Morgunblaðið - 24.11.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.11.2000, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR fbúar á Vestfiörðum eru ekki sammála um hvort selja skuli Orkubú Vestfjarða Morgunblaðið/Halldór Sveinbjömsson Fullt var út úr dyrum á almennum borgarafundi sem fram fór í stjórnsýsluhúsinu á ísafirði um söluna á Orkubúi Vestfjarða. Eina lausnin á vandanum eða morfínsprauta? Deilt var um hugmyndir um sölu Orkubús Vestfjarða til ríkisins á borgarafundi á Isafirði. Fram kom að sveitarstjórnarmenn eru komnir upp að vegg vegna skulda stærstu sveitarfélaganna og sjá ekki aðra leið en að selja hlut sinn í Orkubúinu. Mikil andstaða hefur hins vegar komið fram við þessar hugmyndir, meðal annars á fundinum sem Helgi Bjarnason fylgdist með. MIKIL andstaða hefur komið fram við hug- myndir sveitarstjórnarmanna á Vestfjörðum um að létta fjárhagsstöðu skuldugra sveitarfé- iaga með því að selja ríkinu hlut þeirra í Orku- búi Vestfjarða. Hefur andstaðan meðal annars komið íram í því að um 90% þeirra sem þátt tóku í skoðanakönnun á fréttavef Bæjarins besta lýstu yfir andstöðu við hugmyndina og því að um 900 manns hafa skrifað undir mótmæla- lista sama efnis. I fyrrakvöld efndu áhugamenn úr grasrótinni til kynningarfundar um Orku- búsmálið og þar kom andstaðan enn fram, þeir almennu borgarar sem tjáðu sig um málið voru allir á móti söluhugmyndum. Áfundinum rakti Olafur Kristjánsson, bæjar- stjóri í Bolungarvík, sögu orkumála á Vestfjörð- um og sagði frá stofnun Orkubúsins fyrir 23 ár- um. Jón B. G. Jónsson, formaður bæjarráðs Vesturbyggðar, skýrði áhuga sveitarfélagsins á sölu og Eiríkur Finnur Greipsson, sparisjóðs- stjóri á Flateyri og fyrrverandi stjórnarformað- ur Orkubúsins, gerði grein fyrir rökum manns sem er mótfallinn breytingunni. Að framsögu- erindum loknum tóku þingmenn og sveitar- stjómarmenn til máls og í lokin fengu almennir borgarar að lýsa skoðunum sínum. Fullt var út úr dyrum í fundarsal stjómsýsluhússins, áætlað var að um 200 manns hefðu sótt fundinn. Vesturbyggð blæðir út Jón B. G. Jónsson sagði frá erfiðri fjárhags- stöðu Vesturbyggðar. Sveitarfélagið skuldaði alls um einn milljarð að meðtöldum skuldum húsnæðisnefndar. Sagði hann að ef hér væri um að ræða einkafyrirtæki væri búið að taka það til gjaldþrotaskipta. Slík staða gerði ekki fýsilegt fyrir fólk að búa á staðnum eða að flytja þangað. Með sama áframhaldi myndi byggðarlagið hrynja. Sagði hann að á síðastliðnum tíu ámm hefðu útgjöld verið skorin grimmt niður. Ábyrgð okkar sveitarstjómarmanna er mikil. Við voram kosnir til að leiða það út úr þessum erfiðleikum, sagði Jón. Þess vegna hefði verið farið að skoða möguleika á sölu eignarhluta Vesturbyggðar í Orkubúi Vestfjarða og lagði hann á það áherslu að frumkvæðið hefði komið frá Vesturbyggð en ekki ríkisvaldinu. Hann sagði að í viðræðum fulltrúa stjómar Orkubús- ins við fulltrúa ríkisvaldsins hefði komið í ljós að verðmæti fyrirtækisins væri 4,6 milljarðar kr. og það væri ákaflega hagstætt verð. Það sé þó háð því skilyrði að sveitarfélögin greiddu upp vanskilaskuldir sínai- við Ibúðalánasjóð. Síðar á fundinum kom hins vegar fram hjá Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra