Morgunblaðið - 04.11.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 04.11.2000, Blaðsíða 50
5Ö LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 MINNINGAR MORGITNBLAÐIÐ Sofandi réttlæti „Dómurinn sagði að sá dauðadœmdi yrði sjáljur að geta sýnt fram á að sof- andi lögmaðurinn hefði valdið sér skaða, auk þess sem hann hefði nú átt að kvarta við dómarann eða vekja lög- manninn. Tveir dómarar afþremur komust að þessari niðurstöðu, en þriðji dómarinn skilaði sératkvæði. “ Eftir Hönnu Katrinu Frið- riksson Þremur dögum fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum er líklega að verða út- séð um að fleiri stór- mál verði áberandi í kosninga- baráttunni, eins einkennileg og þögnin um sum þeirra nú er. Frambjóðendurnir tveir sem bít- ast um upphefðina og for- setaembættið hafa auðvitað fyrir löngu talað sig hása, en ræðurn- ar þeirra hafa ýmist verið illþol- andi upptalningar á staðreynd- um (Gore) eða innihaldslaust UIBUADE orðagjálfur * ™nUI»r ætlað eyrum þeirra kjós- enda sem nenna ekki að hlusta á stað- reyndir (Bush). Það mætti ætla að allir hefðu fengið eitthvað við sitt hæfi, en stemmningin virðist þó fremur vera sú að kjósendur neyðist til þess að kjósa annan kostinn af tveimur vondum. Frambjóðendurnir hafa ekki rifist af neinu viti um þau mál sem ættu að skilja þá hvað greinilegast að, eins og byssu- eign og fóstureyðingar. Það kemur þó enn meira á óvart að dómsmál eru vart nefnd einu orði, þótt ljóst þyki að næsti for- seti muni hafa á valdi sínu að skipa nýja dómara í hæstarétt landsins. Verði næsti forseti George W. Bush er ástæða til að hafa áhyggjur af þeim tilnefn- ingum. í þessu landi, þar sem viðkvæðið er einatt að hvergi séu mannréttindi meiri, er erfítt að skilja að meirihluti þjóðarinn- ar skuli vera fylgjandi dauðar- efsingu. Sú villimennska er hvergi eins augljós og í Texas, þar sem Bush er hæstráðandi, því þar hafa menn ekki einu sinni fyrir því að tryggja sak- bomingum frambærilega verj- endur. Menn, sem sjá fram á dauðadóm, sitja uppi með lög- menn sem eru undir áhrifum áfengis eða fíkniefna við réttar- höldin eða láta eiga sig að kanna atriði sem gætu leitt til sýknu. Árið 1984 var maður nokkur dæmdur til dauða í Texas-ríki fyrir að drepa annan með hnífi. Hann fékk verjanda, sem dottaði af og til í réttarsalnum, á meðan saksóknari yfirheyrði vitni og lýsti sönnunargögnum gegn sak- bomingnum. A síðasta ári var dómurinn yfir manninum felldur úr gildi vegna þessa, enda sagði dómarinn sem fór með málið að sofandi verjandi jafngilti engum verjanda. George W. Bush, sem hefur legið undir ámæli vegna allra dauðadómanna í ríkinu og möguleikans á að saklausir menn lentu á dauðadeild, sagði sigri hrósandi að þessi úrskurð- ur sýndi að kerfið í Texas virk- aði. Kerfið virkaði nú ekki betur en svo að þessum úrskurði var vísað til áfrýjunardómstóls, sem komst að þeirri niðurstöðu í síð- ustu viku að engin ástæða væri til að taka málið upp að nýju þótt verjandinn hefði sofið, enda væri ekki hægt að sýna fram á að hann hefði sofið á mikilvæg- ustu augnablikum málaferlanna. Þessi niðurstaða gerir augljós- lega ekki ráð fyrir að hvert ein- asta augnablik málaferla, þar sem líf sakbornings