- vofandi verkfalls framhaldsskóla- kennara, sem að öllu óbreyttu hefst á þriðjudaginn. Þau hvetja nem- endur sína til þess að mæta í skólann þrátt fyrir að verk- fall skelli á. TALSMENN Mennta- skólans við Hamrahlíð og Menntaskólans við Sund segja að ef verk- fall skylli á yrðu skólarnir eftir sem áður opnir nemendum, sem gætu þá komið þangað og lært. Sigurborg Matthíasdóttir, að- stoðarskólameistari Mennta- skólans við Hamrahlíð, sagði að skólinn hefði ekki undirbúið sig sérstaklega fyrir verkfall, að öðru leyti en því að búið væri funda tvisvar með nemendum og þeim gerð grein fyrir ástandinu. Á fundunum voru nemendur hvattir til að reyna að halda námsáætlun og nýta vinnuað- stöðuna í skólanum til þess, t.d. tölvukost hans og bækur. Hún sagði að bókasafnið yrði opið, þar sem bókasafnsfræðingar færu ekki í verkfall og þá yrðu kennslustofur einnig opnar nem- endum. „Það verða allir hérna nema félagar í KI, en það geng- ur náttúrlega enginn í þeirra störf,“ sagði Sigurborg. Um 80 til 100 nemendur MH eiga að útskrifast um jólin Grundvallaratriðið er það að við brýnum fyrir nemendum að reyna að nýta sér aðstöðu skól- ans til þess að halda sér við efn- ið. Við erum eiginlega mest hrædd við góðærið, að góðærið-,. gleypi þá, því það er auðvelt að fá vinnu og því hætt við að marg- ir freistist til þess að gera það.“ í MH er svokallað áfangakerfi þar sem nemendur Ijúka náms- efni hverrar annar með sérstöku lokaprófí í hverju fagi, en í skól- um sem eru með bekkjarkerfi eru formlega lokapróf tekin að vori. Sigurborg sagði að þeir skólar sem byggju vð áfanga- kerfið væru svolítið verr settir en hinir, þar sem nemendur þeirra þyrftu að taka lokapróf í ákveðnum fögum í lok haustann- ar. Sigurborg sagði afar mikil- vægt að nemendur gerðu sér grein fyrir því að þótt verkfall skylli' á þá væri skólastarfí haustannar ekki lokið. Hún sagði Nemendur búast við löngu verkfalli NEMENDUR í Menntaskólanum við Hamrahlíð og Menntaskólan- um við Sund virðast ekki vera sáttir við að þurfa að missa kennslu vegna verkfalls kenn- ara. Viðmælendur blaðamanns Morgunblaðsins sögðust ýmist ætla að læra eða vinna ef til verkfalls kæmi, en einn ætlaði að skella sér til Frakklands í viku. Það er þó ljóst að nánast allir búast við verkfalli og til marks um það eru flestir fram- haldsskólarnir búnir að skipu- leggja svokallaða verkfallsdans- leiki á þriðjudaginn, sama dag og kennarar hafa boðað til verk- falls. Grétar H. Gunnarsson, nem- andi í MH, sagði að sér litist illa á það ef verkfall hæfist á þriðju- daginn. Hann sagðist óttast að verkfallið gæti leitt til þess að önnin teygðist fram í janúar og vorönnin fram í júní. Heiða D. Jónsdóttir, skólasystir Grétars, sagði að það væri í raun ekki mikið eftir af önninni og því væri slæmt að fá verkfall nú, því það myndi setja allt úr skorðum. Björn Lárus Arnórsson tók undir orð félaga sinna en Erla Björg Birgisdóttir sagði að mánaðarlangt verkfall þyrfti ekki að vera alslæmt. „Það væri ágætt að fá verkfall í svona mánuð - það væri bara notalegt að fá smáfrí," sagði Erla Björg. Margir ætla að vinna Grétar og Heiða sögðu að ef verkfall skylli á væri hætta á að einhverjir krakkar kláruðu ekki skólann. Margir hygðust vinna í verkfallinu og einhveijir þeirra myndu örugglega ekki tíma að hætta því. Erla Björg sagðist vera í hlutastarfi í verslun í Kringlunni og að hún hygðist bæta við sig vinnu þar ef til verkfalls kæmi. Hún sagðist hins vegar ætla að læra með vinnunni. Björn Lárus hafði ekki gert upp hug sinn en sagði að það yrði örugglega eitt- hvað lítið um lærdóm, því það væri ekki auðvelt að standa í sjálfsnámi. Heiða sagðist ætla að reyna að bæta við sig einhverri vinnu en Grétar sagðist ekki hafa gert upp við sig hvort hann ætlaði á vinnumarkaðinn í verkfallinu. Nemendurnir sögðust allir búast við frekar löngu verkfalli. Þeir sögðust ekki hafa mikla samúð með málstað kennara en eflaust ættu þeir skilið eitthvað hærri laun. Grétar sagði að verkfallið myndi örugglega end- ast út desember, þar sem samn- ingsstaða rfkisins yrði sterkari þá, því það væri erfitt að vera Iaunalaus kennari í desember. Þær Sara Hrund Gunnlaugsdót Berglind Hermannsdóttir og Ing MS, sögðust vonast til þess að sa þess að forðasi Þau Erla Björg Birgisdóttir (t.v. Gunnarsson og Björn Lárus Arn ekki hafa mikla samúð Þeir nemendur sem blaðamað- ur Morgunblaðsins ræddi við í MS virtust vera á svipaðri skoð-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.