Morgunblaðið - 24.11.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.11.2000, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ 46 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2000 <■—.... ......................- MINNINGAR + Ólöf Bjarnadótt- ir fæddist á Skarði í Bjarnafirði, Strandasýslu, 17. ágúst 1909. Hún lést á dvalarheiniili aldr- aðra, Garðvangi í Garði, 16. nóvember síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Val- gerður Einarsdóttir fædd á Sandnesi við SteingrímsQörð d. 20. 5. 1932 og Bjami Jónsson frá Klúku í Bjarnafírði, f. 13. 2. 1873 d. 31. 10. 1948.Systkini Ólafar vora Torfi, f. 1905, Soffía, f, 13. 5. 1906, Jón f. 28. 10. 1907 og Eyjólfur f. 9. 2. 1912, sem öll eru látin. Fóstur- systir Ólafar er Þórdís Loftsdóttir frá Odda i Bjarnafirði, f. 8. 8. 1926. Ólöf giftist Helga Ingólfi Sigur- geirssyni, f. 29.7 1903, frá Odd- stöðum í Hrútafirði, Vestur-Húna- vatnssýslu. Börn Ólafar og Helga eru ; 1) Valgerður Helgadóttir, f. 28.11 1938, eiginmaður hennar var Einar Th. Hallgrímsson, f. 26.9 1941, d. 30.3 1997. Börn þeirra eru ; a) Elín Björk, f. 11.11 1963 maki; Ómar Kristjánsson, f. 30.7 1957, þau eiga saman tvær dætur. b) Laufey , f. 29.12 1965 maki ; Magnús G. Jónsson, f. 24.3 1962, þau eiga saman þrjú börn. c) Ólöf, f. 31.1 1969, maki ; Guðjón Skúlason, f. Elsku mamma. Ég sendi þér kæra kveðju, nú korain er lífsins nótt Kg umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta Þásælteraðvitaafþví þú laus ert úr veikinda viðjum, þínverölderbjörtáný. Ég þakka þau ár sem ég átti þáauðnuaðhafaþighér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um huga minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, I. 1 1967, þau eiga einn son. 2) Helga Sigrún Helgadóttir, f. 31.7, 1942, eigin- maður hennar er Rafn Markús Skarp- héðinsson, f. 25.9 1938. Böm þeirra eru; a) Helena, f. II. 4 1964, maki; Vil- berg Þorvaldsson, f. 7.11 1962, þau eiga þrjú böra. b) Helgi Ingólfur, f. 3.10 1965, maki; Þórdís Sigurjónsdóttir, f. 15.6 1970, þau eiga tvo syni. c) Harpa, f. 11.4 1971, d. 17.12.1971. d) Ólöf Elín, f. 25.9 1973, maki; Róbert Guðmundsson, f. 6.2 1972, þau eiga einn son. 3) Bjarni Heiðar Helgason, f.6.5 1944, eiginkona hans var Inga Guðmundsdóttir, f. 28.7 1952, þau slitu samvistir. Börn þeirra eru; a) Vilhjálmur Magnús, f. 8.1 1975, maki; Thelma Björgvinsdóttir, f. 10.9 1979. b) Sólveig Steinunn, f. 2.9 1976,, maki; Sigfús Aðalsteins- son, f. 21.2 1973, þau eiga tvö böra. Ólöf og Helgi hófu búskap á Drangsnesi við Steingrímsfjörð árið 1939 og bjuggu þar til ársins 1955, fluttust þau þá til Njarðvík- ur. Ólöf vann ýmis störf, lengst af í félagsheimilinu Stapa. títfór Ólafar fer fram frá Ytri- Njarðvíkurkirkju fóstudaginn 24. nóvember og hefst athöfnin kl. 14. þín minning er Ijós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Hinsta kveðja, Börnin þín og tengdasonur. Elsku amma mín. Nú er komið að kveðjustund, þú hefur fengið hvíldina og líður örugg- lega vel. A tímamótum sem þessum hrannast upp minningamar sem ég á um þig allt frá barnæsku. Þær voru ófáar stundirnar sem ég eyddi hjá þér á Hólagötunni þar sem þú bjóst lengst af ævi þinnar. Þegar ég kom labbandi til þín á hverjum degi eftir skóla biðu mín ekki bara ljúfustu kræsingar heldur uppbúinn sófi með kodda og teppi þar sem ég átti að sofna, því þú vildir alltaf að ég fengi næga hvíld. Sá blundur fór nú oftast út um þúfur því að við höfðum svo mikið að spjalla, ég gat talað við þig um allt milli himins og jarðar. Svo vorum við að spila, við gátum spilað lönguvitleysu tímunum saman og svo kenndirðu mér að leggja kapal. Þú kenndir mér svo