Morgunblaðið - 24.11.2000, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Könnun Neytendasamtakanna á Akureyri á leikskólum í 42 sveitarfélögum
KiHMlHSlS lægstu leí eitarjélógin óháð íbi d
Hæsta verð Lægsta verð Munur
Almennt gjald 5 tímar, hressing, hádeqisverður. Reykjavíkurborg 14.800 kr. Gerðahreppur 10.900 kr. 35,8%
Almennt gjald 8 tímar, 2 x hressing, hádegisverður. Seltjarnarnes- kaupstaður 23.232 kr. Fjarðarbyggð 16.959 kr. 37,0%
Forgangshópar 5 tímar, hressing, hádeqisverður. Dalabyggð 11.794 kr. Bolungarvíkur- kaupstaður 8.205 kr. 43,7%
Forgangshópar 8 tímar, 2 x hressing, hádegisverður. Ólafsfjarðar- kaupstaður 16.921 kr. Akureyrarbær 10.900 kr. 55,2%
Summa Reykjanesbær 64.950 kr. Bolungarvíkur- kaupstaður 50.245 kr. 29,3%
Yfír 35% munur á hæstu
og lægstu gjöldunum
er 37%. Er hún dýrust á Seltjarnar-
nesi, í Bessastaðahreppi og á Aust-
ur-Héraði en ódýrust hjá Fjarða- ■
byggð, Gerðahreppi og Búðahreppi.
I frétt frá Neytendasamtökunum
á Akureyri kemur fram að ekkert
eitt sveitarfélag skeri sig úr í þessum
efnum. Sé litið á heildargjöld megi
sjá hvernig sveitarfélögin koma út að
meðaltali og segir síðan í fréttinni:
„Hæstu gjöldin eru hjá Reykjanes-
bæ, Stykkishólmsbæ, Dalabyggð og
Ólafsfjarðarkaupstað, en þau lægstu
hjá Bolungarvíkurkaupstað, Fjarða-
byggð, Hafnarfjarðarbæ og Snæ- f
fellsbæ."
FIMM tíma vistun í leikskóla með
hressingu og hádegisverði er dýrust
hjá Reykjavíkurborg, Bessastaða-
hreppi, Austur-Héraði, Kópavogi,
Stykkishólmi og Dalabyggð en ódýr-
ust hjá Gerðahreppi, þar sem boðið
er upp á léttan hádegisverð, Seyðis-
firði, Mýrdalshreppi og Vesturbyggð
og er 35,8% munur á hæsta og
lægstaverði.
Þetta kemur fram í könnun skrif-
stofú Neytendasamtakanna á Akur-
eyri í síðasta mánuði á gjaldskrám
leikskóla. Send voru bréf til 49 sveit-
arfélaga og bárust svör frá 42.
Hjá áðurnefndum sveitarfélögum
með hæsta gjald er verðið á bilinu
14.100 krónur og upp í 14.800 en hjá
þeim ódýrustu er það frá 10.900
krónum upp í 11.700.
Þá kemur fram í könnuninni að
43,7% munur er á verði fyrir fimm
tíma vistun fyrir forgangshópa. Er
hún dýrust hjá Dalabyggð, Ólafs-
firði, Stykkishólmi og Húnaþingi
vestra, kostar þar á bilinu 11.100 til
11.800 kr. en ódýrust í Bolungarvík,
Hafnarfirði, Akureyri og Snæfells-
bæ þar sem verðið er frá 8.200 krón-
um uppí 8.500 kr.
Munur á hæsta og lægsta verði
fyrir átta tíma vistun með fullu fæði
*
Ahrif eignarskatts á skattbyrði fyrirtækja
Svið innköll-
Hlutfallið getur
verið yfír 100%
RAUNVERULEGT skatthlutfall
fyrirtækja vegna tekju- og eignar-
skatts getur verið yfir 100% ef arð-
semi eigin fjár fyrirtækja er lítil.
