Morgunblaðið - 24.11.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.11.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2000 43* MINNINGAR á æskuárum og þurfti að gangast undir skurðaðgerðir á hnjám og oln- bogum þess vegna. Pað varð honum örlagaríkt í tvennum skilningi. Eftir eina aðgerðina vildi svo til að enginn var yfír honum þegar hann vaknaði, þótt vitað væri af fyrri reynslu að svæfingin fór illa í hann og af þeim sökum hefðu áður verið kvaddh- til lögreglumenn að halda honum meðan hann var að rakna við. Það hafði láðst í þetta sinn. í svæf- ingaróráðinu rann á hann berserks- gangur, og hann braut gler sem hann skar sig á, svo að eftir það vant- aði alltaf nokkuð á holdfyllinguna í greip hægri handar. Af þessu er auð- ráðið að svæfíngaraðferðir og svæf- ingartækni voru á öðru stigi þá en nú og orð eins og „læknamistök" og „ábyrgð sjúkrahúsa" ekki á hvers manns vörum. Skaðann varð Jón að bera, sem vitanlega var mikið áfall manni sem stundaði erfiðisvinnu sér til lífsframfæris, þótt hann léti þetta ekki aftra sér um þarfir fram eða hefði mörg orð um. En á sjúkrahúsinu á Akureyri sá Jón í fyrsta sinn starfsstúlku um tvítugt, skipstjóradóttur frá Garðs- horni í Kræklingahlíð. Hún hét Guð- rún Guðmundsdóttir, og eftir að fundum þeirra bar saman á ný fáein- um misserum síðar hétu þau hvort öðru tryggðum og gengu í hjóna- band 1943. Það stóð uns Guðrún lést fyrir rösklega hálfu öðru ári. Sonur þeirra er Guðmundur Jónsson lög- maður, kvæntur Guðlaugu M. Jóns- dóttur, og eiga þau fjögur börn. Eftir lát konu sinnar bjó Jón fram undir það síðasta einn í íbúð sinni í Hamra- borg 14 í Kópavogi í skjóli sonar síns og fjölskyldu hans, sem heima á þar í nágrenninu. Tæpum tveimur sólar- hringum áður en Jón lést hafði hann verið lagður inn á sjúkrahús til rann- sóknar og fékk þar hægt andlát að morgni 15. nóvember. Fyrst þykist ég muna eftir Jóni móðurbróður mínum þriggja eða fjögurra ára gamall seint á stríðsár- unum. I það sinn hefur mér líklega orðið starsýnna á hann en ella af því að ekki var daglegt brauð að sjá mann liggja undir bíl á hlaðinu á Hálsi í Fnjóskadal, þar sem ég var þá í fóstri hjá ömmu og afa sem orð- inn var kirkjubóndi á staðnum. En um þær mundir rauf vélarhljóð stríðs og starfs aldalanga sveita- kyrrðina og boðaði nýja tíma, og tákn þeirra var bílaryk og bensínlykt sem bar með sér framandleikann og lagði jafnvel um lyngsælustu sveitir. Jón og Gunna voru reyndar eitt sumar á Hálsi á þessum árum, en endranær brugðu þau sér öðru hverju í heimsókn austur yfir heiði, því að Jón átti bílinn sem fyrr var nefndur, og mér er í minni hve ég hlakkaði til þeirrar tilbreytingar sem komu ungu hjónanna fylgdi. En frændi minn átti síðar eftir að liggja undir fleiri bílum, því að meðal þeirra stai’fa sem hann stundaði einna lengst á Akureyri voru bílavið- gerðir á verkstæðum bæjarins, þótt ekki væri Jón lærður bifvélavirki. En það var fátt sem hann vissi ekki um bfla og byssur og yfirleitt flesta þá hluti sem smíða þurfti eða gera við. Þau Guðrún höfðu stofnað heimili á Akureyri eftir að þau giftu sig og voru til húsa bæði í Glerárþorpi og á Oddeyri. Þar byggði Jón tvö hús, fyrst við Ægisgötu, en síðar Norður- götu 48. Þar man ég best eftir hon- um, Gunnu og Guðmundi eftir að ég var orðinn bæjarbarn og þangað lágu gagnvegir móður minnar og okkar bræðra. Gott var að eiga hjá þeim athvarf og vísa aðstoð ef svo bar undir, enda voru þau samhent og hjálpsöm, raunsæ og ráðagóð. Hús- móðirin gaf bónda sínum ekkert eftir í röskleik og hagsýni, og heimili