Morgunblaðið - 24.11.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.11.2000, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Þorkell Pétur Birgisson, formaður Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi, nælir afmælismerki í barm Davíðs Oddssonar, for- manns Sjálfstæðisflokksins, í tilefni 50 ára afmælis félagsins. Sjálfstæðisfélagið í Kópavogi 50 ára SJÁLFSTÆÐISFÉLAGIÐ í Képa- vogi er 50 ára um þessar mundir og heldur upp á tímamótin í húsi Sjálfstæðisflokksins 1 Kópavogi að Hamraborg 1 laugardaginn 25. nóvember frá kl. 17 til 19. í tilefni afmælisins Iét stjórn fé- lagsins útbúa sérstakt afmælis- merki. Pétur Birgisson, formaður Sjálfstæðisfélagsins, færði Davíð Oddssyni, formanni Sjálfstæðis- flokksins, merkið að gjöf fyrir ut- an Alþingi í vikunni, í tilefni af- mælisins. Þess má geta að félagið hefur einnig látið hanna fyrir sig nýja heimasíðu sem verður opnuð formlega í afmælishófinu, en slóðin er www.xdkop.is Framkvæmdastjóri Umferðarráðs vill flýta bflbeltavæðingu rútubfla Beltin geta oft bjargað miklu „MER finnst slys sem þetta og önnur fyrr á árinu tvímælalaust staðfesta að séu belti í rútubílum og þau notuð bjarga þau miklu þegar nítur fai-a á hliðina eins og í þessu tilviki,“ segir Óli H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Umferðarráðs, þegar hann er spurð- ur um þýðingu öryggisbelta í rútum. Bílbelti eiga að vera í öllum minni hópferðabílum frá síðasta hausti og á næsta ári eiga allar nýjar rútur að vera búnar bflbeltum. „Sé rúta búin bflbeltum ber að nota þau,“ segir framkvæmdastjóri Um- ferðarráðs ennfremur, „bæði bflstjóra og farþegum.“ Hann bendir jafnframt á að þótt nýjar rútur skuli búnar belt- um frá næsta ári muni líða langm- tími þar til íslenski rútubflaflotinn verður almennt búinn beltum þar sem nýir bflar séu sjaldnast fluttir til landsins. „Þess vegna er brýnt að flýta þessu með einhverjum ráðum og vitanlega er hægt að setja bflbelti í gamlar rút- ur þótt það geti í sumum tilvikum kostað að styrkja verður undirstöður sæta að auki.“ Óli H. Þórðarson minnir jafnframt á að rannsóknamefnd umferðarslysa hefur ritað dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu nýverið og lýst þeiiri skoðun að fullgild rök séu íyrir því að allfr langferðabflar verði búnir bflbeltum. „Við erum fylgjandi þessari skoðun rannsóknamefndarinnar og viljum flýta þessai’i þróun með einhverjum heimasmíðuðum ráðum.“ Varla hægt að ætlast til að bíl- stjóri beri ábyrgð á beltanotkun „I dag er það svo að hver lögráða maður er ábyrgur íyrii’ eigin notkun á belti. Það má hinsvegar einnig skoða umferðarlögin með tilliti til þeirra sem eru undir lögaldri, segir Óli. Sam- kvæmt umferðarlögum sé gert ráð fyr- ir að ökumaður sé ábyrgm- fyrii’ að böm undir lögaldri notfæri sér bflbelti séu þau í sætum. Óli segir þetta þó erf- itt í framkvæmd í hópbifreiðum. „Það væri til þess að æra óstöðugun að ætl- ast til þess að bflstjóri með fullan bíl af skólakrökkum gæti séð til þess að allir væm með belti, segir Óli. Hann segist þess þó fullviss að bflstjórar hafi af þessu nokkrar áhyggjur. Óli segir að tæknimenntaðir menn hafi lýst yfir áhyggjum sínum hvolfi rútu sem ekki hefur sérstyrkta yfir- byggingu. Það geti orkað mjög tví- mælis ef allir farþegamir hangi í loft- inu, þá sé ekki víst að yfirbyggingin geti borið þungan. Óli segir að bfla- framleiðendur hafi verið að takast á við þennan vanda. „Eftir því sem ég best veit hafa þeir styrkt farþegarým- ið með hliðsjón af því að allir séu í beltum,“ segir Óli. Dómsmálaráðuneytið vinnur að skipan nefndar um öryggismál í langferðabflum • • Oryggisbelti þeg- ar í fjölda rútubfla Morgunblaðið/Kristinn Ná er hægt að fá sæti í langferðabíla fyrir svokölluð þriggja punkta ör- yggisbelti. Öm Óskarsson rekstrarstjóri Hópbfla hf. spennir hér beltið. UMRÆÐA um