Morgunblaðið - 24.11.2000, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 24.11.2000, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Ráðstefna atvinnumálanefndar Akureyrar og Akureyrarbæjar Samkeppnishæf atvinnustefna til umfjöllunar SAMKEPPNISHÆF atvinnu- stefna, er yflrskrift ráðstefnu at- vinnumálanefndar Akureyrar og Ak- ureyrarbæjar, sem haldin verður á Hótel KE A laugardaginn 25. nóvem- ber nk. Þar verður m.a. fjallað um niðurstöður úr lífskjarakönnunum sem Ráðgarður og Gallup gerðu fyr- ir atvinnumálanefnd Akureyrar. Ráðstefnan stendur frá kl. 10-14 og hefst á erindi Kristjáns Þórs Júl- íussonar bæjarstjóra sem fjalla mun um framtíðarstefnu Akureyrar í at- vinnumálum. Aðrir sem flytja erindi. eru Arni Sigfússon, framkvæmda- stjóri Tæknivals, Hafliði Kristjáns- son, forstöðumaður sölu- og mark- aðssviðs Kaupþings, Reynir Eir- íksson, framkvæmdastjóri Mekka tölvulausna, Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður félagsmálanefndar Alþing- is, Helgi Jóhannsson og Halldór Jónsson, forstjóri Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri. Um kl. 13 hefjast hringborðsum- ræður undir stjórn Hólmars Svans- sonar, framkvæmdastjóra Atvinnu- þróunarfélags Eyjafjarðar, og munu ræðumenn ráðstefnunnar taka þátt í þeim. Efla þarf atvinnulífíð Jón Birgir Guðmundsson frá Ráð- garði og Sigríður Margrét Oddsdótt- ir frá Gallup munu fjalla um niður- stöður úr áðurnefndum lífskjara- könnunum. Sigríður Margrét sagði að niðurstöður lífskjarakannananna hefðu ekki áður verið allar lagðar fram, eins og gert verður á laugar- dag, þar sem öll spilin verða lögð á borðið. „Rannsóknin var þrískipt, við vorum með rýnihópa þar sem við vorum að upplifa tilfinngar fólks hér og á höfuðborgarsvæðinu, svo var könnun meðal aðfluttra og brott- fluttra og loks samanburðarkönnun, Akureyri - höfuðborgarsvæðið. Sigríður Margrét sagði að það sem einna helst hefði komið út úr könnunum, var að það þyrfti að efla atvinnulífið fyrir norðan, auka fjöl- breytnina og styrkja trú fólksins á því sem væri að gerast. Hún sagði að í könnuninn hafí einnig komið nokkuð skýrt fram að margir héldu að Akureyri væri lág- launasvæði. I stóru könnuninni hafi verið spurt um launin og væru launa- málin á meðal þess sem kynnt yrði á ráðstefnunni. Sigríður Margrét sagði að lögð hafði verið mikil vinna í að fá fyrir- lesara á ráðstefnuna úr sem breið- ustum hópi atvinnugreina. Þarna ætti því margt áhugavert eftir að koma fram en ráðstefnan er öllum opin á meðan húsrúm leyfir. Héraðsdómur Norðurlands eystra Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur KARLMAÐUR á sextugsaldri hefur verið sýknaður í Héraðsdómi Norð- urlands eystra, en hann var ákærður fyrir umferðarlagabrot og gefið að sök að hafa ekið bifreið undir áhrif- um áfengis í byrjun júní á þessu ári og m.a. ekið á tvö umferðarskilti á leið sinni. Tveir piltar sem urðu vitni að aksturslagi mannsins gerðu lögreglu viðvart um hugsanlegan ölvunar- akstur. Þeir vísuðu lögreglu síðar á bifreið mannsins þar sem hún stóð við hús á Oddeyri. Lögreglumenn færðu manninn á lögreglustöð þar sem tekið var úr honum blóðsýni og reyndist það innihalda alkóhól um- fram leyfileg mörk. Maðurinn neitaði bæði við yfir- heyrslu hjá lögreglu og fyrir dómi að hafa fundið til áfengisáhrifa við akst- urinn. Hann hafi verið ósofinn og illa fyrir kallaður, m.a. vegna lyfja- neyslu. Kvaðst hann hafa sturtað í sig áfengi er hann var kominn að um- ræddu húsi, meirihlutanum úr flösku í einu. Lögregla hafi að því loknu bankað upp á. Móðir mannsins gaf einnig skýrslu fyrir dómi og bar að maðurinn hefði svolgrað í sig áfengi skömmu áður en lögreglu bar að garði. Lögreglumenn báru að maðurinn hefði verið ölvaður þegar hann var handtekinn. I dómnum kemur fram að nokkur stund hafi liðið frá akstri mannsins Kirkjustarf LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkju- skóli í Svalbarðskirkju kl. 11 á morg- un, laugardaginn 25. nóvember. Kirkjuskóli í Grenivíkurkirkju kl. 13.30 á laugardag. Kyrrðarstund verður í Grenivíkurkirkju kl. 21 næstkomandi mánudagskvöld, 27. nóvember (ath. breytta dagsetn- ingu). og þar til hann var handtekinn. Akst- urslag hans og áfengismagn í blóði leiði verulegum líkum að því að mað- urinn hafi verið undir áhrifum áfeng- is við aksturinn. Að virtum þeim framburði mannsins og móður hans að hann hafi þann vana við drykkju að svolgra í sig miklu magni af alkóhóli í einu sé ekki fortakslaust komin fram lögfull sönnun á sekt hans og því var hann sýknaður. Og svo fór ég að hugsa... Og nuna versla ég bara vítamín, heilsunnar vegna Apótekin ^mb l.is ALLTAf= £!TTH\fA£> NÝm FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2000 21 Tilboðin gilda á meðan birgðir endast Sé um að ræða prentvillur f verði eða vörulýsingu er réttur áskilinn til leiðréttinga f verslunum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.