Morgunblaðið - 24.11.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.11.2000, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2000 39 STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. EVRÓPUHER / AFORM Evrópusambandsins um sameiginlegan herafla hafa vakið upp miklar um- ræður og jafnvel deilur. Brátt verð- ur liðið ár frá því að leiðtogar ESB ákváðu á fundi í Helsinki að setja á laggirnar sérstakar hraðsveitir er skipaðar verða að minnsta kosti 60 þúsund hermönnum. Markmiðið er að sveitunum verði hægt að beita þegar deilur eins og á Balkanskaga koma upp og er miðað við að hægt verði að senda sveitirnar innan 60 daga frá því að ákvörðun er tekin um aðgerðir og í allt að fjögur þúsund kílómetra fjarlægð frá miðri Evrópu. Verkefni hraðliðsins er fyrst og fremst að koma í veg fyrir átök og stunda friðargæslu en ekki grípa til beinna hernaðaraðgerða. A fundi í byrjun vikunnar ákváðu varnarmálaráðherrar ESB að leggja sveitunum til nauðsynlegan mann- afla og búnað. Segir í yfirlýsingu þeirra að það skipti „höfuðmáli fyrir trúverðugleika hinnar evrópsku öryggis- og varnarstefnu, að geta sambandsins til að grípa inn í á neyð- arstundu sé aukin, hvort sem það er gert með eða án samvinnu við NATO“. Ekki eru hins vegar allir jafnsann^ færðir um ágæti þessara áforma. I Bretlandi hefur gætt efasemda urn þessi áform þótt vissulega megi segja að það sé fyrst og fremst með- al þeirra afla sem alla jafna eru mjög tortryggin í garð alls þess er frá Evrópusambandinu kemur. Þannig hefur Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráðherra, lýst því yfir að hún telji áform ESB ógna Atlants- hafssamstarfinu. Þá ritar Caspar Weinberger, fyrrum varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, grein í The Daily Telegraph í gær, þar sem hann segir að einu gildi hverju sé haldið fram, það veiki NATO ef hersveitir, er eyrnamerktar eru bandalaginu, eigi jafnframt að vera hluti hinna nýju hraðsveita. Hann telur jafn- framt að þessi áform ESB geti leitt til þess að draga muni úr stuðningi Bandaríkjamanna við NATO. Auðvitað er ekkert óeðlilegt við það, að Evrópuríkin, sem nú þegar eiga mjög náið efnahagslegt og póli- tískt samstarf, stilli saman strengi sína í auknum mæli á öryggis- og varnarmálasviðinu. Raunar má segja að það hafi verið ákveðið vandamál hversu sundurleit Evrópuríkin hafa verið í þessum efnum, líkt og kom í ljós við upphaf Bosníudeilunnar. Bandarískir ráðamenn hafa líka ver- ið iðnir við að hvetja Evrópuríkin til að axla auknar byrðar í varnarmál- um enda erfítt að réttlæta að banda- rískir skattgreiðendur beri hitann og þungann af öryggismálum í Evrópu rúmri hálfri öld eftir lok heims- styrjaldarinnar síðari, þegar þessar sömu þjóðir eru á ný orðnar meðal ríkustu þjóða heims. Á hinn bóginn er það ekkert laun- ungarmál að innan Evrópusam- bandsins er að finna sterk öfl sem hefðu ekkert á móti því að brestir kæmu í tengslin yfir Átlantshafið. I augum þessara afla eru áformin um sameiginlegan herafla einungis skref í þá átt að mynda Evrópuher, er tekið gæti við skuldbindingum NATO í Evrópu. Það er full ástæða til að taka þær raddir alvarlega er vara við því að áform ESB kunni að veikja NÁTO ef ekki er rétt staðið að málum. Sam- starf Evrópu og Bandaríkjanna inn- an NATO er einstakt í heiminum. Það hefur tryggt öryggi aðildarríkj- anna og haft þau áhrif að pólitísk og menningarleg tengsl þjóðanna beggja vegna Atlantshafsins hafa eflzt. Að mörgu leyti er NATO límið í samstarfi