Morgunblaðið - 24.11.2000, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Kristenn Ein-
arsson afþakk-
ar boð NRK
í GÆR var staðfest að Kristenn Ein-
arssyni hefði verið boðin staða yfir-
manns norska ríkisútvarpsins NRK
og jafnframt að Kristenn hefði af-
þakkað boðið.
I samtali við Morgunblaðið segir
Kristenn að hann hafi ákveðið sig
klukkan eitt eftir miðnætti aðfara-
nótt fimmtudagsins og að ákvörðun-
in hafi verið erfið. „Núverandi starf
mitt er eitt það áhugaverðasta á sviði
útgáfumála í Noregi. Aftur á móti er
staða yfirmanns NRK einnig mjög
spennandi. Eg þurfti að vega og
meta kosti og galla beggja starfa og
tók mér þennan tíma í það,“ segir
Kristenn í samtali við Morgunbiaðið.
„Ég hef ákveðið að halda núver-
andi starfi mínu áfram, sem m.a.
felst í að tryggja áframhaldandi for-
ystuhlutverk Norsku bókaklúbb-
anna í að færa Norðmönnum gæða-
bókmenntir," segir Kristenn m.a. í
fréttatilkynningu. Hann hefur einnig
hug á að einbeita sér að stjórnar-
formennsku sem hann sinnir í
nokkrum netfyrirtækjum.
Eins og fram kom í Morgunblað-
inu í gær hefur Kristenn verið bú-
settur í Noregi frá barnsaldri og síð-
ustu 25 ár verið viðloðandi Norsku
bókaklúbbana sem reka ellefu bóka-
klúbba er ná til fjórða hvers heimilis
í landinu.
Norskir fjölmiðlar hafa flutt frétt-
ir af meintum launakröfum Kristens
sem hann segir að séu úr lausu lofti
gripnar. I fréttatilkynningu frá
NRK eru fréttir af launakröfum
Kristens bomar til baka og ítrekað
að Kristenn hafi ekki sett fram nein-
ar launakröfur eða skilmála í þessu
sambandi. Aðspurður segir Kristenn
að bæði fyrirtækin bjóði góð laun en
það hafi ekkert haft með ákvörðun-
ina að gera.
Róleg viðskipti á
gjaldeyrismarkaði
VIÐSKIPTI á gjaldeyrismarkaði
voru með rólegasta móti í gær og
var gengi krónunnar við lok mark-
aða í gær svipað og það var deginum
áður.
Seðlabanki íslands var með inn-
grip á markaðinn þriðja daginn í röð
til að styrkja gengi krónunnar og
keypti hann krónur fyrir 6 milljónir
dala eða um hálfan milljarð króna
sem er helmingur þeirrar upphæðar
sem hann hefur selt gjaldeyri fyrir á
þriðjudag og miðvikudag.
Að meðtöldum kaupum Seðla-
bankans var veltan á markaðnum
einungis um 1,3 milljarðar króna, en
veltan tvo dagana þar á undan var
um sjö milljarðar kr. hvorn dag.
Ok niður ljósastaura
og fánastangir
ÖKUMAÐUR slapp með lítil meiðsl
en bifreið hans eyðilagðist eftir að
hann ók henni á tvo ljósastaura og
fánastangir á gatnamótum Kringlu-
mýrarbrautar og Laugavegar. At-
vikið varð laust eftir klukkan tvö í
fyrrinótt. Maðurinn er grunaður um
ölvun og miðað við verksummerki
virðist hann hafa ekið á yfir 100 km
hraða.
Hefjast handa við tvöföldun Reykjanesbrautar haustið 2002
Ætla að færa veg-
inn við Ktíagerði
BÚAST má við því að legu
Reykjanesbrautar verði breytt við
Kúagerði, og hún færð lengra inn í
landið, um leið og ráðist verður í
tvöföldun vegarins frá Hafnarfirði
til Reykjanesbæjar. Samkvæmt
drögum að tillögu að matsskýrslu
vegna tvöföldunar Reykjanes-
brautar er gert ráð fyrir því að öll
gatnamót á leiðinni verði mislæg
og að framkvæmdir hefjist haustið
2002. Áætluð verklok eru árið 2010
og áætlaður heildarkostnaður er
um 2,4 milljarðar króna. Jónas
Snæbjörnsson, umdæmisstjóri
Reykjanessumdæmis Vegagerðar-
innar, sagði að í byrjun yrði ráðist
{ framkvæmdir við tvöföldun á um
5 km kafla, við mörk Vatnsleysust-
randar og Hafnarfjarðar, og að
kostnaður við það væri áætlaður
um 400 til 500 milljónir króna.