þeirra bar jafnan vitni reglusemi, myndarbrag og snyrtimennsku úti og inni, hvar sem það stóð. Haustið 1954 fluttist Jón til Reykjavíkur með fjölskyldu sína; honum leist betur á atvinnuástandið þar en fyrir norðan. Fyrst leigðu þau Guðrún í Vogunum, en reistu sér brátt húsið Melgerði 31 í Kópavogi og áttu þar heima uns þau minnkuðu við sig og fluttust í Hamraborg 14 fyrir tæpum áratug. í Reykjavík og Kópavogi stundaði Jón margs konar störf á fleiri en einum vinnustað, en mörg síðari árin, eftir að vinnudegi hans hjá öðrum var lokið, var hann í sendiferðum á bfl fyrir lögmanns- stofu sonar síns. Jón var alinn upp við að allt sem náttúran gaf af sér væri gott búsflag. Hann var ákafur berjatínslumaður, og veiðiáhuginn brást honum aldrei. Gæsaveiðar stundaði hann ef hann komst í færi, og sonarsyni sínum, Tryggva Rúnari, kenndi hann list skotveiðinnar þegar hann hafði aldur til. Oft fóru þeir saman á rjúpnaveið- ar meðan heilsa Jóns leyfði, og eftir að Tryggi fór að læra flug bauð hann afa sínum stundum með sér í loftið. Það var síðasta lífsævintýri Jóns, eftir að hann var orðinn ekkjumaður,' og ekki það sísta. Það ljómaði af hon- um í sumar þegar hann talaði um það hve gaman væri að fljúga, nýkominn frá Hofsósi og Vestmannaeyjum. Jón Guðnason hafði gaman af skrýtlum eins og þeirri að þýskur bflaframleiðandi hefði sent starfs- bróður sínum í Japan hárfínan öxul með þeim skilaboðum að mjórra yrði ekki rennt né slípað, en fengið hann til baka þegar Japanir voru búnir að bora í gegnum hann! Hann dáði lagna menn og verkhaga, kappsama og úrræðagóða - og í þeim hópi voru snjallir handlæknar sem beittu þekkingu og nýjustu tækni til að lækna mannamein. Við þá átti hann töluverð skipti, því að hann þurfti stundum að láta gera við sig, en reis jafnan upp aftur eins og hann hefði mörg líf og líkti þá aðgerðunum, sem hann vildi skilja í hverju voru fólgn- ar, ýmist við bílaviðgerðir eða fín- smíði eftir eðli þeÚTa! Hann var al- gerlega öfundlaus í garð langskóla- genginna manna, en lækna held ég hann hafi metið mest þeirra allra ef honum þótti þeir standa sig í faginu! Allt var þetta eðlilegt. Jón var sjálfur gæddur miklu verksviti og völundur á tré og járn. Hann var tæknilega sinnaður og hafði áhuga á vélum, og í honum bjó töluverður uppfinningamaður. Rúllupylsu- pressan og berjatínsluhnjáhlífarnar sýndu það! Og allt sem aflaga fór á heimili gerði hann við. Það var þess vegna ósköp eðlilegt að hann dreymdi ungan um að læra smíðar, en þótt draumurinn rættist ekki varð Jón smiður samt. Eitt af því sem hann smíðaði voru bátar, og það eru ekki mörg ár síðan hann hafði á orði að sig langaði að smíða „hafskip". Svo mætti lengi telja, og við þetta bættist að hann var afskaplega laus við allar rómantískar grillur og draumóra og stóð alltaf með báða fætur á jörðinni. Annað mál var það að víðáttur öræfanna heilluðu hann, og hann þreyttist t.d. seint á að velta fyrir sér gátunni um örlög Reyni- staðarbræðra. Núna finnst mér gott til þess að hugsa að hafa verið með honum í björtu sólskini og breiskju- hita á Kili þegar afhjúpaður var um þá Beinabrekkuminnisvarðinn 1980. Þrátt íyrir kappsemi og góðar gáf- ur til margra hluta skorti Jón Guðnason til þess auð og aðstæður á yngri árum að afla sér þeirrar menntunar og starfsréttinda sem hugur hans stóð til og hefðu e.t.v. getað veitt honum meira viðnám krafta sinna og meira af þessa heims auði í aðra hönd en verkahringur hans leyfði, þótt hann yrði ágætlega bjargálna maður fyrir dugnað sinn og ráðdeildarsemi. Ef hann hefði verið yngri og