Morgunblaðið - 24.11.2000, Side 27

Morgunblaðið - 24.11.2000, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ VERIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2000 27 Morgunblaðið/Sigurgeir Loðna flokkuð fyrir frystingu í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum í gær. Bræla á loðnumiðunum út af Vestfjörðum Fyrsta loðnan til V estmannaeyj a Kúfískskipið Fossá ÞH fyrsta íslenska skipið frá Kína Siglingin heim tekur um sex vikur KÚFISKSKIPIÐ Fossá ÞH verður væntanlega afhent nýjum eigendum í næstu yiku og hefst þá siglingin frá Kína til íslands, en hún tekur um sex vikur að sögn Jóhanns A. Jónssonar, framkvæmdastjóra Hraðfrystistöðv- ar Þórshafnar. Fossá er sérhannað kúfiskskip fyrir íslenskan kúfisk hf., sem er dótturfyrirtæki Hraðfrystistöðvai' Þórshafnar hf. og jafnframt í eigu bandaríski-a aðila, smíðað hjá Hu- angpu-skipasmíðastöðinni í Gung Zhou-borg í Kína, en hannað af Ráð- garði - Skiparáðgjöf. Skipið er 38 metrar að lengd og kostar um 141 milljón króna að smíða það. Samkvæmt samningi átti að af- henda skipið í febrúar sem leið en Jóhann segist eiga von á að það verði afhent í næstu viku. Verið sé að leggja lokahönd á fráganginn og er áhöfnin til taks í Kína. Siglingin heim tekur um 45 daga en siglt verður vestur um Súez- skurð og standist áætlaður afhend- ingartími má gera ráð fyrir að skipið verði á Miðjarðai-hafinu um jólin. Hraðfrystistöð Þórshafnar gerir út nótaskipin Júpiter og Neptúnus auk frystiskipsins Stakfells sem er reyndar á söluskrá. Atlantshaf INNAN við 10 bátar voru á loðnu- miðunum út af Halanum í gær og lít- ið að fá enda veðrið leiðinlegt. „Nú er bræla og spáð brælu næstu viku, held ég,“ sagði Sævar Þórarinsson, skipstjóri á Erni KE, sem á eftir um 1.000 tonn af kvótanum. Nokkur skip héldu áleiðis í land í fyrrakvöld en þá kom Örninn á mið- in. „Við lentum í mjög blandaðri loðnu sem ekki hefur verið að undan- förnu en svo fórum við suður með öll- um kantinum og til baka án þess að sjá nokkuð,“ segir Sævar. Fryst á Þórshöfn Júpiter ÞH landaði um 800 tonn- um á Þórshöfn í gær og Björg Jóns- dóttir ÞH kom þangað í gærkvöldi með um 750 tonn. Að sögn Jóhanns A. Jónssonar, framkvæmdastjóra Hraðfrystistöðvar Þórshafnar hf., er búið að frysta milli 200 og 300 tonn af loðnu á vertíðinni hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar og hafa afurðimar farið jafnóðum á Rússlandsmarkað. Brynjar Jónsson, fyrsti stýrimað- ur á Björgu Jónsdóttur, segir að ágætis veiði hafi verið aðfaranótt miðvikudags og þá hafi þeir fengið um 600 tonn en síðan um 200 tonn í einu kasti í fyrrakvöld. „Eftir ágæta veiði þvældum við þarna fram og aft- ur en veðrið var orðið leiðinlegt þeg- ar við fórum. Við vorum með rifna nót, gátum ekki gert almennilega við hana og urðum að fara í land. “ Fyrsta loðnan til Eyja Mikið hefur verið að gera hjá Vinnslustöðinni hf. í Vestmannaeyj- um og hefur verið unnið á þrískipt- um vöktum en fyrsta loðnan á vertíð- inni kom þangað í gær. Þá var tekið á móti um 500 tonnum af loðnu úr ís- leifi VE og fór allt í vinnslu en síðan kom Kap VE með 900 tonn og að sögn Guðna Guðnasonar útgerðar- stjóra var stefnt að því að taka allt í frystingu. Vinnslustöðin er með tvo netabáta og hefur verið ágætis fisk- irí en áhöfnin á öðrum þeirra, Guð- jóni VE, er líka á Kap, þannig að þegar farið er á loðnu hætta þeir á netum. Sighvatur Bjarnason VE hefur landað um 2.800 tonnum af síld hjá Vinnslustöðinni á rúmum mánuði og hefur iiún ýmist verið ílökuð eða heilfryst fyrir Rússlandsmarkað. „Það er svakalega gott að fá loðnu og loðnufrystingu á þessum tíma, því við notum sömu frystitækin og notuð eru í síldarvinnslunni," segir Guðni. „Tækin geta því ekki nýst betur.“ Opið til kl. 18:00 um helgina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.