Morgunblaðið - 04.11.2000, Síða 79

Morgunblaðið - 04.11.2000, Síða 79
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 79 FRÉTTIR Sigurður Sigurðarson dýralæknir um innflutning á norsku fósturvísunum Rannsóknir munu sýna að íslenska kúakynið er betra * SIGURÐUR Sigurðarson, dýralæknir á Keldum, segir andstæðinga innflutnings hafa tapað fyrsta slagnum en Guðni Ágústsson, landbúnaðarráð- herra heimilaði á þriðjudaginn tilraun með inn- flutning á fósturvísum úr norska kúakyninu NRF. .Ákvörðunin hefur verið tekin og henni verður ekki breytt nema með málaferlum. Nú er mikil- vægt að menn standi sem best að verki. Við eigum verðmætt kúakyn sem við þurfum að gæta að,“ I segir Sigurður. Hann segist þó virða ákvörðun ráðherra og fagnar því að samhliða tilraunainnflutningnum t verði ráðist í rannsóknir á íslenska kúakyninu. Sigurður telur að þær rannsóknir muni leiða í ljós að ekki þurfi að skipta um kyn. Mun betri nyt geti fengist úr íslensku kúnni með betri meðferð og fóðrun. „Þetta er einhver afkastamesta kýr sem menn hafa kynnst sé miðað við stærð,“ að dómi dr. Kenneths Blaxter, segir Sigurður. Mjólkin hafi ennfremur ýmsa verðmæta eiginleika. Hún sé t.a.m. betri til ostagerðar og í henni er mun minna { af því próteini sem talið er geta valdið sykursýki í Ibörnum. Sigurður segir mun auðveldara að rækta „sykursýkigenin“ úr íslensku kúnurn en hinum norsku. Hann bendir enn fremur á að íslendingar hafi gengist undir sáttmála um að vernda íslenska kúakynið. Sú verndun verður í skötulíki ef ræktun yrði hafin á hinu norska kúakyni hér á landi. Ekki hægt að útiloka smit „í framkvæmd svona innflutnings er ekki um að ræða að flytja aðeins einu sinni inn erfðaefni. Af einum afmörkuðum tilraunainnflutningi myndi lít- I il hætta stafa,“ segir Sigurður. Hættan aukist j hinsvegar til muna með endurteknum innflutningi. 1 „Þótt minnka megi hættu á smiti með prófum eru til sjúkdómar sem engin próf ná að greina. Dæmi um slíkt er kúariðan. Það er sjúkdómur sem við þurfum að óttast," segir Sigurður. Hann bendir á að 570 lifandi nautgripir hafi verið fluttir frá Dan- mörku til Noregs á síðustu 10 árum. í Danmörku greindist nýlega kúariða í kú fæddri í Danmörku. Þess vegna telur Sigurður að smitaður gripur gæti hafa verið meðal þeirra sem fluttir voru til N oregs. Slímhúðarpest, sem bæði leggst á nautgripi og sauðfé, geti sömuleiðis borist hingað. Þá megi búast við að margir sjúkdómar séu enn óþekktir. „Gagnvart þeim erum við vamarlaus," segir Sigurður. Vegna einangrunar landsins er ekki landlæg mótstaða gegn nýjum smitsjúkdómum. Því geti sjúkdómar sem lítið ber á erlendis farið sem eldur um sinu hér. „Við sáum hvernig fór með hitasóttina í hrossunum og við megum ekki gleyma hvernig fór með karakúlpestirnar á sínum tíma,“ segir Sigurður. íslensku kýrnar ekki eins bráðþroska en endast betur Sigurður segir afar ánægjulegt að ráðherra hyggist verja fé til rannsókna á íslenska kúakyn- inu. Það væri þó jafnvel ástæða til að tvöfalda það fé sem þeim er ætlað. „Ef matið á þessum rannsóknum verður sann- gjamt þá munum við komast að því að við erum best sett með íslensku kúna,“ segir Sigurður. I drögum að tilraunaáætlun er gert ráð fyrir að taka ákvörðun um frekari innflutning þegar kýrnar hafa mjólkað í eitt ár. Sigurður segir að tilraunaár og mjaltaskeið til samanburðar ættu að vera þrjú en ekki eitt. „Það væri mikil ósanngirni í garð ís- lensku kúnna sem ekki eru eins bráðþroska. Þær era seinni til en endast mun lengur en þær norsku. Ending er líka nokkurs virði,“ segir Sigurður. Auk þess séu norsku kýmar þyngri á fóðrum og aðrir sjúkdómar í kornkúm en graskúnum okkar. Það myndi því ýmislegt dragast frá reiknuðum hagn- aði eftir lítrafjölda. Sigurður segir að þeir sem hafa náð hvað best- um árangri 1 kúabúskap hér á landi hafi yfirleitt lítinn áhuga á innflutningi á norska