Kostnaður um
2,4 milljarðar króna
Gert er ráð fyrir að breikka
Reykjanesbraut á um 30 km kafla
frá Hafnarfirði og að Rósasels-
torgi í Reykjanesbæ. Eftir breikk-
unina verður vegurinn fjögurra
akreina í stað tveggja nú. Jónas
sagði að áætlaður kostnaður við
hvern km væri um 80 milljónir
króna, en samkvæmt því verður
kostnaður við 30 km langan veg
um 2,4 milljarðar króna, eins og
áður kom fram.
í drögum að tillögu að mats-
skýrslu kemur fram að nýr vegur
verði í meginatriðum lagður sam-
síða núverandi Reykjasbraut,
sunnan núverandi vegstæðis, og
því ekki verið að fara um svæði
sem er alveg óraskað.
Umhverfisáhrif breikkunarinnar
eru því ekki talin eins umfangs-
mikil og ef verið væri að leggja
nýja stofnbraut á áður óraskað
svæði. Helstu markmið fram-
kvæmdarinnar eru að ná fram
hærri þjónustugráðu og auka ör-
yggi vegarins.
Hugmyndir eru uppi um að nú-
verandi veglína Reykjanesbrautar
frá Hafnarfirði og út fyrir
Straumsvík verði færð sunnar og
þá er líklegt að veglínu við Kúa-
gerði verði breytt. Jónas sagðist
gera ráð fyrir því að settar yrði
fram tvær tillögur um legu vegar-
ins í Kúagerði. Hann sagði að
skipulag iðnaðarhverfisins í sunn-
anverðum Hafnarfirði, þar sem
stálbræðslan hefði verið og álverið
væri, væri í endurskoðun og því
væri ekki búið að fullmóta hug-
myndir um legu vegarins þar.
Sjö mislæg gatnamót
Fyrirhuguð framkvæmd kallar á
verulegar breytingar á vegamótum
og er áætlað að öll vegamót, sem
verða sjö talsins, verði mislæg. Að-
stæður í landi munu ráða því hvort
heppilegra verður að hafa
Reykjanesbrautina undir eða yfir
vegamótum. Mislæg gatnamót
verða á eftirfarandi stöðum: Við
nýja vegtengingu Krýsuvíkurveg-
ar, við Straumsvík, við Vatnsleysu-
strandarveg (Keilisveg), við Voga-
veg, við Grindavíkurveg, við
Innri-Njarðvík (Hafnir) og við
nýja vegtengingu Flugvallarvegar.
Jónas sagðist gera ráð fyrir því
að endurskoðuð tillaga yrði lögð
fyrir Skipulagsstofnun á næstu
vikum og þá yrði hún kynnt form-
lega. Matsskýrslan sjálf verður
síðan lögð fram í febrúar og þá
mun nákvæm útlistun á endanlegri
staðsetningu og hönnun liggja fyr-
ir.
í henni verður einnig fjallað um
aðra valkosti og þeir bornir saman
við tvöföldun Reykjanesbrautar.
Prestur kaþólskra fundar með ráðherra um dvalarleyfí Tsjetsjena sem giftur er íslenskri konu
Dauðadómur að fara
aftur til Tsjetsjníu
DÓMSMÁLARÁÐHERRA fullvissaði séra
Jakob Rolland, prest kaþólskra, um að mál
Aslans Gilaevs, 26 ára manns sem segist vera
tsjetsjenskur flóttamaður, yrði skoðað gaum-
gæfilega og væntanlega myndi fást niður-
staða í málið næstu vikum. Gilaev, sem kom
til landsins frá Noregi í sumar og er giftur ís-
lenskri konu, sagði í samtali við Morgunblað-
ið að sér liði mjög illa og hann byggist við því
að verða sendur úr landi á hverri stundu.
Hann sagði að ef það gerðist hefði hann eng-
an stað til að fara á, því það væri dauðadóm-
ur að fara aftur til Tsjetsjníu.
„Mér líður mjög illa því ég á hvergi heima
og hef ekki leyfi til þess að vinna fyrir mér
og fjölskyldu minni,“ sagði Gilaev, sem býr
ásamt konu sinni á Framnesveginum. „Þetta
er ekki síst erfitt fyrir fjölskylduna - það er
mikil pressa á henni.“
Við viljum hvorugt skilnað
„Núna er ég bara að bíða eftir svari frá
dómsmálaráðuneytinu. Þeir sögðust ætla að
skoða mín mál, afla upplýsinga um mig, en
þeir sögðust ekki vita nákvæmlega hvenær
ég mætti vænta niðurstöðu, kannski í desem-
ber eða kannski seinna. Þeir sögðu að
kannski yrði ég sendur úr landi og kannski
ekki, þannig að það er alltaf þetta kannski,
kannskd.