margt, margar fal- legar bænir og svo varstu alltaf að þylja vísur og alls konar orðatiltæki. Það var alveg ótrúlegt að fylgjast með þér í eldhúsinu og það er sko al- veg öruggt að enginn fór svangur út frá þér. Þú lumaðir alltaf á einhverju góðgæti í hverjum skáp og helst man ég eftir djöflakökunni þinni sem þú áttir alltaf í frystikistunni, hún var lostæti með ískaldri mjólk. Ég gæti skrifað endalausar minn- ingar um þig, amma mín, síðan úr barnæsku minni, þetta er aðeins brot af þeim. Ég hitti þig síðast þeg- ar ég kom með nýfæddan son minn til þín á dvalarheimilið, þá lagði ég hann í fangið á þér og tárin láku nið- ur vanga þína, þú varst svo glöð, þessu gleymi ég aldrei. Elsku amma mín, minningin um þig mun lifa með okkur um ókomna tíð. Hvíl þú í friði. Þín Sólveig. Elsku amma. Með söknuði kveðjum við þig, en sá söknuður er blandinn gleði því nú vitum við að þjáningar þínar eru loks á enda. Elsku amma, minningamar sem þú skildir eftir handa okkur eru ómetanlegar. Miðstöð fjölskyldu- tengslanna var Hólagatan, þar hitt- ust barnabörnin þín oft og urðum við eins og einn stór systkinahópur fyrir vikið. Alltaf stóð heimili ykkai- afa öllum opið og fékk enginn að yfirgefa eldhúsið þitt nema fullmettur. Eitt vandamál var þó, það var að sann- færa þig um að við værum búin að fá nægju okkar. Alltaf var gott að geta leitað til þín amma og skiptum við þig öllu máli og þegar langömmu- börnin komu átti það sama við um þau. Einnig lifir í minningu okkar hvað þú varst góð við þá sem minna mega sín og gátu margir leitað eftir styrk og huggun hjá þér. Nokkru eftir andlát afa fluttist þú á Ólafslund og breytti það engu um gestrisni þína. Heilsu þinni fór smám saman að hraka og á endanum gastu ekki lengur búið ein. Þá fluttir þú á Garðvang og þótt heilsunni hefði hrakað og húspláss minnkað varstu söm við þig, kex og nammi í öllum skúffum. Að eiga svona yndislega ömmu er ekki sjálfgefið, og færði hún okkur margt veganestið sem mun nýtast okkur vel alla tíð. Amma var alltaf kát og þótt erfiðleikar steðjuðu að sá hún alltaf Ijós í myrkrinu. Undir það síðasta varstu orðin þreytt, þú varst farin að þrá hvíld. Við vorum hjá þér þegar þú sofnaðir og samblandi af sorg og létti yfir að þrautum þínum væri lokið er ekki hægt að lýsa. Elsku amma, við kveðjum þig með söknuð í hjarta. Við vitum að afi bíð- ur eftir þér á góðum stað hjá Guði. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginniyfirminni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Guð blessi þig. Astarkveðja, Helena, Helgi og Ólöf Elín. „Einstakur" er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur" lýsir fólki sem stjórn- ast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáð- ir og dýrmætir og þeirra skarð verð- ur aldrei fyllt. „Einstakur" er orðið sem best lýs- irþér. (Terri Fernandez.) Já, amma, þú varst einstök í okkar huga, þú varst ekki bara besta amma sem hægt var að hugsa sér, þú varst líka vinkona okkar og besti trúnað- arvinur. Þegar við sem börn misstum frá okkur föður okkar varst þú okkur systrunum og mömmu dýrmætur styrkur. Það var alltaf gott að' koma til þín og afa á Hólagötuna. í minn- ingunni var Hólagatan samverustað- ur fjölskyldunnar og okkar annað heimili, yndislegur staður þar sem alltaf beið okkar eitthvað góðgæti og mikil hlýja. Þú varst líka svo skemmtileg kona og aldrei nein logn- molla í kringum þig. Amma, þú varst sú sem fékkst fyrst að vita okkar dýpstu leyndar- mál, þú gafst þér svo góðan tíma til að hlusta og lifðir þig svo inn í líf okk- ar. Þú varst alltaf ein af okkur, svo ung í anda þó svo að þú værir af gömlu kynslóðinni. Það voru ekki bara við þín nánasta fjölskylda sem leituðum til þín og nutum þess að vera samvistum við þig. Þú varst vinamörg og gafst þér alltaf nægan tíma til að spjalla. Þú laðaðir að þér fólk af öllum gerðum og allir voru velkomnir. Eftir því sem árin liðu og við stofnuðum okkar eigin fjöl- skyldur héldust þau traustu bönd sem við höfðum myndað okkar á milli. Þú hafðir gaman af að fylgjast með okkur og tókst virkan þátt í lífi okkar. Elskulegasta amma okkar, við viljum þakka þér samfylgdina. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Ella, Laufey og Ólöf. I dag fer fram útför tengdamóður minnar Ólafar Bjarnadóttur. Ólöf (Lóa eins og hún var alltaf kölluð) var einstök kona, glaðlynd, gestrisin og skemmtileg. Heimili þeirra Helga og Lóu var rómað fyrir gestristni, enda oft margt um manninn á því heimili. A Hólagötunni var samkomustaður barna þeirra og barnabarna þar sem var spáð og spekulerað. Éftir að Helgi lést flutti hún í litla íbúð í Ólafslundi þar sem hún undi hag sín- um vel. Að því kom þó að heilsu hennar fór hrakandi, þannig að hún gat ekki séð um sig eins og hún hefði viljað. Hún var lánsöm að fá vistun á Dvalarheimilinu Garðvangi þar sem hún naut einstaklega góðrar umönn- unnar starfsfólks, þar til hún lést 16. nóv. sl. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnastþér. (Ingibj.Sig.) Að endingu vil ég þakka fyrir að hafa átt samleið með þessari góðu konu. Guð blessi þig. Rafn Markús Skarphéðinsson. ÓLÖF >■ BJARNADÓTTIR KATLA PÁLSDÓTTIR + Frú Katla Páls- dóttir fæddist í Reykjavík 17. des. 1914. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 18. nóvember síð- astliðinn. Katla var dóttir hjónanna Guð- rúnar Indriðadóttur sem var þjóðkunn leikkona og Páls Steingrímssonar, en hann var ritstjóri Vís- is um langt árabil. Afi Kötlu í móðurætt var Indriði Einarsson, rithöfundur. Eini bróðir Kötlu er Hersteinn Pálsson, fyrrum ritstjóri. Katla giftist 29. júní 1939 Herði Bjamasyni, arkitekt og fyrrum húsa- meistara ríkisins, sem lést 2. sept. 1990. Áttu þau tvö börn, Áslaugu G. Harðar- dóttur, sem er gift Jóni Hákoni Magnús- syni, framkvæmda- stjóra KOM ehf., og Hörð H. Bjaraason, sendiherra í Stokk- hólmi, sem er kvænt- ur Áróru Sigurgeirs- dóttur. Barnabörain era fimm og barna- barnabörnin tvö. títför Kötlu fer fram í dag firá Hallgrúnskirkju og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það er ætíð sárt þegar dauðinn drepur á dyr. Sorginn og sársauk- inn er ætíð jafn mikill, jafnvel þótt öllum sé ljóst í hvaða átt stefnir. Það var sú tilfinning sem ég upp- lifði þegar tengdamóðir mín kvaddi þennan heim sl. t laugardagsmorgun eftir erfíð veikindi. Katla Pálsdóttir var sannkölluð Reykjavíkurmær, fædd og uppalin í miðborginni og eyddi öllum sínum aldri í borginni sem hún unni svo heitt. Ég kynntist Kötlu fyrir margt löngu þegar ég kom fyrst á glæsi- t legt heimili hennar og Harðar * Bjarnasonar, húsameistara ríkis- ins, en var þá á höttunum eftir Ás- laugu dóttur þeirra, sem síðar varð eiginkona mín. Katla var sjálf stórglæsileg kona og í raun fyrsta heimsmanneskjan sem ég kynnt- ist. Kona sem sómdi sér hvar sem var og í hvaða hópi sem var. Hún var komin af kunnu lista- og menningarfólki og menningin var henni í blóð borin. Katla unni öllu fögru hvort sem það var tónlist, leiklist eða bókmenntir. Hún naut þess að heimsækja lönd víða um heim, þar sem hún drakk í sig menningu og sögu viðkomandi þjóðar. Hún átti ótrúlega gott með að blanda geði við menn af ólíkum uppruna og naut þess að hitta fólk af erlendu bergi brotið, ekki síður en íslensku, til að kynnast viðhorf- um þess, menningu og bakgrunni. Heimilið hennar var samt sem áður