Morgunblaðið - 24.11.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.11.2000, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Varnarþil úr stáli við Oshlíðarveg Bolungarvík - Um tuttugu metra stálþil hefur verið sett ofan við Ós- hlíðarveg rétt innan við Seljadals- hom, en ofan við þann stað er eitt af mörgum giljum í fjallinu sem hætta getur verið á að snjóflóð geti hlaupið úr. Á undanfömum ámm hefur Vega- gerðin sett nokkra snjóflóðakljúfa úr netkössum sem fylltir em grjóti, neð- an við hættuleg gil við Óshlíðarveg Að sögn Gísla Eiríkssonar, um- dæmisstjóra Vegagerðarinnar á ísa- firði, er hér verið að gera tilraun með öðmvísi snjóflóðavöm, en netkass- arnir taka mun meira pláss og hafa verið nokkuð viðhaldsfrekir þar sem nokkuð hefur verið um að þeir verði fyrir skemmdum þegar mokað er frá þeim. í haust hefur verið unnið á Óshlíð- arvegi samkvæmt áætlun um varnir gegn gi'jóthmni. Bætt hefur verið við grjótkössum á um 250 metra kafla sem ætlað er að hindra að grjót velti inn á vegstæðið. Þá var sett vegrið á um 500 metra kafla í Seljadal sem bætir vemlega öryggi vegfaranda á þeim vegarkafla. Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Um tuttugu metra stálþil hefur verið sett ofan við Óshlíðarveg rétt innan við Seljadalshorn. Unnið að stækkun Nesskóla Neskaupstað - Framkvæmdir standa nú yfir við stækkun Nesskóla og er unnið við uppsteypu á þriðja áfanga skólans sem rís austan við gamla skólahúsið og nær út í svo- nefnt Skólagil. Sá áfangi sem nú er unnið við er um 1800 fermetrar að stærð á fjór- um hæðum og er áætlað að taka þær kennslustofur sem í honum verða í notkun næsta haust og þar með verður skólinn orðinn einsetinn. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Unnið er að þriðja áfanga Nesskóla. Iþróttaálfurinn og hressir krakkar í rappi og róli. Iþróttamiðstöðin á Egilsstöðum vígð Ekki nóg að æfa milli þrettánda og þorrablóts Egilsstöðum - íþróttamiðstöðin á Egilsstöðum var formlega vígð sl. laugardag að viðstöddu fjölmenni. Dagskrá hófst skömmu eftir hádegi með miklu sprelli íþróttaálfsins úr Latabæ, en hann fékk krakkana á staðnum til að gera með sér ýmsar kúnstir. Bæjarstjóri Austur-Héraðs, Björn Hafþór Guðmundsson, flutti ávarp þar sem hann minntist meðal annars á að mögulegt væri að reist yrði við- bygging fyrir heilsuræktarstöð við íþróttamiðstöðina. Hefðu fulltrúar Áustur-Héraðs átt viðræðurvið aðila sem vildi jafnvel leigja stærstan hluta slíks húsnæðis. Sagði hann að þessi áform myndu skýrast á næst- unni, en ljóst er að með íþróttamið- stöðinni og nýendurgerðum frjáls- íþróttavelli aukast möguleikar Egilsstaða til markaðssetningar sem heilsubær verulega. Heilir eða hálfir Austfirðingar Björn Hafþór sagði að lengi vel hefðu Austfirðingar staðið framar- lega í ýmsum íþróttum og frjáls- íþróttamenn vart komist á pall á Ól- ympíuleikum nema vera annað hvort heilir eða hálfir Austfirðingar. Hon- um þætti nokkuð hafa dregið úr íþróttaástundum ýmissa hluta vegna og minnti á að enginn yrði þrístökkv- ari á heimsvísu með því að æfa frá þrettándanum fram að þorrablótinu. Hins vegar væri aldrei of seint að byrja og hvatti hann forsvarsmenn félaga, foreldra og ungt fólk til að leggjast á árar með Ungmenna- og íþróttasambandi Austurlands fyrir landsmót UMFÍ á Egilsstöðum næsta sumar. Helga Guðmundsdóttir, forstöðu- maður fræðslu- og menningarsviðs Austur-Héraðs, veitti húsinu form- lega viðtöku. Rekstur hússins mun heyra undir það svið og sagði hún að þegar hefði verið gerður samningur við nágrannabyggðina í Fellabæ um áframhaldandi notkun þeirra á íþróttamannvirkjum á Egilsstöðum. Hún kvað athygÚsvert að þrátt fyrir helmingsstækkun annaði húsið ekki þeirri eftirspurn sem væri eftir æf- ingatímum. Helga þakkaði einnig Hreini Halldórssyni, forstöðumanni íþróttamiðstöðvarinnar, sérstaklega fyrir ötult starf, en hann var því mið- ur fjarri góðu gamni þennan dag. Ymsir gestir stigu svo á stokk og fluttu hamingjuóskir. Sr. Vigfús I. Ingvarsson sóknar- prestur blessaði húsið og að því loknu var biugðið á leik með þing- og sveitarstjórnarmönnum. Höttur og Stjarnan áttust síðari hluta dagsins við í æsispennandi körfuknattleik í fyrstu deild karla og sigraði Stjarn- an með 69 stigum gegn 68. Fjórða stærsta