Morgunblaðið - 24.11.2000, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 24.11.2000, Blaðsíða 63
I MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2000 63 1 ] Stuðningur náms- og starfsráð- gjafa við kennara EFTIEFARANDI yflrlýsing hefur borist frá Félagi náms- og starfs- ráðgjafa: „Fundur í Félagi náms- og starfsráðgjafa (FNS) lýsir yfir full- um stuðningi við kjarabaráttu kennara, námsráðgjafa og stjórn- enda í framhaldsskólum. Jafnframt átelur FNS samninganefnd ríkisins j (SNR) harðlega fyrir seinagang og úrræðaleysi við samningaborðið og Jleggur ríka áherslu á að gengið verði til samninga við Félag fram- haldsskólakennara (FF) tafarlaust. Framtíðaráformum um tuttugu þúsund framhaldsskólanema er stefnt í voða. Fjöldi nemenda mun ekki koma til baka til náms á þess- um vetri ef fram heldur sem horfir. Brottfall nemenda, með öllum þeim erfiðleikum sem því fylgir fyrir ein- jj staklinga og samfélagið í heild, mun ná hámarki. Dræmar undirtektir SNR við kröfugerð FF og þeirra tillögur til lausnar deilunni lýsa algjöru metn- aðarleysi ríkisins og bera vott um óábyrga afstöðu gagnvart kjara- deilunni. Öllum ber saman um að dregið hafi verulega í sundur með launum framhaldsskólakennara og annarra ríkisstarfsmanna með sambærilega menntun og ábyrgð !hvað þá þeirra sem starfa utan rík- isgeirans. Hækka þarf laun kenn- ara verulega og bæta kjör þeirra til að sporna gegn stöðugt vaxandi at- gervisflótta úr kennarastétt og endurreisa virðingu fyrir kenn- arastarfinu í hugum Iandsmanna. Fundur FNS skorar því á ráð- herra í ríkisstjórn Islands að taka ábyrga afstöðu og standa við yfir- lýsingar sínar um mikilvægi góðrar menntunar íslensks ungdóms sem Ístandist fyllilega samanburð við það besta sem gerist á Vesturlönd- um. Slíkt gerist ekki án vel mennt- aðra kennara sem njóta virðingar yfirvalda fyrir störf sín, virðingar sem er sýnd í góðum launum og nú- tíma vinnuaðstæðum. Fundur FNS skorar á stjórnvöld að veita samninganefnd ríkisins fullt umboð til að koma til móts við kröfur Fé- lags framhaldsskólakennara án taf- !ar svo ungdómur þessa lands fái notið þeirrar menntunar sem þeim m skal standa til boða.“ Listaverka- dagatal Þroskahjálpar komið tít LISTAVERKADAGATAL Lands- samtakanna Þroskahjálpar fyrir árið 2001 er komið út. Sem fyrr prýða dagatalið myndir eftir íslenska graf- ödistamenn. Dagatalið er einnig happdrætti þar sem dregið er einu sinni í mánuði um fimm grafíkmyndir eftir þekkta íslenska grafíklistamenn á borð við Erró, Karólínu Lárusdóttur og fleiri. Dagatalið kostar 1.300 kr. og rennur allur ágóði af sölunni til starfs samtakanna. FRÉTTIR Morgunblaðið/jt Nýir bflar frá Citroen verða sýndir hjá Brimborg í Reykjavík og á Akureyri um hclgina. Brimborg kynnir Citroen um helgina BRIMBORG er að hefja innflutn- ing á bflum frá Citroen og verða sýndar fimm gerðir um helgina. Bflar frá Citroen voru síðast flutt- ir hingað til lands árið 1991 en ár- ið 1995 tók Brimborg við umboð- inu af Globusi. Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri Brimborgar, segir að samningar hafi náðst við framleiðandann um hagstætt verð og öll línan frá Citroen sé svo til ný og áhugaverð fyrir Islendinga. Sýndar verða fjórar gerðir fólksbfla, Saxo, Xsara, Xsara Picasso og Berlingo, og sendibfll sem einnig heitir Berlingo. Brim- borg hefur opnað nýjan 350 fer- metra sýningarsal í húsnæði sínu við Bfldshöfða og rúmast þar 12 til 14 bflar. Sölustjóri er Þórður Jónsson og með honum starfar Brynjar Smári Þorgeirsson sölu- ráðgjafi. Þorkell Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Brimborgar á Ak- ureyri, hefur undirbúið komu Citroen og sagði hann er bílarnir voru kynntir blaðamönnum í vik- unni að