Morgunblaðið - 24.11.2000, Blaðsíða 37
MORGUNB LAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2000 37
FJÖLMIÐLUN
• „Hef sótt um tæplega 100 störf á
4 árum. Einu sinni boðaður í við-
tal. Fékk ekki að vita ástæðuna
fyrir því að mér var hafnað."
• „Yfirmennimir héldu fyrst að ég
hefði ekki skrifað umsóknina
sjálfur. Allir lýstu yfir undrun
sinni á því hversu vel ég komst að
orði í viðtalinu. Sumir fóru ítrek-
að að leiðrétta sitt eigið orðaval,"
segir blaðamaður af erlendum
uppruna með 5 ára starfsreynslu
á einum miðli.
Kostir og gallar
Nátengdur vandi felst í því að
ekki hafa allir innflytjendur jafn-
djúpan skilning á innviðum samfé-
lagsins og innfæddir. Sá vandi kem-
ur sérstaklega upp á yfirborðið
þegar innflytjendur hafa alist upp í
öðru landi. Fastráðinn blaðamaður
af erlendum uppruna viðurkenndi
að honum fyndist hann stundum
vera dálítið útundan á ritstjóminni.
• „Mismununin tengist ekki beint
vinnunni. Af því að ég er öðruvísi
stend ég stundum svolítið sér á
báti félagslega. Að slíkt komi fyr-
ir er alls ekkert skrítið enda er
greinilegur mismunur til staðar.“
A fjölmiðlum með
blaðamenn frá öðmm
löndum innanborðs kom
fram að grynnri skiln-
ingur á þjóðfélagsgerð-
inni væri veginn upp
með hæfni á öðram svið-
um. Blaðamenn með er-
lendan bakgrann töluðu
annað tungumál reip-
rennandi og glæddu oft
skilning heimamann-
anna á ástandinu annars
staðar í heiminum.
Blaðamenn af erlendum uppruna
vora sammála um að vilja ekki fjalla
aðeins um málefni innflytjenda.
„Við viljum ekki lenda í því sama og
konurnar á sínum tíma. Þær þurftu
alltaf að vera að fjalla um ákveðin
samfélagsmál," sagði einn svarend-
anna í könnuninni. Stjórnendur taka
undir með blaðamönnunum um að
ekki sé eðlilegt að blaðamenn með
erlendan uppruna fjalli aðeins um
málefni innflytjenda. Engu að síður
getur þekking og hæfni blaðamann-
anna óneitanlega komið sér vel:
• „Blaðamenn með erlendan bak-
grunn hjá okkur era almennir
blaðamenn og skrifa um allt milli
himins og jarðar. Á hinn bóginn
hefur komið fyrir að þeir hafa
vegna ákveðinnar tungumála-
þekkingar sérstaklega verið
beðnir um að taka að sér verkefni
í tengslum við flóttamenn, t.d. var
Ungverji sem kunni rúmensku
sendur til að taka viðtal við flótta-
menn frá Rúmeníu vegna tungu-
málsins. Enskur ljósmyndari hef-
ur oft létt stemmninguna í tökum
hjá okkur á blaðinu," sagði einn
stjómandi á dagblaði.
Aðrir taka fram að blaðamenn
með erlendan bakgrann komi oft
öðravísi að umfjöllun um ákveðin
málefni - skoðum nokkrar tilvitnan-
ir:
• „Þeir spyrja annarra spurning,
sérstaklega í utanríkismálum, og
sjá oft með öðram augum ágrein-
ing annars staðar í heiminum."
• „Hér eram við fædd og alinn upp
... og sjáum stundum ekki skóginn
fyrir trjánum.“
• „Framlag þeirra í tengslum við
flóttamenn og innflytjendadeilur
er óumdeilanlegt. Á þvi sviði era
danskir fjölmiðlar fáfróðir og for-
dómafullir.“
Dæmin era fjölmörg og m.a. kem-
ur fram hversu gagnlegt hafi verið
fyrir dagblað að hafa bæði Króata
og Serba innanborðs til að skrifa um
borgarastyrjöldina í lýðveldum
fyrrverandi Júgóslavíu á sínum
tíma.