kyninu. „Þeir sem eiga í erfiðleikum með að fá góðar afurðir af íslensku kúnum munu einnig komast í hann krapp- an við þær norsku,“ segir Sigurður. „Því má alls ekki gleyma, að það er í óþökk almennings og meirihluta kúabænda að stofna til þessa,“ segir Sigurður. Neytendasamtökin gagnrýna eldsneyt- ishækkanir Hægtað reita Is- lendinga til reiði FORMAÐUR Neytendasam- takanna, Jóhannes Gunnars- son, gagnrýnir verðhækkanir olíufélaganna nú um mánaða- mótin. Hann telur að neyt- endur styðji mótmælaaðgerð- ir bílstjóra en aðspurður hvort samtökin muni taka þátt í þeim formlega þurfí að bera slíkt undir stjórn þeirra. Jóhannes telur mikilvægt að aðgerðir sem þessar þurfi að takast vel. Olíufélögin hafi gengið of langt í hækkunum sínum. Samtökin funda með olíufélögainum „Ég held að íslendingum hljóti að vera nóg boðið, þetta eru ekki bara atvinnubílstjór- ar. Þeim sem eiga einkabílana er einnig nóg boðið. Landinn er oft þolinmóður og hefur sýnt að mikið þurfi til að reita hann til reiði, en það er hægt,“ segir Jóhannes og á von á því að Neytendasam- tökin óski eftir fundi á næstu dögum með olíufélögunum. Samtökin vilji fá skýringar. é ! Laxeldisáform í Mjóafírði Vantar stefnu- mótun frá nátt- ú rusj ónarmiði FUNDUR umhverf- isnefndar Alþingis var haldinn í gær þar sem þauleldi á laxi í sjókvíum í Mjóafirði var til um- ræðu. Óskað hafði verið sérstaklega eftir að Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra mætti á fundinn og skýrði ástæður þess að ráðast eigi í þaul- eldi á laxi í sjókvíum í Mjóafirði án um- hverfismats. Ráð- herra varð við þessari ósk og fór yfir feril málsins og færði fundar- mönnum rök fyrir ákvörðun ráðuneytisins og staðfestingu á úrskurði Skipulagsstofnunar. Þórann Sveinbjarnardóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í um- hverfisnefnd Alþingis, sagði það ljóst að farið hefði verið eftir öll- um lögum og reglugerðum sem gildandi eru um lögformlegt um- hverfismat, en taldi ólíklegt að lagaumhverfið sem slíkt væri fullnægjandi. Eftirtektarvert á fundinum hefði verið að þrátt fyrir að þetta tiltekna eldi sé ekki matsskylt þá sé það vissulega tilkynningar- skylt og því beri að meta það frekar. Eitt hlutverka embættis Veiðimálastjóra er að veita um- sagnir varðandi umhverfismat stórframkvæmda við ár og vötn og kalla eftir frekari rannsóknum auk þess að veita leyfi til fiskeldis og hafbeitar og gefa út rekstrarleyfi. Sú vinna er nú í hönd- um Veiðimálastjóra sem setja skal nán- ari reglur um hvernig staðið skuli að framkvæmd kvíaeldisins. Þórunn sagði að þetta tiltekna fyrir- hugaða kvíaeldi í Mjóafirði væri að- eins hið fyrsta í röð slíkra fyrirtækja- áætlana. Verið væri að sækja um starfsleyfi til kvíaeldis bæði í Berufirði og Reyðarfirði. „Að þessu sinni fær náttúran ekki að njóta vafans, þ.e.a.s. ekki er metið náttúrunni í hag. Því spyr maður sig hvort það sé far- sæl niðurstaða þegar svo margar ábendingar sérfróðra aðila hafa komið fram um hættuna á erfða- blöndun og öðrum þeim umdeildu þáttum sem rætt hefur verið um. Stjórnvöld vantar yfirsýn og heildarstefnumótun um atvinnu- greinina með tilliti til umhverfis- ins. Ekki hefur verið kortlagt út frá náttúrafarsaðstæðum og öðra hvar sé hyggilegt að stunda sjó- kvíaeldi á Islandi," sagði Þórunn og lagði áherslu á að sú staðreynd að kvíaeldið í Mjóafirði færi ekki í umhverfismat hefði fordæmis- gildi um framtíðaráform sjókvía- eldis við strendur landsins. m DREMEL HANDVERKFÆRI 15% stgr. afsláttur aðeins í dag, laugardag ILóÐINSGÖTU 7 M SÍMI 562 8448 j D0MUS MEDICA vlð Snorrabraut - Reykjavík Sfml 551 8519 STEINAR WAAGE KRINGLAN Kringlunni 8-12 - Reykjavík Sími 568 9212 PÓSTSENDUM SAMDÆGURS Kuldaskór barna Teg. 3748 Staerðir 19-26 Litir Svartir og rauðir Verð 4.495,- Teg. 3786 Stærðir 30-35 Litur Svartur Verð 5.495,-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.