Citroen væri framleiddur af fyrirtækinu PSA Group sem einnig framleiðir Peugeot. Þróun og framleiðsla bflanna er sameig- inleg en sölu- og markaðsdeildir aðskildar og þar ríkti samkeppni. Sala þessara tveggja merkja er hvergi á höndum sama fyrirtækis. Forráðamenn Brimborgar segja Citroen góða viðbót við þá bfla sem fyrirtækið flytur inn, þ.e. Volvo, Ford og Daihatsu. Gert er ráð fyrir að fluttir verði inn kringum 150 Citroen-bflar árlega. Citroen-sýningin verður opin hjá Brimborg í Reykjavík og á Akureyri milli kl. 11 og 16 laug- ardag og sunnudag. Týndi áratugurinn í Japan JAPANSKI hagfræðiprófessorinn dr. Sahoko Kaji, flytur fyrirlestur í Hátíðarsal Háskóla Islands sunnu- daginn 26. nóvember kl.14 á veg- um Japönsku menningarmiðstöðv- arinnar (Japan Information Center) og Islensk-japanska fé- lagsins. Dr. Kaji er prófessor í hagfræði við Keio háskólann í Tokýó og er yfirskrift fyrirlestursins „Japan’s lost decade - Lessons for the fut- ure. “ Fyrirlesturinn er á ensku og er haldinn í boði viðskipta- og hag- fræðideildar Háskóla íslands en prófessor Kaji kemur hingað til lands á vegum japanska utanríkis- ráðuneytisins í fyrirlestrarferð um nokkur Evrópulönd. Fundarstjóri verður prófessor Þráinn Eggerts- son sem einnig mun stjórna um- ræðum. I fyrirlestrinum verður fjallað um orsök þess fjárhagslega hruns sem átti sér stað í Japan á síðasta áratug og þær öru breyt- ingar sem japanskt efnahagskerfi er að ganga í gegnum. Einnig um framtíðarhorfur og möguleika til að styrkja efnahagslífið á nýjan leik með enduruppbyggingu á jap- anska hagkerfinu og endalok fjár- hagslegrar einangrunar Japans, segir í fréttatilkynningu. Prófessor Kaji stundaði nám við Keio-háskóla í Tókýó sem er einn þekktasti hagfræðiháskóli Japans. Hún lauk doktorsnámi í hagfræði við Johns Hopkins-háskóla í Balti- more, USA. Aðgangur að fyrir- lestrinum er ókeypis og öllum heimill. Jólakort Soroptimista- kltíbbs Grafarvogs JÓLAKORT Soroptimistaklúbbs Grafarvogs eru komin í sölu. Kortin eru eftir Eirík Smith og Jón Arnar T. Siguijónsson. Þau fást bæði með og án texta. Verð kortanna með um- slagi er 80 kr. stk. og eru þau seld tíu saman í pakka en það er óbreytt verð frá því í fyrra. Einnig eru til sölu lítil kort en þau eru seld 8 stk. í pakka á 500 kr. Ágóði af sölu kortanna rennur til líknarmála. Kortin eru til sölu í versluninni FBI í Kringlunni og einnig er hægt að nálgast þau hjá klúbbsystrum. T^osa góð ve^ð! Glös:18 kristalsglös í gjafakassa Kr. 2.990.- Hnífapör: Kassi fyrir 6 manns kr. 4.900.- Matarstell: 6 manna stell Kr. 3.990.- Kaffistell: 6 manna stell Kr. 3.600.- M RISTALL Kringlunni - Faxafeni Rýmum fyrir nýjum vörum Ekta síðir pelsar aðeins 99 þús.| Handunnin húsgögn 20% afsl. Opið virka daga kl. 11—18 09 lau. kl. 11—15 Fákafeni (Bláu húsin), s. 588 4545 Sigurstjama Þar sem gæði og gott verð fara saman... Trlboð vikunnaf Skvrtur aöems k ■ gg0 _ polopevsur ^ Q Flísiakkar Flíspeysur k|490 Hakkavel kr. Kattrvel Hlaupahsol kr. •_____ Opið virka daga 10-18. Laugardaga og sunnudaga 11-18. 'ONýja markaðstorgið I húsi Fálkans, Suðurlandsbraut 8, sími: 533 50 90 KORTONLEIKAR í Háteigskirkju sunnudaginn 26. nóvember kl. 20.30. Kór Háteigskirkju ásamt kammersveit. Einsöngvarar: Erla B. Einarsdóttir Gréta Jónsdóttir Hrönn Haflidadóttir Skarphéðinn Þ. Hjartarson Sigurður Haukur Gíslason Stjómandi: DouglasA. Brotchie. Efhisskrá: Franz Schubert Messa í G. Antonio Vivaldi Gloria. Aðgangur ókeypis. IQQQ ln • V Allt á hvolfi... ^\comin beint y Risa X % rýmingarsala Verslunin hættir sölu á fatnaði Allt á að seljast! Opið ÆFINGAR - ÚnVIST - BÓMULL ki 10.0018.00 - 19 -s- 568t1717— www.hreysti.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.