íþróttahúsið Iþróttamiðstöðin hefur risið í þremur áföngum og hófst bygging hennar fyrir ríflega tuttugu árum. Helmingur íþróttahússins var tekinn í notkun árið 1984, sundlaugin 1996 og loks er íþróttahúsið nú fullbyggt. Húsið er 3168m2 að grunnfleti. Þar af er íþróttasalurinn, sem skipta má í þrennt með niðurfellanlegum tjöldum, 1215m-. í honum er aðstaða fyrir fótbolta, körfubolta og hand- bolta, badminton, tennis, fimleika og stangarstökk. íþróttahúsið á Egils- stöðum mun nú vera hið fjórða stærsta á landinu. Sagnadagur í Stykkishólmi Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason Um 100 manns mættu á sagnakvöldið og skemmti fólk sér vel. Stykkishólmi - Svonefndor sagna- dagur var haldinn í Stykkishólmi laugardaginn 11. nóvember. Dag- skráin hófst með námskeiði á veg- um Árnastofnunar, um söfnun þjóðlegs fróðleiks og um kvöidið var síðan haldið fjölsótt sagna- kvöld í kaffihúsinu Narfeyrar- stofu. Kennari á námskeiðinu um söfn- un þjóðlegs fróðleiks var Gísli Sig- urðsson, fræðimaður á Ár- nastofnun. Kynnti Gísli m.a. ýmsar aðferðir við söfnun, varðveislu og útgáfu þjóðfræðaefnis, fjallaði um skipulag söfnunar, siðferðileg álitamál og mismunandi aðferðir við söfnun. Námskeiðið sóttu ríf- lega 20 manns. Vöknuðu þar margvíslegar hugmyndir um verð- ug söfnunarverkefni á Vestur- landi. Á Sagnakvöldi í Narfeyrarstofu, tróðu upp níu sagnamenn og kon- ur af Vesturlandi, þau Bjarnfríður Leósdóttir, Akranesi, Hildibrand- ur Bjarnason, Bjarnarhöfn, Ingi Hans Jónsson, Grundarfirði, Omar Lúðvíksson, Hellissandi, Skúli Al- exandersson, Hellissandi, Sæ- mundur Krisíjánsson, Rifí, Unnur Halldórsdóttir, Borgarnesi, Þor- kell Cýrusson, Hellissandi, og Þór- unn Kristinsdóttir, Grundarfirði. Auk þeirra kom fram sönghópur- inn Hraustir menn frá Stykkis- hólmi. Kynnir var Eyþór Bene- diktsson frá Stykkishólmi og þar sem honum þótti hlutur Hólmara heldur rýr, kallaði hann Ellert Kristinsson í sagnastólinn f lok dagskrár. Kvöldið setti Sturla Böðvarsson, ráðherra samgöngu- og ferðamála og gaukaði hann einnig sögu að áheyrendum. Um 100 manns mættu á sagna- kvöldið og sóttu það m.a. gestir ut- an af Snæfellsnesi, úr Borgarfirði og Dalasýslu, auk fjölda heima- manna. Þessi „sagnadagur" í Stykkis- hólmi tengist því að á Vesturlandi er nú unnið að Evrópuverkefninu Endurreisn sagnahefðarinnar sem styrkt er af Samtökum sveitarfé- laga f Vesturlandskjördæmi og miðast að þvi' að efla sagnahefð f fjórðungnum og tengja hana ferðaþjónustu. Umsjón með verk- efninu er í höndum fyrirtækisins Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjón- ustunnar og starfa þau Rögnvald- ur Guðmundsson og Sigurborg Kr. Hannesdóttir við það. I sam- ráðshópi á Vesturlandi, silja Berg- ur Þorgeirsson, Reykholti, Guðrún Jónsdóttir, Borgarnesi, Ingi Hans Jónsson, Grundarfirði, Jón All- ansson, Akranesi, Skúli Alcxand- ersson, Hcllissandi, og Inga Sig- urðardóttir frá Símenntun Vesturlands. Island stýrir verkefn- inu, en hin þátttökulöndin eru Skotland, Þýskaland og Grikkland. Síðastliðið vor var á vegum verkefnisins haldið sagnan- ámskeið og sagnakvöld í Reyk- holti. Námskeiðið tókst vel og um 90 manns sóttu sagnakvöldið. I mars á næsta ári er áformað að halda námskeið fyrir kennara á Vesturlandi, um sagnastarf í skól- um, auk þróunarverkefnis í Grunnskólanum f Búðardal. Sigurborg Hannesdóttir var spurð að því hvernig til hefði tek- ist með verkefnið: „Við teljum að verkefnið hafi farið ákaflcga vel af stað á Vestur- landi og það er greinilegt að mjög margir hafa áhuga á sagnalistinni. Það hefur ekki þurft mikið til að örva þennan áhuga, sem segir okk- ur að fólk nýtur þess bæði að hlusta á sögur og segja sögur. Enda höfðu einhverjir áheyrendur á orði eftir sagnakvöldið, að þeir fóru ósjálfrátt að velta því fyrir sér hvaða sögur þeir myndu sjálfir vilja segja.“ Og Sigurborg heldur áfram: „Það er einmitt þannig sem verkefni af þessu tagi vex og dafn- ar, fólk finnur þennan neista í sér og langar til að hlúa að honum. Við fslendingar höfum sagt sögur frá því land byggðist og öll afþreying nútfmans getur ekki komið í stað- inn fyrir þá ánægju og næringu sem við getum notið með því að deila sögunum okkar hvert með öðru.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.