Morgunblaðið - 24.11.2000, Side 22

Morgunblaðið - 24.11.2000, Side 22
22 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Varnarþil úr stáli við Oshlíðarveg Bolungarvík - Um tuttugu metra stálþil hefur verið sett ofan við Ós- hlíðarveg rétt innan við Seljadals- hom, en ofan við þann stað er eitt af mörgum giljum í fjallinu sem hætta getur verið á að snjóflóð geti hlaupið úr. Á undanfömum ámm hefur Vega- gerðin sett nokkra snjóflóðakljúfa úr netkössum sem fylltir em grjóti, neð- an við hættuleg gil við Óshlíðarveg Að sögn Gísla Eiríkssonar, um- dæmisstjóra Vegagerðarinnar á ísa- firði, er hér verið að gera tilraun með öðmvísi snjóflóðavöm, en netkass- arnir taka mun meira pláss og hafa verið nokkuð viðhaldsfrekir þar sem nokkuð hefur verið um að þeir verði fyrir skemmdum þegar mokað er frá þeim. í haust hefur verið unnið á Óshlíð- arvegi samkvæmt áætlun um varnir gegn gi'jóthmni. Bætt hefur verið við grjótkössum á um 250 metra kafla sem ætlað er að hindra að grjót velti inn á vegstæðið. Þá var sett vegrið á um 500 metra kafla í Seljadal sem bætir vemlega öryggi vegfaranda á þeim vegarkafla. Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Um tuttugu metra stálþil hefur verið sett ofan við Óshlíðarveg rétt innan við Seljadalshorn. Unnið að stækkun Nesskóla Neskaupstað - Framkvæmdir standa nú yfir við stækkun Nesskóla og er unnið við uppsteypu á þriðja áfanga skólans sem rís austan við gamla skólahúsið og nær út í svo- nefnt Skólagil. Sá áfangi sem nú er unnið við er um 1800 fermetrar að stærð á fjór- um hæðum og er áætlað að taka þær kennslustofur sem í honum verða í notkun næsta haust og þar með verður skólinn orðinn einsetinn. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Unnið er að þriðja áfanga Nesskóla. Iþróttaálfurinn og hressir krakkar í rappi og róli. Iþróttamiðstöðin á Egilsstöðum vígð Ekki nóg að æfa milli þrettánda og þorrablóts Egilsstöðum - íþróttamiðstöðin á Egilsstöðum var formlega vígð sl. laugardag að viðstöddu fjölmenni. Dagskrá hófst skömmu eftir hádegi með miklu sprelli íþróttaálfsins úr Latabæ, en hann fékk krakkana á staðnum til að gera með sér ýmsar kúnstir. Bæjarstjóri Austur-Héraðs, Björn Hafþór Guðmundsson, flutti ávarp þar sem hann minntist meðal annars á að mögulegt væri að reist yrði við- bygging fyrir heilsuræktarstöð við íþróttamiðstöðina. Hefðu fulltrúar Áustur-Héraðs átt viðræðurvið aðila sem vildi jafnvel leigja stærstan hluta slíks húsnæðis. Sagði hann að þessi áform myndu skýrast á næst- unni, en ljóst er að með íþróttamið- stöðinni og nýendurgerðum frjáls- íþróttavelli aukast möguleikar Egilsstaða til markaðssetningar sem heilsubær verulega. Heilir eða hálfir Austfirðingar Björn Hafþór sagði að lengi vel hefðu Austfirðingar staðið framar- lega í ýmsum íþróttum og frjáls- íþróttamenn vart komist á pall á Ól- ympíuleikum nema vera annað hvort heilir eða hálfir Austfirðingar. Hon- um þætti nokkuð hafa dregið úr íþróttaástundum ýmissa hluta vegna og minnti á að enginn yrði þrístökkv- ari á heimsvísu með því að æfa frá þrettándanum fram að þorrablótinu. Hins vegar væri aldrei of seint að byrja og hvatti hann forsvarsmenn félaga, foreldra og ungt fólk til að leggjast á árar með Ungmenna- og íþróttasambandi Austurlands fyrir landsmót UMFÍ á Egilsstöðum næsta sumar. Helga Guðmundsdóttir, forstöðu- maður fræðslu- og menningarsviðs Austur-Héraðs, veitti húsinu form- lega viðtöku. Rekstur hússins mun heyra undir það svið og sagði hún að þegar hefði verið gerður samningur við nágrannabyggðina í Fellabæ um áframhaldandi notkun þeirra á íþróttamannvirkjum á Egilsstöðum. Hún kvað athygÚsvert að þrátt fyrir helmingsstækkun annaði húsið ekki þeirri eftirspurn sem væri eftir æf- ingatímum. Helga þakkaði einnig Hreini Halldórssyni, forstöðumanni íþróttamiðstöðvarinnar, sérstaklega fyrir ötult starf, en hann var því mið- ur fjarri góðu gamni þennan dag. Ymsir gestir stigu svo á stokk og fluttu hamingjuóskir. Sr. Vigfús I. Ingvarsson sóknar- prestur blessaði húsið og að því loknu var biugðið á leik með þing- og sveitarstjórnarmönnum. Höttur og Stjarnan áttust síðari hluta dagsins við í æsispennandi körfuknattleik í fyrstu deild karla og sigraði Stjarn- an með 69 stigum gegn 68. Fjórða stærsta