Morgunblaðið - 24.11.2000, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Rakel Baldursdóttir kúabóndi
í Norður-Noregi
Hef efasemdir
um blöndun við
íslenskar kýr
Gaulverjabæ. Morgunblaðið.
„ÞAÐ er allt í lagi með NRF-
kýrnar, þær geta mjólkað mikið,
enda stórar, en persónulega er ég
á móti því að blanda þeim við ís-
lenska stofninn af ýmsum ástæð-
um,“ sagði Rakel Baldursdóttir í
símaspjalli við Morgunblaðið.
Nú þegar landbúnaðarráðherra
hefur komið undan feldinum og
leyft tilraunainnflutning á fóstur-
vísum eru norskar NRF-kýr mikið
í umræðunni. Islensk kona, Rakel
Baldursdóttir, ættuð frá Selfossi,
hefur búið kúabúskap á bænum
Mosöyen í Norður-Noregi undan-
farin ár ásamt manni sínum, Stein
Överaas, og þremur börnum. Bær-
inn er nálægt Tynset, um 200 kíló-
metra fyrir sunnan Þrándheim.
Rakel kynntist vel íslenskum kúm,
en hún var lengi í sveit á Blesa-
stöðum á Skeiðum og átti þar á
tímabili sitt annað heimili. Stein er
fæddur og uppalinn á staðnum og
tóku þau við búi foreldra hans
1989.
Mjólkurkvótinn á bænum er
111.000 lítrar og er meðalnytin yf-
irleitt nálægt 7.000 lítrum á kúna
yfir árið. Þau búa eingöngu með
margumræddar NRF-kýr en Rak-
el sagði mörg kyn í notkun í land-
inu þótt flestir væru enn með
þetta sama í mjólkinni. Þar má
nefna svartskjöldóttar Holsten,
einnig Hereford og belgískar blá-
ar, „sem mér finnst nú hálfhorm-
ónalegt kjöt að sjá“, sagði Rakel.
Einnig er til eitthvað af gamla
norska kúakyninu en hún kvaðst
ekki þekkja til þess. Algeng bú-
stærð er 15 til 25 kýr í á hennar
svæði. „Sumir hér kjósa bara að
hafa minni gripi, halda því fram að
þeir séu hraustari og nytsamari á
fóður.“
Aðspurð hvernig henni litist á
útflutning á fósturvísum til íslands
og blöndun kvaðst hún vera á móti
því og kæmi ýmislegt til. „Mér
finnst okkar norsku kýr nýta gróf-
fóðrið verr en þær íslensku og
vera háðari miklu kjarnfóðri til að
skila afurðum. Ég er nokkuð
smeyk um burðarerfiðleika vegna
þess hve íslenska kýrin er minni.
Hér fæðast stundum mjög stórir
kálfar. Einnig koma hér nánast
allir kálfar hyrndir og fáum við
dýralækni til að brenna hornin á
þeim nokkurra vikna gömlum. Þótt
flestar séu rólegar koma alltaf
öðru hvoru hér kvígur sem eru erf-
iðar í skapi. Stærðin veldur því að
lítið ræðst við skapstirða gripi og
þarf því oftast að slátra þeim. Súr-
doði þekkist og aðeins ber á júgur-
bólgu, sérstaklega á haustin."
Breyta þarf byggingum
á Islandi
Einnig nefndi Rakel að það
þyrfti breytingar á byggingum á
Islandi, t.d. að stækka bása. Hún
sagði, þótt það skipti ekki máli, að
hún saknaði fjölbreytninnar í litum
í íslenska kúastofninum en ríkj-
andi litur hjá þeim er svartur og
rauður.
Rakel og Stein verka heyið mest
í vothey og er það sett í gryfju.
Þau láta rúlla fyrir sig þegar fullt
Morgunblaðið/Anne Biehl Hansen
Fjölskyldan í sleðaferð. Til vinstri Stein Överaas og Rakel Baldursdóttir hægra megin. Fyrir sleðann er spennt
merin Frökk frá Klængsseli í Gaulverjabæjarhreppi.
er í gryfjunum en eiga ekki tæki
til þess. Einnig er aðeins tekið í
þurrhey og er það gefið sem „for-
réttur", kúnum til mikillar gleði.
