Morgunblaðið - 12.11.2000, Qupperneq 24
24 SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Ekkertjafnas
góda samfé-
lagsþjónustu
BSRB HÉLT 39. ÞING SITT í OKTÓBERLOK. ANNA G.
Ólafsdóttir ræddi við Ögmund Jónasson, formann
BSRB, OG EKKI AÐEINS UM NÝSAMÞYKKTAR BREYTINGAR
Á SKIPULAGI BANDALAGSINS. ElNKAVÆÐINGU, SAMVINNU
VERKALÝÐSHREYFINGARINNAR, BARNAFÓLKIÐ OG FÉLAGS-
LEGA ÍBÚÐARKERFIÐ BAR EINNIG Á GÓMA.
EKKERT ja&iast á við góða
samfélagsþjónustu, sem
tryggir góða menntun,
heilsugæslu og umönnun.
Pótt vissulega skipti máli
hvað er í launaumslaginu
verða fjármunir þar hégómi
einn í samanburði við alvar-
legan heilsubrest Þá ríður á að hafa aðgang að
fyrsta flokks þjónustu og grundvallaratriði er að
allir eigi þar jafnan aðgang. Á þessum grunni
hvílir velferðarríki tuttugustu aldarinnar og ég
er sannfærður um að þessi forskrift á einnig er-
indi við tuttugustu og fyrstu öldina," segir Ög-
mundur Jónasson, formaður BSRB, með
áherslu og verður litið til hægri handar út um
gluggann. Ut um gluggann á skrifstoíunni á
Grettisgötu blasir við austurborgin böðuð gyllt-
um geislum morgunsólarinnar. Uti er kuldaboli
kominn á stjá og farinn að bíta í kaldar kinnar.
Veturinn er greinilega að ganga í garð og eins
gott að vera við öllu búinn. Engu að síður virðist
við hæfi að byrja á léttri upp hitunarspumingu.
Ögmundur er spurður að því hvað hann álíti
standa upp úr á 39. þingi BSRB.
Samheldnin aldrei meiri
Fyrst vil ég nefna breytingar á skipulagi
bandalagsins. Nú mynda formenn allra aðildar-
félaganna stjóm bandalagsins. Áður stóðu sum
félögin utangarðs og var það mjög til baga. í
umboði stjómar starfar síðan fimm manna
framkvæmdanefnd. Árlega verða haldnir aðal-
fundir, nokkru fjölmennari en venjulegir stjóm-
arfundir, þar sem fjármál og önnur veigameiri
mál era tekin til afgreiðslu. Æðsta vald í málefn-
um bandalagsins verður eftir sem áður þing
BSRB. Þetta fyrirkomulag mun að okkar dómi
tengja félögin betur saman og gera starfsemina
þannig lýðræðislegri en jafnframt markvissari.
Hinu er heldur ekki að leyna að samheldnin
innan bandalagsins hefur ekki verið meiri í lang-
an tíma. Sú tilfinning eykur okkur auðvitað
bjartsýniogdug.
Ýmis fagfélög á borð við félög leikskólakenn-
ara, hjúkrunarfræðinga og fleiri hafa verið að
ganga úr BSRB. Hvemig sérðu fyrir þér fram-
haldið?
Þessi þróun á sér djúpar rætur.
Einu sinni vora allir starfsmenn ríkis og sveit-
arfélaga innan okkar vébanda. Síðan tóku há-
skólamenn að hópa sig saman og mynduðu
BHM. Engu að síður era stórir hópar fagmennt-
aðra og margir með háskólamenntun, innan
BSRB.
BSRB hefur heldur ekki farið varhluta af
breytingum. Sú var tíðin að allir samningar vora
á einu miðstýrðu borði en með samningsréttar-
lögum, sem komu til framkvæmda 1987, gekk
samningsrétturinn til hvers félags um sig. Eftir
sem áður geta félögin tekið um það ákvörðun að
semja sameiginlega eins og gerðist til dæmis í
svokölluðum „Þjóðarsáttarsamningum“ árið
1990. Hin allra síðustu ár hafa félögin samið
hvert fyrir sig nema hvað heildarsamtökin hafa
beitt sér þegar deilur hafa risið um grandvall-
aratriði sem tengjast fyrirkomulagi kjarasamn-
inga-
Eg hef stundum haft á orði að kjörin ráðist af
tvennu, þ.e. því sem rennur inn og út úr launa-
umslaginu. Félögin semja um hvað fer inn í um-
slagið, heildarsamtökin taka á útgjaldahliðinni
og réttindamálunum. Og í þessum efnum höfum
við jafnt og þétt verið að sækja í okkur veðrið.
BSRB hefur í samvinnu við önnur samtök náð
veralegum árangri í réttindamálum. Stærsti
áfanginn var nýsköpun lífeyriskerfisins sem
samkomulag náðist um fyrir um fjóram árum
eftir áralanga baráttu. Nýlega náðist veralegur
áfangi með nýjum fæðingarorlofslögum og sam-
komulagi sem við gengum frá í tengslum við
þau. Veikindaréttinn höfum við einnig verið að
bæta og þannig mætti áfram telja. Framundan
er að bæta aðstæður trúnaðarmanna, taka á
slysatryggingu o.fl. Samvinna heildarsamtaka
starfsmanna ríkis og sveitarfélaga hefur án
nokkurs vafa fært þau að nýju nær hvert öðra.