Evrópu og Bandaríkj- anna og má færa rök fyrir því að þessi nánu tengsl hafi komið í veg fyrir að pólitísk eða viðskiptaleg togstreita hafi gengið of langt. Kjarni málsins er þó sá, að það hlýtur að vera hlutverk Evrópuríkj- anna að takast á við og leysa þau vandamál, sem koma upp á þeirra heimaslóðum. Bosníudeilan varð ekki leyst án atbeina Bandaríkja- manna. Það varð bæði áfall og niður- læging fyrir Evrópuríkin. Lofthern- aður Átlantshafsbandalagsins í Júgóslavíu byggðist nánast að öllu leyti á hernaðarmætti Bandaríkja- manna, þótt hann færi fram undir merkjum Atlantshafsbandalagsins. Þetta er óviðunandi ástand bæði fyrir Bandaríkin og Evrópuríkin. Þess vegna er eðlilegt að Evrópurík- in axli ábyrgð á því og hafí bolmagn til að stunda lögregluaðgerðir á sín- um heimavígstöðvum. Það á að vera hægt að gera án þess að samstarfinu innan Atlantshafsbandalagsins sé ógnað. Það eru hagsmunir Evrópu- ríkjanna sjálfra að búa þannig um hnútana. Ríkin sem gátu ekki stillt til friðar í Bosníu og hefðu ekki haft bol- magn til þess að sjá ein um lofthern- aðinn í Júgóslavíu mundu ekki hafa afl til þess að tryggja eigið öryggi að óbreyttu ef kaldir vindar blésu á ný í samskiptum þeirra og Rússa. Þess vegna hafa Evrópuríkin sjálf ríka hagsmuni af því að samstarfið innan Atlantshafsbandalagsins verði þróað í alhliða öryggiskerfi fyrir Evrópu alla en að Evrópuríkin sjálf annist þær lögregluaðgerðir, sem kunna að verða nauðsynlegar í nágrenni þeirra. Bandaríkjamönnum hættir til að vilja halda og sleppa. Þeir hafa í fjölda mörg ár krafizt þess, að Evrópuríkin tækju aukinn þátt í kostnaði við eigin varnir en þeir hafa líka viljað halda öllum þeim áhrifum, sem fylgt hafa hinu fyrra fyrirkomu- lagi. Bandaríska risaveldið er eigin- gjarnt eins og flestar þjóðir heims hafa kynnzt af eigin raun, ef eitthvað hefur á bjátað í samskiptum og það á ekki síður við um okkur íslendinga en aðra. Þess vegna má segja, að ákveðinn tvískinningur sé í þessum umræðum á báða bóga. Hann má hins vegar ekki verða til þess að menn missi sjónar á því, sem máli skiptir, sem er bolmagn þessara ríkja til að tryggja eigið öryggi og setja niður deilur nágrannaþjóða. s Stjórnvöld ætla að stórauka þátttöku Islands í alþjóðlegri friðargæslu Listi imniim með 100 manns í Islensku frið- argæslunni Hálf öld er liðin frá því að íslendingar komu fyrst nálægt friðargæslustörfum. Þátttaka í friðargæslu hefur aukist jafnt og þétt frá árinu 1994 og nú áforma stjórn- völd stóraukið framlag til málaflokksins. Björn Jóhann Björnsson kynnti sér skýrslu sem starfshópur fjögurra ráðu- neyta vann nýlega um friðargæslu Islend- inga og ræddi við íslenska lögreglumenn sem voru á átakasvæðum. HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra sat fundi í Brussel í vikunni með ráðherrum Evrópuríkja, bæði innan og utan Evrópusambandsins, þar sem við- komandi ríki kynntu hvað þau eru reiðubúin að leggja af mörkum til sameiginlegra varna Evrópu. Hall- dór kynnti þar áform íslenskra stjómvalda um aukna þátttöku í al- þjóðlegri friðargæslu. Stutt er síðan Halldór lagði fram skýrslu um utan- ríkismál á Alþingi. Þar kom fram að á næstu tveimur til þremur árum er stefnt að því að 25 íslendingar starfi við friðargæslu en með aukinni þátttöku og reynslu gæti sá fjöldi farið í allt að 50 manns. Við skýrslu sína studdist utanrík- isráðherra við tillögur starfshóps sem skipaður var sl. sumar vegna aukinnar þátttöku í friðargæslu. Eins og ráðherra kynnti á Alþingi lagði