Morgunblaðið - 24.11.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.11.2000, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ BÓKASALA 1.-21. nóv. Röð Var Titill/ Hð(undur/ Útgefandi 1 Harry Potter og fanginn frá Azkaban/ Joanna K. Rowling/ Bjartur 2 Dís/ Birna Anna Björnsdóttir, Oddný Sturludóttir og Silja Hauksdóttir/ Forlagið 3 Harry Potter og leyniklefinn/ Joanna Rowling/ Bjartur 4 Harry Potter og viskusteinninn/ Joanna Rowling/ Bjartur 5 Hálendið í náttúru íslands/ Guðmundur Páll Ólafsson/ Mál og menning 6 Mýrin/ Arnaldur Indriðason/ Vaka-Helgafell 7 Stóra bakstursbókin/ Þýð. Soffía Ófeigsdóttir/ Vaka-Helgafell 8 Þögnin/ Vigdís Grímsdóttir/ Iðunn 9 Moldvarpan sem vildi vita/ Werner Holzwarth og Wolf Eribruch/ Vaka-Helgafell 10 Almanak Háskólans 2001/ Þorsteinn Sæmundsson sá um / Háskóli íslands Einstakir flokkar: ÍSLENSK OG ÞÝDD SKÁLDVERK 1 Dís/ Birna Anna Björnsdóttir, Oddný Sturludóttir og Silja Hauksdóttir/ Forlagið 2 Mýrin/ Arnaldur Indriðason/ Vaka-Helgafell 3 Þögnin/ Vigdís Grímsdóttir/ Iðunn 4 Gula húsið/ Gyrðir Elíasson/ Mál og menning / Vaka-Helgafell 5 Byltingarböm/ Björn Th. Björnsson/ Mál og menning 6-7 Fáfræðin/ Milan Kundera/ Mál og menning 6-7 Vorhænan og aðrar sögur/ Guðbergur Bergsson/ JPV forlag 8 Galdur/ Vilborg Davíðsdóttir/ Mál og menning 9 Hvíta kanínan/ Árni Þórarinsson/ Mál og menning 10-11 Bróðir lúsifer/ Friðrik Erlingsson/ Iðunn 10-11 Öreindirnar/ Michel Houellebecq/ Mál og menning ÍSLENSKAR OG ÞÝPPAR BARNA- OG UNGLINGABÆKUR 1 Harry Potter og fanginn frá Azkaban/ Joanna K. Rowling/ Bjartur 2 Harry Potter og leyniklefinn/ Joanna K. Rowling/ Bjartur 3 Harry Potter og viskusteinninn/ Joanna K. Rowling/ Bjartur 4 Moldvarpan sem vildi vita/ Werner Holzwarth og Wolf Erlbruch/ Vaka-Helgafell 5-6 Sagan af bláa hnettinum/ Andri Snær Magnason/ Mál og menning 5-6 Snjóstubburinn/ Andrew Davenport/ Vaka-Helgafell 7 Viddi fer á kreik/ / Vaka-Helgafell 8 Bósi kemur til bjargar/ / Vaka-Helgafell 9 Jólin koma/ Jóhannes úr Kötlum/ Mál og menning 10 Fyrstu orðin mín/ / Setberg ALMENNT EFNI OG HANDBÆKUR 1 Hálendið í náttúru íslands/ Guðmundur Páll Ólafsson/ Mál og menning 2 Stóra bakstursbókin/ Þýð. Soffía Ófeigsdóttir/ Vaka-Helgafell 3 Almanak Háskólans 2001/ Þorsteinn Sæmundsson sá um/ Háskóli íslands 4-5 Fegraðu líf þitt/ Victoria Moran/ Salka 4-5 Reykjavík málaranna/ Hrafnhíldur Schram/ Mál og menning 6 Almanak hins íslenska Þjóðvinafélags 2001/ / Hið íslenska þjóðvinafélag 7 Framtíð lýðræðis á tímum.../ Hjálmar Sveinsson og Irma Erlingsdóttir/ Bjartur 8 20. öldin-Brot úr sögu þjóðar/ Ritstj. Jakob F. Ásgeirsson/ Nýja bókafélagið 9 Hratt og bítandi/ Jóhanna Sveinsdóttir/ Ormstunga 10 Bítlarnir-Sagan ótrúlega/ Mark Hertsgaard/ Iðunn ÆVISÖGUR OG ENDURMINNINGAR 1 Einar Benediktsson III/ Guðjón Friðriksson/ Iðunn 2 Mynd af konu-Vilborg Dagbjartsdóttir/ Kristín Marja Baldursdóttir skráði/ Salka 3 Steingrímur Hermannsson III/ Dagur B. Eggertsson/ Vaka-Helgafell 4-5 Lífsgleði-Minningar og frásagnir/ Þórir S. Guðbergsson/ Hörpuútgáfan 4-5 Ógnir minninganna/ Loung Ung/ Vaka-Helgafell 6 Svínahirðirinn/ Jeffrey Kottler og Þórhallur Vilhjálmsson/ JPV forlag 7 í gegnum árin/ Ólöf J. Jónsdóttir/ Víkurútgáfan 8 Jónas Hallgrimsson/ Páll Valsson/ Mál og menning 9 í leiftri daganna/ Agnar Þórðarson/ Mál og menning 10 Nærmynd af Nóbelsskáldi/ Ritstj. Jón Hjaltason/ Bókaútgáfan Hólar Bókabúðir sem tóku þátt í könnuninni Höfuðborgarsvæðið: Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi Bókabúð Máls og menningar, Síðumúla Bókabúðin Hlemmi Bókabúðin Mjódd Bóksala stúdenta, Hringbraut Bónus, Holtagörðum Eymundsson, Kringlunni Penninn-Eymundsson, Austurstræti Penninn, Kringlunni Samantekt Félagsvísindastofnunar á sötu bóka í nóvember 2000. Unniö fyrir Morgunblaöið, Félag (slenskra bókaútgefenda og Félag bóka- og ritfangaverslana. Ekki eru taldar með þær bækur sem seldar hafa veriö á mörkuðum ýmiss konar á þessu tímabili, né kennslubækur. Bókabúðin Hamraborg, Kópavogi Bónus, Kópavogi Penninn-Eymundsson, Hafnarfirði Utan höfuðborgarsvæðisins: Bókabúð Keflavíkur, Keflavík Bókval, Akureyri Kaupfélag Héraðsbúa, Egilsstöðum KÁ, Selfossi Hættulegt að eltast við kanínur BÆKUR Sakaniálasajfa HVÍTA KANÍNAN Árni Þórarinsson: Hvífa kanínan. Mál og menning 2000, 224 bls. ÁRNI Þórarinsson vakti verðskuld- aða athygli með sakamálasögunni Nóttin hefur þúsund augu sem kom út fyrir tveimur árum. Hvita kanínan er sjálfstætt framhald þeirrar sögu. Einar blaðamaður er sendur í frí til Spánar og býður 14 ára gamalli dótt- ur sinni með sér til að bæta fyrir gamlar vanrækslusyndir. Einar er reyndar ekki allur þar sem hann er séður, hann hnýsist í mál sem tengj- ast dauða hálfbróður hans. Fríið er því yfirskin að nokkru leyti og Einar velur borg þar sem lögfræðingurinn Alfreð Hauksson býr, en hann er ein- mitt fyrrverandi elskhugi hálfbróður Einars. Fyrr en varir gerast óhugn- anlegir atburðir í sólarlandaferðinni og Einar blaðamaður sogast inn í hringrás atburðanna og sér lengi vel ekki fyrir endann á óvæntri og spennandi atburðarás. Hér verður ekki farið nánar út í fléttu sögunnar (til að eyðileggja ekki ánægju les- enda) en í stuttu máli má segja að hún sé býsna góð, framvindan er hröð og engar óþarfar málalenging- ar eða útúrdúrar, samhengið er sannfærandi og rökrétt eins og í Is- lendingasögunum, eitt leiðir af öðru og spennan magnast stig af stigi þar til hámarki er náð. Reyfarar eru vandmeðfarin bók- menntagrein, það er auðvelt að skrifa þá, ef höfundur hefur góða fléttu er stundum nánast eins og þeir skrifi sig sjálfir og útkoman er oft af- þreying sem skilur lítið eftir sig að lestri loknum. Snjallir höfundar vita að fléttan er að sönnu mikilvæg til að halda lesandanum við efnið, en þeir kunna þá list að vefa aðra þætti saman við frásögnina sem gefa efninu vídd og dýpt. Þetta geta verið alls kyns hugleiðingar um mannlegt eðli, sekt og samvisku og þar fram eftir götunum. Árni er í hópi þessara snjöllu höfunda, það er unun að sjá hvernig hann leikur sér með margræðan texta Lewis Carroll í ævin- týrinu fræga um Lísu í Undralandi. Þannig lætur Árni dægurlaga- texta hljómsveitarinnar Jefferson Airplane „White Rabbit" frá 1969 leika heilmikið hlutverk í sögunni eins og sést á nafni hennar. Texti lagsins er túlkun á ævintýrinu um Lísu, þeirri undraveröld sem við lif- um og hrærumst í. Saklaust barna- ævintýri reynist ekki eins saklaust ef rýnt er í það af túlkunargleði bók- menntafræðinga og listamanna. Og í sögunni er