er í voða, teljist mikilvægt. Bush hefur ekki séð ástæðu til að tjá sig aft- ur um virkni kerfisins. Dómur- inn sagði að sá dauðadæmdi yrði sjálfur að geta sýnt fram á að sofandi lögmaðurinn hefði valdið sér skaða, auk þess sem hann hefði nú átt að kvarta við dóm- arann eða vekja lögmanninn. Tveir dómarar af þremur kom- ust að þessari niðurstöðu, en þriðji dómarinn skilaði sér- atkvæði þar sem hann sagði að maðurinn ætti að sjálfsögðu heimtingu á að réttað yrði í máli hans á ný og það væri áfall að nokkur maður gæti verið dæmd- ur til dauða við þessar aðstæður. Þess má svo geta að lögmað- urinn syfjaði, sem nú er sofnað- ur svefninum langa, svaf í gegn- um réttarhöld annars skjólstæðings síns. Sá hefur þegar verið tekinn af lífi í kerf- inu hans Bush, sem virkar svo vel. En hvaða máli skiptir rétt- arfarið í Texas um hugsanlegt val Bush á dómurum í Hæsta- rétt Bandaríkjanna? Heilmiklu máli. Annar dómaranna tveggja, sem töldu dúra lögmannsins engu skipta, er kona að nafni Edith Jones. Hún var ein þeirra sem til greina komu sem hæsta- réttardómari þegar Bush eldri, faðir George W., skipaði Clar- ence Thomas í æðsta dómstól landsins árið 1991. Og fyrst hún var á lista Bush eldri yfir upp- áhaldsdómara er hún svo sann- arlega á lista Bush yngri. Edith þessi hefur vakið at- hygli fyrir fleiri dóma sína og eitt dæmi hefur verið rifjað upp. Árið 1988 leitaði kona réttar síns fyrir dómstólum af því að hún hafði sætt ítrekaðri kyn- ferðislegri áreitni á vinnustað. í því máli leit dómarinn sérstak- lega til þess að sumir starfs- manna vinnustaðarins hefðu ver- ið verkamenn, ekki lögmenn eða aðrir hvítflibbar. Það væri því ljóst að hugarfar þeirra væri öðruvísi. Lögmaður konunnar nefndi víst einnig að hún hefði borið fram kvörtun þegar einn samstarfsmanna hennar kleip hana í brjóstið, en svar Edith Jones var á þá leið að maðurinn hefði nú beðist afsökunar. Kon- an vann þetta mál með fulltingi hinna dómaranna tveggja, en Edith Jones vildi sýkna vinnufé- lagana. Það er ákaflega undarlegt, svo ekki sé meira sagt, að Gore og fylgismenn hans skuli ekki hafa lagt meiri áherslu á að sýna kjósendum fram á hvaða afleið- ingar það getur haft ef Bush kemst í þá aðstöðu að skipa dómara í hæstarétt. Það er auð- vitað í stíl við annað í kosninga- baráttu varaforsetans, honum virðist ekkert verða að vopni. JÓHANN VALDÓRSSON + Jóhann Valdórs- son, frá Þrándar- stöðum í Eiðaþinghá fæddist 20. febrúar 1920 á Hrúteyri við Reyðarfjörð. Hann lést 25. október sl. á heimili sínu, Lagar- ási 17, Egilsstöðum. Jóhann var sonur hjónanna Valdórs Bóassonar, f. 24.6. 1885,d. 22.4. 1927, og Herborgar Jónas- dóttur, f. 23.8. 1886, d. 22.8. 1964, þau voru bræðrabörn. Jóhann var yngstur í hópi ellefú al- systkina sem voru: Jónas, f. 1.2. 1908, d. 19.3. 1977, Sigurbjörg, f. 27.12. 1908, d. 1909, Guðrún Bjarney, 24.12. 1909, d. 16.4.1961, Bóas, f. 16.4. 1911, d. 23.10. 1983, Eðvald, f. 10.8. 1912, d. 12.8. 1942, Benedikt, f. 21.8. 1913, d. 1913, Guðlaug Jóhanna, f. 15.10.1914, d. 1920, Óskar, f. 10.10.1915, d. 5.12. 1981, Jóhann Björgvin, f. 6.1.1917, d. 14.2. 1991 og Ragnheiður f. 19.12. 1918. Hann átti eina hálf- systur samfeðra, Valdóru, f. 30.9. 