Ólíkt því sem tíðkast hérlendis
er mysan nýtt sem fóður og gefin
á veturna. Þykir kúnum það hið
mesta sælgæti og hjálpar mysan
mjög upp á prótein í mjólkinni að
sögn Rakelar. Hún kvað þau líka
reyna að velja naut með hátt prót-
ein fyrir kýr sem gefa lakari prós-
entu. Heysýni eru tekin til að
kanna gæði og efnasamsetningu
fóðurs líkt og hérlendis.
A sumrin eru kýrnar í seli um 8
km frá bænum. Þar eru þær rúma
tvo mánuði með kúm af fleiri bæj-
um. Er það orðið mjög fátítt og fá
þau styrk frá norska ríkinu til að
viðhalda þeim gamla sið. Fá þau
þá frí frá mjöltum en hús fylgir og
er maður ráðinn til mjalta. Hún
kvað síðasta sumar hafa verið gott
„fóðurár en sumrin eru annars
misjöfn til heyskapar líkt og á ísl-
andi“, sagði Rakel að lokum.
Rakel Baldursdóttir með dætrum sinum Aina Eydísi og Christine Asu.
Varnarsamstarf Islands og
Bandarrkjanna
Viðræðum miðar
vel áfram
DANIEL Hamilton, aðstoðarvaraut-
anríkisráðherra Bandaríkjanna sem
sér um málefni Evrópu, segir að við-
ræðum íslenskra og bandarískra
embættismanna um ýmsa þætti í
varnarsamstarfi þjóðanna miði vel en
fyrirhugað er að viðræðunefndir
landanna hittist í Washington 7. des-
ember. Segist Hamilton vænta að
einhverjar niðurstöður geti þá legið
fyrir. „Ég held að báðir aðilar séu
nokkuð ánægðir með framgang við-
ræðnanna," segir hann.
Viðræður um bókun við vamar-
samninginn, sem gerð var árið 1996,
eru þó enn ekki hafnar, eins og ný-
lega kom fram í máli Halldórs As-
grímssonar utanríkisráðherra á Al-
þingi, en hún rennur út í apríl á
næsta ári. Bókunin kveður nánar á
um framkvæmd varnarsamningsins.
Viðræðumar nú snúast m.a. um
framkvæmd tiltekinna þátta í varn-
arsamstarfi íslands og Bandaríkj-
anna. Þar á meðal um aðgengi að
herstöðinni á Keflavíkurflugvelli sem
og um verktöku og sjóflutninga fyrir
vamarliðið. Sömuleiðis er rætt um
það hvernig halda beri upp á fimmtíu
ára afmæli vamarsamnings ríkjanna
á næsta ári á viðeigandi máta.
Hamilton stýrir viðræðuhópi
Bandaríkjamanna og segist ekki
gera ráð fyrir róttækum breytingum
á fyrirkomulagi vama hér á landi.
Hann aðsegir ágreiningur um ein-
stök atriði sé það lítill að vart taki að
nefna hann. Aspurður kvaðst hann
ennfremur ekki vilja fara nánar út í
þann ágreining.
Matsáætlun vegna
borunar í Grændal
SKIPULAGSSTOFNUN barst til-
laga Sunnlenskrar orku 20. nóvem-
ber sl. að matsáætlun vegna mats á
umhverfisáhrifum bomnar rann-
sóknarholu í Grændal. Allir geta
kynnt sér tillöguna og lagt fram at-
hugasemdir. Hægt er að óska eftir
eintökum af tillögunni hjá Skipulags-
stofnun, Laugavegi 166 í Reykjavík.
Einnig er hægt að nálgast tillögu
að matsáætlun á heimasíðu Sunn-
lenskrar orku: www.rarik.is/sunn-
orka. Athugasemdir skulu vera
skriflegar og berast eigi síðar en 4.
desember 2000 til Skipulagsstofnun-
ar, Laugavegi 166,150 Reykjavík.
Skipulagsstofnun hefur leitað um-
sagnar sveitarfélagsins Ölfus, Nátt-
úmverndar ríkisins, Hollustuvemd-
ar ríkisins og iðnaðarráðuneytisins.
Ákvörðun Skipulagsstofnunar um
tillögur framkvæmdaraðila að mats-
áæltun mun liggja fyrir 20. desem-
ber 2000.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
• •
Orninn
mættur á
Nípunef
ÖRNINN sem hefur komið í Mýr-
dalinn tvö síðastliðin haust birtist
á þriðjudagsmorgun á sinum
gamla stað austan við Vík í Mýr-
dal, þriðja árið í röð.