Starfsþjálfun
vænlegust
Af framansögðu er greinilegt
hversu framlag blaðamanna með er-
lendan bakgrann á ritstjómum
fjölmiðlanna er mikilvægt. Stóra
spurninginn hlýtur því að vera
hvernig hægt sé að stuðla að því að
fá fleiri blaðamenn með erlendan
bakgrann til starfa inn á fjölmiðlun-
um. Einar Hanseid tekur undir að
blaðamenn með erlendan bakgrann
séu eftirsóknarverðir á ritstjórnirn-
ar og minnir á að til að endurspegla
innflytjendur í Noregi þurfi blaða-
menn með erlendan bakgrann að
vera um 20% af blaðamönnum á rit-
stjórn. Núna séu aðeins 2% af blaða-
mönnum á ritstjórnum norskra fjöl-
miðla með erlendan bakgrann. „Við
höfum reynt að auglýsa sérstaklega
eftir blaðamönnum með erlendan
bakgrann. Umsækjendur vora að-
eins þrír og einn reyndist nægilega
hæfur. Nokkru áður hafði Öst-
landssendingen (deild innan Norska
ríkisútvarpsins í Austur-Noregi)
fengið 500 umsóknir við svipaðri
auglýsingu. Hvernig getur staðið á
því?“ velti Einar íyrir sér og taldi
ekki ólíklegt að huga þyrfti sérstak-
lega að því hvernig auglýsingin væri
orðuð. Eins var rifjað upp úr skýrsl-
unni að 15% starfsmanna Östlands-
sendingen væra af erlendum upp-
rana. Sú staðreynd gæti valdið því
að auglýsingin hafi náð til hugsan-
legra umsækjenda. Hinu er heldur
ekki að leyna að í skýrslunni kemur
fram sú þverstæða að jafnvel þótt
virðulegir fjölmiðlar hafi komið sér
upp ákveðinni áætlun um að virkja
fleiri blaðamenn með erlendan
bakgrann virðist sá hópur eiga
greiðari leið inn á nýjungagjamari
og jafnframt alþjóðlegri fjölmiðla.
Áf öðram leiðum til að fjölga
blaðamönnum með er-
lendan bakgrann á rit-
stjórnum var nefnt að
vekja áhuga yngstu
kynslóðarinnar á starfs-
ferli innan fjölmiðla,
huga að því að nemend-
um með erlendan bak-
grann væri ekki mismun-
að með of ströngum
skilyrðum um tungu-
málaþekkingu við inn-
göngu í menntastofnanir
á sviði fjölmiðlunar og stungið var
upp á því að koma á ákveðnum kvót-
um í tengslum við menntun og jafn-
vel störf inni á fjölmiðlum. Sú hug-
mynd féll í afar misjafnan jarðveg á
fundinum í tilefni af útkomu skýrsl-
unnar í Ósló. Fleiri mæltu með því
að haft væri í huga að ná fram
ákveðnum hlutföllum eins og gert
væri með því að stuðla með óform-
legum hætti að því að ná fram jöfnu
hlutfalli karla og kvenna innan rit-
stjórnanna. Á hinn bóginn voru
flestir sammála því að ákjósanleg
leið til að virkja áhugasama væri að
veita ákveðið forskot með einhvers
konar starfsþjálfun á miðlunum.
Starfsþjálfuninni fylgdi ekki endi-
lega boð um vinnu. Aðeins forskot
út í hinn harða heim.
Áhugasamir geta nálgast skýrsl-
una Multietniske redaksjoner? á
heimasíðu Fafo-fræðasetursins í
Ósló á slóðinni http://www.fafo.no/
pub/rapp/342/index.h tm
Tilboðsdagar I nóvember
Gustavsberg frá kr. 18.362
Sangrá frákr. 10.876
Hitastillitæki
Fyrlr sturtu frá kr. 7.094
Fyrfr bað frá kr. 8.980
Skolvaskar
Plast frá kr. 3.727
Stál frá kr. 8.853
Opið laugardag kl. 10-16
J
VArmvjimjm bm
Ármúla 21 - Sími 533 2020- Bréfsimi 533 2022
É
Blanco pico
stálvaskur 90x43,5 kr. 14.097
Einnar handartæki
Fyrir handlaug frá kr. 4.958
Fyrir eldhús frá kr. 4.544
Baðkör frá kr. 8.785
Sturtubotnar frá kr. 3.556
Blöndunartæki frá kr. 1.951
Stálvaskar frá kr. 4.343
Ábyrgð -
áreiðanleiki
Bongarstjóri kveikir á
jólaljósunum á Hlemmi
laugardaginn 25. nóv. kl.17K3QL
Kyndilganga niður Laugaveg
að Þjóðleikhúsinu.
Verslum þar sem stemmningin er.
j
'VE3KEE)
Sængurfataverslun
ARA
Viðskiptavinir og velunnarar
Víðfögnum 40 ára afmcdínu
laugardagínn 25. nóvember kl 10-17
Léttar veitingar
Verið
velkomin
Njálsgötu 86, sfmi 552 0978
Iðnaður
og verslun
í 40 ár
3 mismujiandi gerðir bakka, fylltir gimilegum samlokum
Pöntwiarsími er 5656000, alla virka daga milli kl. 8 - 16