Morgunblaðið - 26.11.2000, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 26.11.2000, Qupperneq 6
6 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Norræn tungaá undanhaldi **■) BAKSVIÐ Norrænir málverndarsinnar hafa miklar áhygg;iur af útbreiðslu enskunnar í fag- legri umræðu sem þeir óttast að verði á kostnað norrænu málanna. Þeir eru hins vegar ekki sammála hversu alvarleg stað- an sé og þá ekki heldur hvort grípa þurfí til aðgerða, skrifar Urður Gunnarsdóttir. Kennslustund í íslenskum skóla. í Danmörku hefur verið lagt til, að enskukennslan verði færð niður í fyrsta bekk grunnskólans en sjálft móðurmálið, danskan, á orðið í vök að veijast á mörgum sviðum. NORRÆN tungumál eru undir stöðugum þrýst- ingi frá ensku sem virð- ist á góðri leið með að verða fagtungumál í mörgum starfs- greinum á Norðurlöndum, t.d. í Danmörku. „Enskan er æ meira áberandi í starfsgreinum t.d. innan læknisfræði, tækni og í tölvugeiran- um og er á góðri leið með að útrýma dönskunni þar. Við höfum orðið að grípa til aðgerða til að spoma við þessari þróun en ég vil þó ekki ganga svo langt að segja að dönsk tunga sé í hættu,“ segir Erik Han- sen, formaður danskrar málnefnd- ar, í samtali við Morgunblaðið. Varaformaður nefndarinnar, Niels Davidsen-Nielsen, ritaði fyrir skemmstu grein í Berlingske Tiden- de þar sem hann tók öllu dýpra í ár- inni en Hansen. Hvetur Davidsen- Nielsen til þess að gripið verði til að- gerða til að koma í veg fyrir að fleiri fog verði enskunni að bráð. Grein Davidsen-Nielsen og fleiri er varða stöðu danskrar tungu birt- ast á sama tíma og rætt er af alvöru um að færa enskukennslu niður í fyrsta bekk grunnskóla. íhaldsmað- urinn Brian Mikkelsen hyggst leggja fram tillögu þess efnis á danska þinginu og kveðst eiga von á stuðningi annarra flokka, m.a. jafn- aðarmanna við hana. „Hefji böm enskunám snemma kemur það þeim að miklum notum,“ segir Mikkelsen. „Við erum lítil þjóð og háð viðskipt- um við önnur lönd og þau viðskipti fara að mestu fram á ensku. Þar að auki verður enskan æ útbreiddari, einkum innan nýrrar tækni. Eigi bömin okkar að vera í stakk búin til að fara inn á vinnumarkað framtíð- arinnar skiptir mestu að við séum framarlega í flokki í þróun hans, einnig hvað varðar tungumálið." I röksemd hans felst uppgjöf hvað varðar stöðu danskrar tungu sem dönsk málnefnd er ekki reiðu- búin að skrifa upp á. Formaðurinn er hins vegar ekki mótfallinn tillög- um um að færa enskukennsluna nið- ur í fyrsta bekk á þeim forsendum að það sé ógnun við móðurmálið. Hansen á sæti í nefnd sem menning- armálaráðherrann setti á laggimar fyrir hálfu ári til að leggja drög að skýrari málstefnu í Danmörku. Að sögn Hansen mun nefndin, sem starfar enn, gera það að tillögu sinni að við greinaskrif um fagleg efni, svo sem í læknisfræði, verði að minnsta kosti birtir orðalistar með þýðingum á fagorðum yfir á dönsku. Davidsen-Nielsen vill ganga skrefi lengra en formaðurinn og í áðurnefndri grein leggur hann áherslu á að það sem skipti mestu máli til að viðhalda tungumálinu sé einfaldlega að nota það. „Þess vegna skiptir það miklu að koma í veg fyrir að við töpum íleiri yfirráðasvæðum, þ.e. í þeim tilfellum er við hættum að nota eigið tungumál og skiptum yfir í annað (ensku). Ekki verður hjá því komist að taka eftir því hvað tungumálið hefur orðið undir á mörgum sviðum á Norðurlöndum. Fyrir skemmstu hitti ég Banda- ríkjamann sem hafði lært heimspeld i Kaupmannahöfn í lok sjöunda ára- tugarins og hafði ekki komið til Danmerkur síðan. Honum blöskraði hve enskan var orðin áberandi á þeim þremur áratugum sem liðnir voru; á götum úti, í sjónvarpi, út- varpi, kvikmyndum, skemmtunum og auglýsingum. Hér má bæta við töpuðum yfirráðasvæðum í við- skiptalífinu, þar sem enskan er víða vinnumálið, og í menntun og visind- um, einkum náttúruvísindum, tækni og heilbrigðisvísindum. A síðast- nefndu sviðunum er orðið erfitt um vik með norræn fagmál svo hægt sé að miðla upplýsingum um rann- sóknaniðurstöður áfram.