1927, d. 1929, sem móðir hans tók að sér. Þá ólu móðir hans og Þor- leifur upp fimm fóstursyni sem voru Jón Amfinnsson, f. 27.3. 1915, d. 24.12. 1985, Guðjón Jóns- son, f. 7.5. 1925, Jón Björgvin Ól- afsson, f. 9.12. 1926, d. í október 1993, Ingólfur Njálsson, f. 1.5. 1928, og Magnús Hörður Magnús- son, f. 27.7. 1935. Jóhann kvæntist 22.10. 1942 Huldu Stefánsdóttur frá Stakkahlið I Loðmundarfirði, f. 26.11. 1920, d. 26.4. 1989. Foreldr- ar hennar voru hjónin Stefán Baldvinsson, f. 9.1. 1883,_ d. 10.8. 1964, frá Stakkahlíð, og Ólafía Ól- afsdóttir, f. 12.11. 1885, d. 3.1. 1971, frá Króki á Rauðasandi í Vestur-Barðastrandarsýslu. Jó- hann og Hulda eignuðust ellefu böm. Þau em: 1) Eðvald, f. 25.4. 1943, býr á Randabergi, kvæntur Vilborgu Vilhjálmsdóttur, f. 20.1. 1942, þau eiga 6 böm; a) Bóas Hall- björn, f. 1.11. 1963 býr með Sonju Erlingsdóttur, þau eiga 2 dætur, Hólmfríði og Birgittu. b) Hulda Jó- hanna, f. 2.11. 1964 býr með Rún- ari Sigurðssyni, þau eiga 2 syni, Hafþór Atla og Araar Jóel. d) Mar- grét Lilja, f. 18.11. 1966, býr með Terje Moldaunet, þau eiga 1 dótt- ur, Camillu. e) Herborg, f. 18.11. 1969, gift Sævari Sigurgeirssyni, þau eiga einn son, Eðvald, f.) Hjáimar Þór, f. 1.8. 1972, hann á eina dóttur, Amalíu Ósk. Móðir hennar er Kristjana Gestsdóttir, g) Selja Hvönn, f. 15.7. 1969, býr með Björgvini Óskarssyni, þau eiga eina dóttur, Vilborgu. Sonur Eð- Elsku pabbi minn. Þegar ég frétti andlát þitt var eins og blóðið frysi í æðum mér, en svo reyndi ég að hugsa hvað þér var fyrir bestu. Oft varstu búinn að tala um að þú ættir ekki langt eftir en ég stríddi þér á því að það væri ekkert að marka það sem þú segðir því þú myndir allavega lifa í 10 ár í viðbót. En í þetta skiptið hafði sá sem öllu ræður betur í viðureigninni. Upp í huga minn koma minningar frá okkar samverustundum gegnum árin. Fyrsta minningin sem kemur upp er þegar við vorum að flytja frá Stakkahlíð upp í Þrándarstaði. Man ég alltaf eftir því hvað mér fannst leiðin löng frá því að við sáum húsið hennar ömmu og þar til við komum Ioksins alla leið. Þá eins og ætíð síðar á lífsleiðinni varstu að reyna að sann- færa mig um að betra væri að vera þolinmóð og bíða róleg heldur en vera alltaf að spyrja. Ein besta minningin er þegar ég byrjaði að ganga í skóla niður í Mým- es, þá eldaðir þú hafragraut fyrir mig áður en ég fór af stað á morgnana. Var ég mjög stolt af þvi að við laus- lega könnun í skólanum um hvað feð- ur okkar skólasystkinana gerðu í hús- verkum stóðstu þú þig langbest. Mér fannst þið mamma líka alltaf lang- valds; h) Ámi f. 17.8. 1963, kvæntur Inger Erlingsdóttur, þau eiga 2 börn, Vilmu Yr og ísar Mar. Móðir Ár- na er Ragnhildur Ámadóttir. 2) Ólafía Herborg, f. 9.3. 1945, býr í Fella- bæ, gift Jóni Þórarins- syni, f. 30.6. 1943, þau eiga 3 dætur, a) Guð- rún Bjarney, f. 8.3. 1969, býr með Brodda Ægi Svavarssyni, þau eiga einn son, Mikael Bergvin. b) Eygló Huld, f. 4.8. 1974, c) Sandra Mjöll, f. 30.10.1978. 3) Stefán Hlíðar, f. 19.8. 1949, býr á Þrándarstöðum, kvæntur Guðrúnu Benediktsdóttur, f. 6.9. 1951, þau eiga 4 böm, a) Benedikt Hlíðar, f. 22.4.1973, b) Jóhann Erl- ing, f. 14.6.1975, kvæntur Kristínu M. Karlsdóttur, þau eiga einn son, Jón Gunnar, c) Sigríður Hulda f. 25.6. 