Morgunblaðið - 04.11.2000, Page 78

Morgunblaðið - 04.11.2000, Page 78
MORGUNBLAÐIÐ it 78 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 'í' _——__________ Dýraglens JÆJA, EN KANNSKI VORU PÆR OFURLÍTIÐ ÓRÓLESAR ÞÁ PAÐ, ÞÆR SKIPTU UM NAFN OS FLUTTU BURT! Hundalíf Ljóska Ferdinand Smáfólk IF THI5 HAP BEEN A REAL SUPPER, WOUR PI5H UJOULP HAVE BEEN FULL.. kerfið fyrir kvöldmatinn. Ef þetta væri alvörukvöldmatur, þá væri dallurinn fullur. En þetta var Ég þoli það ekki. bara til að prufu. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Skoðun Morgun- blaðsins og máttur Frá Guðmundi Ingasyni: SÍÐAST á fundi Samtaka fisk- vinnslustöðva (SF) komumst við að því að Morgunblaðið hefur skoðun á hinu og þessu og getur verið að boða „sínar“ skoðanir í nokkur ár ef svo ber undir. Ritstjóri blaðsins var einkar rökfastur og öruggur í pall- borðsumræðunum og lagði hina nýr- íku kvótakónga og verslunarráðs- framkvæmdastjóra fimlega að velli. Fór svo að enginn æmti né skræmti nema einn steinbítskall vestan af Tálknafirði. Eitthvað stóð trúboð ritstjórans í honum og lét hann það bitna á Óla Klemm í Seðla- bankanum í Marel-kokkteilboðinu á eftir. En hvernig tilfinning ætli það sé að setjast niður og byrja setningar í leiðara eins og „þjóðin vill“, „þjóðin krefst“, „almenningur telur“, o.fl. í sama dúr? Þetta leiðir hugann að því hvort blaðið eigi að hafa skoðun eða ekki. Hvort það eigi bara ekki að láta nægja að vera vettvangur skoðana, þar sem ritstjórinn gæti skrifað und- ir nafni sínu eins og aðrir. Er blaðið að misnota markaðsstöðu og aðstöðu sína? Það var hér einu sinni talið rétt að boða frjálsræði þegar boð og bönn voru við lýði. Leiðarar voru skrifaðir um fram- faramál og þjóðmál og blöðin voru tengd stjórnmálaöflum í landinu. Nú er ég í sjálfu sér ekki að finna að skoðun blaðsins og tel að umræð- an um auðlindagjald og kvótamál hafi hafist á hærra stig og sé að verða æ áhugaverðari eftir nefndar- álit auðlindanefndar. En segjum sem svo að ég væri ekki sammála blaðinu og ritstjóra þess, hvers ætti ég þá að gjalda sem lesandi blaðsins? Vald og máttur Morgunblaðsins er mikill í ki-afti út- breiðslu sinnar og lesningar. í um- boði hvers situr ritstjórinn og boðar kenningar sínar? Er þar lýðræðis- legt val? Erum við, lesendur þess, þjóðarauðlind þess? Er Mogginn orðinn það þróaður og stór að leiðarinn og kenningar hans séu óþarfar og passi ekki inn í óhæði og fagmennsku blaðsins? Eru leiðarahöfundar dagsins í dag síð- ustu „geirfuglarnir“? GUÐMUNDURINGASON, lesandi Morgunblaðsins og félagi í SF, Nesbala 98, Seltjarnarnesi. Viðhorf til sj ónvarpsger ðar Frá Páli Hannessyni: ÉG hefi áður lýst því yfir við Morg- unblaðið, að ég væri áhugamaður um sjónvarpsgerð, og það satt að segja í ein 40 ár. Og endurmagnaður á því sviði hér á árunum er Varn- arliðið sendi út spennuþættina Combat og Bon- anza; útsending- ar sem allir, ung- ir sem gamlir, vildu þá æstir sjá á skjánum, sem komust á ein- hvern hátt að sjónvarpi, sem ekki var svo algengt þá, og illa liðið af svokölluðum menn- ingarfulltrúum þjóðarinnar, sem af- numdu svo síðar þau ferlegheit. Þessi áhugi minn beindist í fyrstu að handritsskrifum fyrir sjónvarp, þau sem skrifuð eru beint fyrir myndatökumenn og stjórnendur efnis og atburðarásar, og þetta hefi ég reynt tæknilega fyrir mig sjálfan, tvö skrifuð verk sem ekki hæfðu þó til sýningar. Ýmsum öðrum höfund- um hefur þó tekist betur upp, og er éjg hrifnastur á því sviði af verkinu Ur öskunni í eldinn, tæknilega séð. Öðrum hefur áður tekist allvel að koma sér á framfæri í sjónvarpinu með verk sín, þótt ekki hafi þau ver- ið tæknilega unnin og til fyrirmynd- ar, hvað það snertir. Þetta verk var sýnt á Stöð 2 í febrúarmánuði á þessu ári, og er eftir Kristófer G. Pétursson. Það er sérhæfilega gert úr garði og öll framsetning frámuna- lega tæknOeg. Og mér finnst það marka tímamót í allri sjónvarpsgerð fram að þessu. Sjálfur er ég orðinn of fullorðinn til að fást við þessa hluti núorðið - það er þó aldrei að vita. Til eru hinar ágætustu sjónvarps- „bókmenntir", svo sem eftir Banda- ríkjamanninh Rod Sterling, mikinn snilling í slíkri handritagerð, og orð- inn nú stórfrægur maður, og fleiri núorðið sem ég þekki ekki deOi á lengur. En hið rétta upphaf slíkra handrita er sýningin sjálf, en ekki ætlað til venjulegs lestrar nema fyr- ir fagfólk á þessu sviði. Slíkur hand- ritshöfundur þarf ekki endilega að vera bókvís maður eða „líteral" sinn- aður, heldur byggist þetta á mynd- rænni innsýn og formlegum vinnu- brögðum, og engu máli skiptir hvernig handritið lítur út á prenti bókmenntalega séð, heldur hvernig það sviðsmyndast og hljóðar. Þetta var minn lærdómur í dentíð, og gild- ir ennþá til þess að semja „TV-Thriller“, sem er draumur margra ungra manna og kvenna, með tilheyrandi atriðasköpun, „lif- andi“ og/eða leikinni. PÁLL HANNESSON, fv. tollfulltrúi og áhugamaður um sjónvarpsgerð. Páll Hannesson Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í uppiýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efrti til birtingar teijast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.