ísafjarðarbæjar, að hann túlkaði tilboð ríkisins þannig að sveitar- félögin þyrftu einnig að nota hluta söluandvirðis til að greiða niður áhvílandi lán á félagslegu íbúðunum. Lagði Jón áherslu á að það væri eitt að breyta félaginu í hlutafélag, eins og nú er unnið að, en annað að selja hlutabréfin. Þegar að því síðamefnda kæmi yrði hvert sveitarfélag að gera það upp við sig hvort það vildi selja. Hins vegar væri óþolandi að önnur sveitarfélög gætu stöðvað sölu þeirra sem kynnu að vilja selja, til dæmis Vesturbyggðar. Með sölu á hlut Vesturbyggðar væri hægt að núllstilla bæjarsjóð og skapa færi til að byggja upp á nýjan leik. Jón lagði áherslu á að Orku- búið væri vel rekið fyrirtæki sem hann vildi helst að Vestfirðingar ættu um aldur og ævi. Hann mæti stöðuna hins vegar þannig að í þessu tilviki yrðu minni hagsmunimir að vílga fyriri þeim meiri. Nú væri lag að selja og viðun- andi verð í boði. Það hefði í för með sér áfram- haldandi fólksfækkun og hnignum ef hluturinn yrði ekki seldur og hætta væri á að Vestur- byggð blæddi smám saman út og dæi. Pólitískur subbuskapur Eh-íkur Finnur Greipsson sagði í ræðu sinni að samræming gjaldskrár Orkubús Vestfjarða við gjaldskrá Rafmagnsveitna ríkisins, eins og skilyrt er í tilboði ríkisins, þýddi 100 milljóna kr. aukin útgjöld fyrir einstaklinga og fyrirtæki á Vestfjörðum. Hann fór yfir verðmatið á Orku- búinu. Rifjaði upp að fyrir tveimur árum hefði iðnaðarráðherra fengið Kaupþing tO þess að meta það til markaðsverðs. Niðurstaða fyrir- tækisins hafi verið 600-700 milljónir, miðað við óbreyttan rekstur, en 1,8 til 2 milljarðar ef mið- að væri við gjaldskrá RARIK. Hins vegar hefði Byggðastofnun talið að verðgildi þess væri ekk- ert ef íbúaþróun héldi áfram með sama hætti og verið hefði síðustu ár. Fannst Eiríki einkenni- legt að nú kæmist sama ráðuneyti að þeirri nið- urstöðu að verðmæti fyrirtækis, sem nýiega væri búið að meta verðlaust, væri 4,6 milljarðar króna. Talaði hann um að verið væri að meta fyrirtækið á grandvelli skulda sveitarfélaganna og sagði að þetta væri pólitískur subbuskapur. Eiríkur taldi ekki ástæðu til að taka mikið mark á yfirlýsingum um að stjóm fyrirtækisins yrði í höndum heimamanna og rifjaði upp í því sambandi svikin loforð ríkisvaldsins vegna sam- einingar sveitarfélaga á Vestfjörðum. Því hefði verið lofað að skuldir sveitarfélaganna yrðu jafnaðar en við það hefði ekki verið staðið. Taldi Eiríkur að kröfur Vestfirðinga til ríkisvaldsins ættu að beinast að því að fá fyrri loforð efnd áð- ur en tekið væri við nýjum. Ræðumaðurinn sagði að verðmiðinn á Orku- búi Vestfjarða sýndi ekki sanngjamt verð. Fyr- irtækið væri Vestfirðingum ómetanlegt. Verð- mæti þess fælist ekki síst í rétti þess til að virkja um alla Vestfirði og sá réttur myndi margfald- ast í verði á komandi áram. Raunar lét Þor- steinn Jóhannesson, formaður stjómar Orku- búsins, það álit í ljós síðar á fundinum að þótt Orkubúið hefði fengið virkjunarréttinn frá sveitarfélögunum á sínum tíma væri staðan lík- lega sú núna að ríkið hefði öðlast þennan rétt með nýjum lögum. Eiríkur sagði að hlutur Isa- fjarðarbæjar í Orkubúinu væri nálægt verð- mæti einnar Guggu og spurði hversu margar Guggur hefðu verið teknar