Morgunblaðið - 24.11.2000, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.11.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2000 29 ERLENT Vatnsveður í Noregi og Svíþjóð Hætta á flóðum og skriðuföllum Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. VATNSYFIRBORÐ í Mið-Svíþjóð heldur áfram að hækka. Undanfarn- ar vikur hefur það stigið jafnt og þétt og hlutar bæjarins Arvika, skammt frá norsku landamærunum, hafa Verið undir vatni svo vikum skiptir. Þá hefur verið mikið úrhelli á svæð- um í nágrenni Óslóar og aukin hætta talin á flóðum og skriðuföllum. N okkrar jarðlestastöðvar í Ósló voru lokaðar á miðvikudag vegna flóða og margir urðu fyrir töfum austanfjalls vegna þess að hundruð lesta stöðv- uðust er merkjakerfíð varð raf- magnslaust. Svæðið í Svíþjóð, þar sem hætta er talin á flóðum, nær frá Sundsvall í norðri og til Vánern í suðri, raunar teygir það sig á kafla allt til Gauta- borgar. Vatnsyfirborð stöðuvatnsins Málaren er 35 cm hærra en venju- lega og hækkar um 1-2 em á dag. Heimamenn hafa mestar áhyggj- ur af því hvað gerist ef vatnsflóðinu linnir ekki áður en fer að srijóa og frost kemur í jörðu. Óttast þeir af- leiðingarnar í þíðunni næsta vor éf flóðvatnið frýs. í Noregi er nú talin mikil hætta á skriðuföllum, einkum á svæðinu nærri Kongberg, Eidesvoll, Ámot, Tpnsberg og Henefoss. Eru vatna- mælingamenn og björgunarsveitir í viðbragðsstöðu vegna ástandsins. Hins vegar dró nokkuð úr rigning- unni í gær og veðurfræðingar sögð- ust sjá merki um að ástandið myndi skána næstu daga. Reuters Sprengjutilræði í Riyadh ÞRÍR Bretar slösuðust er sprengja sprakk í bíl þeirra í Riyadh, höfuð- borg Sádi-Arabíu, í gær. Fyrr í vik- unni lést breskur maður og kona hans slasaðist í annarri bílspreng- ingu í borginni. Lögreglan í Riyadh telur, að ein- hverjar persónulegar ástæður frem- ur en pólitískar séu að baki tilræðun- um jafnvel þótt þau hafi beinst gegn Bretum í bæði skiptin og þrátt fyrir vaxandi andúð á Vesturlandamönn- um vegna átakanna milli Israela og Palestínumanna. Tveir karlmenn og ein kona voru í bílnum og slasaðist ekkert þeirra alvarlega. í Sádi-Arabíu starfa nú um 30.000 Bretar og hefur þeim verið sagt að vera vel á verði, einkum vegna spennunnar, sem nú er í Miðaustur- löndum. Kúariðutilfellunum fjölgar stöðugt í Evrópusambandslöndunum Brezkir sérfræðingar til eftirlits í Frakklandi London. AP, AFP. BREZK stjórnvöld hyggjast senda sérfræðinga í matvælaeftirliti til Frakklands, til að ganga úr skugga um fullyrðingar þarlendra um heil- brigði fransks nautakjöts. Greindi talsmaður Tonys Blairs, forsætis- ráðherra Bretlands, frá þessu í gær. Þróun kúariðumálanna í Evrópu tók með þessu á sig óvænta mynd. Kúariða kom fyrst upp í Bretlandi á níunda áratugnum og vegna meintrar smithættu lagði ESB árið 1996 bann við útflutningi brezks nautakjöts, en það var numið úr gildi að miklu leyti í fyrra. Talsmaður brezku stjórnarinnar sagði að á ríkisstjórnarfundi í gær hefði heilbrigðisráðherrann Alan Milburn greint frá því að hann hefði þegið boð sérfræðinga brezka matvælaeftirlitsins um að fara til Frakklands og fullvissa sig um að aðgerðir Frakka væru fullnægj- andi. Kúariðutilfellum hefur fjölgað mjög í Frakklandi að undanförnu og vísbendingar benda til að smitið hafi upprunalega borizt úr bresku dýrafóðri. Fram að þessu hafa brezk stjórn- völd ekki viljað banna innflutning nautakjöts frá Frakklandi eins og sum önnur ESB-ríki hafa gert, en talsmenn brezku stjórnarandstöð- unnar hafa kallað eftir því. Á mið- vikudag greindi brezka matvælaeft- irlitið frá því að það hefði gefið frönskum yfirvöldum vikufrest til að staðfesta með óyggjandi hætti að kúariðusmitað franskt nautakjöt hefði ekki og myndi ekki rata í mat- vöruverzlanir í Bretlandi. Þýzki landbúnaðarráðherrann Karl-Heinz Funke lét í gær af and- stöðu sinni við kröfur sem gerðar hafa verið um algert bann við naut- gripafóðri sem inniheldur dýramjöl. Hann sagði aftur á móti að væri notkun slíks fóðurs ekki lengur tal- in æskileg ætti að taka það af markaðnum með vel undirbúnum hætti. Svisslendingar bættust í gær í hóp þeirra Evrópuþjóða sem bann- að hafa innflutning nautakjöts frá Frakklandi vegna ótta við kúarið- usmit, sem valdið getur hinum ban- væna heilahrörnunarsjúkdómi Creutzfeldt-Jakob (CJD) í mönn- um. RIKISSTJORNIN ÁRANGRIBRAUT ' 4 ' : vw¥*St»Sí».ij5." t í f ■ gfcs* >r Stefna ríkisstjórnarinnar hefur leitt til vaxandi verðbólgu, hárra vaxta, ágreinings á vinnumarkaði og verri stöðu i efnahagsmálum. Samfytkingin hefur varað við lausatökum í efnahagsmálum og miklum viðskiptahalla og hún vill ábyrga ríkisfjármálastefnu og sátt við launþega. Stefna ríkisstjórnarinnar hefur leitt til þess að við höfum dregist verulega aftur úr i menntamátum. Samfylkingin setur menntamál i forgang þannig að menntun hértendis verði samkeppnishæf á atþjóðmælikvarða og að laun kennara séu bætt samhliða breytingum í skólastarfi. Framtíð unga fólksins er okkar framtíð. Stefna ríkisstjórnarinnar hefur þrengt að kjörum aldraða og öryrkja. Samfylkingin vitl afkomutryggingu fyrir aldraða og öryrkja sem eyðir óvissu þeirra sem minna mega sín í samfélagi okkar. Samfylkingin vill afnema gjafakvótakerfið og tryggja jafnan aðgang allra að auðlindinni. Lokafundurinn í • • fundaferð Ossurar og Margrétar er í Reykjavík Laugardaginn 25. nóvember Kornhlöðuloftinu kl. 12.00 Allir velkomnir og hvattir til að mæta Samfylkingin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.