Morgunblaðið - 24.11.2000, Blaðsíða 54
Jí- FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2000
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Skytterí o g
skítkast - klípa
og kreppa
HVAÐ er það sem
skiptir okkur máli?
Mér finnst í raun frá-
bært hvað það virðist
skipta þjóðina miklu
máli hvað prestamir
^Skkar láta út úr sér.
Það þýðir auðvitað að
þjóðin lætur sér annt
um prestana og það
sem þeir segja skipti
máli. Prestar eru menn
og konur með tilfinn-
ingar, vonir og von-
brigði. Þau standa aug-
ljóslega mjög í
sviðsljósinu og eru „op-
inberar“ persónur og
því auðveld skotmörk.
Það er nefnilega erfitt að greina milli
persónunnar og starfsins þar sem
viðhorfið „practice what you preach“
er í gangi og því þurfa prestar að fara
„extra“ varlega til að styggja ekki
~ iueðbræður og -systrn-.
Ég á mér hugmynd um fyrirmynd-
arprest en um leið á ég mér einnig
hugmynd um fyrirmyndarlækni,
-hjúkrunarfræðing, -stjómmála-
mann, -þjón o.s.frv. Öll þau störf sem
viðkoma mannlegum samskiptum
þurfa að hafa manneskjuna í fyrir-
rúmi. Við verðum að vera varkár í því
sem við segjum um náungann,
stunda málfrelsi en ekki skítkast og
mér fannst svo satt það sem ein vin-
kona mín sagði: Að þeir sem kasti
mestum skít hljóti að standa í miðri
siutahrúgunni þar sem auðveldast er
að ná í hann! Það er afskaplega
margt fallegt í Biblíunni en einnig af-
skaplega margt Ijótt og þar af leið-
andi margar þversagnir. Okkur var
gefið frelsi til að velja og við sjáum
vonandi hvað er fallegt og hvað er
ljótt. Ég held að það sé misnotkun á
Biblíunni að vera að skjóta, eins og
byssukúlum, ritningargreinum úr
henni máli sínu til stuðnings til að
rægja manneskjuna eða ákveðna
hópa. Þá hefur trúin snúist upp í and-
stöðu sína. Þessi skot hafa t.d. snúist
um samkynhneigða en ég er ánægð
með að tvær manneskjur sem elska
hvor aðra skuli langa til, á þessum
svokölluðu afhelguðu tímum, að fá
»d. kirkjulega hjónavígslu. Hvemig
fólk stundar sitt einkalíf, þ.m.t. kyn-
líf, kemur öðrum ekki við á meðan
báðir aðilar eru sáttir og ekki um að
ræða kúgun af nokkru tagi.
Síðan hefur m.a. verið skothríð
milli sr. Ragnars Fjalar og Sigmars
B. Haukssonar, þrátt fyrir að aðeins
annar sé í skotveiðifélaginu. Það er
heilt málefni út af fyrir sig en ég held
að varlega megi fara í að ásaka menn
landsins um „drápsgleði“. Rjúpan er
hefðbundinn jólamatur fjölda Islend-
inga og ég held að ef einhver heldur í
hefðina þá er þar kirkjan fremst í
flokki og ekki viljum við að veist sé að
henni, eða hvað? Það mætti einnig
skoða ástæður þess, að karlmenn, að-
HÖega, flykkjast á fjöll til skotveiða.
Hvaða þörf, önnur en „drápsgleði“,
gæti legið þar á bak við? Ég held
persónulega að meirihluti rjúpna-
skyttna sé í annarri leit en leitinni að
finna „drápsgleði" sinni útrás. Gæti
það verið þörf fyrir samveru hvort
annars? Þörf fyrir náttúruna?
Astæða til að komast út úr hraðri
borgarmenningu? Auðvitað eru til
svartir sauðir meðal skotveiðimanna
en þeir eru alls staðar til og þá ekki
prestar undanskildir.
I framhaldi af þessu langar mig að
_mjnnast á sjálfsmorð ungra karl-
•áíanna sem eru orðin æði tíð. Sú
„karlmennska“ að gráta ekki og sýna
ekki tilfinningar held ég að sé stór-
hættuleg. Þeir eru alveg örugglega
gildir meðlimir í „Kreppu og kh'pu“
klúbbinn; Konur í ki-eppu, kennarar í
kreppu, klerkar í klípu, Karl (biskup)
í klípu og síðast en ekki síst kirkjan í
«eppu. Þarna erum við komin með
rrann af þjóðfélaginu og eftir sitja
bömin okkar sem eru
einnig í hættu á að
smitast af þessum
kreppuvírus. Við þurf-
um að hætta að óskap-
ast út í unglingana,
skoða okkur sjálf, fyrir-
myndirnar og eigin
kreppu, vinna með
þeim og læra af þeim.
