Morgunblaðið - 24.11.2000, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason
Setur svip
á bæinn
Stykkishólmi - Hann setur svip á
bæjarlífið í Stykkishólmi hann
Bergur Jóhannesson frá Langeyj-
arnesi á Fellsströnd. Þar ólst hann
upp og bjó þar til fyrir nokkrum ár-
um að hann fluttist í Stykkishólm.
Hann hefur aldrei átt bfl og komist
af án hans. Hann fer allra sinna
ferða fótgangandi með prikið sitt.
Báturinn var honum nauðsynlegri
hér áður fyrr. Að hans sögn eru
flestir nágrannar hans á Fells-
strönd fluttir í burtu og byggð þar
á erfítt uppdráttar. Bergur er kom-
inn yfir sjötugt og dundar úti í
garði sínum við að smíða lítil hús og
hefur hann þegar smíðað fjögur,
sem öll eru seld.
Fjölmennur borgarafundur um vímuefnamál í Skagafirði
Þetta kemur okkur öllum við
benti fyrirlesari á að ef ná ætti tök-
um á vandanum yrði að stemma
stigu við reykingum og neyslu
áfengis í efstu bekkjum grunnskól-
ans. Þórólfur sagði nauðsynlegt að
foreldrar hefðu með sér náið sam-
starf þannig að hvert foreldri vissi
af því hvað hinir leyfðu og eða bönn-
uðu. Þá taldi hann ótvírætt að
íþróttir og íþróttaiðkun skilaði lang-
mestu í sambandi við forvarnir.
Ekki væri nægilegt að lög- og toll-
gæsla reyndu með öllum ráðum að
reisa skorður við hinum hraðvax-
andi innflutningi og dreifingu fíkni-
efna ef foreldrar og allur almenn-
ingur væri ekki samstiga í starfinu
ogbaráttunni.
I orðum allra frummælenda birt-
ust verulegar áhyggjur vegna sívax-
andi framboðs og neyslu ávana- og
fíkniefna og voru nefndar ýmsar or-
sakir sem gætu verið undirrót þessa
ástands en einnig var velt upp
mörgum möguleikum til þess að
stemma stigu við þeirri vá sem nú
sækir að ungu fólki.
Að loknum framsöguerindum
svöruðu frummælendur fyrirspurn-
um úr sal og spunnust allnokkrar
umræður um þann vanda sem sam-
félagið stendur nú frammi fyrir áður
en fundarstjórar þökkuðu gestum
komuna og góða þátttöku í fundar-
störfum.
Sauðárkróki - „Þetta kemur okkur
öllum við“ var yfirskrift fjölmenns
fundar sem haldinn var í húsnæði
Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki í
síðustu viku og var til fundarins boð-
að af allmörgum sem vilja leggja sitt
af mörkum til þess að stemma stigu
við vaxandi neyslu ávana- og fíkni-
efna, sérstaklega meðal ungs fólks.
Birgir Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Heilbrigðisstofnun-
arinnar á Sauðákróki, bauð gesti
velkomna og kynnti dagskrá en
hann var annar fundarstjóra ásamt
Halldóri Halldórssyni, dómstjóra
Héraðsdóms Norðurlands vestra.
Frummælendur sem fluttu stutt
framsöguerindi voru fimmtán. I
þeim hópi voru tveir fulltrúar nem-
enda fjölbrautaskólans, sálfræðing-
ar, geðlæknir, formaður UMFT,
fulltrúi foreldra, uppeldisfræðingur,
stjórnendur úr grunnskóla og fram-
haldsskóla, sýslumaður, húsvörður
félagsheimilis, fulltrúi félagsmið-
stöðvar og formaður íþrótta- og
æskulýðsnefndar en auk þeirrá for-
seti sveitarstjórna og formaður
byggðarráðs Skagafjarðar.
Lögleg fíkniefni alltaf
undanfari hinna ólöglegu
Þá flutti dr. Þórólfur Þórlindsson,
prófessor við Háskóla Islands, er-
indi sem hann nefndi „Hvað veldur,
Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson
Fjöldi fólks sótti borgarafundinn á Sauðárkróki um fíkniefnamál.
hvað er til ráða?“ í erindi sínu rakti
hann í stórum dráttum aðferðir þær
sem nýttar eru til að vinna markað
fyrir hin ólöglegu efni, en þær eru
hinar sömu og voru þróaðar hjá tób-
aksframleiðendum, og benti á að
þeir sem vildu komast á markaðinn
nýttu sér til dæmis oft þann kost að
fjármagna skemmtanalíf þess mark-
hóps sem stefnt væri á, þ.e. ungl-
inganna.
Þá kom einnig fram að lögleg
fíkniefni, tóbak og áfengi, væru allt-
af undanfari hinna ólöglegu efna og
MetcÉbo
verður haldin i
verslun okkar að
Borgartúni 26,
föstud. 24. og
daginn 25. nóv. n.k.
Morgunblaðið/GPV
Fyrirhugaðar blokkir koma á milli leikskólans og bjálkahússins.
Fyrsta fjölbýlis-
húsið af þremur
Grindavík - Byggingarleyfi hefur
verið samþykkt fyrir einni blokk
norðan við nýjan leikskóla í Grinda-
vík. Þetta er fyrsta af þremur hugs-
anlegum fjölbýlishúsum sem eiga að
vera sex hæða og er staðsetningin við
nýjan miðbæjarkjama en Grindar-
form ehf er byggingaraðilinn.
Viðar Már Aðalsteinsson, bygg-
ingafulltrúi í Grindavík, segir að
miklar framkvæmdir hafi verið á veg-
um bæjarins þetta árið, m.a. nýbygg-
ing við grunnskólann, nýtt íbúða-
hverfi, bygging nýs leikskóla og
bygging á sambýli.
„Það verða 24 íbúðir í þessari blokk
og vonandi að hinar komi líka en stað-
setningin er í tengslum við nýja fram-
tíðarmiðbæ. Sambýlið er í byggingu
og áætlað að það verði klárt næsta
sumar og leikskólinn nýi verður til-
búinn um áramót. Þá hafa einkaaðilar
einnig verið duglegir og meðal annars
var tekin skóflustunga að stúkubygg-
ingu við knattspyrnuvöllinn nú í vik-
unni á vegum GK-99 og nýr veitinga-
staður er að rísa á milli leikskólans og
sundlaugar. Það má eiginlega segja
að ég sjái flestar framkvæmdimar út
um gluggann hjá mér,“ sagði Viðar.
Veitingahúsið sem Viðar nefnir
hefur risið með ógnarhraða á nokkr-
um vikum. Jón Halldór Jónsson er
einn af eigendum þessa veitingastað-
ar. „Þetta hús er bjálkahús úr málm-
fum og kemur frá Eistlandi eins og
smiðimir sem setja það upp. Veit-
ingahúsið mun bera nafnið Sjávar-
perla og opnar á gamlársdag," sagði
Jón.
Morgunblaðið/Hilmar Bragi Bárðarson
Tómas Þorvaldsson tók fyrstu skóflustunguna að stúkunni. Hann mun
vera eini núlifandi stofnandi íþróttafélags Grindavíkur fyrir 65 árum.