“ Davidsen-Nielsen segir Dani hafa tilhneigingu til að nota eingöngu ensku oftar en nauðsyn beri til. Dæmi um það sé netsíða SAS-flug- félagsins sem er í eigu Svía, Norð- manna og Dana. Heimasíðan sé öll á ensku, ekki sé boðið upp á upplýs- ingar á neinu hinna norrænu mála. „Það er til skammar að fyrirtæki á borð við SAS, sem er að hálfu í eigu ríkisins, skuli með þessum hætti grafa undan stöðu skandinavísku málanna. Til samanburðar má nefna að flugfélagið Finnair býður upp á finnska heimasíðu, svo og sænska." Davidsen-Nielsen situr í málefnd sem Norræna ráðherraráðið kom á fót í tilefni Evrópska tungumála- ársins á næsta ári. Henni er ætlað að gera ítarlega könnun á því hversu útbreidd enskan er í einstök- um fogum á Norðurlöndum. Segir hann að á grundvelli könnunarinnar verði hægt að taka stefnumótandi ákvarðanir um norræna tungumála- þróun. Sérfræðingar eru flestir sammála um að útbreiðsla enskunnar í fag- legri umræðu valdi áhyggjum og að fylgjast verði með henni. Hins vegar ber mönnum ekki saman um hvem- ig beri að líta á aukin áhrif enskunn- ar á daglegt mál, þar sem samsvar- andi orð séu til í norrænu málunum. Davidsen-Nielsen segir það hægara sagt en gert að vinna nýyrðum sess í dönsku, t.d. hafi almenningur ekki litið við danska orðinu yfir teygju- stökk. „Hárin rísa á baki margra danskra málverndarsinna þegar þeir eru spurðir um hreintungu- stefnu í tungumálum. Þeii' eru þeirrar skoðunar að tungumálið eigi að gæta sín sjálft (markaðslögmálin gildi). Hins vegar leggja Norðmenn, Islendingar og Færeyingar mikla áherslu á að búa til nýyrði." Áðurnefnd málnefnd, sem komið var á laggimar fyrir hálfu ári, er þó til marks um að dönsk yfirvöld hafa áhyggjur af þróuninni og svipað er uppi á teningnum í Svíþjóð þar sem opinber málnefnd hefur lagt fram tillögur um aðgerðir til að bæta stöðu sænskunnar. Davidsen-Nielsen segir að vilji stjómvöld raunverulega stöðva framþróun enskunnai’ innan ein- stakra faga, verði þau að gera sér grein fyrir því hvaða ráða sé raun- hæft að grípa til. „Að þróa mál- stefnu sem hefur það að markmiði að viðhalda norrænum tungumálum í heild, þ.e. málum sem era notuð á öllum sviðum, er nær ógemingur. Flestir Norðurlandabúar vilja væntanlega komast hjá því að komið verði á sektum fyrir brot á málfars- reglum. Og hertri lagasetningu yrði líklega mætt af tortryggni.“ Því leggur Davidsen-Nielsen til að vísindamönnum verði boðið að doktorsritgerðir þeirra verði þýdd- ar af móðurmálinu yfir á ensku og að fé verði lagt til hliðar til að gera þetta mögulegt. Vísindamönnum sé fullljóst að þeir geti aldrei tjáð sig jafnvel á erlendu tungumáli og sínu eigin. Með þessu fáist betri doktors- ritgerðir og greinar, norræn tungu- mál séu vernduð og að almenningur í heimalandinu eigi auðveldara með að tileinka sér fræðin. Davidsen-Nielsen segir að þótt ljóst sé að almenningur og fræði- menn verði að taka sjálfviljugir þátt í umbótum, útiloki hann ekki að grípa verði til lagasetninga. Þar komi einkum til hugmyndir manna um að færa enskukennslu niður í 1. bekk grunnskóla. Það segir hann varasama þróun, svo og hugmyndir um að bjóða upp á að allt grann- skólanám fari fram á ensku. Tilraun