Morgunblaðið - 24.11.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.11.2000, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MATVIS, skipsljórnarmenn og brytar á farskipum sömdu við SA í gærkvöldi Fastlaunakerfí með per- sónubundnum samningum SAMNINGANEFNDIR í kjaradeilu Samtaka at- vinnulífsins og Félags skipstjómarmanna, Félags bryta og MATVIS vegna félagsmanna á farskipum skrifuðu í gærkvöldi undir nýjan kjarasamning, eft- ir að samkomulag hafði náðst um helstu atriði samningsins í fyrrinótt. Var boðuðu verkfalli, sem hefjast átti á miðnætti í nótt, frestað fram yfir at- kvæðagi-eiðslu um samninginn. Samningurinn gild- ir til 1. mars 2004 og felur í sér alls 19% launahækk- un á tímabilinu en Samtök atvinnulífsins meta hækkunina á rúm 20% þegar kostnaður við hann hefur verið talinn með. Meginatriði samninganna eru breytt launakerfi, þar sem ýmsar aukagreiðslur eru færðar inn í fastlaunakerfi. Guðjón Petersen, framkvæmdastjóri Skipstjóra- og stýrimannafélagsins, sagði að meginatriði kjara- samningsins væri að breytt væri um launakerfi skipstjómarmanna. Kjörin hefðu byggst á grunn- launum og mikilli yfirvinnu, en mismikilli, auk alls kyns aukagreiðslna svo sem vegna hafnatíðni, hraða í afgreiðslu og annars slíks. Þetta hefði verið felit inn í svokallaðan fastlaunasamning að eins miklu leyti og hægt hefði verið og það væri stærsta og mesta breytingin, auk þess sem samið hefði verið um áfangahækkanir á samningstímanum til jafns við það sem aðrir hefðu samið um. Hann sagði að svona fastlaunakerfi passaði fyrir allan flotann, en væri svolítið mismunandi eftir þeim rútum sem siglt væri á. Síðan væri gert ráð fyrir því samkvæmt fastlaunasamningnum að bætt yrði í með persónubundnum samningum eftir ákveðnu kerfi sem helgaðist af þeim rútum sem skipin væru á og tíðni í höfnum. Tekið væri mið af hraða og afköstum skipsins þegar slíkir samningar væru gerðir. Þessum samningum ætti að vera lokið um miðjan janúar og sett yrði á laggirnar eftir- litsnefnd skipuð tveimur fulltrúum stéttarfélagsins og tveimur fulltiúum frá Samtökum atvinnuh'fsins til að sjá til þess að þessir samningar gengju eftir og hafa eftirlit með þeim. „Merkilegir samningar“ Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnuhfsins, sagði við Morgunblaðið að lokinni und- irskrift, að samningamir væru að mörgu leyti merkilegir. „Við erum að færa okkur frá því að vinna í hefð- bundnu umhverfi kjarasamninga með taxta, yfir- vinnugreiðslur og aðrar álögur, og leggjum upp með að samið verði um heildarlaun fyrir hvem og einn starfsmann á vegum útgerðanna. Með þessu em samningarnir að einfaldast vemlega. í framtíð- inni munu samningamir snúast um almenna hækk- un á þessum umsömdu mánaðarlaunum. Að öðm leyti munu þessi persónubundnu laun ráðast í ríkari mæh af samningum hvers starfsmanns og útgerða, og taka meira mið af markaðsaðstæðum," sagði Ari. Níels S. Olgeirsson, formaður MATVTS, sagðist vart geta verið annað en sáttur við samninginn. Lengra hefði ekki verið farið. Miklar breytingar væra gerðar með fastlaunakerfinu, sem ætti að gera matreiðslumönnum á farskipum auðveldara fyrir að semja um sín laun. Einnig væri mikilvægt að nú ílokkuðust matreiðslumenn með yfirmönnum um borð í skipunum. Vélstjórafélag íslands og Samtök atvinnulífsins undirrituðu nýjan kjarasamning á miðvikudags- kvöld vegna vélstjóra á kaupskipum. Samningurinn gildir einnig tfi 1. mars 2004. Morgunblaðið/Kristinn Við undirskrift samnings Samtaka atvinnulífsins við félög skipstjómarmanna, kokka og bryta á farskipum. Lengst til vinstri er Þórir Einarsson ríkis- sáttasemjari, „breiðu bökin“ tilheyra Ara Edwald framkvæmdastjóra SA og Jóni H. Magnússyni lögmanni SA og gegnt þeim sitja Guðjón Petersen frá Félagi skipstjórnarmanna og Finnbogi Aðalsteinsson frá Félagi bryta. Innleiðing gerða Evrópusambandsins í samræmi við EES-samninginn Island 17. af 18 ríkjum Iþrótta- og sýn- ingarhús í Kópa- vogsdal ÁÆTLAÐAR skatttekjur Kópavogsbæjar á næsta ári era áætlaðar rétt rúmir fimm millj- arðar króna. Rekstrarkostnað- ur án vaxta er áætlaður tæpir þrír milljarðar króna og að rekstrarkostnaður í hlutfalli við skatttekjur verði því um 58%. Rekstrarafganginum verður varið til fjárfestinga og niður- greiðslu skulda og er meðal annars gert ráð fyrir að fram- kvæmdir hefjist við byggingu sundlaugar í Salahverfi og byggingu fjölnota íþrótta- og sýningarhúss í Kópavogsdal. í frétt frá Kópavogsbæ kem- ur fram að rekstrarkostnaður í hlutfalli af skatttekjum hafi far- ið lækkandi undanfarin ár. Þannig sé gert ráð fyrir að rekstrarafgangur verði 1.862 milljónir kr. á næsta ári, en hann sé áætlaður 1.361 mifijón kr. í ár, hafi verið 1.287 milljón- ir kr. í fyrra og 963 milljónir kr. 1998. Mest til fræðslumála Samkvæmt fjárhagsáætlun- inni renna 48% af rekstrar- kostnaðinum til fræðslumála eða 1.404 milljónir kr. Til fé- lagsmála verður ráðstafað 765 milljónum kr. en þar er stærsti einstaki liðurinn rekstur leik- skóla. Þá kemur fram að fjárfest- ingar á árinu verði um tveir milljarðar króna. 