Morgunblaðið - 24.11.2000, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
HÓLMFRÍÐ UR
^ÞORS TEINSDÓTTIR
+ Hólmfríður Þor-
steinsdóttir
fæddist 21. maí
1937. Hún andaðist á
Landspítalanum við
Hringbraut 19. nóv-
ember siðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Þorsteinn
Þórðarson, fæddur
19.5. 1892, síðast
vélstjóri á bv. Max
Pemberton og fórst
' með honum 11.1.
1944 ásamt syni sín-
um, Þórði. Móðir
Hólmfríðar var Jó-
dís Pálsdóttir, fædd 23.9. 1895,
dáin 20.1. 1982. Þau eignuðust 9
börn. Af þeim eru nú á lífi Helga
Guðrún, búsett í Reykjavík, og
Jódís Steinunn, búsett í Dan-
mörku.
29.12. 1956 giftist Hólmfríður
Óskari Jónssyni húsasmið. Þau
hafa lengst af verið búsett á
Melabraut 19 á Sel-
tjarnarnesi. Hólm-
fríður og Óskar
eignuðust 5 börn en
þau eru: 1. Guðni
Már, fæddur 14.9.
1955, sjómaður,
kvæntur Prayin
Sorrnoy, f. 11.11.
1948. 2. Þorsteinn
Jón, fæddur 5.10.
1956, sjómaður. 3.
Guðjón Hróar,
fæddur 5.1. 1960,
húsasmiður. 4.
Brynjólfur, fæddur
2.5. 1964, húsasmið-
ur. 5. Hlíf Berglind, 16.9. 1966,
leiðbeinandi, gift Leifí Þorleifs-
syni, f. 9.8. 1966, þeirra synir eru
Þorleifur Óskar, f. 6.4. 1993, og
Arnar Gabríel, f. 3.6. 2000.
Jarðaförin fer fram frá Seltj-
arnarneskirkju í dag kl. 10.30.
Jarðsett verður á Þorvaldsstöð-
um í Breiðdal.
Þegar ég fékk hringingu út á sjó
vissi ég að eitthvað væri að. Innst
inni hringdi bjalla um að eitthvað
væri að mömmu. I símanum var Leif-
ur mágur minn að færa mér þær
slæmu fréttir að mamma væri dáin.
Eg átti ei-fítt með að trúa því og þetta
var erfiður biti að kyngja. Þegar
svona fréttir berast manni er maður
ekki undir það búinn að meðtaka
þær.
Móðir mín var búin að vera veik
lengi og ég og fjölskyldan vorum
búin að gera okkur grein fyrir því að
stundin kæmi bráðlega. Elsku
mamma mín, þegar kemur að
kveðjustund er mér orðavant, síðast
jjjegar ég heimsótti þig á spítalann
Varstu alltaf að spyrja um bömin þín.
Það var þér líkt, alltaf að hugsa um
aðra en gleymdir oft sjálfri þér. Það
var ekkd oft sem ég heyrði þig kvarta
í öllum þínum veikindum þótt ég vissi
að þú værir sárþjáð. Elsku mamma
mín, það var mikið sem lagt var á þig
öll þessi ár, en þú tókst því með
æðruleysi eins og þín var von og vísa.
Ég get ekki skrifað þessar línur án
þess að minnast á pabba. Hann sem
er búinn áð standa við hlið þér eins
og klettur í gegnum veikindin. Hon-
um verður seint þakkað fullkomlega.
En ég lofa því, mamma mín, að við
munum hjálpa honum að vinna sig út
úr sorginni.
Elsku mamma mín, þegar ég
■Vikrifa þessar línur koma góðar minn-
ingar upp í hugann og hversu heppin
við systkinin vorum að eiga þig fyi-ir
móður. Nú er þrautagöngu þinni lok-
ið, mamma mín, öll veikindi að baki
og ég veit að þér líður vel núna. Ég
veit að það verður tekið vel á móti
þér í heimagrafreitnum á Þorvalds-
stöðum í Breiðdal við hlið afa og
ömmu. Þú munt alltaf skipa stóran
sess í hjarta mínu, elsku mamma
mín.
Þinn sonur,
Guðni Már.