Fyrir nokkrum árum
þegar rafmagnsleysi
var tíðara á höfuðborg-
arsvæðinu óskaði dóttir
mín þess að það yrði
rafmagnslaust því þá
Jóhanna gerðum við alltaf eitt-
Magnúsdóttir hvað skemmtilegt sam-
an (lásum, sungum,
spiluðum o.s.frv.).
Ég er langt í frá fullkomið foreldri
og hef í raun ekki virt öll þau skilaboð
Ég held að það sé
misnotkun á Biblíunni,
segir Johanna Magnús-
dóttir, að vera að skjóta
ritningargreinum úr
henni máli sínu til
stuðnings til að rægja
manneskjuna eða
ákveðna hópa.
sem ég hef fengið gegnum bömin en
þó hefur þetta breytt ýmsu. Bömin/
unglingarnir þurfa að mínu mati
hlustun og stundir sem við sitjum
með þeim og röbbum um málefni
þeirra og þjóðfélagsins og við slökkv-
um á sjónvarpinu á meðan, gerum
það sem þau langar til að gera með
okkur. Ég geri mér grein fyrir því að
þreyttir foreldrar, einstæðar mæður
o.s.frv. em ekki endilega upplögð á
öllum tímum og mikið vinnuáiag úti í
þjóðfélaginu og þar kemur auðvitað
kerfið inn í og bæti ég því hér með í
hóp kreppu/klípu vírushafa.
Ég mæli með að við öll sem emm
smituð af kreppu/klípu vinnum sam-
an að því að komast úr henni á já-
kvæðan hátt. Nýtum okkur t.d. já-
kvætt starf kirkjunnar og boðskap
hennar. Á sama hátt og það er hefð
hjá mörgum íslenskum fjölskyldum
að fá sína rjúpu í jólamatinn, verðum
við að virða hefðina innan kirkjunnar
sem höfðar til margra og um leið
koma til móts við þann fjölda sem vill
breytingar í kirkjunni sem einnig er
verið að vinna að með margvíslegum
hætti. Fermingin á ekki að virka sem
bólusetning við kirkjunni, sem hún
því miður allt of oft er, þar sem ferm-
ingarbömin eru að mínu mati of ung
og prestar mjög misjafnlega færir að
miðla til unglinganna því sem kirkjan
og boðskapur Jesú Krists hefur upp á
að bjóða. Ef við skiljum ekki prest-
ana látum þá vita, biðjum þá að út-
skýra hvað þeir eru að segja. Ef við
erum ósátt við prestinn okkar látum
biskupinn vita. Látum vita hvernig
við viljum koma saman, kirkjan er
okkar og við erum kirkjan. Biskupinn
okkar er að mínu mati mjög velviljað-
ur maður og tekur ekki þátt í að kasta
á móti þeim sem kasta skít í hann. Ef
hefðbundin messa er of þung er hægt
að mæta og taka t.d. þátt í Tómasar-
messu í Breiðholtskirkju, Kvenna-
kirkjunni, djass-popp-dægurlaga-
messu og hinum ýmsu námskeiðum
og samfélögum innan kirkjunnar. Ég
rita þessa grein miklu frekar af vilja
en mætti en mér finnst við í þjóðfé-
laginu vera á hraðri leið í stórfljóti,
þar sem undirrituð er meðtalin, í lífs-
gæðakapphlaupi þar sem fórnarlömb
eiturlyfja, brenglunar, áfengis, pen-
inga o.s.frv. eru orðin allt of mörg.
Manneskjan er alls ekkert betri af
þeirri ástæðu að hún sækir messu,
það er svo margt flókið annað sem
gerir manneskjuna góða en ég held
að við ættum að gefa kirkjunni tæki-
færi, nýta þessi mörgu fallegu hús til
samveru og notfæra okkur þann bát
sem hún hefur að bjóða, og þá á
grundvelli þess siðferðis sem kemur
frá Kristi sjálfum og treysta honum
fullkomlega sem góðum ræðara. Það
er kannski nauðsynlegt að það verði
rafmagnslaust til að við lærum að
njóta samveru hvert annars... kveikj-
um á kertum og það sem enn betra er
lærum að njóta ljóssins sem skín frá
trúnni ... þau sem vilja mega segja
„Hallelúja“ („Lof sé Drottni“)og
endilega „brosa“.
Höfundur er guðfræðinemi.
Fjölræði
ÞETTA orð „fjöl-
ræði“ er því miður lítið
notað í umræðu hér á
landi. Á erlendum
tungumálum heitir
fjölræði „pluralism".
