Morgunblaðið - 24.11.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.11.2000, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Að uppfæra Nifl ungahringinn í gerð Wagners Kammersveit Reykjavíkur leikur í Þjóðmenningarhúsinu Kammersveit Reykjavíkur starfsárið 2000-2001. Kvöldstund með Mozart og Beethoven TONLIST H á s k ó 1 a b í ó SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Flutt voru verk eftir Richard Strauss og Richard Waguer. Einleikari: Lars Michael Stransky. Hljómsveitarstjóri: Thomas Kalb. Fimmtudagurinn 23. nóvember, 2000. TÓNLEIKARNIR hófiist á tóna- ljóðinu Hrekkjabrögð Tíli Uglu- spegils eftir Richard Strauss, eitt af glæsilegri verkum meistarans, hvað snertir stórkostlega fimi í ritun hljómsveitai’tónlistar, auk þess sem hann nær að túlka stemmningar, er tengjast atburðum úr sögunni um hrekkjalóminn, sem ekkert er heilagt, hleypir upp markaðstorginu, hæðist að trúnni í gervi prests og þegar stúlkan sem hann hefur fest ást á, hafnar honum, heitist hann við heim- inn og er að lokum dæmdur til lífláts. Stef Ugluspegils er fyrst leikið á hom, sem Joseph Ognibene lék af glæsibrag. Fleiri áttu snjallar og vel leiknar einleiksstrófur og konsert- meistarinn, Sigrún Eðvaldsdóttir, lék hæðnisstef hrekkjalómsins aldeilis vel. Þetta var stór stund fyrir hljóm- sveitina og hljómsveitarstjórinn, Thomas Kalb, náði með sérlega líf- legri stjóm, að fá hljómsveitina með sér í hrekkjaleiki Ugluspegils. Annað viðfangsefni tónleikanna var fyrsti homkonsertinn, op. 11, einnig eftir Strauss, en þessi konsert, sem er mjög klassískt-rómantískt verk, er saminn 1882-3 og sem tónsmiður stendur hann nærri Brahms í þeim verkum sem hann samdi á þessum ár- um: Það var skáldið og heimspeking- urinn Alexander Ritter, sem sneri við blaðinu fyrir Strauss og eins og Strauss sagði síðar, vom þessi straumhvörf eins og „stormsveipur" fyrir hinn unga tónsmið og frá 1886 (22 ára) til 1898 (34 ára), semur hann hvert sinfóníska ljóðið af öðm, alls 8, áður en hann tekur til við af alvöra að semja ópemr. Fyrri hom konsertinn er klassískt- rómantískt verk, fallega unnið en á köflum er hann aðeins að útsetja tón- hugmyndimar, svo sem oft vill verða hjá byijendum. Þetta hljómfallega verk var mjög vel flutt af einleikaran- um, Lars Michael Stransky, sem er öraggm’ hornleikari og mótaði tón- hendingar verksins af smekkvísi og náði oft að „syngja“ með sérlega fal- legum tóni, ljóðrænar tónlínur þessa einfalda en elskulega verks. Lokaverk tónleikanna var saman- tekt á hljómsveitaratriðum úr óper- unni Ragnarökum eftir Richai’d Wagner. Samkvæmt sæmdarrétti höfundarlaga, ætti Wagner að njóta þess réttar, að farið væri eftir erfða- skrá hans, þar sem hann tekur fram, að ekki megi breyta, umskrifa verk sín eða flytja þau í styttri og einföld- uðum útfærslum. Þetta hafa menn al- mennt ekki virt og til era alls konar einfaldanir, mismunandi smekklegar, sem bæði atvinnu- og áhugahópar hafa hamast á. Giuseppe Verdi stóð í tíu ára málaferlum á Ítalíu og fékk fram lögbann á öllu slíku varðandi flutning óperaverka sinna. I efnisskrá er ekki neitt fjallað