Þegar ég sá þig liggja svona frið-
sæla í rúminu á sunnudaginn, þegar
þú varst nýfarin frá okkur var ég
ánægð þín vegna því allir verkir voru
horfnir úr andliti þínu og þér leið
loksins vel. Þú hafðir barist hetjulega
við sjúkdóm þinn í svo mörg ár. Þótt
þú værir veik brostir þú alltaf svo
vært til mín.
Minningamar birtast mér ljóslif-
andi um allt sem við gerðum. Þegar
við fórum í bæinn tvær saman, versl-
uðum og settumst svo inn á kaffihús
og ræddum um allt milli himins og
jarðar. Þú varst besta vinkona mín.
Þegar þú komst á fæðingardeiidina
,og sást fyrsta barnabamið þitt og
vláðist svo að honum að þú brast í
grát og gleðitárin rannu niður kinnar
þínar. Hann var engillinn þinn eins
og þú sagðir sjálf og svo montin
varstu að þú notaðir hvert tækifæri
til að hæla honum við aðra. Oft var
fullt hús gesta og þú stóðst yfir
bakstri og kökumar voru borðaðar
jjafnóðum af okkur bömunum; þú
Stóðst hjá róleg og brostir.
Elsku mamma mín, ég á svo marg-
ar góðar minningar um þig en nú
ertu farin frá mér og þrautargöngu
þinni lokið. Þú barðist hetjulega til
hinsta dags; þú ert hetjan mín. Þú
spm varst mér allt í blíðu og stríðu.
Ég mun sakna þín sárt. Ég kveð þig
að sinni, elsku mamma mín, þar til
við hittumst aftur.
Þín dóttir,
Hlíf.
Elsku Fía mín, kynni mín af þér
vora því miður allt of stutt þó nálgast
hafi áratuginn. Það er mér eftir-
minnilegt hvað þú tókst mér vel frá
upphafi og þótti mér alltaf vænt um
það. Oft sátum við saman lengi vel og
röbbuðum saman. Oftar en ekki vora
„gömlu dagarnir" í uppáhaldi hjá þér
þar sem þú lýstir svo skemmtilega
því sem daga þína hafði drifið. Það
var greinilegt að þú hafðir átt
skemmtOega ævi og varst sátt við
þitt. Alltaf var það skemmtilega sem
stóð uppúr og af nógu var að taka. Þú
gast verið skemmtilega beinskeitt og
áttir stundum til að skamma mig og
þær skammir þykir mér jafnvænt
um í dag og þá. Öft gat ég verið svo-
lítið stríðin við þig en yfirleitt hlóstu
og hafðir gaman af. Mér þykir sárt að
þurfa að kveðja þig nú, Fía mín, orð
era fátækleg á stundu sem þessari.
Ég veit að jafnelskulegrar og góðrar
konu eins og þín bíður góður staður
og það getum við hin yljað okkur við.
Þinn tengdasonur,
Leifur.
Nú hefur hún Fía fengið hvíld frá
sjúkdómum og þjáningum. Hún var
ekki gömul í áram talið en allt hennar
sjúkdómsstríð er meira en flestir öld-
ungar hafa gengið í gegnum.
Alltaf var hún samt brosandi og í
góðu skapi þegar ég hitti hana þótt
hún gæti vaiia hreyft sig og held ég
að þessi einstaklega létta lund hafi
létt bæði henni og fjölskyldu hennar
að komast í gegnum þetta og einnig
það hvað hún og Óskar frændi minn
vora einstaklega samrýmd hjón og
reyndu að leysa í sameiningu öll þau
vandamál sem sköpuðust vegna veik-
inda hennar.
Mig langar tíl að skrifa nokkur
þakklætisorð tO hennar Fíu og þakka
henni og Óskari fyrir hvað þau hafa
reynst mér vel í gegnum tíðina og þá
ekki síst þegar ég 17 ára unglingur
og þurfti að fara til Reykjavíkur í
skóla. Þau bjuggu í lítilli íbúð með
fjóra stráka en buðu mér samt að
vera. Þetta fæ ég þeim seint full-
þakkað og er ég ennþá hissa á að hún
Fía skyldi bara bæta mér við stráka-
hópinn sinn og var ég eftir það eins
og eitt af hennar börnum og strák-
amir við mig eins og ég hefði bara
alltafbúiðhjáþeim.
