Morgunblaðið - 24.11.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.11.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ VERIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2000 27 Morgunblaðið/Sigurgeir Loðna flokkuð fyrir frystingu í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum í gær. Bræla á loðnumiðunum út af Vestfjörðum Fyrsta loðnan til V estmannaeyj a Kúfískskipið Fossá ÞH fyrsta íslenska skipið frá Kína Siglingin heim tekur um sex vikur KÚFISKSKIPIÐ Fossá ÞH verður væntanlega afhent nýjum eigendum í næstu yiku og hefst þá siglingin frá Kína til íslands, en hún tekur um sex vikur að sögn Jóhanns A. Jónssonar, framkvæmdastjóra Hraðfrystistöðv- ar Þórshafnar. Fossá er sérhannað kúfiskskip fyrir íslenskan kúfisk hf., sem er dótturfyrirtæki Hraðfrystistöðvai' Þórshafnar hf. og jafnframt í eigu bandaríski-a aðila, smíðað hjá Hu- angpu-skipasmíðastöðinni í Gung Zhou-borg í Kína, en hannað af Ráð- garði - Skiparáðgjöf. Skipið er 38 metrar að lengd og kostar um 141 milljón króna að smíða það. Samkvæmt samningi átti að af- henda skipið í febrúar sem leið en Jóhann segist eiga von á að það verði afhent í næstu viku. Verið sé að leggja lokahönd á fráganginn og er áhöfnin til taks í Kína. Siglingin heim tekur um 45 daga en siglt verður vestur um Súez- skurð og standist áætlaður afhend- ingartími má gera ráð fyrir að skipið verði á Miðjarðai-hafinu um jólin. Hraðfrystistöð Þórshafnar gerir út nótaskipin Júpiter og Neptúnus auk frystiskipsins Stakfells sem er reyndar á söluskrá. Atlantshaf INNAN við 10 bátar voru á loðnu- miðunum út af Halanum í gær og lít- ið að fá enda veðrið leiðinlegt. „Nú er bræla og spáð brælu næstu viku, held ég,“ sagði Sævar Þórarinsson, skipstjóri á Erni KE, sem á eftir um 1.000 tonn af kvótanum. Nokkur skip héldu áleiðis í land í fyrrakvöld en þá kom Örninn á mið- in. „Við lentum í mjög blandaðri loðnu sem ekki hefur verið að undan- förnu en svo fórum við suður með öll- um kantinum og til baka án þess að sjá nokkuð,“ segir Sævar. Fryst á Þórshöfn Júpiter ÞH landaði um 800 tonn- um á Þórshöfn í gær og Björg Jóns- dóttir ÞH kom þangað í gærkvöldi með um 750 tonn. Að sögn Jóhanns A. Jónssonar, framkvæmdastjóra Hraðfrystistöðvar Þórshafnar hf., er búið að frysta milli 200 og 300 tonn af loðnu á vertíðinni hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar og hafa afurðimar farið jafnóðum á Rússlandsmarkað. Brynjar Jónsson, fyrsti stýrimað- ur á Björgu Jónsdóttur, segir að ágætis veiði hafi verið aðfaranótt miðvikudags og þá hafi þeir fengið um 600 tonn en síðan um 200 tonn í einu kasti í fyrrakvöld. „Eftir ágæta veiði þvældum við þarna fram og aft- ur en veðrið var orðið leiðinlegt þeg- ar við fórum. Við vorum með rifna nót, gátum ekki gert almennilega við hana og urðum að fara í land. “ Fyrsta loðnan til Eyja Mikið hefur verið að gera hjá Vinnslustöðinni hf. í Vestmannaeyj- um og hefur verið unnið á þrískipt- um vöktum en fyrsta loðnan á vertíð- inni kom þangað í gær. Þá var tekið á móti um 500 tonnum af loðnu úr ís- leifi VE og fór allt í vinnslu en síðan kom Kap VE með 900 tonn og að sögn Guðna Guðnasonar útgerðar- stjóra var stefnt að því að taka allt í frystingu. Vinnslustöðin er með tvo netabáta og hefur verið ágætis fisk- irí en áhöfnin á öðrum þeirra, Guð- jóni VE, er líka á Kap, þannig að þegar farið er á loðnu hætta þeir á netum. Sighvatur Bjarnason VE hefur landað um 2.800 tonnum af síld hjá Vinnslustöðinni á rúmum mánuði og hefur iiún ýmist verið ílökuð eða heilfryst fyrir Rússlandsmarkað. „Það er svakalega gott að fá loðnu og loðnufrystingu á þessum tíma, því við notum sömu frystitækin og notuð eru í síldarvinnslunni," segir Guðni. „Tækin geta því ekki nýst betur.“ Opið til kl. 18:00 um helgina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.