reyndar óvænt uppfærsla á ævintýrinu um Mjallhvíti og dverg- ana sjö þar sem Mjallhvít fær hrika- lega „útreið“! Þá er komið að þeirri skuggaveröld sem sagan veitir inn- sýn í, klámiðnaði og barnaníðingum. Sá veruleiki er nákominn þeim sem vill nálgast hann á Netinu og lög- reglan hefur nóg að gera að upplýsa slík mál eins og þeir vita sem fylgjast með fréttum. Sagan veitir nokkra innsýn í hvernig peningar, völd og ástríður geta gert manninn að ófreskju sem svífst einskis. Látið er að því liggja að þessi ófreskja eða „nútíminn" hafi losnað úr búrinu í San Franciseo fyrir rúmum 30 árum. í Hvítu kanínunni sýnir Árni að þessi svokallaði „nútími“ teygir arma sína til þess litla skers, Islands, eða eyjunnar hvítu eins og Jónas kallaði hana. Það er enginn óhultur íyrir nútímanum, hvort sem það er til ills eða góðs og mér finnst að Arni veki lesandann til umhugsunar um það í lokin. Árni Þórarinsson hefur skrifað skemmti- legan og áhugaverðan reyfara sem vekur lesandann til umhugs- unar um margt. Hann ritar lipran og læsileg- an stil og sýnir oft mikla ritleikni í með- ferð íslensks máls sem verður sjaldan stirt í meðförum hans. Samtöl eru vel skrifuð og text- inn er víða kryddaður bröndurum og höfundurinn hefur gott auga fyrir kímni og spaugilegum atvikum. Ein- ar blaðamaður er aðalpersóna og þungamiðja sögunnar, Árni fellur ekki í þá gryfju að gera hann að dýrl- ingi. Hann á í erfiðleikum í einkalífi sínu og hallar sér dálítið að flöskunni á köflum og er kannski ekki beint fyrii-myndarfaðir, hann er kaldhæð- inn og gagnrýninn á fólk. En það sem stendur upp úr er að hann er hreinn og beinn og vill kanna svik og misferli en kemst að því að höf- uðpaurarnir láta ekki svo auðveld- lega hanka sig. Það er ánægjulegt að reyfarinn er í sókn á íslandi og mér sýnist Árni Þórarinsson hafa alla burði til að ná enn lengra á þessu sviði ef hann heldur áfram á sömu braut. Les- andinn bíður spenntur eftir fram- haldi á sögu blaðamannsins, hvaða stefnu taka kvennamálin sem hann mátti ekki vera að að sinna í þessu svokallaða fríi? Guðbjörn Sigurmundsson Árni Þórarinsson Að sættast við dauðann BÆKUR L í f s p e k i ÞRIÐJUDAGAR MEÐ MORRIE eftir Mitch Albom. Þýðandi: Ár- mann Örn Ármannsson. Útgefandi: Nýja bókafélagið. Stærð: 192 blað- síður. Band: Kilja. DAUÐINN er feimnismál í samtíð okkar og fólk reynir að láta eins og hann muni ekki koma. Það kveður við annan tón í þessari bók þar sem fjallað er í smáatriðum um tauga- hrörnunarsjúkdóminn ALS, hvern- ig hann fikrar sig smátt og smátt upp eftir h'kama sjúklingsins og dregur hann hægt en örugglega til dauða þegar hann hefur náð valdi á öndunarfærunum. Morrie Schwartz, háskólaprófes- sor í félagsvísindum, fékk þann úr- skurð að hann hefði fengið þennan sjúkdóm. Þegar læknamir upplýstu hann um að hann ætti aðeins skammt eftir ólifað ákvað hann að leggja ekki árar í bát heldur nýta tímann sem hann átti eftir eins vel og hann gæti og gera dauðann að lokaverkefni sínu, hápunkti ævi- starfs síns. Þess vegna vildi hann halda áfram að kenna þó að heils- unni hefði hrakað og óvíst væri hvort honum tækist að ljúka síð- ustu önninni. Hann sagði nemend- um sínum því hispurslaust hvernig komið væri fyrir sér. Fyrir andlátið kallaði hann saman