Morgunblaðið - 24.11.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 24.11.2000, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÁBÆJR JÓLAGJÖF »Heaven Scent* Iheilsu PUEN I- meðjurtaefnum Heitur sem kaldur bakstur; hitaður í örbylgju eða bakaroíhi, eða kældur í frysti, - alit eftir því sem við á. >Heaven ScenH Einstakt lag heilsupúðans gerir að verkum að hann situr velog )étt að hálsinum og er )ægilegur við léttari störf eða í ívuaarstöðu. *Heaven Scent■* Frábœr lausn gegn margskonar verkjum og varwðan, t.d. höfuðverkjum, mígreni, vöðvabólgu, liðagigt, hálsng, stressi o.n. FHeaven Scent* Aðeins náttúruleg efni; Hörfræ og 12 aðrar mismunandi jurtategundir gefa mismunandi heilsusamlega virkni. Fæst í helstu apótekum. Gott úrvaljólagjafa. F cHeimilistœkjaverslun Gramsvegur 13 -108 Reykjaiú - Sími533 2222 Veffang: mw.pfaff.is GRACE ROSNER Kvensíðbuxur þrjár skálmalengdir mikið úrval Suðurlandsbraut 50, sími 553 0100, (bláu húsin við Fákafen). Opið virka daga 10-18, laugard. 10-16. UMRÆÐAN ,, Sáttagj örðin“ I UMRÆÐUM á AJþingi um stefnu- ræðu forsætisráð- herra 3. okt. sl. komst undirritaður m.a. svo að orði: „Með tillögu sinni um veiðigjald varðaði auðlindanefnd veginn fyrir ríkis- stjórnina að gera þjóðareign sjávarauð- lindarinnar að endan- legri þjóðargjöf til ör- fárra útvaldra." í leiðara Morgun- blaðsins 10. þ.m. segir svo: „Þótt menn láti ým- is ummæli falla um skýrslu auðlindanefndar fer tæpast milli mála, að með þeim tillögum, sem þar eru lagðar fram og sam- staða náðist um innan nefndarinn- ar, er lagður grundvöllur að friði um fiskveiðistjórnarkerfið." Á bls. 43 í álitsgerð auðlindan- efndar er rætt um þær tvær leiðir sem nefndin bendir á varðandi greiðslu fyrir afnot auðlindarinnar og eru meginatriði úrlausnar henn- ar. Síðan segir: „Tekið skal fram að einstakir nefndarmenn hafa mismunandi skoðanir á því hvora þessara leiða sé æskilegra að fara, þ.á m. hvern- ig orða skuli 3. mgr. laga um stjórn fiskveiða. Nokkrir telja aðeins aðra leiðina ásættanlega. Einnig eru skiptar skoðanir um hversu hátt veiðigjald eða fyrningarhlutfall eigi að vera enda hljóti það að lokum að ráðast af stjórnmálalegu mati, þar sem m.a. verði tekið tillit til af- komuskilyrða sjávarútvegsins." Þegar Morgunblaðið hamrar á því að samstaða hafi náðst innan auðlindanefndar hlýtur það að vera gert í þeirri trú og vissu að menn lesi ekki álitsgerðina vegna þess að hún greinir frá margátta afstöðu nefndarmanna til aðalatriða máls- ins eins og tilvitnun að framan sannar auk þess sem sérstakir full- trúar sægreifa rita undir með fyr- irvara. Á hinn bóginn er það degin- um ljósara, þegar fiskveiðikafli álitsgerðarinnar er brotinn til mergjar, að í því efni hafa nefndar- menn orðið sammála um að halda galopinni leið fyrir ríkisstjórn og lénsherra L.Í.