með þetta stendur yfir í Fredericia á þessu skólaári. „Þetta er neikvæð þróun þvi hún mun hafa slæm áhrif á móðurmálið og gæði kennslunnar munu minnka þegar hún fer öll fram á ensku. Norðurlandabúar tala að jafnaði ágæta ensku,“ segir Davidsen- Nielsen. Þótt vissulega megi bæta enskukunnáttuna sé ekki þörf á því að skipta um móðurmál. Líkir hann tilhneigingum í þá átt við nýlendu- stefnu, þar sem norrænu tungumál- in muni taka annað sæti á eftir ensk- unni verði ekkert að gert. Samstarfsmaður Davidsen-Niel- sens í málnefndinni, Erik Hansen, er ekki eins svartsýnn. „Þrátt fyrir innreið enskunnar er staða danskr- ar tungu alls ekki svo slæm. Það hefur oft verið sagt að hún hafi farið versnandi og að fjölmiðlar fari þar fremstir í flokki. Þetta er óréttmæt alhæfing, ég sé allt frá skelfilegum ambögum til fallegrar dönsku þegar ég fylgist með fjölmiðlum, raunar fullyrði ég að meirihlutinn sé í góðu lagi.“ Ný ensk orðabók með hraðvirku uppfleltikerfi Ný og endurbæH ensk-islensk/ íslensk-ensk orbabók mei hro&virku uppflettikerfi er komin út. Bókin hefur a5 geyma 72.000 uppflettiorS og vor sérstaklega huga5 a5 fjölgun or5a í tengslum vi6 tækni, vísindi, tölvur, vi5skipti og ferðalög. Hún spannar því fjöldamörg svi6 og nýtist vel hvort sem er ó heimili, vinnustað, í skóla e5a bara hvar sem er. Orðabókin er 932 bls. í stóru broti og inn- bundin í sterkt band. Kynningarverd: 6.800 kr. O ORÐABÓKAÚTGÁFAN Yfírlýsing fundar Balkanríkja og Evrópusambandsins Hvatt til nánara sambands Balkanríkja við ESB Lucane i Júgöslavíu, Pristina, Zagreb. AFP. FUNDUR leiðtoga ríkja á Balkan- skaga með fulltrúum Evrópusam- bandsins hófst í Zagreb, höfuðborg Króatíu, í gær. Samþykkt var ein- róma ályktun þar sem sagði að nán- ari tengsl landanna við ESB færa eftir því hvort takast myndi að efla lýðræði og bæta samskiptin milli þjóða ogþjóðarbrota á svæðinu. Her Júgóslavíu beið í gær eftir heimild til að leggja til atlögu gegn albönskum skæraliðum í Presevo-dal í suður- hluta landsins. Þar hafa undanfama daga geisað hörð átök en um 70.000 Albanar mynda meirihluta í sjálfum dalnum. Presevo liggur að Kosovo. Bjartsýni gætti í ályktuninni í Zagreb þrátt fyrir spennuna sem nú ríkir í Presevo og minnt var á að lýð- ræðisssinnar hefðu sigrað í kosning- um í Króatíu fyrr á árinu og nú einn- ig í forsetakjörinu í Júgóslavíu. Forseti Júgóslavíu, Vojislav Kostun- ica, er meðal fundargesta en auk hans og talsmanna ESB sátu hann leiðtogar Albaníu, Bosníu-Herzegóv- ínu, Króatíu og Makedóníu. Minnt var á í yfirlýsingunni að ESB væri að opna markaði sína fyrir nær öllum vöram sem Balkanríkin flyttu út og nánari tengsl við sambandið myndu auka stöðugleika á öllum skaganum. Svartfjallaland er hluti Júgóslavíu og forseti þess, Milo Djukanovic, skýrði frá því í Zagreb í gær að hald- in yrði þjóðaratkvæðagreiðsla í land- inu fyrrihluta næsta árs þar sem ákveðið yrði hvernig tengslin við Serbíu, hinn hluta sambandsríkis Júgóslavíu, myndu verða í framtíð- inni. Albönsku skæraliðarnir í suður- hluta Serbíu, sem nú berjast við vopnaðar sveitir lögreglu stjómar- innar í Belgrad, vilja að Presevo verði sameinað Kosovo en flestir Kosovo-Albanar vilja að Kosovo hljóti fullt sjálfstæði frá Serbíu. Serbneskur lögreglumaður, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði að liðsveitir Júgóslavíuhers væra búnar að koma sér fyrir við útjaðar Presevo. Biði það eftir því að fá „grænt ljós“ frá stjórn Vojislavs Kostunica forseta í Belgrad og um- heiminum áður en ráðist yrði gegn skæraliðunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.