starfshópurinn til að þátttak- an yrði efld með það fyrir augum að ísland gæti, þegar þörf krefur, lagt af mörkum og kostað ákveðinn fjölda starfsfólks til friðargæslu- verkefna á hverjum tíma. Starfs- hópurinn mat það svo að til greina kæmu menn úr ýmsum starfsstétt- um, s.s. lögreglumenn, læknar og hjúkrunarfræðingar, lögfræðingar, stjórnendur og tæknimenntað starfslið. Stai'fshópurinn lagði einn- ig til að eftir auglýsinga- og kynn- ingarstarf yrði komið upp skrá eða lista yfir allt að 100 manns, undir heitinu „íslenska friðargæslan“, sem væru tilbúnir að fara til starfa með stuttum fyrirvara. í þeim hópi yrði einnig sérsveit á borð við þá sem fór til björgunaraðgerða eftir jarðskjálftana í Tyrklandi í fyrra. Af fleiri tillögum hópsins má nefna að friðargæslunni verði komið var- anlega fyrir í stjórnsýslunni í því skyni að hægt sé að standa sem best að ráðningu, þjálfun og tengslum við friðargæsluliða, sem og stofnan- ir sem tengjast málefninu, innlend- ar og erlendar. Þá lagði hópurinn til að hugað yrði að nauðsyn á laga- setningu í tengslum við Islensku friðargæsluna, hún yrði fastur liður á fjárlögum ríkisins og framlög tækju mið af verkefnum á hverjum tíma. Breytt eðli friðargæslu í skýrslu starfshópsins kom fram að tillögumar gera ráð íyrir víð- tækri skilgreiningu á friðargæsl- unni. Framlag íslands gæti falist í því að leggja til hjúkrunarfólk, lækna, lögreglumenn og verkfræð- inga, sem og starfslið sem aðstoðar við að halda uppi allsherjarreglu, byggja upp dómsvald, löggjafar- vald og framkvæmdavald. Jafn- framt gætu verkefnin verið á sviði uppbyggingar eða endurskipulagn- ingar innan stjórnsýslu, rekstrar heilbrigðiskerfis eða gerð sam- göngumannvirkja. Verkefnin gætu einnig tengst mannúðaraðstoð eftir atvikum. I skýrslunni segir að ljóst sé að ísland hefur hæft starfsfólk á þessum sviðum. Gunnar Gunnarsson sendiherra fór fyrir starfshópnum en í honum sátu einnig Albert Jónsson, deildar- stjóri í forsætisráðuneytinu, Björn Friðfinnsson, ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu, og Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í heil- brigðisráðuneytinu. Gunnar sagði við Morgunblaðið að tillögurnar væru það nýtilkomnar að ekki væri farið að vinna eftir þeim ennþá. Verið væri að ýta málinu úr vör og vonandi gæti þessi vinna hafist inn- an tíðar á kerfisbundinn hátt, t.d. vinna við lista yfir 100 manns hjá I s- lensku friðargæslunni. Gunnar sagði að eðli friðargæslu hefði breyst verulega á undanförn- um árum. Hefðbundin friðargæsla á árum kalda stríðsins hefði falið ein- göngu í sér herlið sem setti sig á milli stríðandi fylkinga, og ekki síst milli ríkja. Nú væru deilurnar að mestu innanríkisátök og friðarað- gerðirnar mun flóknari en áður. Gunnar sagði að fleiri lönd en ís- land væru að auka þátttöku borgaralegs starfsliðs og nefndi hann Norðurlandaþjóðir og Þýska- land sem dæmi. í skýrslu starfshópsins kemur fram að kostnaður ríkisins af hverj- um friðargæsluliða hefur verið um 5 til 8 milljónir á ári. Er þá eingöngu miðað við laun og ferðakostnað. Annar kostnaður, s.s. vegna rekstr- ar skrifstofu í tengslum við friðar- gæslu, starfsmannahalds, þjálfunar friðargæsluliða, búnaðar eða tækja- búnaðar er ekki meðtalinn. Að öllu þessu meðtöldu er kostnaður á hvern mann áætlaður á bilinu 8 til 10 milljónir króna. Miðað við 25 ís- lenska friðargæsluliða gæti heildar- kostnaður ríkisins af friðargæslu- störfum orðið 200-250 milljónir króna, og þá allt að helmingi meiri