vini og ættingja og hafði eins konar „útför“ þar sem hann var viðstaddur. Honum fannst dapurlegt að fólk fengi ekki að heyra neitt af öllu þvi fallega sem sagt væri um það í jarðarförum. Betra væri að það fengi að heyra það í lifanda lífi. Fjórtán árum eftir að Miteh Alb- om útskrifaðist úr háskóla sá hann viðtal við sinn gamla læriföður í vinsælum sjónvarpsþætti þar sem hann ræddi hispursíaust um sjúk- dóm sinn og miðlaði áhorfendum af lífsspeki sinni, hvað skipti máli í líf- inu. Ekkert samband hafði verið á milli þeirra öll þessi ár og hann hafði ekki frétt af ástandi hans. Nú gerði hann bragarbót á því og heimsótti Morrie um langan veg á hverjum þriðjudegi þar til hann dó. Segja má að samskipti þeirra á þriðjudögum hafi verið síðasta námskeið prófessorsins. Á samfundum þeirra ræddi Monie um dauðann, þróun sjúk- dómsins og hvernig þetta breytti afstöðu hans til lífsins. Höfundur sem var hræddur við sjúklinga og dauðann komst smátt og smátt yfir þær tilfinningar vegna samfund- anna við læriföður sinn. Morrie spurði viðmælanda sinn margra grundvallarspurninga um lífið, hvort hann væri sáttur við sjálfan sig og hvort hann reyndi að vera eins mannlegur og hann gæti? Hann hélt áfram að kenna. „Það að deyja...er aðeins eitt af mörgu sem er dapurlegt...Að búa við óham- ingju er annað. Mjög margt af því fólki sem kemur og heimsækir mig er ekki ánægt með líf sitt. Hvers vegna? Eitt er það að menningar- hættir okkar gera fólk ekki ánægt, því líður ekki vel. Við gerum ranga hluti... Þeir eru óhamingjusamari en ég... Enda þótt ég sé að deyja er ég umkringdur umhyggjusömu fólki sem þykir vænt um mig. Hversu margir geta sagt það?“ (bls. 43) Síðustu vikur ævinnar var eins og skilningarvit Morries hefðu orð- ið næmari og hann notaði meiri tíma en áður til að borða, hafa sam- skipti við annað fólk og fyrir vænt- umþykju. Þetta barmafyllti líf hans. Hann trúði því að kærleikurinn væri sigurafl og að það mikilvæg- asta í lífinu væri að læra að miðla honum og móttaka hann. „Leiðin til þess að öðlast tilgang í lífinu er að helga sig því að láta sér annt um aðra, helga sig samfélaginu sem er í kringum mann og helga sig því að skapa eitthvað sem gefur manni tilgang og markmið" (bls. 49). Hann benti einnig á að mikilvægt væri að líta um öxl og meta það sem við er- um að fást við. „Er þetta allt sem ég vil? Vantar eitthvað? (bls. 69)“ Enn hélt kennslan áfram. „Allir vita að þeir munu deyja en enginn trúir því.“ (bls 84). „Þegar þú lærir hvernig á að deyja þá lærir þú hvernig á að lifa“ (bls. 86). „Það eru ekki vasar á líkklæðunum" (bls. 124). „Fyrirgefðu sjáfum þér áður en þú deyrð. Fyrirgefðu síðan öðr- um“ (bls. 163). I bókarlok segir höf- undur að hafi hann lært eitthvað sé það að ekkert sé til sem heitir „of seint“. Ég naut þess að lesa þessa bók. Hún er full af lífsspeki. Morrie, að- alpersóna sögunnar, er opinn og einlægur. Smátt og smátt nær hann að draga höfund bókarinnar út úr sinni skel og gefa honum nýja sýn á lífið. Hann vekur lesandann einnig til umhugsunar um hvað skipti máli í lífinu. Bókin er léttlesin og auð- skilin og hentar þeim sem velta til- gangi og gildi lífsins fyrir sér. Þýð- ingin er lipur. Kjartan Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.