Morgunblaðið - 24.11.2000, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2000
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Kostunica Júgóslavíuforseti
varar við „miklum átökum“
Aukin skæru-
liðastarfsemi
Albana í Serbíu
Vranje, Pristina. AP, AFP.
VOJISLAV Kostunica, forseti Júg-
óslavíu, hefur krafist þess í bréfi,
sem gert var opinbert í gær, að
Atlantshafsbandalagið, NATO, komi
í veg fyrir, að albanskir skæruliðar
fari inn í Suður-Serbíu frá Kosovo-
héraði. Sagði hann, að ella væri
hætta á „miklum átökum". Yfir-
stjórn gæsluliðs NATO-ríkjanna í
Kosovo brást við með því að vara
Serba við að senda herlið inn á vopn-
laust belti við Kosovo en lokaði auk
þess einni eftirlitsstöð á mörkum
Kosovo og Serbíu.
Kostunica segir í bréfinu, að al-
banskir skæruliðar hafi setið fyrir
serbneskum lögreglumönnum í
fyrradag skammt frá Kosovo og
hann varar við „miklum átökum“
verði ekki komið í veg fyrir vaxandi
skæruliðastarfsemi Albana í Suður-
Serbíu. Ætlaði Kostunica að fara um
átakasvæðin í gær.
„Þrátt fyrir sigur lýðræðisaflanna
í Júgóslavíu hefur alþjóðasamfélagið
ekki staðið við sínar skyldur gagn-
vart landinu,“ segir Kostunica í bréf-
inu til George Robertsons, lávarðar
og framkvæmdastjóra NATO.
Zoran Djindjic, einn helsti ráð-
gjafi Kostunica, segir, að síðustu
fjóra daga hafi að minnsta kosti fjór-
ir serbneskir lögreglumenn verið
skotnir og 10 særst á vopnlausu belti
milli Kosovo og Serbíu. Friðar-
gæsluliðar handtóku 10 Albani í
fyrradag þegar þeir reyndu að kom-
ast framhjá bandarískri eftirlitsstöð
og sama dag fundust vopn í bíl, sem
stöðvaður var rétt við landamæri
Kosovo og Serbíu.
„Glæpsamlegar
árásir“ fordæmdar
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
samþykkti í gær yfirlýsingu þar sem
„glæpsamlegar árásir“ eru harðlega
fordæmdar og hvatt til, að þeir, sem
að þeim standi, verði tafarlaust
dregnir til ábyrgðar.
Starfsemi albanskra skæruliða í
Suður-Serbíu hefur verið mest í
Presevo-dalnum en hann er að
mestu byggður fólki af albönskum
ættum. Segjast skæruliðar berjast
fyrir einingu hans og Kosovo og fullu
sjálfstæði héraðanna.
Talsmaður Lýðræðisflokks Kos-
ovo, PDK, sem spratt upp úr skæru-
liðahreyfingunni í héraðinu, hvatti í
gær Albani í Serbíu til að láta af of-
beldi. Sagði hann, að tími átaka væri
liðinn og leysa yrði málin með lýð-
ræðislegum hætti.
Gíslar frelsaðir
í Thailandi
LIÐSMENN sérsveita í Thailandi
gerðu í gær áhlaup á bíl nokk-
urra fanga sem flúðu úr fangelsi
á miðvikudag og tóku með sér
gísla, þ. á m. fangelsisstjórann.
Allir fangarnir voru felldir í gær
en þeir voru innflytjendur frá
Búrma, öðru nafni Myanmar og
höfðu verið ákærðir fyrir ýmsa
glæpi. Þeir voru vel vopnum bún-
ir og reyndu að komast undan til
Búrma en námu staðar er hjól-
barði sprakk á bílnum f Kanch-
anaburi-héraði, í um 150 km fjar-
lægð frá fangelsinu sem þeir
struku úr. Sérsveitarmennirnir
eltu þá í 13 klukkustundir og létu
siðan til skarar skríða. Þrír gísl-
ar mannanna voru frelsaðir en
einn þeirra var illa særður. Sér-
sveitarmenn sjást hér flytja lík
eins fangans á brott.
Valentin Paniagua, nýskipaður forseti Perú, er orðlagður fyrir heiðarleika
Heitir því að
styrkja lýðræðið
Lima. AFP, AP.