um hvaða atriði era tekin fyrir í þeirri syrpu, sem leik- in var á tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar Islands í gærkveldi og er ljóst, að prógramritari hefur ekki haft und- ir höndum neitt þar að lútandi. Þrátt fyrir þetta var þessi „svítusyrpa“ sniðuglega saman sett og myndaði ótrúlega samfellda heild og hljóm- sveitarstjórinn Thomas Kalb náði ásamt hljómsveitinni að magna upp stórkostlega stemmningu, enda er um að ræða stórbrotna og áhrifa- mikla tónlist. Vert væri, að við íslendingar stefndum að því, bæði er varðar húsa- kost og annað þar að lútandi, að upp- færa Niflungahringinn í gerð Wagn- ers, ekld í formi sýnishoma. Við Islendingar eigum menningarlega samléið með þessu meistaraverki, ekki síður en Þjóðverjar og er þetta efni meira að segja okkur töluvert hugleikið og mörgum munntamt, og það efni sem Wagner notaði, er í raun undirstaða bókmennta okkar íslend- inga. Hljómsveit, söngfólk og leik- húslistafólk eigum við, en húsið vant- ar. Þarna er verk að vinna. Jón Ásgeirsson KAMMERSVEIT Reykjavíkur efnir til tónleika í Þjóðmenningarhúsinu á sunnudagskvöld kl. 20 í tílefni af út- gáfu geislaplötunnar Kvöldstund með Mozart. Á plötunni leikur sveitin vin- sæl kammerverk eftir Mozart en á tónleikunum kemur Beethoven jafn- framt við sögu. „Óbóleikarinn Matej Sarc býr í Slóveníu og það er ekki flygill í Þjóð- menningarhúsinu, þannig að við get- um ekki spilað nema tvö af fjóram verkum á plötunni á tónleikunum. I staðinn- flytjum við eitt hugljúft verk eftir Beethoven. Þess vegna er yfir- skrift tónleikanna Kvöldstund með Mozart og Beethoven,“ segir Rut Ingólfsdóttir konsertmeistari Kamm- ersveitarinnar aðspurð um það hvernig Beethoven blandist í málið. Á plötunni era fjögur af þekktustu kammerverkum Mozarts, Píanó- kvartett í g-moll, Óbókvartett í F- dúr, Hornkvintett í Es-dúr og Flautukvartett í C-dúr. Tvö síðast- nefndu verkin verða flutt á tónleikun- um en eftir Beethoven verður leikinn sextett fyrir tvö hom og strengja- kvartett. Einleikari á flautu verður Martial Nardeau en á horn Jósef Ognibene. Rut segir plötuna hafa verið lengi í bígerð. „Þetta er að nokkra leyti efn- isskrá sem við spiluðum fyrst hérna í Reykjavík og fóram síðan með víða um landið fyrir nokkram áram. Við spiluðum við keitaljós og Gunnar Eyjólfsson leikari var oftast með okk- ur í for og las upp úr bréfum Mozarts. Við áttum jafnan notalega kvöld- stund, aðsókn var mjög góð og mikil ánægja með þessa tónleika. í kjölfar- ið kom upp sú hugmynd að taka þetta upp sem við og gerðum fyrir tveimur ái’um og platan er að koma út núna. Útgefandi er Japis.“ Fallegrir og klassískur salur Kammersveitinni þótti upplagt að fylgja plötunni úr hiaði með tónleik- um og prófa um leið Þjóðmenningar- húsið í þessu skyni en Rut veit ekki tfl þess að haldnfl- hafi verið tónleikar þar áður. „Það er mjög gaman að hafa aðgang að jafn fallegum og klassísk- um sal og í Þjóðmenningarhúsinu. Þannig að við vildum láta á hann reyna. Við vitum raunar ekki ennþá hvernig hljómbm’ðurinn er en þetta er vel þess virði að prófa. Tónlist Mozarts og Beethovens hentar