Morgunblaðið - 04.11.2000, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 04.11.2000, Blaðsíða 74
T4 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF Morgunblaðið/Árni Sæberg Vidalínskirkja Safnaðarstarf Öflugt safnaðarstarf í Garðasókn MIKIL gróska er í safnaðarstarfinu í Garðasókn og eiga ungir og aldnir að geta fundið þar eitthvað við sitt hæfi. Fyrir utan reglulegar guðs- þjónustur má nefna helgistund á þriðjudögum kl. 16 í tengslum við kröftugt félagsstarf eldri borgara, sem fram fer þann dag í Kirkju- hvoli. Þá hefur skapast föst hefð um 'kyrrðar- og bænastund á fimmtu- dögum kl. 22. Að lokinni þeirri stund er boðið upp á hressingu, en koma má bænarefnum til presta, djákna og starfsfólks safnaðarins. Fimmtudaginn 9. nóvember kl. 21 hefur starfsemi sína í bræðrafélags- salnum umræðu- og leshópur þar sem tekin verða til umræðu hin ýmsu málefni sem varða kirkju og kristindóm og nýjar og nýlegar bækur um þetta efni verða kynntar. Allir eru velkomnir til þátttöku á þessum stundum, sem ekki síst er ætlað að skapa umræður og vera vettvangur fræðslu og opinna tjá- skipta. Umræðu- og leshópurinn kemur síðan saman reglulega á fimmtudögum kl. 21. Starfsemi æskulýðsfélagsins verður í vetur á fimmtudögum kl. 19.30 - 20.30. Allir unglingar á al- drinum 13-16 ára eru hvattir til að taka þátt í fjölbreyttri dagskrá æskulýðsfélagsins. Tíu til tólf ára starf kirkjunnar er unnið í samvinnu við KFUM og K. Það fer fram í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli á mánudögum kl. 17.30 fyrir drengi og þriðjudögum kl. 17.30 fyrir stúlkur. Foreldrar eru hvattir til að beina bömum sínum í þetta holla og skemmtilega starf safnaðarins. Sunnudagaskólinn er á sama tíma og guðsþjónustumar, kl. 11 á sunnudögum, en í mánaðarlegum fjölskylduguðsþjónustum taka böm- in þátt í guðsþjónustunni allan tím- ann, en annars fara þau með leiðtog- um sínum í hliðarsali - þau eldri í krakkaklúbbinn! Nýtt og skemmti- legt efni fyrir bamastarfið er notað og koma þar við sögu ýmsir skrítnir fuglar. í Garðakirkju er að jafnaði guðsþjónusta mánaðarlega. Þar verður messað 5. nóvember kl. 14 og verður látinna minnst sérstaklega. Nýlokið er fjögurra kvölda nám- skeiði um bænina, en aðsókn að þvi v^rð helmingi meiri en áætlað var í upphafi. Eftir áramót verður efnt til námskeiðs um sorg og sorgarvið- brögð, en það verður kynnt frekar þegar nær dregur. Foreldramorgnar störfuðu í allt sumar. Það starf heldur nú áfram af auknum krafti með skipulagðri dag- skrá og er ástæða til að hvetja alla sem bundnir era heima yfir ungum bömum að hittast með bömin í safnaðarheimilinu á miðvikudags- morgnum kl. 10-12. Eins og nafnið ber með sér era bæði feður og mæð- ur hvött til þátttöku þar. Kirkjukór- inn hóf reglulegar æfingar á ný í september, en nýtt söngfólk er vel- komið til samstarfs. Upplýsingar veita organistinn, Jóhann Baldvins- son og formaður kórsins, Margrét V. Pálsdóttir. Unnið er að gerð steindra glugga í Vídalínskirkju. Þeir verða helgaðir sínu virðulega hlutverki í aðventu- guðsþjónustu 10. desember. Þetta er kostnaðarsamt verkefni og því er mikilvægt að allur söfnuðurinn þjappi sér saman um að vinna það verk vel, en margar hendur vinna létt verk. Leifur Breiðfjörð er hönn- uður þessa frábæra listaverks sem þegar hefur verið kynnt í söfnuðin- um. Hér eftir sem hingað til mun kirkjan reiðubúin að veita alla þá bestu þjónustu við sóknarbömin sem hugsast