búið við kjöraðstæður er gaman að velta því fyrir sér hvaða veg hann hefði valið sér. Hefði Jón Guðnason stundað bú- skap, þá hefði hann viljað búa stórt, viljað sjá afköst og árangur. Hokrið hefði ekki hentað honum, og hann var lítill vinur misheppnaðrar byggðastefnu sem hann talaði stund- um skýrt og skorinort um eins og menn og málefni yfirleitt. Á kreppu- árunum, þegar hann var ungur mað- ur og rauður loginn brann heitast, var Jón áreiðanlega ekki ósnortinn af blásandi vinstrivindum samtíðar- innar, en öll mín fulloðinsár heyrðist mér hann tala á öðrum nótum, enda var hann svo mikill skap- og raun- sæismaður að hann hefði aldrei nennt að halda tryggð við hugsjónir sem hann taldi annaðhvort hafa brugðist eða ekki vera innistæðu fyr- ir, hvort sem á þeim var hægri eða vinstri stimpill eða eitthvað þar á milli. Um trúmál talaði hann í nokkr.-j um hálfkæringi, hvað sem hann hef- ur hugsað innst inni. Satt að segja held ég að hann hafi trúað nokkuð á mátt sinn og megin, og mér fannst það fara honum vel og vera í góðu samræmi við skaphöfn hans og lund- arlag eins og ég þekkti hann. Jón Guðnason var maður verk- legra framkvæmda. Ég get vel ímyndað mér að hann hefði verið í essinu sínu sem verktaki, bygginga- meistari, bflakóngur eða stórútgerð- armaður, þótt ekkert af þessu yrði hlutskipti hans. Egill Skallagríms- son, Einar Ben. og íslandsbersi -U það voru hans menn! En ég held hann hefði aldrei getað hugsað sér að sitja lengi framan við tölvuskjá og bíða eftir að græða eða tapa á raf- rænum færslum. Að því leyti var kannski verðmætamat hans gamal- dags; hann vildi að vinna og áþreif- anleg verðmæti stæðu á bakvið auð og umsvif. Fyrir mörgum árum var ég gestur á átthagamóti brottfluttra Höfð- hverfinga þegar einn þeirra, sem var fimm árum yngri en frændi minn, sneri sér að mér og spurði: „Hvað segirðu mér af Jóni sterka frá Skuggabjörgum?" Mér þótti vænt um þetta; það var vitnisburður ann- arra en eigin fólks um gjörvileik ■ hans í æsku og varð mér reyndar minnisstæðari en ella vegna þess að sá sem spurði var allur seinna þetta sama kvöld. Nú er Jón sterki líka farinn. Hann er horfinn inn á hinar eilífu veiði- lendur þar sem segir fátt af einum. Móðir mín er ekki fær um að fylgja bróður sínum síðasta spölinn, eins kært og með þeim var alla tíð, en ég fer nærri um með hverjum hug hún hefði gert það ef heilsa hennar hefði leyft. Sjálfur kveð ég frænda minn með þökk og virðingu og votta' syni hans og öðrum ástvinum, sem nú eiga góðs að minnast, samúð mína og minna. Hjörtur Pálsson. EINAR ORN BIRGIS þar sem við vorum báð- ir að fara til Þýskalands í gegnum Lúxemborg og fékk Einar far með mér, og Oddnýju, til Bonn, þar sem hann var að fara í heimsókn til vina. Myndir frá þessari ferð okkar vekja upp skemmtilegar minning- ar. Leiðir okkar í Víkingi skildi, en lágu oft saman á knattspymuvellinum, þá sem andstæðingar og þá var alltaf tekið vel á móti enda tveir keppnismenn þar á ferð. + Einar Örn Birg- is. var fæddur 27. september 1973 í Reykjavík. Hann lést hinn 8. nóvember sl. Útför Einars Arnar fór fram fimmtudag- inn 23. nóvembcr frá Hallgrfmskirkju. Elsku Einar Örn, ég er alltaf vinur þinn. Ég ætla alltaf að muna eftir þér. Mér þykir vænt um þig og finnst þú svo voðalega skemmtilegur og góður. Ég man alveg þegar þú leyfðh’ mér að keyra bflinn þinn. Mér finnst líka gaman að sjá þig í fótbolta. Það er alltaf kveikt á kerti við myndina af þér. Ég sakna þín og ég ætla alltaf að passa Gullu. Þessa bæn segi ég handa þér. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesújrérégsendi, bæn frá mínu brjósti sjáðu blíði Jesú að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson.) Egill Reynir. Mig langar til að minnast Einars Arnar með fátæklegum orðum. Ég tók strax eftir Einari sem leik- maður með meistaraflokki í Knatt- spymufélaginu Víkingi 1988. Þá var Einar leikmaður með yngri flokkum félagsins, mikið efni þar á ferð. Það var síðan 1992 að farið var í æfinga- ferð til Belgíu og var þá Einar kom- inn í hópinn. Þar fékk ég tækifæri á að kynnast einlægni hans og hlýju viðmóti. Ferðir okkai- saman til út- landa urðu nokkrar eftir þetta og ég minnist sérstaklega ferðar þar sem við hittumst í Leifsstöð haustið 1993, Það var svo haustið 1998 að Einar sýndi því áhuga á að koma og spila fyrir KR, hann var þá á heimieið frá Noregi og hafði samband við mig. Ég var þá aðstoðarþjálfari hjá KR. Ég og Atli Eðvaldsson, þá þjálfari KR, hitt- um Einar og leist okkur strax vel á að fá hann til liðs við okkur. Einar átti marga frábæra leiki með KR þrátt fyrir meiðsli sem háðu honum þetta sumar, og var þáttur hans í velgengni KR stór bæði innan sem utan vallar þegar félagið varð bæði Islands- og bikarmeistari 1999. Ég vill votta unnustu og fjölskyldu Einars Amar samúð mína, megi góður Guð styrkja þau. Guðmundur Hreiðarsson. Það er ski-ýtið hvað sumt fólk get- ur verið manni mikils virði enda þótt samband við það sé lítið svo ámm skiptir. Þannig er Einar í mínum huga. Ég man ekki hvenær Einar flutti í húsið fyrir ofan mig en mér finnst hann hafa búið þar öll mín upp- vaxtarár. Síðustu daga hafa ótal minningar um hann streymt fram í huga mér. Minningar um leiki úti á grasi í Dalalandinu, ótal skipti sem við vomm samferða í eða úr skóla og svo seinna, eftir að við fómm hvort í sinn skólann, Einar flutti burt og við rákumst aðeins hvort á annað á fóm- um vegi. Alltaf var jafnmikið að gera hjá Einari og aldrei var nein logn- molla í kringum hann. En það var sama hvar það var eða undir hvaða kringumstæðum, alltaf var jafnnota- legt að hitta Einai- og alltaf leið manni jafnvel í návist þessa hressa og skemmtilega stráks. Þess vegna finnst mér svo óraunvemlegt að sitja hér og skrifa minningargrein um hann. Ég á bágt með að trúa því að ég eigi aldrei eftir að heyra rödd hans eða sjá/allega og hlýlega brosið hans aftur. Ég veit samt hversu heppin ég er að hafa fengið að kynnast þessum yndislega strák. Fjölskyldu Einars og unnustu sendi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur og bið Guð að styrkja þau í sorginni. Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir. Tungan geymir... dauða stunur og dýpstu raunir. Á degi ísl. tungu nýverið komu þessi orð í ljóði þjóðskáldsins M.Joc. í huga minn í skugga fregnar af drápi lífsglaðs og aðlaðandi ungs manns. Mér finnst ég heyri dauðastunur hans og skynjaði brot af dýpstu raun- um ástvinanna. Og í huga minn komu einnig í þessu svartnætti orðin, sem Símon sagði við Maríu, móður Jesú: ,já, sverð mun jafnvel nísta þína eigin sálu, - til þess að hugsanir margra hjartna verði opinberar.“(Lúk. 2,35.) María þessi, móðii’ Guðs á jörð, mátti horfa upp á soninn líflátinn á sama aldri og ungi maðurinn okkar nú. Hví- lík kvöl, ekki síst fyrir móður. Við hin finnum einnig til lamandi sársauka og hryggðar yfir því að slíkt skuli gerast meðal okkar árið 2000. Fyrirhugun og tilgangur var með lífláti Jesú á sín- um tíma, sbr. Róm. 8,32: „Hann sem ekki þyrmdi sínum eigin syni, heldur framseldi hann fyrir oss alla, hví skyldi hann ekki líka gefa oss allt með honum?