Þetta kemur fram í útreikningum
Símonar Á. Gunnarssonar, formanns
Félags löggiltra endurskoðenda, á
áhrifum eignarskatts á skattbyrði
fyrirtækja en 1,45% eignarskattur
reiknast á eigið fé að hlutafé frátöldu.
Hlutafé myndar hins vegar eignar-
skattsstofn hjá hluthöfúnum. Tekju-
skattshlutfaU fyrirtækja er 30%.
Skattlagningin mun hærri
en í flestum nágrannalöndum
Hafin er endurskoðun á gildandi
lögum um álagningu eignarskatts í
fjármálaráðuneytinu, en skatturinn
hefur verið talinn skekkja samkeppn-
isstöðu íslenskra fyrirtækja gagnvart
erlendum keppinautum.
Símon kyrmti útreikninga sína á
raunverulegu skatthlutfalli fyrir-
tækja miðað við mismikla árðsemi
eigin fjár á fundi Verslunarráðs
nýverið. Hann benti á í samtali við
Morgunblaðið að miðað við raunveru-
lega arðsemi eigin fjár íslenskra fyr-
irtækja sem yfírleitt væru á lægri
nótunum væri skattlagning hér mun
hærri en tekjuskattshiutfallið gefúr
til kynna og mun hærra en í flestum
nágrannalöndum okkar.
Skv. útreikningunum kemur í ljós
að þegar fyrirtæld er með 1% arðsemi
eigin fjár fyrir skatta er raunverulegt
skatthlutfall 176,5%. Eftir því sem
Raunveruleg skattlagning
á arðsemi fyrirtækja
Eigið fé 1/1 Arðsemi eigin fjár fyrir s k. Hagnaður fyrir skatta Tekju- skattur Eignar- skattur Tekju- og eignarsk. samtals Raunverulegt skatthlutfall
100.000 1,0% 1.000 300 1.465 1.765 176,5%
100.000 2,0% 2.000 600 1.479 2.079 104,0%
100.000 3,0% 3.000 900 1.494 2.394 79,8%
100.000 4,0% 4.000 1.200 1.508 2.708 67,7%
100.000 5,0% 5.000 1.500 1.523 3.023 60,5%
100.000 6,0% 6.000 1.800 1.537 3.337 55,6%
100.000 7,0% 7.000 2.100 1.552 3.652 52,2%
100.000 8,0% 8.000 2.400 1.556 3.966 49,6%
100.000 9,0% 9.000 2.700 1.581 4.281 47,6%
100.000 10,0% 10.000 3.000 1.595 4.595 46,0%
100.000 11,0% 11.000 3.300 1.610 4.910 44,6%
100.000 12,0% 12.000 3.600 1.624 5.224 43,5%
100.000 13,0% 13.000 3.900 1.639 5.539 42,6%
100.000 14,0% 14.000 4.200 1.653 5.853 41,8%
100.000 15,0% 15.000 4.500 1.668 6.168 41,1%
arðsemin eykst, lækkar raunverulegt
skatthlutfall en skattlagningin er þó
ennþá 46% við 10% arðsemi eigin fjár
og yfir 40% miðað við 15% arðsemi.
Riftun á kaupum
í Handsali hafnað
Átök á Ingólfstorgi um helgina
Framganga lög-
reglu líklega kærð
HÆSTIRÉTrUR hefúr sýknað
Bumham Intemational á íslandi, áður
Handsal hf. verðbréfafyrirtæki, af
kröfúm manns sem krafðist riftunar á
hlutafjárkaupum í félaginu. Hæstirétt-
ur taldi ekki sannað að fjárhagsstaða
fyrirtækisins hefði verið verri, þegar
maðurinn keypti hlutabréfin, en ráða
hefði mátt af gögnum. Héraðsdómur
Reykjavíkur hafði fallist á kröfú
mannsins og dæmt félagið til að endur-
greiða honum 3 milfjónir króna.