Það er hins vegar erfitt að spá nokkra um hvort
þetta samstarf eigi eftir að færa þau undir nýtt
skipulagsform.
Eg er reyndar sjálfur á því að öll verkalýðs-
hreyfingin eigi að huga að róttækri endurskipu-
lagningu. Að mínum dómi er ekki ólíklegt að hún
eigi eftir að sameinast undir einu þaki með tíð og
tíma. Það er mikilvægt að þessari þróun verði
gefinn góður tími; að samtökin drekki sér ekki í
skipulagsumræðu heldur haldi áfram að vinna
saman að sameiginlegum markmiðum eins og
hefur verið að skila ótvíræðum árangri. BSRB
hefur átt afbragðsgott samstarf við ASÍ um
ýmsa mikilvæga kjaraþætti, nú síðast um hús-
næðismál og skattamál. Þegar þessi samtök
beita sér í sameiningu hefúr það jafnan skilað
árangri. Ég er því mjög eindregið fylgjandi að
samstarf BSRB og ASÍ verði enn eflt á komandi
árum.
Skyggnst inn í þjóðarlíkamann
Þú hefur einmitt stundum imprað á því að
sameining við ASÍ gæti kom ið til greina. Hvað
mælir með ogá móti því?
Eins og ég sagði áðan tel ég ekki rétta nálgun
að einblína á skipulag ið. Langeðlilegast er að
samtökin nálgist hvert annað með því að vinna
að sameiginlegum verkefnum. Ef vel gengur
fylgir hitt væntanlega í kjölfarið.
Fyrir utan ýmis önnur sameiginleg verkefni
hef ég stungið upp á því að öll samtök launa-
fólks, ekki bara BSRB og ASÍ, sameinist um
rekstur hagfræðistofnunar til mótvægis við
samsvarandi stofnanir samtaka atvinnurekenda
og Verslunarráðs að ógleymdum ríkisstofnun-
um á borð við Þjóðhagsstofnun og Seðlabanka.
Með því móti yrði stofnað til kröftugri umræðu í
þjóðfélaginu um efnahagsmál.
Myndu viðhorf launþegans frekar endur-
speglast í útreikningum slíkrar stofnunar?
Eins og fjármálalífið í heild hefur Þjóðhags-
stofnun verið ofurseld eins konar meðaltalspóli-
tík. Þjóðhagsstofnun gefur það út að laun megi
aðeins hækka um ákveðið hundraðshlutfall til að
verðbólguspár haldi. Við spyrjum; Laun hverra?
Fjármálasérfræðingamir skirrast ekki við að
tala kjarkinn úr lágtekju- og millitekjuhópum
með alhæfingum sínum. Þeir virðast ekki átta
sig á að okkar barátta gengur út á að breyta
tekjudreifingunni í þjóðfélaginu. Hagfræði-
stofnun verkalýðshreyfingarinnar myndi vænt-
anlega skyggnast inn í sjálfan þjóðarlíkamann
og greina samsetningu hans. Dæmi um jákvætt
framlag af þessu tagi var skattaskýrslan sem
BSRB og ASÍ sendu frá sér fyrr á árinu.
Þar var ítarlega farið í saumana á skattkerf-
inu, þróun þess á síðustu áram og hvaða áhrif
breytingar hafa haft á kjör launafólks. Litið var
til skattahlutfalls og skattleysismarka, bama-
bóta og annarra efnahagsstærða.
Allt þetta var gert skýrara og skiljanlegra.
Þetta hafði veraleg áhrif á þjóðfélagsumræð-
una. Ein veigamesta forsenda þess að barátta
skili árangri er þekking og upplýsing.
Hagfræðistofnun launafólks á að sjá okkur fyrir
góðu og kraftmiklu þekkingarfóðri.
ASÍ á hálum ís
ASÍ samdi um að samningar yrðu lausir ef
aðrir fengju meiri hækkanir íhaust. Hvaðþykir
BSRB um slík samningsákvæði?
Nú þurfa menn að gæta sín á því að leggja
ekki orð annarra á versta veg. Fyrir ASI vakir
að tryggja hag sinna félagsmanna og ýmsir tals-
menn samtakanna hafa lagt áherslu á mikilvægi
þess að tryggja hag þeirra sem lakast era laun-
aðir. Láglaunafólk verði illa úti ef verðbólga
geisi og ekki megi það gerast að það verði skilið
eftir ef launin fari á flug. Undir þessi sjónarmið
vil ég taka.
Hinu er þó ekki að leyna að mér þykir gagn-
rýnivert að setja ákvæði í kjarasamninga um
uppsagnarákvæði með hliðsjón af launaþróun
annarra, ekki síst ef farið er að hamra á þessu
ákvæði á meðan þessir „hinir“ standa í kjara-
stríði. Hvers vegna í ósköpunum er ekki beðið
með slíkar yfirlýsingar þar til uppsagnarákvæð-
in verða virk? Spyr sá sem ekki veit. Annars er
tvennt sem ég vil nefna sérstaklega í þessu tilliti.
