Morgunblaðið - 04.11.2000, Side 65

Morgunblaðið - 04.11.2000, Side 65
I MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 65 f UMRÆÐAN Hvenær er íslenskt leikhús íslenskt? ÞAÐ ER skoðun mín að það leik- hús sé lítils virði sem tekur ekki mið af þeim venileika sem stendur því næst. Hafi íslenskt leikhús ekki slík veruleikatengsl þá skiptir litlu þótt talað sé á íslensku og leikaramir, leikstjórinn og allir tæknimenn séu íslenskir og þar fyrir utan bráðfærir í sínu fagi. Sé það ekki spegill eða spéspegill mannlífs, lífsmáta og menningar þess samfélags sem það sprettur úr er það ekki annað en móðursýki sem fæðist í vinnustofu eins og dadaistarnir orðuðu það svo snilldarlega. Uppskriftin að leikári er einhvern veginn svona: íslensk leikrit, áhuga- verð erlend verk, klassíkin og svo eitthvert léttmeti eins og söngleikir og farsar. Þetta „bland í poka“ verk- efnaval telja leikhúsin annars vegar Leikhús Þegar list er ekki lengur hættuleg hefur enginn áhuga á henni, segir Benóný Ægisson. Að því ætti leikhúsfólk að huga þegar það spáír í aðsóknartölur framtíðarinnar. vera skyldu sína til að þjóna mis- munandi smekk áhorfenda en hins vegar ráðast af markaðslegri þörf. En ætti það ekki að vera frumskylda íslenskra leikhúsa við íslenska áhorfendur að sýna þeim íslensk verk? Eru slík verk ekki markaðs- væn? Auðvitað er það svo og leik- húsin þurfa ekki að leggja af „bland í poka“ áherslurnar sem líklegt er að sé það eina sem dugar í harðnandi samkeppni leikhúsanna við aðra af- þreyingu. Einungis skiptingin milli innlendra og erlendra verka þarf að breytast. Til að skoða ástandið gerði ég fjarska óvísindalega könnun. Eg taldi leikritin sem auglýst voru í Morgunblaðinu föstudaginn 27. október sl. og reyndust þau vera 29. Af þeim voru 14 íslensk eða tæplega helmingur. Ég get sætt mig við það hlutfall, já meira en það, ég tel að helmingur sé ásættanlegur. En sé betur að gáð þá kemur í ljós að ekki er allt sem sýnist. íslensku verkin eru flest minni að umfangi en þau erlendu, t.d. eru fjögur þeirra ein- leikir. Þá eru sex þessara verka hluti af leiklistarhátíðinni Á mörkunum sem haldin er af Sjálfstæðu leikhús- unum með tilstyrk menningarborg- arinnar. Við erum því ekki að miða við neitt meðalár og séu þessi verk tekin frá fellur hlutfall íslenskra leikrita niður í þriðjung. Við getum enn boðið niður því hjá stóru leik- húsunum, sem njóta hæstra opin- berra styrkja og ættu því að hafa mestum skyldum að gegna við ís- lenska frumsköpun, nær hlutfall frumsýndra íslenskra verka ekki fimmtungi í ár. Athyglisvert er að það er svipað hlutfall og heildarhlut- fall innlends dagskrárefnis í íslensku Viltu grennast fyrir jólin? www.grennri.is s. 699 7663 MONSOON M A K E U P lifandi litir sjónvarpsstöðvunum og liefur það aldrei þótt til fyrirmyndar. En þrátt fyrir allt er áhugi á ís- lenskum leikverkum. Þess sér stað í forgangsröð fjárveitinga og árlega fer einhver menningarlega sinnaður frétta- eða blaðamaður að rekast í því hvers vegna ekki eru sett upp fleiri íslensk verk. Ástæðurnar eru tvær segir leikhús- fólkið. Önnur er sú að það berast fá góð verk til leikhúsanna. Takið eftir orðavalinu, það berast fá góð verk; greinlega lítur leik- húsfólk ekki á það sem hlutverk sitt að fara út á