1980, unnusti hennar er Ing- ólfur Friðriksson, d) Þorgerður, f. 6.5.1986. 4) Þorleifur, f. 24.2. 1951, hann lést af slysfomm 22.4. 1979, bjó með Auði Garðarsdóttur, f. 2.6. 1953, þau eignuðust einn son, Garðar Þránd, kvæntan Sólrúnu Sigurlaugsdóttur, þau eiga 3 dæt- ur, Auði, Thelmu og Lindu. 5) Ásdi's, f. 8.12. 1952, býr á Eg- ilsstöðum, gift Ragnari Þorsteins- syni, f. 13.7. 1951, þau eiga Qögur böm, a) Lovísa Herborg, f. 30.5. 1971, býr með Vigni Siggeirssyni, þau eiga tvo syni, Þorberg og Ragnar Þorra. b) Þorsteinn Bald- vin, f. 28.5. 1975, býr með Merete Myrheim, þau eiga einn son, Patr- ik Þránd. c) Þorleifur Bóas, f. 31.5. 1988, d) Þorvaldur Björgvin, f. 3.7. 1990. 6) Valdór, f. 16.3. 1954, býr í Reykjavík, á 3 böm með Halldóru Sverrisdóttur, a) Guðbjörg Hulda, f. 10.9. 1972, b) Jóhann Kristján, f. 22.12. 1973, býr með Hrafnhildi Jónsdóttur, hann á tvo syni, Daníel Orra og fsak Aron. Móðir ísaks Ar- ons er Erna Guðmundsdóttir. c) Ásdís Erla, f. 27.11. 1976, býr með Svani Má Snorrasyni, þau eiga eina dóttur, Elísu Rún. d) Gfsli Freyr, f. 10.6. 1980. Móðir Gi'sla er Kristín Gi'sladóttir. 7) Jóhann Viðar, f. 31.3. 1955, býr í Keflavík, kvæntur Ósk Traustadóttur, f. 4.10. 1955, þau eiga 3 böm, a) Trausti Þór, f. 3.5. 1974, b) Ævar Smári, f. 29.12. 1977, býr með Lindu P. Sigurðar- dóttur, c) Bóel Björk, f. 29.7.1985. 8) Vilhjálmur Karl, f. 16.9. 1957, býr á Þrepi, kvæntur Svanfríði Drífu Óladóttur, f. 7.10. 1965, þau myndarlegustu hjónin í sveitinni þótt víðar væri leitað. Eg man hvað mér fannst þú flottur um hárið þegar þú varst búinn að gera bylgjur í það með greiðunni. Þegar bfll kom á heimilið fórum við í bíltúr um sveitir í ná- grenninu og varst þú alltaf að reyna að láta okkur muna bæjamöfii og ömefni. Bý ég að þessum fróðleik svo lengi sem ég lifi. Skemmtilegast fannst mér þegar þú fórst með kvæði, því þau kunnir þú utan að, bæði stutt og löng. Best man ég eftir kvæðinu um Helgu Jarlsdóttur og verður mér alltaf hugsað til þín þegar ég á leið um þær slóðir. En sumt skammast ég mín fyrir, eins og til dæmis þegar uppáhalds- hundurinn þinn, hann Plató, og hvolp- ur, sem við systkinin vorum nýbúin að eignast, voru teknir við að eltast við kindur og höfðu drepið eina. Þá var ákveðið að lóga öðrum og leyfðir þú okkur að velja hvor fengi að lifa og við völdum hvolpinn. Hefur mér stundum verið hugsað til þess hvað það hefur verið erfitt fyr- ir þig að missa þinn besta hund. En svona varst þú, hugsaðir fyrst og fremst um okkar langanir en ekki þínar. Alltaf reyndir þú að uppfylla okkar óskir ef það var mögulegt, var þá ekki alltaf spáð í hvort efni væm á eiga 3 dætur, a) Elísabet, f. 23.5. 1988. b) Linda María, f. 10.5.1991, c), f. 24.5.1997. 9) Kári, f. 13.8.1959, lést af slys- föram 9.7.1961. 10) Kári Rúnar, f. 4.4.1961, býr í Reykjavík, hann á 3 böra, a) Daníel Már, f. 26.3. 1985, b) Rakel Ýr, f. 13.12.1987, c) Axel Freyr, f. 25.12. 1989. Móðir þeirra er Anna Gyða Reynisdóttir. 11) Ingibjörg Ósk, f. 17.5. 1965, býr í Reykjavík, á einn son, Andra Hafstein, f. 10.2. 