Þegar fréttaritari Morgun-
blaðsins fór að gefa fiskum í fisk-
eldisstöð Fagradalsbleikju var
örninn mættur á sinn gamla stað,
Nípunef.
Fyrir þremur árum var haldið
að veiðimenn hefðu skotið örninn
austur í Skaftártungu og varð
það að lögreglumáli.
Vélstjóra dæmdar
7,4 milljónir króna
í skaðabætur
ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa
var dæmt í Héraðsdómi Reykjavíkur
í á miðvikudag til að greiða skipveija
7.433.763 krónur með vöxtum frá
mars 1997 vegna vinnuslyss er hann
varð fyrir á bryggju í Ólafsvík svo og
málskostnað hans, 750.000 krónur.
Málið var höfðað til heimta skaða-
bætur vegna vinnuslyss er stefnandi,
sem var yfirvélstjóri á Amarnúpi ÞH
272, varð fyrir að næturlagi á Ólafs-
víkurbryggju er hann, ásamt þremur
öðmm, var að taka nýjan raftnótor í
nótaniðurleggjara út úr bifreið á
bryggjunni í Olafsvík. Atvikið varð við
lok fremur slakrar loðnuvertíðar og
því kappsmál að koma skipinu aftur á
veiðar.
Bensínverkfall setti
strik í reikninginn
Vegna verkfalls starfsmanna við
bensínafgreiðslu og olíudreifingu á
höfuðborgarsvæðinu tókst ekki að fá
hentugan bíl til að flytja rafmótorinn.
Því var brugðið á það ráð að fá son
vélstjórans til að aka með hann í
jeppa sínum norður á Ólafsvík. Þegar
verið var að afferma jeppann féll raf-
mótorinn á vélstjórann með þeim af-
leiðingum að hann meiddist á hné. Ör-
orka hans var metin 30% af örorku-
nefnd sem taldi hann ekki geta
stundað erfiðisvinnu framar. í lækn-
isvottorði segir að sjómaðurinn muni
ekki geta ekki stundað sjómennsku
framar. Tekjur mannsins hafa einnig
lækkað umtalsvert síðan slysið varð.
Deilt var um ábyrgð vegna slyss-
ins. Vélstjórinn hélt því fram að
vinnuaðstæður hefðu verið óforsvar-
anlegar og að útgerðin bæri ábyrgð á
því, því álagi sem var á honum vegna
aðstæðna, og beri húsbóndaábyrgð
vegna fyi-irmæla skipstjóra og gá-
leysis og til vara vegna mistaka
starfsmanna sem leitt hafi til slyssins.
Útgerðarfélagið taldi að um óhappa-
tilvik hefði verið að ræða en ella bæri
vélstjórinn sjálfur ábyrgð á slysinu
þar sem verkið hefði fallið undir hans
verksvið og hann hefði stjómað því.
Ekki var deilt um afleiðingar slyssins
né endanlega fjárkröfu stefnanda.
Ekki hægt að beita vinnuvélum
Héraðsdómur komst að þeirri nið-
urstöðu að útgerðarfélagið bæri
ábyrgð á óhappinu vegna óvenjulegra
aðstæðna og fyrirmæla um að verkið
skyldi unnið. Hins vegar skipti réttur-
inn sök og lét vélstjórann bera þriðj-
ung hennar. Þótti dómara sem hann
hefði átt reynslu sinnar og þekkingar
vegna að geta metið hvort það verk-
lag sem hann valdi var öruggt. Réðu
mennimir fjórir ekki við rafmótorinn
og hefði stefnanda átt að vera ljóst að
ekki var öruggt að vinna verkið með
þeim hætti sem gert var og með þeim
mannskap sem hann hafði til þess.
Ekki var hægt að beita vinnuvélum
sökum þess að afturhleri jeppans
opnaðist upp og skagaði fram yfir far-
angursgeymsluna.
Skipið var í eigu Jökuls hf. er slysið
varð. ÚA og Jökull sameinuðust hins
vegar árið 1999 og því var málið höfð-
að gegn ÚA. Hjördís Hákonardóttir
héraðsdómari kvað upp dóminn.