verði friðargæsluliðum fjölgað í 50 á komandi áram. Fimmtíu manns frá árinu 1994 Þátttaka íslendinga í friðar- gæslu á sér hálfrar aldar sögu en hún hófst á áranum 1950-1951 þeg- ar tveir íslenskir lögreglumenn störfuðu á vegum Sameinuðu þjóð- anna í Palestínu. Frá þeim tíma hafa íslenskir sérfræðingar starfað að friðargæslu og uppbyggingar- starfi á átakasvæðum á vegum ís- lenskra stjórnvalda víða um heim, einkum á vegum Sameinuðu þjóð- anna en undanfarin ár einnig á veg- um NATO, Öryggis- og samvinn- ustofnunar Evrópu, ÖSE, og annarra alþjóðastofnana. I skýrslu starfshópsins sem kom með tillögur um aukna friðargæslu kemur m.a. fram að á undanförnum áram hefur opinbert framlag til alþjóðlegrar friðargæslu og uppbyggingarstarfs á átakasvæðum verið aukið mark- visst. Frá árinu 1994 hafa yfir 50 ís- lenskir sérfræðingar starfað á veg- um íslands í Bosníu og Kosovo. Nokkur fjöldi íslendinga hefur einnig starfað við friðargæslu og mannúðaraðstoð á vegum alþjóða- stofnana eða frjálsra félagasam- taka án þess að íslensk stjórnvöld hafi átt þar hlut að máli. Islenskir friðargæsluliðar hafa einkum kom- ið úr röðum lögreglumanna, lækna og hjúkranarfræðinga. Einnig hafa farið til starfa verkfræðingar, fjölmiðlamenn, lögfræðingur, sagn- fræðingur og bílstjórar, að því er fram kemur í skýrslu starfshópsins. Á þessu ári hafa um tíu íslend- ingar starfað í senn í Bosníu og Kosovo. Þetta era 5 lögregluþjón- ar, sem starfa á vegum alþjóðalögr- egluliðs Sameinuðu þjóðanna, tveir hjúkrunarfræðingar sem starfa með breska hernum í sveitum NATO í Kosovo, en tveir hjúkran- arfræðingar vora fyrr á árinu í Bosníu. Þá hefur einn verkfræðing- ur starfað í höfuðstöðvum alþjóða- sveita NATO í Kosovo. Þar starfaði einnig upplýsingafulltrúi þar til nýlega en enn starfar þar lögfræð- ingur á vegum ÖSE og fyrrverandi þingkona að málefnum kvenna á vegum UNIFEM. Venja er að hver friðargæsluliði fari til starfa í sex mánuði, með möguleika á fram- lengingu. Frá árinu 1994 hafa ríflega 30 læknar og hjúkranarfræðingar starfað á vegum íslands í Bosníu og Kosovo, fyrst með norska hernum en frá árinu 1996 með breska hern- um. Það ár gerðu íslensk og bresk stjómvöld með sér sérstakt sam- komulag um samstarf á sviði friðar- gæslu í Bosníu sem fólst í því að ís- lenskt heilbrigðisstarfsfólk fékk þjálfun í Bretlandi og starfaði í kjölfarið tiltekinn tíma með breska hemum í Bosníu. Samkomulagið, samkvæmt fyrrnefndri skýrslu starfshópsins, var endurnýjað fyrr á þessu ári og nær einnig til sam- starfs í Kosovo. Frá árinu 1997 í Bosníu og fyrr á þessu ári í Kosovo hafa hátt í 20 ís- lenskir lögreglumenn starfað við friðargæslu á vegum alþjóðlegra lögreglusveita Sameinuðu þjóð- anna, IPTF. Lögreglumennimir Þeir íslenskir lögreglumenn sem hafa farið til starfa í Kosovo hafa þurft að bera vopn. Hér er Guðmundur Ásgeirsson, lögregluþjónn í Reykjavfk, ásamt franskri friðargæslusveit í Mitrovica. Störf friðargæsluliða geta verið áhættusöm og því hafa Islendingar, sem hafa verið á átakasvæðum í Kosovo og Bosníu, fengið að kynnast. Ljósmynd/Guðmundur Ásgeirsson Friðargæsluliðar verða fyrir hðtunum þar sem þeir starfa og algengt að eigur þeirra eru eyðilagðar. Þegar íslenskir lögrelgumenn voru að störfum í Kosovo fýrr á árinu var kveikt í einni bifreið sveitar þeirra. Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Friðargæsluliðar vekja forvitni og athygli ungu kynslóðarinnar og hér er franskur friðargæsluliði umkringdur krökkum í Pristina. hafa að jafnaði starfað í 6-8 mánuði í senn og þá innan dönsku lögreglu- sveitarinnar. Að sögn Gunnars Gunnarssonar hafa lögregluþjón- amir starfað á hættusvæðum, t.d. í Mitrovica og Pristina, og þurft að bera handvopn þegar við á. Engan íslending hefur sakað við friðar- gæslustörf en Gunnar benti á að í skýrslu starfshópsins kæmi það skýrt fram að öll störf við friðar- gæslu fela í sér ákveðna áhættu. Hann sagði reynslu af starfi íslend- inganna almennt góða, lögreglu- þjónarnir hefðu t.d. getið sér afar gott orð, sem og hjúkranarfólk og aðrir friðargæsluliðar frá íslandi. „Við finnum almennt fyrir mikl- um áhuga fólks á þessum störfum hér heima, en hann er að vísu mis- munandi eftir því hvaða störf er um að ræða. Það segja allir sem í þetta hafa farið að þeir hefðu ekki viljað missa af tækifærinu. Störfin geta verið mismunandi. Ef friður helst og friðargæsluliðar hafa erindi sem erfiði þá er ekki mikið að gera en ef árangurinn er ekki sem skyldi þá verða aðstæður stundum öðruvísi," sagði Gunnar. Áformum íslands vel tekið Halldór Asgrímsson utanríkis- ráðherra sagði í samtali við Morg- unblaðið að sérstaða í slands væri sú að hafa ekki her. Því gæti landið ekkert lagt af mörkum á þeim vett- vangi. „Hins vegar höfum við verið að hasla okkur völl í friðargæslu og höfum ákveðið að auka þátt okkar í henni, í samræmi við áætlun sem lögð var fram á Alþingi fyrir skömmu,“ sagði Halldór. Hann sagði að áformum íslenskra stjórnvalda hefði verið tekið vel á fundunum í Brassel. Vissulega væri Island smátt í þessum samanburði en það væri mikilvægt skref að vera þátttakandi með öðrum Evrópu- þjóðum, skref sem væri tekið eftir. Halldór sagði flest ríki vera með áform um aukna þátttöku í friðar- gæslunni en aðallega á sviði hernað- ar með því að leggja til hersveitir og búnað, jafnt á lofti, láði og legi. „Okkar þátttaka er eingöngu á borgaralegum grundvelli, á sviði löggæslu, heilsugæslu og vissum sérfræðiverkefnum. Ég tel að við getum gert mest gagn á sviðum lög- gæslu og heilsugæslu. Okkar lög- reglumenn hafa staðið sig frábær- lega í Kosovo og Bosníu og allt það hjúkranarfólk sem þarna hefur ver- ið hefur með sama hætti fengið góð- an vitnisburð. Við getum hjálpað til í þessum efnum líkt og aðrar þjóðir. Áherslur hafa breyst frá hernaðar- legu framlagi yfir í það að gæta þess að friður sé haldinn og koma í veg fyrir vopnuð átök,“ sagði Halldór og lagði á það áherslu að aukin þátt- taka íslands í friðargæslu fæli ekki í sér áform um íslenskan her. Ljóst væri að sú reynsla sem Islendingar öðlast í þessum störfum kemur þeim að gagni í áframhaldandi starfi heima fyrir. Á átakasvæðum í Kosovo Guðmundur Ásgeirsson, til vinstri, í fullum skrúða friðargæsluliða í Kosovo ásamt islenskum starfsfélaga, Jóni Valdimarssyni frá Akureyri. ALDREI ÖRUGGIR UM LÍF OKKAR ÖGREGLUMENN hafa verið meðal íslenskra friðargæsluliða í Kosovo og Bosníu. Störf þeirra á þessum svæðum hafa verið ólík því í Koso- vo hafa átökin verið meiri og friðargæslu- liðar eina lögreglan á staðnum. Hafa lög- reglumenn þurft að bera vopn þar dag- lega en í Bosníu hafa störf þeirra meira snúist um aðstoð við og eftirlit með þar- lendum lögregluyfir- völdum og engin vopn notuð til þess. Lög- reglumenn sem vilja starfa við friðargæslu þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði, m.a. þau að hafa að lágmarki starfað í 8 ár við lög- gæslu. Þá eru gerðar kröfur um reynslu af vopnaburði sækist menn eftir störfum á átakasvæð- um eins og í