nauðsyn þess að setja öryggisbelti í rútur er hafm enn á ný eftir hrinu rútuslysa á þessu ári. Skemmst er að minnast þess þegar rúta með 38 manns valt út af Siglu- fjarðarvegi í Fljótum sl. sunnudag. Birgir Gunnarsson, framkvæmda- stjóri heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki, sagði eftir slysið að hann væri ekki í vafa um að hefðu belti verið í rútunni og farþegarnir notað þau hefði það bjargað miklu og fækkað slösuðum. Jafnvel mittis- belti, eða svokölluð tveggja punkta belti, hefðu gert mikið gagn. „Eg trúi ekki öðru en þetta slys opni enn frek- ar umræður um nauðsyn þess að belti verði sett í fólksflutningabif- reiðar,“ sagði Birgir í samtali við Morgunblaðið. Umræða um öryggisbelti í hóp- ferðabílum er ekki ný af nálinni. Rútuslys sem varð í Bólstaðarhlíðar- brekku í ágúst 1994 ýtti nokkuð við mönnum. Þá valt rúta með 32 erlend- um ferðamönnum, aðallega frá Italíu. Fólkið kastaðist til í rútunni og hiutu nokkrir beinbrot en enginn slasaðist þó lífshættulega. I viðtali við Morg- unblaðið skömmu síðar sagði Sigurð- ur Helgason hjá umferðarráði að þrátt fyrir að kostnaður við að setja öryggisbelti í fólksflutningabifreiðar væri mikill myndi það borga sig, jafn- vel þótt það bjargaði aðeins einu mannslífi. „Ég tel að ástæða sé til að fara að huga að því að binda í lög að hafa bílbelti í öllum sætum lang- ferðabíla og mér segir svo hugur að ekki líði mjög mörg ár þangað til það verður talið jafnsjálfsagður hlutur og að hafa bflbelti í öllum sætum fólks- bfla,“ sagði Sigurður ennfremur. Rannsóknamefnd umferðarslysa sendi nýverið frá sér niðurstöður úr rannsókn á orsökum rútuslyssins á Kjalamesi í febrúar sl. þar sem þrír létust og sjö slösuðust alvarlega. I bréfi nefndarinnar til dómsmálaráð- herra segir að fullgild rök séu fyrir því að allar langferðabifreiðar í notk- un verði búnar öryggisbeltum. Hug- að verði að öllum öryggisbúnaði, sér- staklega öryggisbeltum, og hvort ekki sé hægt að setja belti í alla hóp- ferðabfla. Björn Friðfinnsson, ráðun- eytistjóri í dómsmálaráðuneytinu, segir nú unnið að því að skipa í nefnd- ina. Hinn 1. okt 1999 gekk í gildi reglu- gerð sem kveður á um að allar ný- skráðar rútur eigi að vera með ör- yggisbelti í öllum sætum. Fyrir miðju í öftustu sætaröð, í framsætum og sætum þar sem ekki er annað sæti fyrir framan skulu vera svokölluð þriggja punkta belti eins og em í fólksbifreiðum. Að öðm leyti nægir að hafa tveggja punkta belti. Bergur Helgason, verkfræðingur hjá Aðal- skoðun hf., segir að reglugerðin hafi verið sett til að fullnægja reglum EES. Hinn 1. október 2001 verður reglugerðin hert þannig að í minnstu mtunum verður að vera þriggja punkta öryggisbelti í gluggaröðum og í framsætum. Bergur segir engar reglur vera um að belti þurfi að vera í eldri rútum. Hjá Skráningarstofunni hf. fengust þær upplýsingar að flest- ar stærri rútur sem fluttar væm inn væm notaðar og féllu ekki undir reglugerð um öryggisbelti. Ekki til rannsókn á áhrifum bflbelta í rútu sem veltur Bergur segir erfitt að meta hvort festingar og yfirbygging í eldri hóp- ferðabílum séu nægjanlega sterkar til þess að hægt sé að setja í þær ör- yggisbelti. Enginn tækjabúnaður sé til hér á landi til þess að prófa fest- ingamar í samræmi við tilskipanir EES. Ákvörðun um að setja belti í þessa bfla byggist því í raun á mati á festingunum. Bergur segir að gera megi ráð fyrir að 50 manna rúta vegi um 11,5 tonn. Farþegar og farangur í fullskipaðri rútu vegi um 3,5 tonn. Hann segir engar vísindalegar kann- anir hafa verið gerðar á burðarþoli rútu sem veltur eða hvolfir fullri af farþegum og því sé afar erfitt að gera sér grein fyrir afleiðingunum. Hann bendir þó á að yffrbyggingar þeiri'a hópferðabíla sem hafa lent í slysum á síðustu ámm hafi skemmst afar lítið. Þorvaldur Daníelsson hjá Hópbfl- um hf. segir að