“ Megi það, sem nú hefur gerst meðal okkar, leiða til þess að við - ísl. þjóð - biðjum og hrópum: Drott- inn, miskunna þú oss, Drottinn, mis- kunna þú oss, Drottinn, gef oss þinn frið - já, þann frið sem er æðri öllum skilningi. Megi sá friður fyrst og fremst ríkulega veitast foreldrum, unnustu og öðrum ástvinum hins unga, látna bróður, sem kvaddur er í þjóðarhelgidóminum á Skólavörðu- hæð í dag, 23. nóv. Hermann Þorsteinsson. Það er lítið sem ég get sagt en Ein- ar Öm átti þetta ekki skilið á neinn hátt í þau skipti sem ég hitti hann var hann mér mjög almennilegur spurði mig um hitt og þetta en núna þegar maður gerir sér grein fyrir því að ekki mun ég sjá hann aftur nokkurn tímann þá er það eina sem ég get gert að óska honum góðs gengis í himnar- íki. Ég sakna þess tíma sem við hefð- um getað átt saman og ég mun ætíð gæta Gullu fyrir hann. Ég vil kveðja þig með þessari bæn. Vertu yfir og allt um krmg með eilífri blessun þmni. Sitji guðs englar saman í hring sængmniyfirminni. (Sigurður Jónsson, frá Presthólum.) Gunnar Ingiberg. Hann félagi okkai’ Einar Örn er dáinn. Það er erfitt að trúa því að við eigum aldrei eftir að sjá þennan hressa og lífsglaða strák aftur. Einar Öm kom til liðs við okkur KR-inga í ársbyrjun 1999. Hæfileikar hans í knattspyrnu voru hverjum manni sjáanlegir og varð hann fljótt mikilvægur hlekkur í hópnum. Það sem er þó kannski mest um vert í svona hópi er félagsleg fæmi og af henni hafði Einar Órn nóg. Það var mjög auðvelt að kynnast honum og ræða við hann um allt milli himins og jarðar. Hann var alltaf hress og kátur og lét ekki hluti eins og meiðsli slá sig út af laginu. Hann var alltaf til í að að- stoða aðra þegar á þurfti að halda og var hann til dæmis strax tilbúinn í að starfa í leikmannaráði meistara- flokksins við að skipuleggja fjáraflan- ir og annað tengt flokknum. Einar Örn yfirgaf herbúðir okkar KR-inga um miðjan vetur 2000 og hélt á önnur mið. Var hann samt alltaf í góðu sambandi við okkur hvort sem það var að taka einn golfhring eða annað. Einars Arnar er sárt saknað. Hann var skemmtilegur og átti mjög auðvelt með að sjá jákvæðar hliðar á mönnum og málefnum. Hann skilur eftii’ sig sérstakar minningar í hugum okkar strákanna sem við munumi- ávalltvarðveita. Fjölskyldu Einars Arnar og unn- ustu hans vottum við okkar innileg- ustu samúð. Mfl. ka. í KR í knattspyrnu. Kveðja frá Knattspyrnufélaginu Víkingi Við hörmulegt fráfall Einars Amar Birgis setti alla Víkinga hljóða. Einar æfði og keppti frá unga aldri, undir merkjum Víkings, bæði í knattspyxnu og handknattleik. Einar Öm hafði mikla hæfileika, komst í meistara- flokk Vfldngs í knattspymu og lék 18 meistarflokksleiki með félaginu áður en hann ákvað að halda á önnur mið. Einar starfaði að yngri flokka þjálfun um nokkurt skeið við góðan orðstír. Einar var maður þeirrar gerðar sem átti ákaflega auðvelt með að samlagast og taka þátt í íþróttaæfing- um og keppni þar sem saman koma stórir hópar ungs fólks, sem vinna að sameiginlegum áhugamálum. Hann naut í þessu umhverfi mikillar vel- gengni og vinsælda og eignaðist fjölda góðra vina og félaga sem sakna hans nú og vildu allt til vinna að snúa tímahjólinu til baka. Vfldngar lúta^ höfði í virðingu við Einar Örn Birgis og þakka fyrir bjarta og ánægjuríka samíylgd. Víkingar senda unnustu Einars, foreldrum, systkinum og öðram að- standendum innilegar samúðarkveðj- ur og óska þeim styrks og gæfu gagn- vart sorg þeirra og söknuði. Minning um góðan dreng lifir! Knattspymufélagið Víkingur, Þór Símon Ragnarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.