HINS nýskipaða forseta Perú, Val-
entin Paniagua, bíður nú það erfiða
verkefni að stýra umskiptunum til
raunverulega lýðræðislegra stjómar-
hátta í landinu, þai- til nýjar kosning-
ar verða haldnar í apríl á næsta ári.
Stjómmálaskýrendur binda vonir við
að hann sé einmitt rétti maðurinn til
þess að styrkja lýðræðið í landinu,
eftir tíu ára valdatíð Albertos Fuji-
moris.
Paniagua, sem leiðir miðjuflokkinn
Þjóðfylkinguna, hefur notið virðingar
sem einn af leiðtogum stjómarand-
stöðunnar í Perú, en afskipti hans af
pólitík hófust fyrir nærri fjómm ára-
tugum. Hann hefur orð á sér fyrir að
vera hófsamur stjómmálamaður og
þykir eiga gott með að miðla málum,
enda hefur hann notið trausts, jafnt
meðal stjórnarsinna og stjóraarand-
stæðinga. Hann er orðlagður fyrir
heiðarleika og hefur aldrei verið við-
riðinn pólitísk hneykslismál.
Við embættistökuna hét Paniagua
því að beita sér fyrir víðtækum um-
bótum á stjómkerfinu. „Nýtt tímabil
er að hefjast," sagði hann í ræðu sinni,
og bætti því við að hann myndi leggja
höfuðáherslu á að ná sáttum og
styrkja lýðræðið í landinu. En um-
bætur í efnahagsmálum em ekki síð-
ur aðkallandi í Perú, og hét hinn ný-
skipaði forseti því að gera gangskör
að því að minnka erlendar skuldir
landsins, sem nema um 2.500 millj-
örðum króna. Samdráttur hefur ríkt í
efnahagslífi landsins undanfarin tvö
ár og atvinnuleysi er um 8%.
Eitt af fyrstu embættisverkum
Paniaguas var að skipa Javier Perez
de Cuellar, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í
embætti forsætisráðherra fram að
kosningum. De Cuellar beið ósigur
fyrir Aiberto Fujimori í forsetakosn-
ingunum árið 1995 og hefur síðan haft
búsetu í Frakklandi, en var væntan-
legur til Perú í dag. Stjómmálaskýr-
endur segja skipun hans ljá bráða-
birgðastjórninni trúverðugleika og
styrk.
Tvisvar gegnt
ráðherraembætti
Valentin Paniagua er 64 ára gamall
og er lögfræðingur að mennt. Hann
var fyrst kjörinn á þing árið 1963 fyrir
Kristilega demókrataflokkinn, og tók
tveimur ámm síðar við embætti
dómsmálaráðherra í stjóm Femand-
os Belaundes. Þegar herinn steypti
Belaunde af stóli árið 1968, með
Valentin Paniagua
stuðningi Kristilega demókrata-
flokksins, gekk Paniagua til liðs við
Þjóðfylkinguna. Hann var kosinn for-
seti fulltrúadeildar þingsins þegar
Belaunde tók á ný við völdum árið
1980 og tók við embætti menntamál-
aráðherra árið 1984. Ári síðar gerði
hann hlé á stjómmálaþátttöku sinni
og sneri sér að kennslu í stjórnskip-
unarrétti en hóf aftur afskipti af
stjómmálum fyrr á þessu ári.
Bresk þingnefnd vill skera upp herör gegn sjúkrahússýkingfum
SKERA verður upp herör gegn því
alvarlega vandamáli, sem „alvarleg-
ar og oft banvænar sýkingar á
sjúkrahúsum" em. Kemur þetta
fram í skýrslu breskrar þingnefndar
en hún telur að allt að 5.000 manns
deyi árlega vegna sjúkrahússýkinga
og er kostnaður heilbrigðiskerfisins
vegna þess metinn á 127 milljarða ís-
lenskra króna.
í skýrslunni, sem BBC, breska
ríkisútvarpið, greindi frá í gær, er
sagt að grípa verði til róttækra ráð-
stafana í baráttunni við þennan
vanda, sem ógni lífi sjúklinga og sé
samfélaginu ákaflega dýr.