mjög vel í svona fallegu umhverfi." Auk Rutar, Josefs og Martials leika á tónleikunum Júh'ana Elín Kjartansdótth’ fiðluleikari, víóluleik- ararnir Þórann Ósk Marinósdóttir og Sarah Buckley og Inga Rós Ingólfs- dóttfl’ sellóleikari. Einleikarar á plöt- unni era Matej Sarc óbóleikari og Selma Guðmundsdóttir píanóleikai’i, auk Martials og Josefs. Tónleikarnir á sunnudag er fyrstu tónleikar Kammersveitarinnai- á stai’fsárinu. Jólatónleikar hennar verða helgaðir Bach á 250 ára ártíð hans. Verða þar fluttar allar hljóm- sveitarsvítur meistarans, fjórar að tölu, sem er fyrsti heildarflutningm’ hér á landi. Stjórnandi verður Rein- hard Goebel sem kunnur er af starfi sínu með barrokksveitinni Musica Antiqua Köln. I janúar efnir Kammersveitin til tónleika þar sem íslenskir einleikarar fá að spreyta sig á fjóram tuttugustu aldar verkum. í byrjun febráar verður sveitin síð- an með heila efnisskrá með verkum Leifs Þórarinssonar á Myrkum mús- íkdögum og efnisskráin öll hljóðrituð tfl útgáfu. „Kammersveitin byrjaði með átak á síðasta ái’i sem snýst um að taka upp fjölda verka sem flest hafa verið skrifuð fyrir hana og gefa þau út. Það er mikilvægt að þessi tónlist sé ein- hvers staðar til. Þá er auðvitað mjög gaman líka að eiga upptökur af flutn- ingi okkar fremstu tónlistarmanna á klassískum erlendum verkum eins og þessum verkum eftir Mozart og Brandenborgarkonsertunum eftir Bach sem Kammersveitin tók upp fyrir tveimur árum og koma út núna fyrh’jóhn. Það er svo gaman að hlusta á þessi verk þegar maður þekkir þá sem að flutningi standa," segir Rut. Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona og Daníel Þorsteinsson píanóleikari Það ert þú! - Eyjafjörður Akureyri. Morgunblaðið. Björg Þórhallsdóttir söngkona og Daníel Þorsteinsson píanóleikari. ÞAÐ ERT ÞU! Eyjafjörður - Ijóð og lag er heiti á hljómdiski sem þau Björg Þórhallsdóttir, sópransöng- kona og Daníel Þorsteinsson, píanó- leikari, gefa út, en hann kemur út á morgun, laugardaginn 25. nóvember. Þann dag verða haldnir útgáfutón- leikar á Hólum, sal Menntaskólans á Akureyri og hefjast þeir kl. 16. Þau halda svo tvenna aðra tónleika í til- efni af útgáfu hljómdisksins, þá fyrri í Olafsfjarðarkirkju kl. 20.30 á mánu- dagskvöld, 27. nóvember, en þeir síð- ari verða á æskuslóðum Bjargar, Melum í Hörgárdal, á þriðjudag- skvöld, 28. nóvember, kl. 20.30. Björg sagði að hugmyndin að út- gáfu hljómdisksins hefði kviknað síð- astliðið vor, þegar þau Daníel voru fengin til að flytja nokkur laga Jó- hanns Ó. Haraldssonar á tónleikum. „Við fóram í framhaldi af því að skoða hvað til væri af lögum ey- firskra tónskálda og það kom okkur á óvart hversu mikið var til af lögum sem samin hafa verið við ljóð ey- firskra skálda,“ sagði Björg. Hún sagði að Guðrán Kristinsdóttir, píanóleikari, hefði verið þeim innan handar við leitina, en víða var leitað fanga, m.a. hjá þeim tónskáldum sem þau vissu af. Flest laganna hafa aldrei áður verið hljóðrituð. Perlur úr heimahögum „Okkur þykir vænt um að fá tæki- færi tfl að kynna landsmönnum þessa tónlist,“ segir Björg. „Þarna era á ferðinni eyfirsk