Ú. að ná fram vilja sínum um óbreytt kerfi. Það kallar leiðarahöfundur Morgunblaðsins að „leggi grundvöll að friði um fiskveiðistjórnarkerfið“! Lítum nánar á „friðargrundvöllinn". Á bls. 30 í álitsgerðinni segir svo: „Nytjastofnar innan efnahags- lögsögu: Um stjórn fiskveiða gildir þegar víðtæk löggjöf sem byggð er á áratuga reynslu. Hefur nefndin fjallað rækilega um þennan þátt auðlindabúskapar Islendinga og er 3. kafli þessa nefndarálits helgaður því viðfangsefni. Jafnframt því að vísa til þeirra raka og tillagna sem þar er lýst er rétt að það komi hér fram að nefndin er þeirrar skoðun- Sverrir Hermannsson Kaupauki frá Clinique Ef þú kaupir Clinique snyrtivörur fyrir 3.000 kr. eða meira, þá er þessi kaupauki þinn án endurgjalds. Ráðgjafi verður í versluninni í dag föstudag frá kl. 12-17. Lyf&heilsa 0 T E K AUSTURSTRÆTI 12, SÍMI 562 9020 ar að byggja eigi stjórn fiskveiða áfram í meginatriðum á nú- verandi grunni." Aðlaðandi sáttaboð atarna! Á bls. 33 er rætt um að „Reynslan af sókn- ardagakerfi þessi síð- ustu 25 ár hefur ekki verið góð“. Þetta er órökstuddur sleggju- dómur sem t.d. Fær- eyingar hafa afsannað með öllu. Og áfram segir svo: „Af þeim sökum tel- ur nefndin að fiskveið- um eigi ekki að stjórna með þeim hætti. Þess í stað telur nefndin að byggja eigi stjórn fiskveiða áfram á aflamarkskerfinu en í því felst að heildaraflamarki hvers árs er skipt á milli þeirra er ráða yfir aflahlutdeildum og þeim síðan eftirlátið að veiða kvóta sinn á sem hagkvæmastan hátt. Afla- markskerfið ýtir undir hagræðingu og stuðlar að vel skipulögðum rekstri en mest hagkvæmni næst í kerfinu ef gildistími úthlutunar aflahlutdeildanna er sem lengstur og framsal aflaheimilda frjálst." Skyldu menn þá halda að sátta- bikarinn væri skekinn og fleytifull- ur. En svo er ekki. Borð er skilið eftir fyrir þá breytingu að lyfta af því þaki, sem sett var á hámark kvótaeignar einstakra eða skyldra aðila, enda telur þessi sérkennilega sáttanefnd að ekki séu óyggjandi rök fyrir því að „kvótakerfið væri aðalorsök samþjöppunar í rekstri sjávarút- vegsfyrirtækja og að í henni (sam- þjöppuninni, aths. höf.) væri fólgin hætta á byggðaröskun og yfir- drottnun fárra aðila.“ (bls. 50 efst). Þá vita menn það. Sjálfir spá stærstu sægreifarnir því að innan Kvótinn Auðvitað er ekki minnzt á Færeyinga sem búa við sömu skilyrði og við Islendingar að öllu leyti, segir Sverrir Her- mannsson, heldur vitn- að til þjóða þar sem fisk- veiðar eru brotabrot af efnahagskerfínu. áratugs hafi 5-7 fyrirtækjum tekizt að sölsa undir sig allar veiðiheim- ildir á Islandsmiðum. Á bls. 34 segir svo: „Þokkalega hefur einnig tekist til með uppbyggingu sumra nytja- stofna." Staðreyndir: Afli í þúsundum tonna 1992 Spá 2001 Mism. Þorskur 267 236 31 Annar botnfiskur 318 239 79 Ýsa 46 34 12 Ufsi 78 30 48 Karfi 94 60 34 Steinbítur 16 13 3 Gráðlúða 32 20 12 Skarkoli 11 4 7 Síld 123 110 13 Rækja 47 31 16 Þess má geta, að fyrir daga kvótakerfisins árin 1952-1972 var þorskafli á Islandsmiðum að með- altali 438 þúsund tonn á ári, eða nær helmingi meiri en spáð er fyrir um á næsta ári. Á bls. 34 segir svo enn fremur: „Bæði fræðileg rök og reynsla ís- lendinga og annarra þjóða, svo sem Ástrala, Nýsjálendinga, Hollend- inga og Kanadamanna, mæla með því að aflamarkskerfið verði áfram hornsteinn íslenskrar fiskveiði- stjórnunar. Til þess að svo megi verða þarf að leita allra ráða til að auka sem mest hagkvæmni aflam- arkskerfisins og stuðla um leið að því að sátt ríki meðal þjóðarinnar um kerfið og úthlutun aflaheim- ilda.