Sá ágæti heimspeking-
ur Þorsteinn Gylfason
gerði þetta hugtak að
umræðuefni í erindi
sem hann hélt á Dóm-
araþingi fyrir sex ár-
um:
„Fjölræði í ríki er
sjálfstæði stofnana
þess. I fjölræðisríki
eru til að mynda sjálf- Jón Ásgeir
stæðir fjölmiðlar. Sigurðsson
Hvernig eiga þeir að
vera sjálfstæðir? Þeir þurfa til dæm-
is að vera óháðir valdhöfum þannig
að ráðherra eða embættismaður geti
ekki komið í veg fyrir mikilsverðan
fréttaflutning. Þeir þurfa líka að
vera óháðir öðru valdi en valdi vald-
hafanna, eins og öflugum fyrirtækj-
um eða hagsmunasamtökum. Þetta
á auðvitað ekki að skilja svo að hvert
einasta blað og útvarpsstöð verði að
vera laus undan slikum áhrifum.
Hugsunin er sú að fjölmiðlakerfið í
heild sé óháð, til dæmis með þeim
hætti að frétt sem er stöðvuð á ein-
um stað af annarlegum hvötum eigi
sæmilega greiða leið að einhverri
annarri fréttastofu.“ Þessi orð Þor-
steins má lesa í bók hans Réttlæti og
ranglæti.
Þorsteinn Gylfason gagnrýnir að
enginn minnist á fjölræði í hinni
pólitísku umræðu hér á landi. Aftur
á móti sé annað orð á hvers manns
vörum: „Það er „einkavæðing“.
Einkavæðing - sala á opinberum
íyrirtækjum til einkaaðila - er hugs-
anlega eitt tækið til að stuðla að fjöl-
ræði. En bara hugsanlega. Meðal
annars fer það eftir því hveijir
kaupa. Svo má ekki gleyma að einka-
rekstur og einkaeignarréttur virðast
alls ekki vera ófrávíkjanlegar for-
sendur fjölræðis. Það virðist vel
hægt að hafa mjög sjálfstætt ríkis-
útvarp - eins og brezka útvarpið -
og mjög sjálfstæða háskóla þó svo að
þetta séu opinberar stofnanir. Eng-
um dettur í hug að einkavæða
Hæstarétt til að tryggja sjálfstæði
hans. Og Morgunblaðinu gekk ljóm-
andi vel að vera ósjálfstætt í skoðun-
um í áratugi þótt það væri í einka-
eign. Það var eins og
hvert annað flokksblað
en er það naumast
lengur."
Þorsteinn heldur
áfram: „Fjölræði og
einkavæðing eru sitt
hvað. Nú virðist mér
blasa við að fjölræðið
sé margfalt mikilsverð-
ara mál en nokkur
einkavæðing að henni
þó ólastaðri. Og þegar
einkavæðingin er varin
eða boðuð - einkavæð-
ing Ríkisútvarpsins til
dæmis - þá er það oftar
en ekki gert út frá fjöl-
ræðissjónarmiðum, og
stundum öðrum lýðræðissjónarmið-
um, án þess þó að fjölræðið sem slíkt
sé nokkurn tíma nefnt á nafn. Þetta
Fjölmiðlun
Lausnin er, segir
Jón Asgeir Sigurðsson,
að setja stjórn
ábyrgra fagmanna
úr ýmsum áttum yfír
Ríkisútvarpið.
finnst mér ofurlítil gáta. Hvers
vegna erum við svo lágvær um fjöl-
ræði, sem þó er þögult og bítandi allt
í kringum okkur, og svo hávær um
einkavæðingu? Það ætti að vera öf-
ugt.“
Allir sem áhuga hafa á lýðræði og
stjórnmálum ættu að lesa þessa
grein Þorsteins Gylfasonar. Ég
vitna í hana hér vegna þess að út-
listanir Þorsteins skýra hvers vegna
starfsmenn Ríkisútvarpsins tala um
mikilvægi þess að treysta sjálfstæði
þeirrar þjóðareignar. í stjórnmála-
umræðu í Evrópu er öflugt, sjálf-
stætt ríkisútvarp talið mikilvæg
trygging iyrir fjölræði í löndum þar.
Ráðherraveldi
Á sama ári og Þorsteinn Gylfason
hélt erindi sitt um fjölræði á Dóm-
araþingi 1994, kom út bókin Emb-
ættismenn og stjórnmálamenn eftir
Gunnar Helga Kristinsson. í henni
Fuglarnir, Skerjafjörður
og Arnarnesvogur
VIÐ Innnesjabúar
erum heppnir fyrir
margra hluta sakir.