getur og starfsfólk kirkjunnar horfir með tilhlökkun til samstarfs vetrarins við þá sem taka þar þátt í fjölbreyttu, skemmtilegu og öflugu starfi. Kirkjutíðindin hafa fyrir nokkru verið borin inn á hvert heimili í söfn- uðinum. Þar er að finna fyllri upp- lýsingar um það sem er á dagskrá. Að þessu sinni birtist þar áætlun yf- ir starf safnaðarins allt til vors, og því rík ástæða til að láta ekki eintak heimilisins týnast. Breytingar á áætluninni verða auglýstar sérstak- lega. Prestar Garðaprestakalls. Tónlistarflutn- ingur í Lang- holtskirkju NÆSTA sunnudag, sem er allra heilagra messa, er látinna minnst víða í kirkjum landsins. í Langholts- kirkju verður sérstakur tónlistar- flutningur í guðsþjónustunni klukk- an 11 á vegum Minningarsjóðs Guðlaugar Bjargar Pálsdóttur, en tilgangur sjóðsins er m.a. að styrkja Kór Langholtskirkju. Guðlaug Björg var félagi í Kór Langholtskirkju og lést í slysi árið 1986. Foreldrar hennar og systkini stofnuðu sjóðinn til minningar um hana, Eitt af verkefnum sjóðsins hefur verið að greiða kostnað við tónlistarflutning á allra heilagra messu í Langholtskirkju. Sjóðurinn styrkir einnig efnilega söngnemend- ur. Á sunnudaginn mun Kammerkór Langholtskirkju flytja kórtónlist, m.a. verk eftir Ruth Watson Hend- erson. Tekið verður á móti framlög- um í sjóðinn. Líknarkaffi í Grafarvogs- kirkju GUÐSÞJÓNUSTA er á morgun, sunnudag, kl. 14, athugið breyttan messutíma. Þennan dag, á allra heil- agra messu, er „þeirra sem á undan oss era famir“ minnst. Kór Grafarvogskirkju syngur undir stjórn Harðar Bragasonar organista. Einsöngur: Sigurður Skagfjörð. Að lokinni messu er kaffisala á vegum safnaðarfélagsins og sóknar- nefndarinnar. Allur ágóði rennur í líknarsjóð kirkjunnar, sem styrkir fjölskyldur sem eiga í fjárhagsörð- ugleikum. Allir velkomnir. Safnaðarfélag Grafarvogskirkju og séknarnefnd. Messa og kvöldvaka í Fríkirkjunni í Hafnarfirði SUNNUDAGKVÖLDIÐ 5. nóvem- ber verður kvöldvaka í Frfldrkjunni í Hafnarfirði og hefst hún kl.20. Að venju verður boðið upp á fjöl- breytta dagskrá í tali og tónum. Umfjöllunarefni kvöldsins er að þessu sinni bænin og bænalífið. Magnús Pálsson viðskiptafræðingur flytur stutta hugleiðingu um bæna- líf. Þá mun sr. Anna Sigríður Páls- dóttir prestur í Grafarvogssókn í Reykjavík koma í heimsókn og ræða um efni sem tengist þessu umfjöll- unarefni kvöldsins. Það er Öm Amarson ásamt hljómsveit og félögum úr kór kirkjunnar sem leiðir sönginn og verða sérstaklega valdir til flutnings fallegir bænasálmar kirkjunnar. Þennan sama dag, sem er allra heilagra messa, verður messa í kirkjunni kl.14. Eins og vera ber á þessum degi verður látinna ástvina minnst og kveikt á kertum í minn- ingu þeirra. Sr. Sigríður Kristín Helgadóttir predikar og þjónar fyrir altari. Minning látinna í Fossvogs- kirkju Á MORGUN, sunnudaginn 5. nó- vember, er haldin allra heilagra messa samkvæmt fomri hefð. Þann dag er látinna víða minnst í kirkjum landsins. Fjórða árið í röð stendur Fossvogskirkja opin þennan dag með dagskrá í tali og tónum á veg- um Reykjavíkurprófastsdæma og Kirkjugarða Reykjavíkur. Dagskrá- in hefst kl. 14 og stendur til kl. 17.30. Kórar og organistar af höfuð- borgarsvæðinu sjá um tónlistar- flutning og prestar flytja bæn og ritningarlestur. Frjálst er að koma og fara að vild á meðan dagskrá stendur yfir. Starfsfólk Kirkjuga- rðanna verður til leiðsagnar í Fossvogskirkjugarði, í Gufuneskir- kjugarði