Maðurinn keypti hlutabréf í Hand-
sali að nafn- og kaupverði 3 milljónir
króna í maí 1998. Hann reisti riftun-
arkröfu sína m.a. á því að söluverð til
sín hefði verið langt yfir raunvirði. í
málinu kom fram að árið 1996 varð
tap á starfsemi áfrýjanda og enn
meira á árinu 1997 eða tæplega 70
milljónir króna. Ársreikningur fyrir
það ár lá fyrir í mars 1998. Á hluthafa-
fundi 27. mars 1998 var samþykkt til-
laga stjómarinnar um að lækka
hlutaféð um 60% til að mæta rekstr-
artapinu, þannig að eftir lækkun yrði
hlutafé í félaginu 38 milljónir. Var
stjóminni jafnframt heimilað að auka
hlutaféð um allt að 160 milljónir. Öfl-
un nýs hlutaíjár lauk í september
1998 og höfðu þá selst nýir hlutir fyrir
rúmlega 112 milljónir, þar með talinn
sá 3 milljóna hlutur, sem maðurinn
keypti. Enn varð tap á rekstri félags-
ins 1998 og samkvæmt ársreikningi,
sem lá fyrir í mars 1999, nam það
rúmlega 95 milfjónum. Á hluthafa-
fundi 12. mars sama árs var sam-
þykkt tillaga þess efnis að færa niður
hlutaféð um 80% og að auka það síðan
með útgáfii nýrra hluta.
Maðurinn hélt því fram að hluta-
bréfin hefðu ekki verið 3 milljóna
króna virði á kaupdegi 8. maí 1998,
því þá hefði verið orðin þörf á frekari
niðurfærslu krafna félagsins og gjald-
færslu ábyrgða, sem það hafi gengist
í. Hann hélt því ekld fram að um
sviksamlega háttsemi hefði verið að
ræða og ekki væri víst að forráða-
mönnum félagsins hefði verið þetta
ljóst þá. Aðalatriðið væri að afskrift
vegna taps í ársreikningi fyrir 1997
hefði verið alls ónóg og tjón vegna
enn meira taps hefði verið orðin stað-
reynd löngu fyrir 8. maí 1998. Gífur-
legt tap í reikningi fyrir það ár sýni
það vel og endurskoðun í apríl 1998
hefði átt að leiða í ljós að tap hafi orðið
á rekstrinum frá byijun þess árs.
Staðan hafi því verið orðin önnur og
verri en þegar ársreikningurinn fyrir
1997 var gerður og skylt hafi verið að
gera kaupendum nýs hlutafjár grein
fyrirþví.
Tap á sfðari hluta ársins
Hæstiréttur segir ekki annað liggja
fyrir um tap á rekstri Handsals 1998,
en að það hafi orðið á síðari hluta ár-
sins, þrátt fyrir staðhæfingar manns-
ins um að a.m.k. þriðjungur þess
hljóti að hafa verið orðinn á kaupdegi
bréfanna. Rétturinn vísar til frarn-
burðar endurskoðenda og segir ekk-
ert hafa komið fram um að afkoma
Handsals í upphafi 1998 hafi gefið
þeim tilefni til sérstakra aðgerða.
Hæstiréttur segir því ekki sýnt að
staðan hafi verið verri en ráða mátti
af gögnum sem manninum voru að-
gengileg. Þörf fyrir 2-3 milljóna af-
skriftir geti ekki ein leitt til þess að
krafa um riftun nái fram að ganga.
INGIMUNDUR Einarsson, vara-
lögreglustjóri í Reykjavík, segist
vita til þess að meint harðræði lög-
reglumanna á Ingólfstorgi aðfara-
nótt sunnudags verði kært. Kæran
muni verða til meðferðar hjá ríkis-
saksóknara.
Ingimundur segir að sér vitan-
lega hafi ekki verið kvartað við lög-
regluna en hann hafi hinsvegar séð
í fjölmiðlum að fólk sem var á Ing-
ólfstorgi umrætt kvöld kvartaði
undan framgöngu lögreglumanna
ÚTFÖR Einars Arnar Birgis var
gerð frá Hallgrímskirkju í gær. Sr.