Að mínu viti eru dómsmálaráðuneytið og
Útlendingaeftirlitið bara að bíða eftir því að
við hjónin skiljum, svo þeir geti sent mig úr
landi. Það er hins vegar tilgangslaust því við
viljum hvorugt skilnað."
Gilaev sagði að hann væri frá Grosní, höf-
uðborg Tsjetsjníu, og að hann gæti engan
veginn snúið þangað aftur þar sem ástandið
væri mjög ótryggt. Þá sagði hann að margir
úr fjölskyldu hans og margir vinir hans
hefðu dáið í stríðinu við Rússa.
Eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær
kom Gilaev til íslands í lok júní frá Noregi
og sótti um pólitískt hæli. Útlendingaeftirlit-
ið hafnaði beiðninni á þeirri forsendu að
maðurinn hefði ekki getað með löglegum
hætti fært sönnur á hver hann væri og frá
hvaða ríki. Hann hefði gefið upp mismunandi
nöfn og fæðingardaga.
Fundað með dómsmálaráðherra
Séra Jakob, sem aðstoðað hefur manninn
frá því í sumar, áfrýjaði þessum úrskurði til
dómsmálaráðuneytisins, og í blaðinu í gær
sagðist hann ætla að fara upp í ráðuneyti og
ekki fara þaðan fyrr en lausn fengist í málið.
„Þegar ég kom upp í ráðuneyti lét ég vita
af mér og eftir klukkutíma var ég kallaður á
fund ráðuneytisstjóra og síðan á fund Sól-
veigar Pétursdóttur dómsmálaráðherra,"
sagði Jakob. „Ég fékk þær upplýsingar að
málið yrði ekki afgreitt strax, það væri í
meðferð og tæki nokkrar vikur. Mér var líka
sagt að á meðan það væri verið að skoða mál-
Morgunblaðið/Ásdís
Aslan Gilaev segist vera í mjög erfiðri
stöðu þar sem hann geti ekki unnið fyrir
sér og fjölskyldu sinni.
ið yrði hann ekki sendur úr landi og að tekið
yrði tillit til þess að hann kæmi frá átaka-
svæði og hefði orðið fyrir miklum áföllum."
Jakob sagði að vegna hræðslu við að verða
sendur tilbaka til Rússlands eða Tsjetsjníu
hefði Gilaev gefið upp rangt nafn. Hann
sagði að Gilaev væri enn mjög hræddur um
að verða sendur tilbaka, sérstaklega til Rúss-
lands, enda væri eflaust ekki auðvelt að vera
tsjetsjeni þar í landi.
Efnilegur í kraftlyftingum
„Málið er í biðstöðu núna á meðan yfirvöld
reyna að sanna það hvaðan hann er. Það er
einmitt mín skoðun að það hafi verið rangt
að ætla að senda hann úr landi án þess að
upplýsingar um það hvaðan hann væri lægju
fyrir. I þessu tilfelli, þar sem maðurinn kem-
ur frá stríðshrjáðu landi, hlýtur sönnunar-
byrðin að vera hjá yfirvöldum.“
Morgunblaðið/Ásdís
Séra Jakob Rolland, prestur kaþólskra,
ræddi við dómsmálaráðherra um mál
Gilaev í dómsmálaráðuncytinu í gær.
Séra Jakob sagði að Gilaev hefði verið
mjög efnilegur í kraftlyftingum sem ungling-
ur og að hann hefði m.a. keppt á mótum víða
í Rússlandi. Hann sagði að ráðuneytið hefði
einnig vitneskju um þetta og að eflaust væri
hægt að nýta hana til þess að komast að upp-
runa mannsins.
Ingvi Hrafn Óskarsson, aðstoðarmaður
dómsmálaráðherra, sagði að málið væri í
skoðun og að maðurinn hefði frest til 5. des-
ember til þess að skýra frá sínum málum.
Hann sagði að úrskurðað yrði í málinu eftir
það og því mætti væntanlega búast við end-
anlegri niðurstöðu einhvern tímann í desm-
ber. Hann sagði að niðurstaða Útlendinga-
eftirlitsins hefði m.a. byggst á því að
maðurinn hefði ekki með neinu móti fært
sönnur á það hver hann væri og að hann
hefði ekki verið mjög samvinnufús í þeim
efnum.
::