í gríni hef ég þó oft bent þeim á að
eftir að ég var hjá þeim eignuðust
þau Óskar og Fía einkadóttur sína og
fannst mér það benda tO þess að
þeim hefði líkað vel að hafa stelpu á
heimilinu. Með þessum fátæklegu
orðum vil ég koma þessu þakklæti
mínu á framfæri og biðja góðan guð
að taka vel á móti henni Fíu. Einnig
bið ég hann að styrkja Óskar frænda
minn, börn þeirra og fjölskyldur í
sorg þeirra.
Guðný Jóna Ólafsdóttir.
Hljóðláti þegn, það voru svo fáir sem
fundu
hvar fábrotið líf þitt sem ilmandi dropi
hneig,
hann hvarf og blandaðist mannkynsins
mikluveig.
Hin mikla veig, hún var önnur frá þeirri
stundu.
(Helgi Sveinsson.)
Hólmfríður var ung að áram er
hún missti föður sinn, sem henni
þótti afskaplega vænt um. Má nærri
geta hvflík spor þetta hefur markað í
bamssálina. Það er líka hægt að geta
sér til hvílíkt reiðarslag þessi missir
var fyrir þessa stóra fjölskyldu. Þá
vora ekki tryggingamar eins og nú
tíðkast eða bætur, hvað þá áfalla-
hjálp. Það orð var þá ekki til í máhnu.
Fía, eins og hún var ávallt kölluð
meðal vina og kunningja, talaði oft
um föður sinn og tregaði alla ævi sem
og bróðurinn.
Hörð hefur baráttan verið hjá
þessari fjölskyldu að komast í gegn-
um þetta og lifa af í hörðum heimi.
Ung að árum fór Fía að þjást af
sjúkdómi sem var henni oft þungur í
skauti.
Liðagigt þjáði hana mjög, en þessi
hversdagshetja bar þennan kross
með svo einstöku jafnaðargeði að að-
dáunarvert var.
Alltaf var Fía hress og til í að
spjalla um daginn ogveginn. Oftvissi
maður að hún var illa haldin, en hún
gat gert að gamni sínu þrátt fyrir
það. Hennar létta skap og þolgæði
var hreint yfirnáttúrulegt. Hún stóð
meðan stætt var og sinnti sínum hús-
móðurstörfum. Hún var alltaf til
staðar fyrir börnin sín og ekki nóg
með það, vinir og félagar barnanna
vissi að hjá Fíu var alltaf bita og sopa
að fá, ásamt hlýju og elskulegheitum,
þar var hægt að fá þerrað tár og þar
var hlustað á vandamál dagsins og
þau leist eftir bestu getu.
Það var oft gestkvæmt hjá Fíu,
hún rak þarna óopinbert athvarf, all-
ir voru velkomnir á meðan húsrám
leyfði. A meðan heilsan var sæmileg-
fórum við Fía oft í göngutúra niður í
bæ, sérstaklega fannst okkur gaman
að labba Laugaveginn. Það var alltaf
einhver sjarmi yfir því að fara inn á
kaffihús og horfa á ltfið í bænum.
Annars var Fía heimakærasta
manneskja sem ég hef þekkt, þar var
hennar vígi og þar vildi hún helst
vera til hinstu stundar. Seinni árin
fór enn að halla undan fæti með heils-
una, við tóku ótal aðgerðir og sjúkra-
húsvistir, en Fía reis alltaf upp og
virtist harðna við hverja raun. Heim
komst hún ætíð aftur. En að lokum
var svo komið að hún var orðin ger-
samlega ósjálfbjarga. Hún átti því
láni að fagna að vera umvafin ást og
hlýju frá honum Óskari sínum, sem
hún gat ekki nógsamlega dásamað
meðan hún gat tjáð sig. Hann hefur
borið hana á höndum sér í öllu henn-
ar stríði undanfarin ár.
Nú er strangri baráttu hversdags-
hetjunnar Fíu lokið og hún fær sína
síðustu ósk uppfyllta, að fara austur.
Eram við ekki að fara austur, Ósk-
ar? spurði hún þegar bráði af henni,
þar vildi hún hvfla í dalnum hans
Óskars. Heima á Þorvaldsstöðum
þar sem ég kynntist henni fyrst, fal-
legri, kátri stúlku er hún kom austur
í fyrsta sinn með bróður mínum.
