Morgunblaðið - 24.11.2000, Blaðsíða 62
, 62 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
06 HER ER MADUR
SEM SETUR
TALAÖ AFTURÁBAK!
U_____ ______—-----íí/
Nú, og hvað
finnst þér ?
Abraham Lincoln hefði
unnið með glans.
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Iþróttamenn njóti
sannmælis
Frá Carli J. Eiríkssyni:
ELLERT Schram, forseti íþrótta-
og ólympíusambands Islands, ISI,
skrifar grein í Mbl. 4. nóv. undir fyr-
irsögninni „íþróttir njóti sannmæl-
is“. En hvað um íþróttamenn? Eiga
íþróttamenn ekki að njóta sannmæl-
is? Það er nógu slæmt þegar ein-
hverjir eru afgreiddir með þögninni
og njóta þá ekki nægilegs sannmæl-
is, það er það sem Ellert virðist eiga
við í grein sinni. Hann talar ekki um
að lygar séu bornar út um íþróttim-
ar. Hann segir að íþróttirnar séu
ekki metnar að verðleikum sem hluti
af menningu okkar, þær þyki ekki
nógu fínar samanborið við aðrar list-
ir.
Það er hins vegar margfalt verra
þegar menn njóta ekki sannmælis
með þeim hætti að þeir séu beittir
lygum í opinberum skýrslum.
Og enn verra er það þegar falskar
opinberar skýrslur fást ekki leiðrétt-
ar né ógiltar þrátt fyrir kærur til
íþróttadómstóla og þrátt fyrir mörg
skrifleg erindi til framkvæmda-
stjórnar ÍSÍ og til ólympíunefndar
íslands. Dómstólar ÍBR og ÍSI eru
báðir óskilvirkir sem kunnugt er. Ef
einhver efast um það, þá má spyrja
HSÍ og KSÍ. fþróttir með rangind-
um verða aldrei „fínar“.
Það virðist Ellert Schram ekki
skilja.
Þorsteinn Ásgeirsson pípulagn-
ingamaður, fyrrverandi formaður
skotsambandsins skáldaði upp
ósanna skýrslu eftir keppnisferð
mína á Ólympíuleikana í Barcelona.
Þar sagði t.d. að ég hefði fengið mér
fararstjórapassa. Þessa fólsku
skýrslu sendi hann til ólympíunefnd-
ar íslands tæpu ári eftir leikana.
Ingvar Pálsson, framkvæmdastjóri
ólympíunefndar, sendi fölsunina til
íþrótta- bandalaga og sambanda
víðsvegar um landið þrátt fyrir að
Ingvar vissi fyrirfram að skýrslan
var ósönn og ærumeiðandi fyrir mig.
Júlíus Hafstein, forseti ólympíu-
nefndar lofaði að birta athugasemdir
mínar í næstu Ólympíuskýrslubók
svo að þeir hinir sömu og fengu hina
fölsku skýrslu Þorsteins fengju líka
athugasemdir mínar. Aður en þetta
náðist hafði Ellert Schram tekið við
embætti Júlíusar. Ellert neitaði að
efna loforðið sem Júlíus hafði gefið
fyrir hönd ólympíunefndar. Eg álít
að þetta séu svik og að Ellert og ól-
ympíunefnd (nú ÍSÍ) séu svikarar.
„Orð skulu standa,“ sagði Júlíus þeg-
ar hann frétti um neitun Ellerts, en
þá var málið að sjálfsögðu úr hönd-
um Júlíusar.
Skrá Þorsteins Asgeirssonar yfir
Islandsmet var einnig fölsk í fjöl-
mörgum atriðum og fékkst ekki leið-
rétt í 7 ár þrátt fyrir kærur og mörg
skrifleg erindi til ÍSÍ. Formenn
Skotsambandsins sem tóku við af
Þorsteini eftir að hann hrökklaðist
frá, þeir Sveinn Sæmundsson og Jón
S. Ölason voru báðir ófáanlegir tU að
leiðrétta skrána. Núverandi formað-
ur, Halldór Axelsson, hefur hins veg-
ar fært Islandsmetaskrána í lag ný-
lega. Þar hefur fjölda úrslita sem
aldrei voru met verið rutt út, og eldri
úrslit sem voru met en máttu ekki
sjást hafa verið sett í staðinn.
Iþróttaskýrslur eru opinber gögn
sem lenda fyrr eða síðar á Þjóð-
skjalasafninu. Framkvæmdastjórn
ÍSÍ með Ellert Schram í broddi fylk-
ingar er þeirrar skoðunar að falskar
opinberar skýrslur skuli áfram vera í
fullu gildi. Ég álít að það sé söguföls-
un og að þeir sem fyrir því standa,
Ellert og ISÍ séu lygarar.
Ellert Schram ætti ekki að tala um
sannmæli á meðan hann vill sjálfur
hafa ósannar íþróttaskýrslur.
CARL J. EIRÍKSSON,
Skólagerði 47, Kópavogi.
Fátæk þjóð
Frá Sigurði Ingólfssyni:
ÞAÐ er grátleg þjóð sem hefur ekki
efni á því að borga fyrir menntun
barna sinna. Sú ríkisstjórn, sem seg-
ist ekki hafa fjárhagsleg tök á því að
sjá fyrir frambærilegri menntun í
landi sínu, er eymdarstjóm. Það að
kennarar í slíku landi skuli þurfa að
beita verkfallsvopninu í baráttu fyrir
kröfum um leiðréttingu launa sinna,
er nokkuð sem hver þjóð ætti að
skammast sín fyrir. Þar sem skóla-
ganga er metin að þeim verðleikum
sem henni ber, ætti ekki að þurfa að
búa við það að framhaldsskólanemar
þurfi að leita sér að vinnu á meðan
ríkisstjóm þeirra er að prútta um
launakjör kennara þeirra. Það er
frámunalega heimskulegt af þeirri
hinni sömu ríkisstjórn að snúa rétt-
indamálum landsins upp í orðheng-
ilshátt um lýðskmm og verkfallsvilja
þeirra sem við er samið, á sama tíma
og hún stærir sig af góðæri í eigin
landi. Slíkt mál snýst nefnilega ekki
aðeins um það að kennarar, sem ein-
hver sérhópur í þjóðfélaginu, séu að
fara fram á launahækkun. Málið
snýst fyrst og fremst um það hvort
ríkisvaldið hafí metnað fyrir því að
börn þjóðarinnar fái almennilega
menntun. Hvort ríkisvaldið vilji
halda framhaldsskólakennumm í
sínu starfi. Hvort ríkisvaldið vilji
virkilega horfa á eftir menntun
þeirra, sem geta kennt og vilja
kenna, út úr skólakerfínu og í eitt-
hvað allt annað sem er betur launað.
Hvort ríkisvaldið vilji sjá þá mennt-
un, sem ráðherrar miklast af við há-
tíðleg tækifæri, vera nýtta til alls
annars en þess að kenna börnum
landsins. Á meðan slík ríkisstjórn
snýr upp á sig með útúrsnúningum
um prósentur er lítil von til þess að
þau verðmæti sem ekki er höndlað
með á hlutabréfamörkuðum fái
nokkm sinni skilað arði. I slíku landi
er þá ekkert undarlegt að mennta-
kerfið sveimi um á meðal skýjanna á
meðan ríkisstjórnin veltir sér upp úr
aurnum.
Slíkt land er fátækt, vegna þess að
það kann ekki að meta sitt ríkidæmi
að verðleikum.
SIGURÐURINGÓLFSSON
menntaskólakennari,
Miðgarði 4, Egilsstöðum.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.