1991. Faðir hans er Heimir Hafsteinn Eðvarðsson. Afkomendur Jóhanns eru nú 65, 33 bamaböm og 21 bamabaraa- bam, þar af era 63 á lífi. Jóhann ólst upp á Hrúteyri til sex ára ald- urs. Hann flutti þá með móður sinni að Sómastaðagerði við Reyð- arfjörð ásamt Þorleifi Þórðarsyni frá Neðra-Hóli í Staðarsveit, f. 17.4. 1891, d. 29.6. 1951, Þorleifur kom sem ráðsmaður að Hrúteyri 1925. Að Sómastaðagerði bjuggu þau til ársins 1931 þá fluttu þau að Dalhúsum í Eyvindarárdal. Sfðan fluttu þau að Þrándarstöðum árið 1938. Þar hóf Jóhann búskap í' samvinnu við móður sína og Þor- leif fóstra sinn. Jóhann og Hulda fluttu að Stakkahlíð vorið 1943 þar hófu þau búskap í samvinnu við foreldra Huldu og bróður hennar, Sigurð Stefánsson, fluttu aftur að Þrándarstöðum 1948 þar sem þau tóku að mestu leyti við búska- pnum, móðir Jóhanns og Þorleifur fóstri hans voru þar til heimilis til dauðadags. Jóhann stundaði hefð- bundinn búskap en starfaði jafn- framt mikið utan heimilisins, bæði til sjós og lands, einkum harðinda- árin í kringum 1950. Hann var jafnan meðal bestu fláningsmanna meðan hann var upp á sitt besta, var fljótur að tileinka sér nýjungar og óhræddur við að takast á við ný verkefni. Kominn hátt á fimmtugs- aldur settist Jóhann á skólabekk mcð sonum súium og félögum þeirra og lauk sveinsprófi múrara en hann hafði starfað við múrverk í nokkur ár. Árið 1972 brunnu íbúðarhúsið og útihúsin á Þránd- arstöðum til kaldra kola. Fjöl- skyldan flutti þá til SeyðisQarðar þar sem þau festu kaup á íbúðar- húsinu Elverhoj. Þar hafði Jóhann næga atvinnu enda fjölhæfur og afkastamikill starfskraftur og eft- irsóttur til allrar vinnu. Síðari ár vann hann við sjómennsku og fisk- vinnslu. Þau hjónin fluttu síðan aftur að Þrándarstöðum og byggðu þar nýtt íbúðarhús 1980. Jóhann hannaði hús sitt að mestu sjálfúr og fór þar nýjar leiðir í hönnun og byggingaraðferð, sem reynist vel enn þann dag í dag. Hulda lést 26.4.1989. Síðustu ár- in liefur Jóhann verið í sambúð með Ólöfú Ólafsdóttur frá Syðri- Vík í Vopnafirði. Útför Jóhanns fer fram frá Eg- ilsstaðakirkju í dag kl. 14, jarðsett verður frá Eiðum. því eða hvort eitthvað annað væri ef til vill nauðsynlegra, heldur reynt að verða við óskum okkar. Þegar ég var búin að vera ráðsmaður fyrir þig tvo vetur fannst þér að þú þyrftir að launa mér það á eftdrminnilegan hátt. Var þá gott að eiga góða frændur því að Stuðlaættin stendur á bak við frændur sina ef þörf krefúr og reynd- ist það í þessu tiífelli. Snæfellið frá Reyðarfirði var á leið í slipp til Noregs og var það sjálfsagt mál að taka mig með. Þama átti ég ógleymanlegar stundir með frændum og frænkum í fallegu umhverfi meðan skipið var tekið allt í gegn. Þá uppgötvaði ég hvað þetta frændfólk mitt stóð þétt saman um að vemda og leiðbeina yngra fólkinu hvort sem það var mót- tækilegt fyrir því eða ekki. Þegar ég var eitt sinn ráðskona í mötuneyti þar sem störfuðu eingöngu karlmenn var á lokakvöldinu lagt hart að mér að bjóða nú sem flestum vin- konum mínum. En ég ákvað að stríða þeim og bauð honum pabba mínum. Hef ég oftar en einu sinni fengið hrós fyrir þá ákvörðun, því fleiri en einn af þessum fyrrverandi samstarfsmönn- um mínum hafa sagt mér að þetta hafi verið það eftirminnilegasta partí sem þeirhafiveriðí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.