akurinn og leita þeirra, hvað þá að fóstra einhverja frjóanga þar til þeir hafa náð einhverjum þroska. Þó held ég að það sé almennt viður- kennt meðal leikhúss- fólks að forsenda þess að geta skrifað gott leikrit sé þekking á leikhúsvinnunni. Þeirrar þekkingar verður hvergi afl- að nema í leikhúsinu og með sam- Benóný Ægisson stilltu átaki leikskálda og leikhússfólks mætti gera bragarbót. Hin ástæðan fyrir fáum upp- færslum á íslenskum verkum er sögð sú að það sé dýrara að setja þau upp. Hvað er þá dýrara? íslenskt verk hefur sama æfingatíma og erlent, leikarar, leik- stjóri og tæknimenn eru á sömu launum og timbrið í leikmyndinni kostar það sama. Það eina sem er dýrara eru ritlaun leikskáldsins og þau vega ekki þungt í heildarkostnaði upp- setningar eða rekstrarkostnaði leik- húss. Á móti kemur að íslensk verk eiga sér yfirleitt lengri líftíma en er- lend og fá hærri styrki úr opinberum sjóðum. Er hér verið að spara eyrinn og kasta krónunni? Vissulega er það áhætta að setja upp íslensk verk. Það er miklu hættulegra en að setja upp verk sem aðrar þjóðir hafa fágað, prufukeyrt og sammælst um að séu góð. En þarf íslenskt leikhús ekki að taka þá áhættu til að geta talist íslenskt? Má list þess ekki vera dálítið hættuleg? Rithöfundm’inn Anthony Burgess sagði einhverju sinni um listina að fólk hrifist af henni vegna hættunn- ar. Þegar list er ekki lengur hættu- leg hefur enginn áhuga á henni. Að því ætti leikhúsfólk að huga þegar það spáir í aðsóknartölur framtíðar- innar. Höfundur er / stjóm Leikskálda- félags íslands. Aventis Orudis® hlaup ■ góð lausn við verkjum Áhrifaríkt við verkjum eftir bráða áverka eða áreynslukvilla Öruggt1 lág tíðni aukaverkana Góður kostur fyrir íþróttafólk og einstaklinga með staðbundna verki og bólgur í stoðkerfi Innihaidslýsing: Virka efnið í Orudis® hlaupi er ketóprófen 25 mg/g. Hlaupið inniheldur einnig ýmis hjálparefni. Hvaða verkun hefur lyfið? Það er bólgueyðandi og verkjastillandi. Lyfið er meðal annars notað við: • Tognunum og öðrum áverkum. • Staðbundnum verkjum og bólgum í stoðkerfi. • Áreynslukvillum eins og tennisolnboga, sinasllðursbólgu og beinhimnubólgu. Lyfið á ekki að nota ef viðkomandi: • Er með ofnæmi fyrir asetýlsalisýlsýru eða öðrum bólgu- eyðandi lyfjum. • Er með sýkingar, exem, bólur eða opin sár á því húðsvæði sem á að meðhöndla. • Er barnshafandi eða með bam á brjósti. Hvaða aukaverkanir getur lyfið haft? Staðbundin einkenni á húð eins og roða og kláða. Hvernig á að nota lyfið? Orudis® hlaupinu er nuddað inn í húðina í nokkrar mínútur. Lyfið má nota 2-3 sinnum á dag en þó ekki meira en 15 g á dag (15 g samsvara um 28 cm). Varúðarreglur: • Lyfið má ekki komast f snertingu við slimhimnur eða augu. • Varast skal sólaiijós og Ijósabekki meðan á meðferð stendur. • Þeir sem eru með skerta lifrar-, nýma- eða hjartastarfsemi ættu að ráðfæra sig við lækni áður en byrjað er að nota lyfið. • Lyfið er ekki ætlað bömum. Orudis® hlaup 2,5% er fáanlegt án iyfseðils I apótekum I 60 g túpum. Lesið vandiega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Umboð á fslandi: Pharmaco hf., Hörgatúni 2,210 Garðabær. Heimild: 1 Moore RA. et al. Brítish Medical Journal 1998; 316:333-338.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.