og Hólavallagarði. Þá mun Hjálparstarf kirkjunnar selja friðar- kerti sín í Gufunesi og Fossvogs- garði. Verið öll velkomin. Sr. Maria Ágústsdóttir, héraðs- prestur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Allra heilagra messa og allra sálna messa í Hafnarfjarðar- kirkju SUNNUDAGINN 5. nóvember verður mikill hátíðisdagur í Hafnar- fjarðarkirkju. Tilefnið er allra heil- agra messa og allra sálna messa. Dagurinn hefst með fjölskylduhátíð í kirkjunni kl.ll. Munu þá krakk- amir úr báðum sunnudagaskólum kirkjunnar hittast, en tveir sunnu- dagaskólar starfa á vegum Hafnar- fjarðarkirkju, einn í Hvaleyrarskóla og einn í safnaðarheimilinu. Kirkjurútan gengur eins og venju- lega, en sérstök rúta fer frá Hval- eyrarskóla kl.ll. Á fjölskylduhátíðinni syngur allur bamakór kirkjunnar, en auk þess verður farið í leiki, sungið og talað um allra heilagra messu. Héraðsprestur Kjalarnespróf- astsdæmis, sr. Kristín Þórunn Tóm- asdóttir, kemur í heimsókn og eftir stundina í kirkjunni er öllum boðið upp á nammi og hressingu í safnað- arheimilinu. Kl. 20.30 er síðan haldin Ijósa- messa í kirkjunni í tilefni af allra sálna messu. Þá syngur kirkjukór- inn brot úr requiem eftir Mósart og leiðir safnaðarsöng undir stjórn Natalíu Chow. Héraðsprestur Kjal- amesprófastsdæmis, sr. Kristín Þórann Tómasdóttir, predikar. I ljósamessunni er beðið fyrir látnum ættingjum, vinum og vandamönnum og tækifæri gefst til að kveikja á kertum í minningu þeirra. Eftir ljósamessuna er boðið upp á kaffis- opa í safnaðarheimilinu. Sr. Þórhall- ur Heimisson annast helgihaldið bæði á fjölskylduhátíðinni um morg- uninn og í ljósamessunni. Hjónastarf Neskirkju - hugrækt og hamingja ANNA Valdimarsdóttir sálfræðing- ur er gestur okkar í hjónastarfi Neskirkju næsta sunnudagskvöld 5. nóvember, kl. 20. Þar flytur hún er- indi sem hún nefnir Hugrækt og hamingja. Það fjallar um hvernig við þurfum að leggja rækt við okkar innra líf til þess að geta átt gott líf með öðram, því hætt er við að sá sem ekki kveikir sitt eigið leiðarljós verði einmana með öðram. Anna Valdimarsdóttir á að baki langa reynslu sem sálfræðingur. Fyrir síðustu jól kom út eftir hana bókin „Leggðu rækt við sjálfan þig“ þar sem hún fjallar einmitt um þetta efni, hugrækt. Eins og áður segir hefst hjónastarf Neskirkju kl. 20 nk. sunnudagskvöld í safnaðarheimili kirkjunnar og er það öllum opið. Innsetning sr. Guðmundar Karls í embætti í Hjallakirkju SUNNUDAGINN 5. nóvember kl. 11 mun dómprófastur, sr. Guðmund- ur Þorsteinsson, setja sr. Guðmund Karl Brynjarsson í embætti prests við Hjallakirkju í Kópavogi. Sr. Guðmundur Karl, fyrrverandi sókn- arprestur á Skagaströnd, var valinn prestur við kirkjuna í lok ágústmán- aðar og tók til starfa í Hjallakirkju 1. nóvember sl. Auk dómprófasts og sr. Guðmundar Karls þjónar sr. íris Kristjánsdóttir, sóknarprestur Hjallasóknar, við guðsþjónustuna. Að henni lokinni verður efnt til kaffisamsætis í safnaðarsal kirkjunnar. Hjallasöfnuður hvetur safnaðarfólk að mæta í guðsþjónust- una og bjóða nýjan prest velkominn til starfa. Konur og kristni í Hall- grímskirkju INGA Huld Hákonardóttir sagn- fræðingur mun halda erindi sem nefnist Konur og trú á 19. öld, á fræðslumorgni í Hallgrímskirkju í fyrramálið, sunnudaginn 5. nóvem- ber kl. 10. Inga Huld er þekkt fyrir rannsóknir sínar og ritstörf um kon- ur og kristni og býr yfir víðtækri þekkingu á þessu sviði. Þetta er fyrsta