menningarverðmæti, sem margir hafa e.t.v. ekki vitað um. Það er oft gott að h'ta sér nær og hlúa að upprana sínum og umhverfi. Við Eyfirðingar getum státað af góðum tónskáldum og ljóðskáldum og það var gaman að finna allar þessar perl- ur hér í heimahögunum." Alls era 14 lög á hljómdiskinum og sem fyrr segir hafa mörg þeirra ekki verið hljóðrituð áður. Lögin og ljóðin eiga öll rætur sínar að rekja til Eyja- fjarðar, þar sem höfundar þeirra tengjast firðinum með einum eða öðrum hætti og endurspegla ljóðin ást skáldanna til fjarðarins, náttúra hans og kennileita og era valin með tilliti til samspils ljóðs og lags. Umgjörð disksins er í bókarformi þar sem hljómdiskurinn sjálfur er geymdur innan í bókarkápu. Bókin, sem er 32 síður, er prýdd Ijósmynd- um Rúnars Þórs Björnssonar úr Eyjafirði og tengjast þær innihaldi ljóðanna. Erlingur Sigurðarson hef- ur ritað aðfaraorð, en allur texti bók- arinnar, ásamt ljóðunum, er þýddur á ensku af Helenu Frances Eðvarðs- dóttur. Unnur Gígja Gunnarsdóttir hannaði bókina. Ljóðum og lögum búin falleg umgjörð „Við höfum lagt töluverða vinnu í útgáfuna, enda þótti okkur full ástæða til að búa þessu efni fallega umgjörð og gera ljóðum og lögum hátt undir höfði,“ sagði Björg. Hljómdiskurinn var tekin upp í Víði- staðakirkju í Hafnarfirði og stjórnaði Sveinn Kjartansson upptökum. Tónskáldin sem lög eiga á diskin- um era Áskell Jónsson, Birgir Helgason, Björgvin Guðmundsson, Elísabet Geirmundsdóttir, Jóhann O Haraldsson, Jón Benediktsson, Sig- ursveinn D. Kristinsson og Jón Hlöð- ver Áskelsson, sem samdi lag við ljóð Matthíasar Jochumssonar, Akureyri, í tilefni útgáfunnar. Þá hefur Daníel Þorsteinsson útsett þrjú lög sem er að finna á diskinum. Ljóðskáldin era Davíð Stefánsson, Elísabet Geirmundsdóttir, Jón Bene- diktsson, Jónas Hallgrímsson, Kri- stján frá Djúpalæk, Matthías Joch- umsson, Sigurjón Jóhannsson, Sven'ir Pálsson og Valdimar Briem. Samstarf í sex ár Samstarf Bjargar og Daníels hófst á Akureyii árið 1994 og hafa leiðir þeirra legið víða saman síðan, en bæði hafa verið virk í íslensku tón- listarlífí um árabil. Þau hafa á síðustu áram flutt hefðbundna Ijóðatónlist, dægurtónlist og ættjarðarlög jöfnum höndum. Björg er Eyfirðingur að ætt og uppruna og bjó öll sín uppvaxtarár á Möðravöllum í Hörgárdal og síðar á Akureyri. Hún lauk BS-prófi í hjúkr- unarfræði frá Háskóla Islands árið 1988 og starfaði við hjúkrun til ársins 1996. Hún stundaði söngnám við Tónlistarskólann á Akureyri frá 1991-1996 en þá um haustið hóf hún framhaldsnám í ljóða- og óperasöng við Konunglega tónlistarskólann í Manchester á Englandi og lauk því námi vorið 1999. Björg er nú búsett í Lundúnum þar sem hún stundar einkanám í söng. Daníel er fæddur og uppaldinn í Neskaupstað og hóf þar tónlistar- nám. Síðai’ nam hann í Reykjavík og stundaði framhaldsnám við Sweel- inck-tónlistarháskólann í Amster- dam í Hollandi undir handleiðslu Willems Brons, þaðan sem hann lauk prófi vorið 1993. Daníel á ættir að rekja til Eyjafjarðar og hefur verið búsettur á Akureyri frá því hann lauk námi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.