Ég held að henni hafi alltaf fundist
hún eiga þar heima öðram þræði síð-
an hún dvaldi þar í æsku, henni þótti
vænt um staðinn og hafði ákveðið að
þar vildi hún hvfla að lokum.
Þú trúðir því að til væri betri heimur
að tjaldabaki þess ervið daglega sjáum.
Eg veit að nú hefur opnast þér guðlegur
geimur
með gleði og frið og allt sem við jarðarböm
þráum.
Guð fylgi þér, Fía mín. Með kærri
þökk fyrir allt frá mér og mínum.
Hlýjustu samúðarkveðjur til Óskars
og fjölskyldunnar og annarra vanda-
manna.
Þórey Jónsdóttir.
VALGARÐUR
ÞORKELSSON
+ Valgarður Þor-
kelsson skipstjóri
fæddist á Húnstöðum
í Fljótum 17. mars
1905. Hann lést á
Droplaugarstöðum í
Reykjavík 17. nóvem-
ber síðastliðinn.
Valgarður fluttist um
2 ára aldur að Siglu-
nesi við utanverðan
Siglufjörð og ólst þar
upp í stórum systk-
inahópi. Foreldrar
hans voru Anna Sig-
ríður Jónsdóttir, f. á
Mið-Mói í Flókadal
30. júlí 1869, d. 15. janúar 1926 og
Þorkell Sigurðsson, fæddur á
Skröflustöðum í Svarfaðardal 19.
júní 1866, d. 6. ágúst 1943. Ættir
þeirra beggja liggja í Svarfaðar-
dal. Systkinin voru 11 talsins. Eft-
irlifandi er systirin Ágústa
Brincke Clausen Þorkelsdóttir, f.
1. nóvember 1911, búsett í Dan-
mörku.
Systkinin sem látin eru: 1. Ólöf,
f. 24. nóvember 1889.2. Sólveig, f.
25. október 1891. 3. Þorláksína, f.
28. mars 1894. 4. Jón, f. 6. mars
1896. 5. Þorlákur Anton, f. 14.
desember 1897. 6. Sigurður, f. 7.
nóvember 1900. 7. Jóhann, f. 1.
aprfl 1903. 8. Oddur, f. 9. maí
Það er erfitt að vera ekki í sínu
heimalandi þegar ástvinur deyr. Nú
er hann afi Valli farinn í hárri elli. í
hugann koma margar minningar úr
barnæsku minni. Afi var frekar fá-
máll maður en handtak hans traust
og sterkt.
Hve oft laumaði hann ekki aurum í
hönd mína og sagði mér að kaupa
mér ís. Fyrir hver jól þegar ég var
lítil kom hann með eplakassa af sjón-
um, þau voru eldrauð og stór og ég
held að þessi eplalykt sé sú besta
sem ég hef fundið. Bestu jólagjafim-
ar vora alltaf frá ömmu Fanneyju og
afa Valla og ætíð keypt eitthvað
þarflegt. Honum á ég það líka að
þakka að ég eignaðist minn fyrsta
bfl. Hann útvegaði lánið í bankanum
sem þurfti til.
Mér kom hann alltaf fyrir sjónir
sem glaður og hress maður en ég
veit að hann var mikill alvöramaður
sem hafði haft mikla ábyrgð og
mannaforráð um ævina.
Farðu vel afi minn og takk fyrir
allt.
Anna Dóra Theódórsdóttir.
Ég kynntist Valgarði Þorkelssyni
skömmu áður en ég kvæntist Önnu
dóttur þeirra hjóna Fanneyjar
Björnsdóttur og Valgarðs. Hann
kom mér strax vel fyrir sjónir og það
hefur ekkert breyst öll þau ár sem
liðin era. Hann var reglusamur og
stundvís, ekki afskiptasamur en
hjálpsamur ef til hans var leitað. Mig
langar til þess að rifja upp nokkur
atriði af sjómannsferli hans. Eins og
fleiri af eldri kynslóðinni hóf hann
ekki vertíð á mánudegi. Skipsfélagi
hans sagði mér að öll hans fyrirmæli
um borð hefðu verið framkvæmd
orðalaust. Virðingin var gagnkvæm
og aldrei heyrði ég honum hallmælt.