Skýrsluhöfundar segja að árlega
fái um 10.000 manns alvarlega sýk-
ingu á sjúkrahúsum. Hafi stjórnvöld
V er ða allt að
5.000 manns að
bana árlega
vissulega reynt að bregðast við
þessu en samt sé langt í frá að nóg sé
að gert. Heyja verði stríðið gegn
banvænum sjúkrahússýkingum á
öllum stigum og öllum sviðum heil-
brigðiskerfisins.
„Nauðsynlegt er að allir taki þátt í
þessu, ekki bara sérfræðingarnir,"
segir í skýrslunni. í henni segir enn-
fremur að ein af meginástæðunum
fyrir auknum sýkingum sé sú að
læknar og hjúkmnarfræðingar þvoi
sér ekki um hendur á milli þess sem
þeir meðhöndli sjúklinga. „Það er
með öllu ólíðandi að þessari fram-
skyldu skuli ekki vera sinnt betm-.“
Talsmaður bresku læknasamtak-
anna hefur tekið undir með skýrslu-
höfundunum en þeir gagnrýna einn-
ig yfirvöld fyrir það að það skuli taka
allt að þremur áram að ná saman
upplýsingum um fjölda fyrrnefndra
sýkinga.
John Denham, heilbrigðisráð-
herra Bretlands, segir að verið sé að
ráðast í aðgerðir, sem hafi verið van-
ræktar áram saman. Meðal annars
verði sjúkrahúsum gert skylt að
skýra strax frá sýkingum af þessu
tagi og þær upplýsingar birtar al-
menningi.
Reuters
Yfirlýsing
ráðherranefndar
Evrópuráðsins
Aðildar-
umsókn
Júgóslavíu
verðitekin
fyrir
Strassborg, Zagreb. AFP, AP.
RÁÐHERRANEFND Evrópu-
ráðsins er reiðubúin að sam-
þykkja að Júgóslavíu verði veitt
aðild að ráðinu, að því er sagði í
yfirlýsingu nefndarinnar í gær.
Þing Evrópuráðsins mun fjalla
um málið en nýr forseti Júgósla-
víu, Vojislav Kostunica, telur
mikilvægt að landið fái aðild til
að auðveldara verði að byggja
upp á ný samskipti ríkisins við
umheiminn.
Þótt ráðherramir mæltu með
aðild Júgóslavíu sögðu þeir
einnig að þeir myndu fylgjast af-
ar vel með stjómmálaþróun í
Júgóslavíu en þingkosningar
verða þar 23. desember. Þing
Evrópuráðsins mun fara yfir
stjómarskrá landsins, lýðræðis-
hættír verða skoðaðir grannt og
einnig réttarfar áður en ákveðið
verður hvort þessi atriði full-
nægja þeim skilmálum sem sett-
ir era fyrir aðild. Einnig verður
ákveðinn frestur til lagfæringa
sé talin þörf á þeim.
Júgóslavía sótti einnig um að-
ild að Evrópuráðinu 1998 er
ókyrrðin í Kosovo var farin að
magnast en umsóknin var lögð
til hliðai'. Árið 1989 fékk Júg-
óslavía eins konar aukaaðild að
þingi Evrópuráðsins og undir-
ritaði og staðfesti ýmsa samn-
inga sem aðildarríkm hafa gert
sín í milli, einkum á sviði menn-
ingarmála. Er átökin hófust á
Balkanskaga og upplausn sam-
bandsríkisins byrjaði 1992 voru
öll samskipti ráðsins við Júg-
óslavíu fryst.
Jacques Chirac, forseti
Frakklands, er í heimsókn í
grannlandi Júgóslavíu, Króatíu.
Hann sagðist í gær vera þess
fullviss að Kostunica myndi á
endanum feta í fótspor nýrra
valdhafa í Króatíu og taka upp
samstarf við stríðsglæpadóm-
stól Sameinuðu þjóðanna í
Haag. „Hann er lýðræðissinni,“
sagði Chirac um starfsbróður
sinn í Belgrad.
Kostunica hefur neitað að
framselja foi’vera sinn í emb-
ættí, Slobodan Milosevic, til
Haag og fullyrt að dómstóllinn
sé ekki hlutlaus heldur gangi er-
inda Vesturveldanna.