erindið af þremur í erindaflokki er nefnist Konur og kristni og verða fluttir í Hallgríms- kirkju næstu sunnudaga. Síðari er- indin tvö era um Ólafíu Jóhanns- dóttur, sem Guðrún Ásmundsdóttir leikkona flytur og Guðrúnu Láras- dóttur, sem séra María Ágústsdóttir flytur. í guðsþjónustunni, sem hefst að erindinu loknu kl. 11, mun séra Jón Dalbú Hróbjartsson prófastur setja séra Maríu Ágústsdóttur inn í emb- ætti héraðsprests í Reykjavíkur- prófastsdæmi vestra og mun hún prédika í messunni. Kvöldmessa á allra heilagra messu verður svo kl. 20, þar sem látinna verður minnst. Séra Jón Dalbú leiðir þá stund en séra Sigurður Pálsson flytur hug- leiðingu. Allra heilagra messa í Fella- og Hólakirkju SUNNUDAGINN 5. nóvember nk. verður messað í Fella- og Hóla- kirkju kl. 11. Prestur er sr. Hreinn Hjartarson. Látinna verður minnst í upphafi messunnar með sérstakri bænaljósastund. Hver kirkjugestur, sem þess óskar, fær kerti sem lagt verður á stóran kross til hliðar við altarið. Á meðan tendran bænaljósa stendur yfir leikur Lénka Mátéová á orgelið. Kór Fella- og Hólakirkju syngur ásamt einsöngvuranum Lov- ísu Sigfúsdóttur, Mettu Helgadóttur og Ragnheiði Guðmundsdóttur und- ir stjórn Lénku Mátéová, organista. Lilja G. Hallgrímsdóttir, djákni, að- stoðar við messuna og altarisgöng- una auk Fjólu Haraldsdóttur og Sigríðar Árnadóttur, djáknanema, sem verið hafa í starfsþjálfun í kirkjunni frá því um miðjan septem- ber. Á sama tíma verður bamaguðs- þjónusta í safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju í umsjón Margrétar O. Magnúsdóttur. Fella- og Hólakirkja. Tvær guðs- þjónustur í Kópavogskirkju SUNNUDAGINN 5. nóvember verða tvær guðsþjónustur í kirkjunni. Fjölskylduguðsþjónusta verður kl. 11 en í henni syngur bamakór undir stjóm Þórannar Björnsdóttur og einnig syngja börn úr barnastarfi kirkjunnar. Hljóð- færaleik annast Þóra og María Mar- teinsdætur. Kl. 14 verður guðsþjónusta á veg- um Húnvetningafélagsins. Stefán M. Gunnarsson flytur stólræðu, Húnakórinn syngur undir stjórn Kjartans Ólafssonar og tvísöng syngja Jóhanna Guðríður Linnet og Ragnheiður Linnet. Organisti er Ami Arinbjamarson. Að lokinni guðsþjónustu verður kaffi í Húna- búð, Skeifunni 11, í Reykjavík. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Neskirkja. Félagsstarf eldri borg- ara í dag kl. 14 í safnaðarheimilinu. Samfylgd okkar við kirkjuna. Minn- ingarbrot. Umsjón sr. Halldór Reynisson. Kaffiveitingar. Munið kirkjubflinn. Allir velkomnir. , Grafarvogskirkja. AA-hópur kl. 11. Fríkirkjan Vegurinn: Fjölskyldu- samkoma kl. 11. Brauðsbrotning. Samkoma kl. 20. Brauðsbrotning. Högni Valsson prédikar. Allir hjart- anlega velkomnir. KEFAS: Samkoma í dag laugardag kl. 14. Ræðumaður Björg R. Páls- dóttir. Mikil lofgjörð, söngur og fyr- irbæn. Allir hjartanlega velkomnir. Þriðjud: Brauðsbrotning og bæna- stund kl. 20.30. Miðvikud: Samvera- stund unga fólksins kl. 20.30. Föstud: Bænastund unga fólksins kl. 19.30. Allir hjartanlega velkomn- ir. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Æfing fellur niður hjá Litlum læris- veinum þessa viku. Hvammstangakirkja. Sunnudaga- skóli kl. 11. Akraneskirkja. Kirkjuskóli kl. 11. TTT-starf (10-12 ára) kl. 13. Um- sjón: Hreiðar Örn Stefánsson. { * };i * Xtií II * rtin^TuíJi ' it, * v tf y ! . t ií-l borÖsáyír&funyusayíf SINDRI Borgartúni 31 • s. 575 0000 ■ www.sindri.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.