Morgunblaðið - 24.11.2000, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Ráðstefna atvinnumálanefndar
Akureyrar og Akureyrarbæjar
Samkeppnishæf
atvinnustefna
til umfjöllunar
SAMKEPPNISHÆF atvinnu-
stefna, er yflrskrift ráðstefnu at-
vinnumálanefndar Akureyrar og Ak-
ureyrarbæjar, sem haldin verður á
Hótel KE A laugardaginn 25. nóvem-
ber nk. Þar verður m.a. fjallað um
niðurstöður úr lífskjarakönnunum
sem Ráðgarður og Gallup gerðu fyr-
ir atvinnumálanefnd Akureyrar.
Ráðstefnan stendur frá kl. 10-14
og hefst á erindi Kristjáns Þórs Júl-
íussonar bæjarstjóra sem fjalla mun
um framtíðarstefnu Akureyrar í at-
vinnumálum. Aðrir sem flytja erindi.
eru Arni Sigfússon, framkvæmda-
stjóri Tæknivals, Hafliði Kristjáns-
son, forstöðumaður sölu- og mark-
aðssviðs Kaupþings, Reynir Eir-
íksson, framkvæmdastjóri Mekka
tölvulausna, Arnbjörg Sveinsdóttir,
formaður félagsmálanefndar Alþing-
is, Helgi Jóhannsson og Halldór
Jónsson, forstjóri Fjórðungssjúkra-
hússins á Akureyri.
Um kl. 13 hefjast hringborðsum-
ræður undir stjórn Hólmars Svans-
sonar, framkvæmdastjóra Atvinnu-
þróunarfélags Eyjafjarðar, og munu
ræðumenn ráðstefnunnar taka þátt í
þeim.
Efla þarf atvinnulífíð
Jón Birgir Guðmundsson frá Ráð-
garði og Sigríður Margrét Oddsdótt-
ir frá Gallup munu fjalla um niður-
stöður úr áðurnefndum lífskjara-
könnunum. Sigríður Margrét sagði
að niðurstöður lífskjarakannananna
hefðu ekki áður verið allar lagðar
fram, eins og gert verður á laugar-
dag, þar sem öll spilin verða lögð á
borðið. „Rannsóknin var þrískipt, við
vorum með rýnihópa þar sem við
vorum að upplifa tilfinngar fólks hér
og á höfuðborgarsvæðinu, svo var
könnun meðal aðfluttra og brott-
fluttra og loks samanburðarkönnun,
Akureyri - höfuðborgarsvæðið.
Sigríður Margrét sagði að það
sem einna helst hefði komið út úr
könnunum, var að það þyrfti að efla
atvinnulífið fyrir norðan, auka fjöl-
breytnina og styrkja trú fólksins á
því sem væri að gerast.
Hún sagði að í könnuninn hafí
einnig komið nokkuð skýrt fram að
margir héldu að Akureyri væri lág-
launasvæði. I stóru könnuninni hafi
verið spurt um launin og væru launa-
málin á meðal þess sem kynnt yrði á
ráðstefnunni.
Sigríður Margrét sagði að lögð
hafði verið mikil vinna í að fá fyrir-
lesara á ráðstefnuna úr sem breið-
ustum hópi atvinnugreina. Þarna
ætti því margt áhugavert eftir að
koma fram en ráðstefnan er öllum
opin á meðan húsrúm leyfir.
Héraðsdómur Norðurlands eystra
Sýknaður af ákæru
um ölvunarakstur
KARLMAÐUR á sextugsaldri hefur
verið sýknaður í Héraðsdómi Norð-
urlands eystra, en hann var ákærður
fyrir umferðarlagabrot og gefið að
sök að hafa ekið bifreið undir áhrif-
um áfengis í byrjun júní á þessu ári
og m.a. ekið á tvö umferðarskilti á
leið sinni.
Tveir piltar sem urðu vitni að
aksturslagi mannsins gerðu lögreglu
viðvart um hugsanlegan ölvunar-
akstur. Þeir vísuðu lögreglu síðar á
bifreið mannsins þar sem hún stóð
við hús á Oddeyri. Lögreglumenn
færðu manninn á lögreglustöð þar
sem tekið var úr honum blóðsýni og
reyndist það innihalda alkóhól um-
fram leyfileg mörk.
Maðurinn neitaði bæði við yfir-
heyrslu hjá lögreglu og fyrir dómi að
hafa fundið til áfengisáhrifa við akst-
urinn. Hann hafi verið ósofinn og illa
fyrir kallaður, m.a. vegna lyfja-
neyslu. Kvaðst hann hafa sturtað í
sig áfengi er hann var kominn að um-
ræddu húsi, meirihlutanum úr flösku
í einu. Lögregla hafi að því loknu
bankað upp á. Móðir mannsins gaf
einnig skýrslu fyrir dómi og bar að
maðurinn hefði svolgrað í sig áfengi
skömmu áður en lögreglu bar að
garði.
Lögreglumenn báru að maðurinn
hefði verið ölvaður þegar hann var
handtekinn.
I dómnum kemur fram að nokkur
stund hafi liðið frá akstri mannsins
Kirkjustarf
LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkju-
skóli í Svalbarðskirkju kl. 11 á morg-
un, laugardaginn 25. nóvember.
Kirkjuskóli í Grenivíkurkirkju kl.
13.30 á laugardag. Kyrrðarstund
verður í Grenivíkurkirkju kl. 21
næstkomandi mánudagskvöld, 27.
nóvember (ath. breytta dagsetn-
ingu).
og þar til hann var handtekinn. Akst-
urslag hans og áfengismagn í blóði
leiði verulegum líkum að því að mað-
urinn hafi verið undir áhrifum áfeng-
is við aksturinn. Að virtum þeim
framburði mannsins og móður hans
að hann hafi þann vana við drykkju
að svolgra í sig miklu magni af
alkóhóli í einu sé ekki fortakslaust
komin fram lögfull sönnun á sekt
hans og því var hann sýknaður.
Og svo fór ég
að hugsa...
Og nuna versla
ég bara
vítamín,
heilsunnar vegna
Apótekin
^mb l.is
ALLTAf= £!TTH\fA£> NÝm
FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2000 21
Tilboðin gilda á meðan birgðir endast Sé um að ræða prentvillur f verði eða vörulýsingu er réttur áskilinn til leiðréttinga f verslunum