Morgunblaðið - 04.11.2000, Síða 63

Morgunblaðið - 04.11.2000, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Heilsa Rannsókn á erfðaþátt- um alzheimer-sjúk- dóms, segja Jón Snædal, Pálmi V. Jóns- son og Sigurbjörn Björnsson, er gríðar- lega mikilvæg. vara málsins og þykir miður að þetta atvik hafi komið upp. í úr- skurði tölvunefndar er þetta tíund- að nákvæmlega en hins vegar ekki vikið að því í úrskurðarorðum enda hefur það komið fram í viðtali við formann tölvunefndar í fjölmiðlum nú í vikunni „að þau vandamál sem upp hafa komið í rannsókninni hafa verið leyst jafnóðum." Úrskurður tölvunefndar Úrskurðarorð tölvunefndar voru þau að strika ætti út úr samþykkis- yfírlýsingu um samanburðarhóp setningu sem fól í sér að rannsókn- in hefði fengið leyfi tölvu- og vís- indasiðanefnda. Fyrir mánuði voru okkur send drög að nýju leyfi en eldra leyfi er enn í gildi fram að gildistöku nýs leyfis. Við höfum sent fáeinar athugasemdir og nýtt leyfi er í lokaumfjöllun tölvunefnd- ar. Drögin að hinu nýja leyfi orða ýmis atriði skýrar en núgildandi leyfi og eru í samræmi við þær vinnuvenjur sem við tömdum okkur innan ramma upphaflegs leyfis. Kröfur um persónuvernd í vís- indarannsóknum hafa verið að taka breytingum síðustu ár og rannsak- endur jafnt sem eftirlitsaðilar hafa verið að aðlaga sig þeim breyting- um. Kjarni þessa máls er sá að samfélagið hefur sett skilyrði fyrir rannsóknum á einstaklingum sem eru strangari en áður var. Enn fremur er Ijóst að eftirlit með rann- sóknum er virkt þannig að álitamál eru skoðuð og metin og þegar út af bregður er brugðist strax við. Fjölmiðlar hafa tekið á okkar rann- sókn enda eðlilegt því almenningur þarf að vera upplýstur um hvernig persónuvernd er háttað. Þrátt fyrir framkomnar athuga- semdir er mikilvægt að hafa í huga að rannsókn á erfðaþáttum alz- heimer-sjúkdóms er gríðarlega mikilvæg. Rannsóknin hefur geng- ið vel og hefur fylgt í öllum öðrum atriðum skilyrðum tölvu- og vís- indasiðanefnda og er rétt að hinir fjölmörgu þátttakendur í rann- sókninni viti það. Höfundar eru ábyrgðarlæknar erfðarannsóknar á alzheimer- sjúkdómi og starfa á öldrunarlækn- ingadeiid Landspftala - háskóla- sjúkrahúss. Mikið má spara í heilbrigðis- kerfinu ÞAÐ er sótt að heil- brigðiskerfinu úr öllum áttum. Jafnt frá sjúkl- ingum, hagkerfi og stjómsýslu. Allir krefjast betri og áhrifaríkari með- höndlunar sjúklinga og minni kostnaðar í heil- brigðiskerfinu. Sjúklingar eiga að vera sem styst á sjúkrahúsunum og eldri borgarar eiga að búa sem Iengst á eigin heimilum. Þetta gerir kröfu um að fæturnir virld vel. I Danmörku er góð- ur árangur í heilbrigðiskerfinu af störfum fótaaðgerðafræðinga á sjúkrahúsum, á hjúkrunarheimilum og dvalarheimilum aldraðra ásamt Fótaaðgerðir Ég vona að íslenskt þjóðfélag beri gæfu til að meta að verðleikum, segír Bent R. Nielsen, þá meðferðarmöguleika sem fótaaðgerðafræðin býður upp á. einkastofum. Fótaaðgerðafræðing- amir meðhöndla og viðhalda góðu ástandi fóta aldraðra svo að þeir eigi auðvelt með að „halda sér gang- andi“. Það hefur verið ánægjulegt fyrir mig að fylgjast með því undanfarin 10 ár sem Félag íslenskra fótaað- gerðafræðinga ( FÍF), heilbrigðis- ráðuneytið og félags- málaráðuneytið hafa gert til að mennta fóta- aðgerðafræðinga á Is- landi og gera þá eins færa í sínu fagi og unnt er. Heilbrigðisráðu- neytið hefur staðið fyr- ir tveimur löggilding- amámskeiðum og FIF hefur verið mjög virkt í að halda endurmennt- unamámskeið með leiðbeinendum frá Danmörku og Hol- landi. Fótaaðgerðafræð- ingamir hafa sýnt mik- inn áhuga á að kynna sér nýjungar í sínu fagi og nýja tækni, þótt skilyrði til að koma nám- skeiðunum á hafi oft verið erfið. Það er glæsilegt. Það er einnig virðing- arvert hvernig fótaaðgerðafræðing- ar leggja sitt af mörkum með þátt- töku við undirbúning maraþon- hlaupa og fótverndardaga. En stétt getur ekki þrifist án góðrar og áhrifaríkrar grannmennt- unar og skóla sem sameinar fróðleik og þátttöku í þeirri þróun sem heil- brigðiskerfið er í. Skóli á að gefa þá viðbótarkjölfestu sem nauðsynleg er öllum heilbrigðisstéttum í nútíma- þjóðfélagi. Ég vona að íslenskt þjóðfélag beri gæfu til að meta að verðleikum þá meðferðarmöguleika sem fótaað- gerðafræðin býður upp á. Hveijir aðrir eiga að annast fætur gigtveikra, fætur sykursjúkra, fóta- sár, inngrónar táneglur, krepptar og skakkar tær og líkþom og með- höndla aðra kvilla sem geta komið í veg fyrir gott göngulag? Höfundur er fótaaðgerðafræðingur ogfv. formaður Landssamtaka danskra fótaaðgerðafræðinga. Bent Nielsen LAUGAJRDAGUR 4. NOVEMBER 2000 63 ; v; W"", - Heimsljósin í Hljómskálagarðinum laugardag kl. 18 og sunnudag kl. 19:30 Krafíar Ijóssins í Goðaborgum laugardag frá 19 -22 Vetrarævintýrið WHAT við Norræna húsið sunnudag kl. 18 og mánudag kl. 19 Ljós úr skugga á framhlið Háskóla íslands sunnudag kl. 18:45 og 20:45 Ég veiddi vampíru í Svíþjóð. Við höfnina laugardag og sunnudag kl. 19 og 21 ElduAfatri í porti Hafnarhússins laugardag og sunnudag kl. 21 - 24 Club Lux á Kaffi Thomsen laugardag frá 23 Til og rneð 6.11. Ljósafiug yfir borginni bókanir í s. 595 2025 frá 14 - 16 Ljósahótel á Hverfisgötu 20 frá 11-23 Bókanir utan opnunartíma í s. 860 4333 Vatn við Norræna húsið Næturlíf á Lækjartorgi Annarleg birta í Vatnsmýrinni Skýjum ofar á Hallgrímskirkju Án sólarinnar á Vínbarnum, Súfistanum, Vegamótum, Prikinu og Ara í Ögri Stjörnuverið í Norræna húsinu Valon Voimat í Ráðhúskaffinu Ljósameðferð á kaffistofu Norræna hússins NDRDIC LICHT Útilistahátíð í Reykjavík dagana 3.- 6. nóvember.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.