Kosovo. Mögnuð lífsreynsla Guðmundur Ásgeirsson, lög- regluþjónn í Reykjavík, var í hálft ár í Kosovo og kom þaðan sl. vor ásamt Jóni Valdimarssyni, lög- regluþjóni á Akureyri. Þeir voru að störfum í bænum Kosovska Mitrovica, þar sem ófriður hefur verið mikill og er enn, og þurftu að bera vopn allan tímann. Þegar þeir komu heim fóru aðrir tveir lög- reglumenn frá íslandi til Kosovo, en þeir hafa verið í Pristina og Ijúka störfum í febrúar á næsta ári. „Þetta var mögnuð lífsreynsla, erfið en lærdómsrík. Sökum óviss- unnar í Kosovo var erfitt að taka ákvörðun um að fara út. En ég hafði stuðning fjölskyldunnar, konu og barna, og maður dreif sig af stað. Auðvitað komu stundir þar sem hugsaði með sér að betra væri að vera heima. Þannig lentum við í því fyrsta daginn að taka lík úr fjöldagröf. Við vissum lítið hvað við voram að fara út í og tókum á þessu dag frá degi. Þegar maður hugsar til baka sér maður ekki eft- ir einni mínútu í þessari ferð. Þetta gefur manni nýja lífssýn,“ sagði Guðmundur. Hann sagði átökin hafa verið mikil, einkum í febrúar, þegar þeir Jón urðu vitni að árásum, spreng- ingum og manndrápum. Skotið hefði verið á hermenn og friðar- gæsluliðar fengið hótanir í sinn garð. „Ég get ekki sagt að við höfum verið í lífshættu en við gátum aldrei verið öruggir um líf okkar. Við urðum að bera vopn, en ís- lenskir lögreglumenn hafa ekki gert það áður í þessari friðar- gæslu. Sem betur fer þurftum við ekki að beita vopnum," sagði Guð- mundur. Eins og kemur fram hér á síðunni stendur til að safna 100 manns á lista yfir hina svokölluðu ís- lensku friðargæslg, fólk sem hefur reynslu af slíkum störfum og getur farið á ófriðarsvæði með stuttum fyrirvara. Aðspurður hvort hann væri tiltækur á slíkan lista sagðist Guð- mundur vera tilbúinn að íhuga málið. Að mörgu þyrfti að hyggja og þá einkum aðstæðum í fjölskyldunni. Lærdómsríkur tími Jón Sigurður Ólason, aðalvarð- stjóri í lögreglunni i Reykjavík, var í níu mánuði við störf í Sarajevo í Bosníu og kom þaðan í ágúst sl. í samtali við Morgunblaðið sagði Jón þetta hafa verið lærdómsríkan tíma. Að koma út til Sarajevo hefði verið eins og að fara 30-40 ár aftur í tímann, borgin rústir einar og ófriður mikill í landinu. Erfiðast hefði verið að koma sér af stað frá íslandi og kveðja fjölskylduna, en Jón á konu og tvö börn. „Við lentum aldrei í raunveru- legri lífshættu en þetta var samt tæpt allan tímann og við urðum að fara mjög varlega. Hvergi mátti stíga út fyrir steypta jörð eða mal- bik, þá tókum við áhættu á að stíga á jarðsprengjur. Fólk var að slas- ast og deyja eftir að hafa stigið á slíkar sprengjur. Við unnum eftif ströngum reglum innan dönsku lögreglusveitarinnar og þurftum alltaf að tilkynna okkar ferðir," sagði Jón Sigurður. Hann sagði friðargæsluliða hafa þurft að fylgj- ast náið með störfum lögreglunnar í Bosníu, þar sem glæpatíðni væri há og spilling mikil innan lög- reglunnar, allt frá óbreyttum lög- reglumönnum til yfirmanna. Meðal þeirra verkefna sem íslenskir lög- regluþjónar glímdu við í Bosníu var umsjón með lögregluskóla og rannsókn morðs á vararáðherra í ríkisstjórn Bosníu. Með Jóni í Bosníu voru Ólafur Egilsson og Þórhallur Árnason, en sá síðar- nefndi er þar reyndar enn. Jón sagðist hafa öðlast dýrmæta reynslu í Bosníu sem kæmi sér vel í störfum hans í lögreglunni í Reykjavík. Hann sagðist hiklaust mæla með því að fólk prófaði störf sem þessi hefði það áhuga. Jón S. Ólason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.