Um ellefu ára aldur fór hann til
sjós og formaður á bát varð hann að-
eins 18 ára og varð fljótt farsæll afla-
maður. í upphafi vora það áraskipin,
síðan kútterar, þar á meðal kútter
Hákon (sem áður hét kútter Har-
aldur). Einnig var hann á sínum
jmgri áram til sjós í Noregi.
Arið 1939 keypti Valgarður í félagi
við tólf aðra mb. Keflvíking og varð
fljótlega skipstjóri á þeim bát. Þóttu
þessi kaup glapræði, svo dýrt var
skipið og allt í skuld. Útgerð þessi
gekk vonum framar og kaupverðið
greitt upp á skömmum tíma. Arið
1948 var hann með Rifsnesið á Hval-
fjarðarsfldinni og seinna á Græn-
landsmiðum. Hann var skipstjóri á
mb. Steinunni gömlu um tíu ára
skeið, síðan mb. Esther og svo mb.
Kristínu.
Eftir það hóf hann störf hjá Haf-
rannsóknastofnun, fyrst sem skip-
1907. 9. Sigurlaug, f.
1912.
Valgarður var
kvæntur Fanneyju
Björnsdóttur sem
fæddist í Göngu-
staðakoti í Svarfað-
ardal 17. febrúar
1904, d. 28. febrúar
1986.
Börn þeirra eru:
Sigurður Helgi, vél-
stjóri, f. 11. ágúst
1933, Óskar Henn-
ing, járnsmiður, f.
13. júní 1935, Anna
Sigríður, húsmóðir,
f. 13. október 1936, Valgarður,
skriftvélavirki, f. 28. september
1945, Fanney, grafískur hönnuð-
ur, f. 12. febrúar 1948.
Valgarður stundaði sjó-
mennsku frá barnæsku. Hann var
skipstjóri í 50 ár, lengst af á fiski-
skipum.
Hann fór í Sjómannaskólann á
miðjum aldri þegar reglur breytt-
ust um réttindi til stjómunar
skipa og endaði sinn skipstjóra-
feril hjá Hafrannsóknastofnun
með Árna Friðrikssyni.
Utför Valgarðs fer fram frá
kirkju Óháða safnaðarins, Há-
teigsvegi 56, föstudaginn 24. nóv-
ember kl. 15.
stjóri á Hafþóri og svo stýrimaður og
skipstjóri á Árna Friðrikssyni. Fór
síðan í land og gerðist vaktmaður í
skipum stofnunarinnar til 86 ára ald-
urs.
Er til hinstu farar flaut þitt skip
um feigðarsund í ljúfu aftanskini
þá fannst mér eins og björgin breyta um svip
og blómin horfa á eftír kærum vini.
Góðan vilj a varst þú með í fór
á vegi lífsms allt til sólarlagsins,
bágstaddra þú bæta vildir kjör
með bróðurhug í þunga og önnum dagsins.
Það mun verða helsta huggun mín
að hafa kynnst þér, virt þig dáð og metið,
og góðir vinir munu minnast þín
meðan heyrist ljúfra drengja getið.
(Hafsteinn Stefánsson.)
Að endingu hugsa ég til hans með
þakklæti fyrir margvíslega aðstoð
sem hann veitti mér og fjölskyldu
minni alla tíð og á það jafnt við hann
og konu hans Fanneyju Björnsdótt-
ur, sem látin er fyrir allmörgum ár-
um.
Theódór Ingólfsson.
Ég veit það er lánsæld að lifa og njóta
að leika og dvelja sém hugurinn kýs
en mér fmnst það stærra að stríða og brjóta
i stórhríðum ævinnar mannraunaís.
Ég mun ávallt minnast með gleði
og þakklæti liðinna stunda í þínum
húsum. Ég sendi samúðarkveðjur til
allra ástvina hans.
Jenný Ólafsdóttir.
Frágangur
afmælis-
og minning-
argreina
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt, að diskl-
ingur fylgi útprentuninni. Það
eykur öryggi í textameðferð og
kemur í veg fyrir tvíverknað.
Þá er enn fremur unnt að senda
greinarnar í símbréfi (5691115)
og í tölvupósti (minn-
ing@mbl.is). Nauðsynlegt er,
að símanúmer höfundar/send-
anda fylgi.
Um hvem látinn einstakling
birtist formáli, ein uppistöðu-
grein af hæfilegri lengd, en aðr-
ar greinar um sama einstakling
takmarkast við eina örk, A-4.