Hið fyrra er að varla er hægt að réttlæta að
ein samtök taki að sér að móta launastefnu fyrir
alla aðra algjörlega án tilrauna til samráðs. í
ljósi þess að engin tilraun var gerð til samráðs
um launastefnu hef ég gagnrýnt samninga ASÍ
frá í vor eða öllu heldur Flóabandalgsins og talið
að menn væra komnir út á hálan ís og siðferðis-
grandvöllurinn brostinn þegar þessir aðilar
leyfðu sér að kveða upp áfellisdóma yfir öðram
samtökum.
Hið síðara sem ég vildi nefna í sambandi við
þessar þrætur er að menn skyldu hafa í huga að
tvö mismunandi launakerfi eru að kallast þama
á og virðist mér stundum hvoragt skilja hitt.
Annað kerfið byggist á lágum töxtum og launa-
skriði þar umfram, t.d. hvetur VR félagsmenn
sína til að sækja sér laun umfram lágmarkstaxta
í einstaklingsbundnum samningum. Hitt kerfið
byggist á töxtum þar sem launamaðurinn fær
raunveralega ekkert annað í vasann en það sem
taxtamir kveða á um. Þetta hefur verið almenna
reglan í opinbera kerfinu, t.d. hjá kennuram.
Þeir era að semja um sín heildarlaun og fá ekk-
ert umfram.
Vissulega hefur verið ákveðin tilhneiging hjá
ríkinu og ýmsum sveitarfélögum að færa hið op-
inbera kerfi yfir á svipaðan grann og er á hinum
almenna markaði.
Er ekki einfaldlega verið að keppa við aI-
menna markaðinn?
Morgunblaðið/Jim Smart
Jú, og ýta undir að launakerfið verði ógagn-
særra. Einstaklingsbundnir samningar hafa
verið að ryðja sér til rúms innan opinbera kerfis-
ins. Við höfum lagt áherslu á að um öll kjör sé
samið á félagslegum granni enda eram við sann-
færð um að einstaklingssamningar eigi eftir að
koma í bakið á launþegum í framtíðinni. Við
munum halda okkar sjónarmiðum til streitu þótt
enn sem komið er hafi hvorki rfld né Reykjavík-
urborg treyst sér til að skrifa upp á skuldbind-
ingar um að um öll kjör skuli samið á félagsleg-
um granni. Þegar Alþýðusambandsmenn hafa
gagnrýnt opinbera starfsmenn fyrir að vilja fara
með hækkanir upp allan launastigann í stað þess
að einskorða sig við lægstu.launataxtana gleyma
þeir því að með þessu er verið að freista þess að
varðveita ákveðið launakerfi. Ef aðeins hinir
lægst launuðu fá hækkun og hinir era látnir
reka á reiðanum fara að koma brestir í launa-
kerfið. Þeir sem tróna efst gráta það ekki. Þeir
vita sem er að brotni launakerfið niður munu
þeir hagnast. Hæst launaða fólkið þráir nefni-
lega einstaklingssamninga. Slíkir samningar
era hins vegar slæmir fyrir þorra fólks og afleit-
ir fyrir hina lakast settu.
Talnaglöggur félagi minn reiknaði út að
launataxtar opinberra starfsmanna (að félögum
í BHM og bankamörmum meðtöldum) hefðu
hækkað um 35,27% ogASÍ um rúmlega 20% frá
ársbyrjun árið 1997.
Ég er ekkert hrifinn af því að stilla BSRB og
ASÍ upp eins og tveimur andstæðum. Innan
hvoratveggju samtakanna era launþegar á afar
mismunandi launum. Engum dylst heldur að
ákveðnir hópar hafa dregist aftur úr öðram hóp-
um í þjóðfélaginu í launum á undanfornum mis-
seram. Sumir hópar hafa notið góðs af þenslu,
aðrir ekki.
Meðaltalshugsun er varasöm eins og ég hef
reyndar komið að áður. Eðlilegra væri að velta
því upp hvort ákveðnir hópar í ábyrgðarstörfum
séu nægilega vel launaðir, t.d. sjúkraliðar og
strætisvagnabílstjórar. Á sama tíma og þessum
hópum er haldið á alltof lágum kjöram horfum
við upp á fólk - oft blautt á bakvið eyran -
spretta út úr bankastofnunum, fjármálakerfi og
víðsvegar úr atvinnulífinu gortandi af milljóna
króna mánaðarlaunum.
Efastu um að þessir útreikningarséu réttir?
Þessir útreikningar gætu staðist en hér ber
þó að hafa í huga að kannanir kjararannsóknar-
nefndar mæla ekki launahæsta hlutann á al-
mennum markaði, gagnstætt því sem gerist hjá
hinu opinbera þar sem allir eru teknii- inn í með-
altalið. Þetta era því ekki fyllilega sambærilegar
tölur.