“ Auðvitað er ekki minnzt á Fær- eyinga, sem búa við sömu skilyrði og við Islendingar að öllu leyti, heldur vitnað til þjóða þar sem fiskveiðar eru brotabrot af efna- hagskerfinu og enga samleið eiga með íslenzkum aðstæðum. Hagkvæmni núverandi kerfis lýsir sér bezt í skuldaaukningu sjávarútvegsins, sem nam 80 þús- und milljónum króna sl. 5 ár, en heildarskuldir hans stefna í 200 þúsund milljónir króna innan skamms ef svo heldur fram sem horfir. Það er ekki að undra þótt dr. Davíð fagnaði „sáttagjörðinni" og kallaði stóratburð. Enda þarf eng- um blöðum um það að fletta, að all- ur kafli auðlindanefndar um fisk- veiðimál er vafalaust frá orði til orðs saminn að undirlagi ríkis- stjórnar og L.I.Ú. Enda var búið fyrir fram að semja um „sáttaleið- ina“ eins og á daginn kom á blaða- mannafundi L.Í.U. sem haldinn var samtímis og auðlindanefndin skil- aði af sér. Frá því að kvótakerfið hélt inn- reið sína í íslenzkan sjávarútveg undir forystu stórkvótagreifans Halldórs Ásgrímssonar hefir LÍÚ- klíkan og Kristján Ragnarsson ráðið öllu um skipan og fram- kvæmd þeirra mála eins og fyrr- verandi forsætisráðherra Steing- rímur Hermannsson staðfestir rækilega í æviminningum sínum. Svo mun enn verða meðan núver- andi ríkisstjórn situr að völdum enda er allt hennar „sáttatal“ ein- skærar blekkingar. Höfundur er formaður Frjdlslynda flokksins. Naggar og neraendur I ERLI dagsins gríp ég stundum matvæli á borð við ýsunagga úr kæli verslunarinnar og ofnsteiki þá og ber gjarnan fram með hrís- grjónum, hrásalati og súrsætri sósu. Fljót- legt og gott. Ysu- naggamir eru dæmi um fullvinnslu sjávar- afurða og auðvitað leggja margir hönd á plóginn allt frá því ýsan er dregin úr sjó uns hún liggur í kæliborð- inu í þessum búningi. Okkur finnst eðlilegt og sjálfsagt að geta nálgast slíka lokaafurð og sennilega hugsum við lítið um framleiðsluferlið þegar við nörtum í naggana. Hins vegar myndum við strax verða vör við það ef einhver hlekkur í keðjunni slitnaði því þá yrðu engir naggar á boðstólum. Háskólamenntaðir einstaklingar era líka nokkurs konar naggar, loka- afurð menntakerfisins. Fullunnar sjávarafurðir era verðmætari en óunnið hráefni og menntað fólk þá væntanlega verðmætari starfskraft- ur en ómenntað fólk. Um þetta þarf ekki að hafa mörg orð, við Islending- ar geram menntun hátt undir höfði og viðurkennum að einstaklingur sem hefur að baki langt nám á skilið gott kaup. Þessi einstaklingur kem- ur seinna en ella út á vinnumarkað- inn, hann er með námslán og aðrar skuldir á herðunum og þarf gott kaup til að geta