Iris Kristjánsdóttir prestur í Hjalla-
kirkju jarðsöng.
Guðmundur Benediktsson, Vil-
og sagði þá hafa gengið of harka-
lega fram.
Ingimundur segir að í þeim til-
fellum sem vamarúða (mace-úða)
er beitt sé það skoðað sérstaklega í
hvert skipti.
Karl Steinar Valsson aðstoðaryf-
irlögregluþjónn segir að upptök-
urnar úr öryggismyndavélum á
Ingólfstorgi hafi ekki náð að festa
atburðarásina í heild á band. Hann
segir að atvikið um helgina sé til
skoðunar hjá embættinu.
hjálmur H. Vilhjálmsson, Gunnar
Ström, Þór Hauksson, Sigþór Júl-
íusson, Þorsteinn Halldórsson, Axel
Gomez og Ingi Þór Guðmundsson,
báru Idstu Einars Amar úr kirkju.
Útför Einars Arnar Birgis
uð vegna
salmonellu j
ÖLL SVIÐ frá Sláturfélagi Skag- •
firðinga hafa verið innkölluð eftir að
salmonellusýking fannst í sýnum úr
þeim í reglulegu eftirliti heilbrigðis-
eftirlitsins.
Halldór Runólfsson yfirdýralækn-
ir sagði í samtali við Morgunblaðið
salmomellusýkingu hafa komið upp í
sviðum áður þó að slíkt væri afar
sjaldgæft. Halldór sagði engu vera
ábótavant í hreinlæti Sláturfélags-
ins heldur kæmu lömbin smituð í
hús. Aðspurður hvort sýkinguna
væri að finna í öðrum afurðum
kjötsins sagði hann svo ekki vera
þar sem salmonellusýkinguna væri
að finna í eitlum í sviðahausunum en
skilaði sér ekki annars staðar í
skrokkinn.
,Aðrar afurðir frá þessu slátur-
húsi hafa verið skoðaðar og hafa
þær reynst í lagi. Ekki hefur verið
tekin ákvörðun um hvað gert verður
við þær birgðir sem til em, en eitt
er víst að salmonellumenguð mat-
væli fara ekki á markað,“ sagði
Halldór.
Ekki er vitað að þessu sinni hvort
fólk hafi smitast af salmonellu við
neyslu þessara sviða.
Ágúst Andrésson, framkvæmda-
stjóri Sláturfélags Skagfirðinga,
sagði lítið af sviðunum hafa farið í
dreifingu og því hefði ekki þurft að
innkalla mikið magn.
„Sýkingin var fyrst greind fyrir
tveimur vikum og þá voru sviðin
strax innkölluð og engar aðrar send-
ingar settar á markaðinn," sagði
Ágúst. Enn er ekkert vitað um fjár-
hagstjón vegna sýkingarinnar þar
sem sláturfélagið er með nokkuð
magn sviða á lager. Framhald máls-
ins er í höndum héraðsdýralæknis.
í kjölfarið á salmonellusýkingunni
hefur heilbrigðiseftirlitið ákveðið að ,
setja í gang rannsókn á sviðum frá
öðrum sláturleyfishöfum til að at-
huga hvernig ástandið er annars
staðar á landinu. Þessi rannsókn
hefst á næstu dögum.
Tölvubúnaði
stolið úr Há-
skóla íslands
LÖGREGLAN í Reykjavík handtók
í gær fjóra unga menn sem grunaðir
eru um innbrot í húsnæði Verkfræði-
og raunvísindadeildar Háskóla ís-
lands um tvöleytið í nótt. Stolið var
tölvubúnaði, m.a. tölvuskjá og
myndskanna, en verðmæti þýfisins
er töluvert. Mennirnir voru hand-
teknir nokkru eftir innbrotið en þeir
hafa áður komið við sögu lögreglu
varðandi innbrot. Mennirnir eru á
aldrinum 14-22 ára en þeim yngsta
var fljótlega sleppt.