Eitt af því sem gerir
búsetu á þessu svæði
eftirsóknarverða er
auðugt lífríki til fjöru
og sjávar, þar sem er
Skerjafjörður og þeir
vogar og víkur sem
inn úr þeim firði sker-
ast. Helstu víkur inn
úr þessum stóra firði
heita Fossvogur,
Kópavogur, Arnarnes-
vogur og Lambhúsa-
tjörn. Það sem ein-
kennir fjörðinn er
víðáttumikið útfiri,
bæði grýttar þangfjörur og leirur,
og víðáttumikið grunnsævi.
Auðugt fuglalíf
Sá þáttur sem setur hvað mestan
svip á lífríki Skerjafjarðar frá sjón-
arhóli okkar mannanna er fuglarn-
ir. Mest áberandi í fuglafánunni
eru nokkrar tegundir kafanda og
þá helst æðarfugl og hávella, einnig
nokkrar tegundir máva, vaðfugla
og gráanda, svo og margæs. Fuglar
fylla þennan fjörð á öllum tímum
árs en hver tegund notar svæðið á
sinn sérstaka hátt. Á
það við bæði með tilliti
til búsvæða, það er
hvar í firðinum fugl-
arnir dvelja og eins
hvenær árs þeir nota
fjörðinn. Sumar
tegundir dvelja þar
árið um kring, eru
staðfuglar. Dæmi um
slíkan fugl er æðar-
fuglinn en stórt æðar-
varp er í Bessastaða-
nesi og fullorðnu
fuglarnir nýta grunn-
sævið til fæðuöflunar
Ólafur K. en uppeldisstöðvarnar
Nielsen eru fjaran. Nokkrar
tegundir eru sumar-
gestir á svæðinu og aðrar eru vetr-
argestir. Enn aðrar fuglategundir
nýta fjörðinn um fartímann vor og
haust, eru fargestir. Margæsin er
einn þessara fargesta.
Bithagar margæsanna við
Skerjafjörð eru sjávarfitjar og fjar-
an við Lambhúsatjörn, Arnarnes-
vog, Kópavog og á Seltjarnarnesi.
Gæsirnar dvelja rúman mánuð á
vorin og álíka lengi á haustin.
Fuglarnir éta á fjöru en safnast
síðan í flóðsetur sér til hvíldar.
Vetrarstöðvar þessara gæsa eru á
Fuglalíf
Arnarnesvogurinn er
mikilvægur hlekkur í
vistkerfi Skerjafjarðar.
Ólafur K. Nielsen skor-
ar á Garðbæinga að
hafna hugmyndum um
uppfyllingar í voginum.
Bretlandseyjum en varpstöðvarnar
eru á kanadísku íshafseyjunum.
Hér hvíla fuglarnir sig og safna
orku til að komast á leiðarenda. Þó
dvöl þessara fugla sé kannski ekki
löng í vikum talið þá er hún for-
sendan fyrir því að þeir komist af.
Aðrar tegundir fargesta sem nýta
Skerjafjörð og eru á sömu farleið
og margæsin eru helstar rauð-
brystingur og tildra, en einnig
nokkur fjöldi sanderla, lóuþræla og
sandlóa.
Fræðimenn og náttúruverndar-
sinnar hafa lengi gert sér grein
fyrir gildi Skerjafjarðar fyrir fugla.
Þannig er fjörðurinn, fjaran og
grunnsævið á Náttúruminjaskrá.
Skerjafjörður hefur einnig alþjóð-
legt verndargildi og er á skrá Al-
þjóðafuglaverndarsambandsins
(BirdLife International) yfir slík
svæði. Það sem ræður skipan
Skerjafjarðar í þennan flokk er að
fjörðurinn hýsir einhvern tíma árs
meira en sem nemur 1% af stofni
margæsa, æðarfugls, sendlings og
rauðbrystings í okkar heimshluta.
Nokkur röskun af mannavöldum
hefur átt sér stað við Skerjafjörð.
Tveir vogar hafa verið stíflaðir, þar
sem nú eru Bakkatjörn á Seltjarn-
arnesi og Bessastaðatjörn á Alfta-
nesi. Einnig hefur verið fyllt upp í
fjörur, einkum í Kópavogi og á
Seltjarnarnesi. Þessi röskun er þó
lítil miðað við það sem nú er boðað,
svo sem flugvöllur á uppfyllingum í
firðinum, uppfyllingar og byggð í
Arnarnesvogi, o.s.frv. Þessar hug-
myndir eru af allt annarri stærðar-
gráðu heldur en við höfum áður
orðið vitni að á þessu svæði og út
frá náttúruverndarsjónarmiðum
ber að vara sterklega við þeim.
Verjið voginn ykkar!
Tilefni þessa greinarkorns er ný-
leg lesning í fasteignablaði Morg-
unblaðsins þar sem kynntar eru