þungamiðjan í lífi hennar. Þau hjón áttu óskaplega fallegt og hlýlegt heimili. Fátt fannst þeim meira gaman en þegar húsið var fullt af glöðum gestum. Þau voru höfðingjar heim að sækja og aldrei var neitt til sparað til að gera gestum glaðan dag. Katla var líka einstök tengda- móðir. Það mynduðust strax sterk bönd á milli okkar og aldrei féll skuggi á vináttuna. Eg man ekki eftir því að hún hafi sagt styggðar- yrði við mig, þótt henni hafi e.t.v. mislíkað eitthvað sem ég sagði eða gerði. Hún umgekkst mig ætíð sem eitt af börnunum sínum og sömu reynslusögu segir Áróra tengdadóttir hennar. Katla var ekki langskólagengin, enda fengu stúlkur þeirra tíma ekki mörg tækifæri til slíks. Hún var samt mjög vel menntuð úr skóla lífsins, talaði nokkur tungu- mál, las mikið, fylgdist grannt með umræðu dagsins og hafði fastmót- aðar skoðanir á lífinu og tilver- unni. Væri hún að stíga sín fyrstu spor á menntabrautinni nú hefði hún stefnt hátt og ekki hætt fyrr en hún væri komin til metorða á sviði lífsins. Leiklist var henni mjög kær, enda átti hún ekki langt að sækja áhugann, en móðir hennar, Guðrún Indriðadóttir, var ein besta leik- kona landsins á árum áður. Faðir Guðrúnar var Indriði Einarsson, rithöfundur og leikritaskáld, og hann sá til þess að Þjóðleikhúsið varð mekka leiklistargyðjunnar í augum Kötlu. Síðustu árin voru Kötlu erfið. Hún tapaði sjón og heilsu en hugs- unin og minnið var ótrúlega skýrt fram til þess síðasta. Dagarnir voru oft langir í myrkrinu, en þá naut hún þess að hlusta á fallega klassíska tónlist í útvarpinu. Dótt- ir hennar, Aslaug, vék heldur aldrei langt frá móður sinni á seinni árum og sinnti henni af mik- illi kostgæfni og hlýju. Þeirri um- hyggju lauk ekki fyrr en stundin, sem allra bíður, rann upp á fögr- um vetrarmorgni í fæðingarbæn- um hennar Kötlu. Með henni er gengin afar eftir- minnileg og góð kona, sem unun var að þekkja og umgangast. Ég og fjölskyldan mín söknum Kötlu sárt, sem var svo stór hluti af líf- inu okkar. Blessuð sé minning ömmu Kötlu eins og hún var jafn- an ávörpuð á okkar heimili. Jón Hákon Magnússon. Flestir þeir sem settu svip sinn á borgarlífið í Reykjavík um miðja öldina hafa þegar kvatt þetta líf. Katla Pálsdóttir hefur nú bæst í þann hóp. Katla var mjög falleg kona, háttvís og hlý. Hún sómdi sér því vel við hlið eiginmanns síns, Harð- ar Bjarnasonar, húsameistara rík- isins, í hans mörgu og fjölbreyttu embættisstörfum. Heimili þeirra var glæsilegt enda voru þau bæði fagurkerar og þar ríkti gestrisni, höfðingskapur og glaðværð sem gestir þeirra fengu að njóta í rík- um mæli. Það var lán okkar að kynnasta þeim og forréttindi að eignast vináttu þeirra. Það er vart hægt að minnast annars þeirra hjóna án þess að nefna hitt svo samtillt sem þau voru. Engum sem þeim kynntist duldist að Hörður bar konu sína á höndum sér og virti hana að verð- leikum. Við þökkum Kötlu vináttu og tryggð frá fyrstu kynnum sem hóf- ust fyrir um fjörutíu árum. Minn- ingarnar frá ótal gleðistundum sem við höfum átt með þeim Herði og börnum þeirra er gott að ylja sér við. Blessuð sé minning Kötlu. Ástvinum hennar vottum við einlæga samúð. Hólmfríður G. Jónsdóttir og Ingvi S. Ingvarsson. Frágangur af- mælis-og minningar- greina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur íylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@- mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi- Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðu- grein af hæfilegri lengd, en aðr- ar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfi- lega línulengd, - eða 2.200 slög.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.