af Vestfirðingum. Líkti hann sölu virkjunarréttar Orkubúsins við það þegar kvótinn var tekinn af Vestfirðingum, eins og hann orðaði það. Lýsti hann þeirri skoðun sinni að nýta ætti Orkubúið til atvinnuuppbyggingar á svæðinu, talaði um sókn í stað uppdráttarsýki, en til þess að það væri hægt þyrfti að breyta lagaramma fyrirtækisins. Vitnaði hann til orkufyrirtækja annarra sveitarfélaga í því efni, ekki síst Hita- veitu Suðumesja. Eiríkur fór yfir það sem fyrir liggur um stefnu stjómvalda í orkumálum, eins og það birtist á vef iðnaðarráðuneytisins, og sagði að margt væri þar óljóst. Sagði hann að ekki kæmi til greina að selja fyrr en lagaramm- inn hefði verið lagaður og aðlögun orkugeirans að markaðnum í'arið fram. Að lokum sagði framsögumaður að með yfir- töku ríkisins á Orkubúinu væri verið að nota ógeðfelldar aðferðir til að afhenda þolitíska pen- inga. Blanda saman málum, sem ekkert ættu skylt og lítillækka Vestfirðinga um leið vegna erfiðrar skuldastöðu sveitarfélaganna. Sagði hann að enn væri hægt að leiðrétta kúrsinn. „Við eigum að segja nei, við þökkum gott boð.“ Heilinn í stað hjartans I ræðum sveitarstjórnarmanna á Isafirði og í Bolungarvík kom fram að þeir hafna þeim skil- yrðum ríkisvaldsins að blanda lausn á bráða- vanda félagslega íbúðakerfisins við söluna á Orkubúi Vestfjarða. Halldór Halldórsson, bæj- arstjóri á ísafirði, sagði að þau mál þyrfti að leysa með samræmdum hætti um allt land og hann teldi nauðsynlegt að ríkið tæki á sig fjár- hagslega ábyrgð á kerfinu á móti sveitarfélög- unum. Þorsteinn Jóhannesson, bæjarfulltrúi á ísa- fii-ði og formaður stjórnar Orkubús Vestfjarða, sagði frá þróun viðræðna við ríkið. Sjálfur sagð- ist hann hafa haft mikinn áhuga á að sveitar- félögin eignuðust Orkubúið að öllu leyti, en ríkið á nú 40% hlut á móti 60% hlut sveitarfélaganna og hann hefði reynt að efna til umræðu um það, ekki síst á grandvelli verðmats Kaupþings. Hann hefði farið til samninga við ríkið með það í huga. 10. október síðastliðinn hafi hins vegar komið nýr verðmiði á Orkubúið, 4,6 milljarðar kr., auk þess sem ríkið ætlaði ekki að innheimta víkjandi lán sem annars hefði átt að greiða við þessa breytingu. Á fundinum komu fram mis- vísandi upplýsingar um hversu hátt þetta lán væri orðið, eða á bilinu 1.260 til 2.600 milljónir kr. Sagðist Þorsteinn hafa sagt við sjálfan sig, þegar hann heyrði þessa tölu, hingað og ekki lengra. Nú nota ég þetta líffæri sem ég hef, heil- ann, en sný í burtu frá hjartanu. Sagði Halldór Halldórsson frá þróun skulda Isafjarðarbæjar, meðal annars vegna mikilla innlausna félagslegra íbúða, og hvaða áhrif það hefði á bæjarsjóð sem er í afar þröngri stöðu við fjárhagsáætlunargerð þrátt fyrir að tekjur auk- ist á næsta ári vegna hækkunar útsvars. Sýndi hann hvaða áhrif salan á hlut ísafjarðarbæjar í Orkubúinu fyrir 1.428 milljónir kr. hefði á hag bæjarsjóðs. Ef þessir fjármunir yrðu ávaxtaðir með 10% voxtum yrði hægt að greiða skuldirnar niður um 130 milljónir á ári, fjárfesta fyrir þá upphæð eða blanda þessu saman. Ef hins vegar bærinn þyrfti að nota 338 milljónir af söluand- virðinu til að lækka skuldfr á félagslegum íbúð- um, samkvæmt bréfi ráðuneytisstjóranna, þýddi það að hægt yrði að lækka skuldir eða fjárfesta fyrir 80 milljónfr kr. á ári. Sagði bæjar- stjórinn að ef Orkubúið yrði ekki selt yrði að afla þessarra peninga með öðram hætti eða taka þá að láni. Aðrar leiðfr hefðu verið reyndar en ekki fundist. Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bolungar- vík, sagði að sveitarstjómarmenn stæðu frammi fyrir miklum erfiðleikum vegna slæmrar skuldastöðu. Varpaði hann því fram hvort menn vildu að þjónustan yrði skert, þjónustugjöld hækkuð, skattar hækkaðir eða viðhaldi fast- eigna frestað. Þessar leiðir yrði að fara ef bæj- arsjóðimir ættu enga peninga og það myndi ekki leiða til fólksfjölgunar. Bolungarvíkur- kaupstaður skuldar um 300 milljónir kr., eða svipaða fjárhæð og hann fengi fyrir hlut sinn í Orkubúi Vestfjarða, og sagðist Olafur sjá mikið eftir þeiml7 milljónum sem greiddar væra í vexti á ári. Því til viðbótar hefði bærinn óvænt þurft að fara út í fjárfrekar vatnsveitufram- kvæmdfr auk þess sem hann þyrfti að standa skil á hlut sínum við byggingu snjóflóðavarnar- garða. Þessar framkvæmdir kostuðu samtals um 100 milljónir kr. og þá peninga þyrfti ein- hvers staðar að fá. Kvartaði hann undan ósann- gjarnri gagnrýni: „Við sveitai'stjórnarmenn er- um ekki vondu karjarnir í þessu máli. Við eram að leita leiða með ykkur til að búa hér áfram.“ Ekki varanleg lausn Þingmennimir Guðjón Ai'nar Kristjánsson, Frjálslynda flokknum, og Jón Bjamason, þing- maður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs í Norðurlandskjördæmi vestra, gagnrýndu hugmyndir um sölu Orkubúsins og líktu henni við afsal fiskiauðlindarinnar. Kristinn H. Gunn- arsson, Framsóknarflokki, og Sighvatur Björgvinsson, Samfylkingunni, sögðust hins vegar standa að baki sveitarstjómarmönnum ef það yrði niðurstaða þeima að selja Orkubúið. Sighvatur lagði á það áherslu að ríkið væri alls ekki að sækjast eftir þessum kaupum. Ríkið væri að gera þetta til þess að bjarga vestfirsk- um byggðum frá hrani. Kurr varð í salnum í stjórnsýsluhúsinu við þessi orð Sighvats og þui'fti fundarstjóri ítrekað að þagga niður í fundarmönnum vegna frammíkalla. Sighvatur sagði að salan á Orkubúinu myndi ekki leysa vanda sveitarfélaganna nema að hluta. Það myndi koma þeim í hóp þeirra sveitarfélaga landsins sem væri með skuldastöðu í meðallagi og hætta væri á að eftir tíu ár stæðu þau í sömu sporam og nú. Hvatti hann sveitarstjórnar- menn til að ræða við ríkið um varanlega lausn skuldamála sveitarfélaganna og lausn á þeim vanda sem ábyrgð sveitarfélaga á félagslega íbúðakerfinu skapaði áfram. Þeir fáu almennu borgarar sem komust að í lok fundarins lýstu allir andstöðu við hugmynd- ir um sölu Orkubúsins. Margir þeirra kröfðust að ríkisvaldið yrði krafið um efndir á loforðum sem gefin voru um jöfnum skulda við samein- ingu sveitarfélaganna á sínum tíma. Jóna Bene- diktsdóttir sagði að fólk spyrði ekki um skulda- stöðu sveitarfélaga þegar það veldi sér búsetu, það spyrði um atvinnuhorfur. Nýta ætti það afl sem fæhst í Orkubúinu til að blása nýju lífi í at- vinnulífið. Kristján Haraldsson orkubússtjóri likti söl- unni við morfínsprautu sem linaði þjáningar sjúkhngs þannig að honum liði betur í ffrnm til tíuár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.