réttlætt fórnar- kostnaðinn. Hér er ég enn að fjalla um afskap- lega sjálfsagða hluti. Öll menntun skilar sér, bæði til manns sjálfs og þjóðfélagsins. Þetta era punktar sem maður safnar í stigakerfi lífsins, hlekkir í framleiðslukeðjunni sem mun fæða af sér ein- hvers konar lokaafurð. En ef einn hlekkur slitnar þá fáum við ekki fullmenntað fólk, ekki frekar en ýsunagga, og öllum ætti að vera ljóst að þetta er að gerast núna í framhaldsskól- um landsins. Framhaldsskólinn býr nemendur undir háskólanám og þátt- töku í lýðræðisþjóðfé- lagi. Framhaldsskólinn veitir verkmenntun og Stefán Þdr brautskráir fagfólk. Sæmundsson Hann er miðstöð góðr- ar almennrar mennt- unar og hann veitir einnig endur- menntun. Framhaldsskólinn er í sífelldri þróun í takt við þjóðfélags- Kennarar Háskólamenntaðir ein- staklingar eru líka nokkurs konar ýsunagg- ar, segir Stefán Þdr Sæ- mundsson, þ.e. lokaaf- urð menntakerfísins. breytingar. Dæmi um þetta eru ný og stórhuga námskrá, hagnýting upplýsingatækni og aukin áhersla á nemendavernd, s.s. námsráðgjöf og forvarnastarf. Framhaldsskólinn er vinnustaður og félagsmiðstöð ungs fólks. Gagnsemi skólans hlýtur því að vera hafin yfir vafa en vitanlega er hann gagnslaus ef ekki eru þar vel menntaðir stjómendur og kennarar sem sinna starfi sínu af elju, fram- sýni og skilningi á þörfum nem- andans og þjóðfélagsins. í dag er framhaldsskólinn einmitt gagnslaus. Framtíðarmarkmiðum nemenda er stefnt í voða og nauð- synlegt þróunarstarf í skólanum er lamað. Ástæðan er sú að ríkisvaldið hefur ekki viljað leiðrétta kjör kenn- ara og nú á greinilega að svelta þá til hlýðni og ala á sektarkennd þeirra til þess að þeir snúi aftur í skólana - sem þeir gera þá væntanlega flestir aðeins til að vinna uppsagnarfrest sinn. Skilaboð yfirvalda era skýr: Sum háskólamenntun er æðri en önnur. Sumir eru jafnari en aðrir. Þeir sem mennta sig og fá titilinn framhalds- skólakennari eiga að fá mun lægri laun en annað fólk með sambærilega menntun. Og eins og andblærinn er í þjóðfélaginu er varla um annað að ræða en skora á ungt fólk að forðast ákveðnar menntaleiðir. í guðs bæn- um ekki gerast kennarar, alls ekki leikskólakennarar og enn síður þroskaþjálfar. Þeirri menntun er kastað á glæ, hún er ekki metin að verðleikum. Veljið frekar háskólan- ám sem færir ykkur hátt tímakaup. En hér er þó einn hængur á. Ein- hverjir verða að kenna þessum nem- endum á leið sinni til æðri mennta og metorða í þjóðfélaginu. Þá eram við aftur komin að framhaldsskólunum. Ef ekki fást hæfir framhaldsskóla- kennarar til starfa hrynur þetta framleiðslukerfi sem kennt er við menntun með skelfilegum afieiðing- um. Til að koma í veg fyrir algjört hran er aðeins eitt til ráða, að ganga að kröfum kennara um leiðréttingu launa þannig að þeir hafi í það minnsta svipuð kjör og aðrir há- skólamenntaðir ríkisstarfsmenn. Höfundur er íslenskukennari og forvarnafuHtrúi i Menntaskólanum á Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.