580 milljónir renna til gatna-, holræsa- og umferðarmála, 560 milljónir til byggingar grannskóla, um 200 milljónir til byggingar leik- skóla. Þá er gert ráð fyrir um 240 m.kr. fjárveitingu til upp- byggingar íþróttamannvirkja og íþróttasvæða en hafin verður bygging nýrrar sundlaugar í Sölum og fjölnota íþrótta- og sýningarhúss í Kópavogsdal. Flýðu undan lögreglu TVEIR menn sem staðnir voru að eignaspjöllum í versluninni Select við Vesturlandsveg reyndu að forða sér úr klóm lögreglu með ofsaakstri um borgina. Tveir menn voru að verki og flúðu þeir af vettvangi á bíl. Lög- reglumaður á frívakt var staddur skammt frá vettvangi og hóf för á eftir mönnunum sem óku hratt um borgina. Brátt bættust lögreglubíl- ar við í eftirförina. Mennirnir reyndu að lokum að forða sér á hlaupum á göngustíg við Útvarps- húsið. Þar vora þeir handsamaðir og færðir í vörslu lögreglu. Menn- irnir sem era 24 og 28 ára era granaðir um ölvun. ÍSLENSK stjórnvöld hafa á þessu ári ekki staðið sig sem skyldi við að innleiða ýmsar gerðir Evrópusam- bandsins sem þau era skuldbundin til að innleiða í íslenskan rétt, skv. samningnum um Evrópska efnahags- svæðið, ef marka má nýtt yfirlit Eft- irlitsstofnunar EFTA, ESA. Situr ísland nú í 17. sæti af 18 á lista yfir ríki Evrópska efnahagssvæðisins en var í 14. sæti fyrir hálfu ári og í því áttunda fyrir ári. Yfirlit um frammistöðu ríkjanna átján við innleiðingu ESB-reglna er gert tvisvar á ári. Sérstakt yfirlit er gert um frammistöðu EFTA-ríkj- anna þriggja og af þeim standa stjórnvöld Liechtenstein sig nú best, era í 7. sæti ef samanburður er gerð- ur á milli allra 18 ríkja evrópska efna- hagssvæðisins. Norðmenn era í því fjórtánda og Island í því sautjánda, eins og áður segir, en ekki fékkst uppgefið í gær hvaða ríki er í neðsta sætinu, eða hvemig ríki ESB yfirleitt raðast á listann. Athygli vekur að samkvæmt upp- lýsingum Stefáns Hauks Jóhannes- sonar, skrifstofustjóra viðskiptaskrif- stofu utanríkisráðuneytisins, hefur ísland verið á hraðri niðurleið á þessu ári. í maí 1998 var ísland í 14. sæti, í 12. sæti í nóvember 1998,7. sæti í maí 1999,8. sæti í nóvember 1999,14. sæti í maí 2000 og nú í því sautjánda. Vilja bregðast við vandanum Stefán Haukur segir ástæðu þess að ísland kemur ekki betur út nú þrí- þætta. „í fyrsta lagi er þetta að hluta til þýðingarvandi," segir hann. „Það hefiir safnast upp nokkurt magn af gerðum, þ.e.a.s. gerðir sem samheiti fyrir þessar EES-reglur, eða ESB- reglur sem við eram að taka inn í EES-samninginn og þurfum að leiða inn í íslenskan rétt,“ segir hann. „Við höfum ekki náð að halda dampi við þýðingarnar, en hraði þýðinga er oft forsenda þess að hlutaðeigandi ráðu- neyti geti í kjölfarið tekið umræddar gerðir upp í reglugerð og/eða lög.“ í öðra lagi segir Stefán Haukur að um stjómsýslulegan vanda sé að ræða sem rekja megi til þess að hlut- aðeigandi ráðuneyti hafa einfaldlega ekki tilkynnt innleiðinguna. „í þriðja lagi er okkar stjómsýsla mjög lítil, það er auðvitað töluverð byrði á henni að reka þennan EES-samning og einn þyngsti þátturinn í því er inn- leiðing ESB-reglna í íslenskan rétt,“ bætirhannvið. Stefán Haukur bendir á að hluti vandans að undanfömu skýrist t.d. af þeirri miklu hreyfingu sem hefur ver- ið á vinnumarkaðnum, lítið stjóm- kerfi eins og það íslenska ráði fremur illa við miklar mannabreytingar og tíma taki að þjálfa nýtt fólk í starfi. Hann segir stjómvöld nú vera að reyna að ráða bót á vandanum með því t.d. að ráða fleira fólk í þýðingar. Menn hafi fullan hug á að mjakast aftur upp lista eftirlitsstofnunarinn- ar. BÍÓBLAÐD) Á FÖSTUDÖGUM Morgun- btaðinu í dagfylgir blað frá Pennanum, „Allt í pakk- ann og utan um hann“. Slagsmál í leik KA og Hauka fyrir norðan / B3 Árni Gautur ogfélagar með góða stöðu / B4 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.