öryggisbelti í rátu- bifreiðum eigi að vera staðalbúnaður. Hann segir að fyrirtækið hafi frá upphafi haft öryggisbelti í öllum sæt- um bifreiða sinna. „Þetta er það sem markaðurinn biður um, það er ekki spurning," segir Þorvaldur. Af sau- tján rátum em þriggja punkta belti í fjóram þeirra, í hinum tveggja punkta. Þorvaldur segir farþega nota beltin í langflestum tilfellum. Spurð- ur um hvort ekki þurfí að hafa áhyggjur af því að yfirbygging eldri hópferðabíla þoli hreinlega ekki álag- ið ef rátunni hvolfir eða hún veltur segir Þorvaldur að þá hljóti menn að þurfa að velta því fyrir sér hvort þær rátur eigi yfirleitt að vera notaðar til fólksflutninga. Beltin séu sjálfsagður öryggisbúnaður. „Mestu slysin verða þegar farþegar skella saman eða þeir kastast á annað fólk eða út úr bflnum og lenda jafnvel undir honum,“ segir Þorvaldur. Öryggisbelti komi í veg fyrir slíkt. Hópbílar hafa nú látið út- búa myndband þar sem farið er yfir helstu öryggisatriði, t.d. neyðarát- gang. Farþegarnir em ennfremur minntir á að nota öryggisbeltin. Misbrestur á að farþegar nýti sér öryggisbeltin Guðmundur Tyrfingsson sem rek- ur samnefnt hópferðafyrirtæki á Sel- fossi segir að síðustu tvö ár hafi allar rátur fyrirtækisins verið með örygg- isbelti. Fyrirtækið á rámlega 20 rút- ur. Spurður um hvort það sé mikil fyrirhöfn að koma þessum búnaði fyrir segir Guðmundur að svo sé ekki. „Þetta er alveg yfirstíganlegt," segir hann. Yfirbygging á stærsta hluta fólksflutningabifreiðanna er smíðuð hjá fyrirtækinu sjálfu. Sæti og belti em fest við styrktarbita með 8 og 10 mm boltum. Guðmundur tel- ur að bifreiðamar og sætistfesting- arnar séu nægilega sterkar til að þola álagið verði fólksflutningabifreið fyr- ir óhappi. „Mögúleikinn er fyrir hendi og ef beltin era notuð geta þau öragglega komið að góðum notum,“ segir Guðmundur. Hann segir þó alls ekki víst þau verði til góðs í öllum til- vikum. Það verði t.d. að huga að því hvemig fólk geti losað sig úr beltun- um ef bfll veltur eða hvolfir. Hætt sé við því að margir sitji þá fastir í belt- unum. „Hvernig á þá að losa fólkið úr beltunum? Og hver á að gera það?“ spyr hann. Yfirleitt séu beltin þó til bóta. Guðmundur segir að farþegai’ noti hinsvegar beltin afar sjaldan. Helst séu það börnin sem spenni á sig beltin. Hann bætir við að það sé afar erfitt fyrir bflstjóra að bera ábyrgð á því að farþegar notfæri sér beltin og það hljóti að vera á valdi hvers og eins. Kostnaður við að setja belti í rútu misjafnlega mikill Tryggvi Árnason, markaðs- og söl- ustjóri Austurleiðar-SBS, segir ör- yggisbeiti í rátum tvímælalaust til bóta. Hann segir að í 28 bflum af 36 sem fyrirtækið á séu komin belti. Hann bendir þó á að ekki sé allt unn- ið með því að setja öryggisbelti í bfl- ana. Fjölmargir bflar sem nú era í notkun séu alls ekki byggðir fyrir ör- yggisbelti. Þannig þurfi sætisfesting- ar að vera afar traustar. Jafnvel þótt sætin haldi gæti farið svo að yfir- bygging bflsins legðist saman undan þunga farþeganna. Séu beltin ekki nægjanlega vel fest, eða yfirbygging bflsins ekki nægilega sterk, sé til lít- ils að koma þeim fyrir. Tryggvi segir því afar hæpið að al- hæfa um kostnað við að setja örygg- isbelti í rútur. I vissum tilvikum, sér- staklega í nýrri bflum, sé það tiltölulega einfalt. Það megi þó búast við að kostnaður við að setja tveggja punkta belti í nýlega stóra rátu liggi á bilinu 400-600.000 krónur. Kostn- aður við eldri bíla geti hlaupið á millj- ónum. Tryggvi segir að farþegum sé ekki skylt að vera með öryggisbelti í rút- um og það sé reyndar afar sjaldgæft að þeir noti þau. Helst séu það börnin sem spenna á sig beltin. Tryggvi bendir jafnframt á að slysatíðni í hópferðaakstri er afar lág, sérstak- lega ef litið er til þess hve mikið bfl- arnir aka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.