íþróttahúsið Iþróttamiðstöðin hefur risið í þremur áföngum og hófst bygging hennar fyrir ríflega tuttugu árum. Helmingur íþróttahússins var tekinn í notkun árið 1984, sundlaugin 1996 og loks er íþróttahúsið nú fullbyggt. Húsið er 3168m2 að grunnfleti. Þar af er íþróttasalurinn, sem skipta má í þrennt með niðurfellanlegum tjöldum, 1215m-. í honum er aðstaða fyrir fótbolta, körfubolta og hand- bolta, badminton, tennis, fimleika og stangarstökk. íþróttahúsið á Egils- stöðum mun nú vera hið fjórða stærsta á landinu. Sagnadagur í Stykkishólmi Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason Um 100 manns mættu á sagnakvöldið og skemmti fólk sér vel. Stykkishólmi - Svonefndor sagna- dagur var haldinn í Stykkishólmi laugardaginn 11. nóvember. Dag- skráin hófst með námskeiði á veg- um Árnastofnunar, um söfnun þjóðlegs fróðleiks og um kvöidið var síðan haldið fjölsótt sagna- kvöld í kaffihúsinu Narfeyrar- stofu. Kennari á námskeiðinu um söfn- un þjóðlegs fróðleiks var Gísli Sig- urðsson, fræðimaður á Ár- nastofnun. Kynnti Gísli m.a. ýmsar aðferðir við söfnun, varðveislu og útgáfu þjóðfræðaefnis, fjallaði um skipulag söfnunar, siðferðileg álitamál og mismunandi aðferðir við söfnun. Námskeiðið sóttu ríf- lega 20 manns. Vöknuðu þar margvíslegar hugmyndir um verð- ug söfnunarverkefni á Vestur- landi. Á Sagnakvöldi í Narfeyrarstofu, tróðu upp níu sagnamenn og kon- ur af Vesturlandi, þau Bjarnfríður Leósdóttir, Akranesi, Hildibrand- ur Bjarnason, Bjarnarhöfn, Ingi Hans Jónsson, Grundarfirði, Omar Lúðvíksson, Hellissandi, Skúli Al- exandersson, Hellissandi, Sæ- mundur Krisíjánsson, Rifí, Unnur Halldórsdóttir, Borgarnesi, Þor- kell Cýrusson, Hellissandi, og Þór- unn Kristinsdóttir, Grundarfirði. Auk þeirra kom fram sönghópur- inn Hraustir menn frá Stykkis- hólmi. Kynnir var Eyþór Bene- diktsson frá Stykkishólmi og þar sem honum þótti hlutur Hólmara heldur rýr, kallaði hann Ellert Kristinsson í sagnastólinn f lok dagskrár. Kvöldið setti Sturla Böðvarsson, ráðherra samgöngu- og ferðamála og gaukaði hann einnig sögu að áheyrendum. Um 100 manns mættu á sagna- kvöldið og sóttu það m.a. gestir ut- an af Snæfellsnesi, úr Borgarfirði og Dalasýslu, auk fjölda heima- manna. Þessi „sagnadagur" í Stykkis- hólmi tengist því að á Vesturlandi er nú unnið að Evrópuverkefninu Endurreisn sagnahefðarinnar sem styrkt er af Samtökum sveitarfé- laga f Vesturlandskjördæmi og miðast að þvi' að efla sagnahefð f fjórðungnum og tengja hana ferðaþjónustu. Umsjón með verk- efninu er í höndum fyrirtækisins Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjón- ustunnar og starfa þau Rögnvald- ur Guðmundsson og Sigurborg Kr. Hannesdóttir við það. I sam- ráðshópi á Vesturlandi, silja Berg- ur Þorgeirsson, Reykholti, Guðrún Jónsdóttir, Borgarnesi, Ingi Hans Jónsson, Grundarfirði, Jón All- ansson, Akranesi, Skúli Alcxand- ersson, Hcllissandi, og Inga Sig- urðardóttir frá Símenntun Vesturlands. Island stýrir verkefn- inu, en hin þátttökulöndin eru Skotland, Þýskaland og Grikkland. Síðastliðið vor var á vegum verkefnisins haldið sagnan- ámskeið og sagnakvöld í Reyk- holti. Námskeiðið tókst vel og um 90 manns sóttu sagnakvöldið. I mars á næsta ári er áformað að halda námskeið fyrir kennara á Vesturlandi, um sagnastarf í skól- um, auk þróunarverkefnis í Grunnskólanum f Búðardal. Sigurborg Hannesdóttir var spurð að því hvernig til hefði tek- ist með verkefnið: „Við teljum að verkefnið hafi farið ákaflcga vel af stað á Vestur- landi og það er greinilegt að mjög margir hafa áhuga á sagnalistinni. Það hefur ekki þurft mikið til að örva þennan áhuga, sem segir okk- ur að fólk nýtur þess bæði að hlusta á sögur og segja sögur. Enda höfðu einhverjir áheyrendur á orði eftir sagnakvöldið, að þeir fóru ósjálfrátt að velta því fyrir sér hvaða sögur þeir myndu sjálfir vilja segja.“ Og Sigurborg heldur áfram: „Það er einmitt þannig sem verkefni af þessu tagi vex og dafn- ar, fólk finnur þennan neista í sér og langar til að hlúa að honum. Við fslendingar höfum sagt sögur frá því land byggðist og öll afþreying nútfmans getur ekki komið í stað- inn fyrir þá ánægju og næringu sem við getum notið með því að deila sögunum okkar hvert með öðru.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.