Morgunblaðið - 26.11.2000, Síða 12
12 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Helmut Kohl
Mein Tagebuch
1998^2000
Reuters
Helmut Kohl kynnir bók sína í Adenauer-húsi CDU í Berlín á föstudag. Hún er fyrra bindi endurminninga
kanzlarans fyrrverandi. Hinu síðara hyggst hann koma frá sér árið 2002.
Særður „heiðursborg-
ari Evrópuu lýsir sinni
sýn á hneykslismálin
Helmut Kohl, fyrrverandi kanzlari Þýzkalands, kynnti á föstudag
bókina „Dagbókin mín 1998-2000“. I henni lýsir hann sinni sýn á
atburðarás leynireikningahneykslisins sem hófst fyrir réttu ári.
NÚ um helgina er bókinni
„Helmut Kohl. Dagbókin
mín 1998-2000“ dreift í
bókabúðir í Þýzkalandi.
Útdrættir hafa birzt úr hennihafa frá
því síðastliðinn sunnudag í blöðunum
WeJt am Sonntagog Die Welt. í þeim
má lesa um hans „persónulegu sýn“ á
atburðarásina í leynireikninga-
hneykslinu svokallaða, sem hófst fyr-
ir réttu ári og rúið hefur kanzlarann
fyrrverandi miklu af því áliti sem
hann naut eftir sextán ára setu á
valdastóli.
í bókinni, sem Kohl hafði uppruna-
lega aldrei ætlað sér að skrifa, fjallar
hann í fyrsta sinn með ítarlegum
hætti um deilur sínar við Wolfgang
Scháuble, sem um langt árabil var
„hægri hönd“ Kohls og eftirmaður
hans í embætti flokksleiðtoga CDU,
og Angelu Merkel, sem var fram-
kvæmdastjóri flokksins þegar leyni-
reikningahneykslið kom upp og tók
við flokksformennskunni í vor, eftir
að angar fjármálahneykslis flokksins
höfðu einnig hrakið Scháuble til að
segja af sér.
Kohl segist aldrei hafa viljað að
Scháuble segði af sér flokks-
formennskunni. I umfjöllun sinni um
flokksþing CDU, sem fram fór í Ess-
en 9.-11. apríl og var það fyrsta sem
hann hafði ekki setið frá árinu 1951,
segir hann:
„Eg hef aldrei haft áhuga á því, að
stuðla að falli Wolfgangs Scháubles,
né hef ég nokkru sinni farið fram á
það við hann, að hann verði að taka
afleiðingunum af því að hafa tekið við
fjárframlagi frá [vopnakaupmannin-
um Karlheinz] Schreiber. Abyrgðina
á afsögn sinni ber hann einn. Enginn
sakar hann um að hafa notað féð frá
Schreiber í eigin þágu. Þetta er allt
della og kemur mér ekkert við. Það
jafnast á við helbera lygi, þegar full-
yrt er að einhver nátengdur mér haíi
verið í símasambandi við Karlheinz
Schreiber í Kanada til að leggja á ráð-
in um þaulskipulagt samsæri til að
kippa fótunum undan Scháuble sem
flokksformanni. Ekkert af þessu er
sannleikanum samkvæmt. Mér er að
minnsta kosti ekki kunnugt um neitt
slíkt hálfglæpsamlegt samsæri, sem
Scháuble sjálfur hefur sífellt verið að
vísa til frá því hann sagði af sér. Ég
hef aldrei tekið þátt í slíkum klækj-
um. Og að lýsa sér sem fómarlambi
valdabaráttu milli mín og sín er ekki
hægt að skýra öðru vísi en með því að
þar sé leitin að orsökunum fyrir
strandi Scháubles sem flokks- og
þingflokksformanns komin á villigöt-
ur. Það getur heldur enginn lagt hon-
um hin meintu „of nánu tengsl" sín
við kanzlaratíð mína til lasts, því þessi
sextán ár voru - einnig fyrir tilstilli
óþreytandi elju hans og tilfmnanlegu
pólitísku áhrifa - landi voru að lang-
mestu leyti mikill farsældatími.“
Skin og skúrir
Fyrsta árið eftir að Kohl tapaði í
kosningunum haustið 1998 var að
mörgu leyti ánægjulegt fyrir hann;
„kanzlari sameiningarinnar" var
sæmdur hinum ýmsu heiðurstitlum,
svo sem „heiðursborgari Evrópu“ á
leiðtogafundi ESB í Vín og „ráðamað-
ur áratugarins" af virtri stofnun í
New York. En seint í nóvember 1999
dimmir yfir. „Ég á í sálarstríði. Ann-
ars vegar stend ég í miðju þeirrar
hrikalegu ásökunar að hafa verið
mútuþæginn í embætti. Hins vegar
rifjast upp fyrir mér hinir viðburða-
ríku dagar fyrir tíu árum, þegar við
með þrotlausri vinnu og með góðum
stuðningi vina okkar í öðrum löndum
opnuðum leiðina að sameiningu
Þýzkalands,“ skráir Kohl undir dag-
setningunni 28. nóvember 1999.
Þennan dag byrjuðu fjölmiðlamir að
tala um „Kohl-málið“ í staðinn fyrir
„Kiep-hneykslið“, eftir
Walter Leisler Kiep, fyrr-
verandi fjármálastjóra
CDU, sem réttað var yfir í
Bæjaralandi vegna
skattsvika, en upplýsing-
amar sem hrandu leyni-
reikningahneykslinu af stað komu
fram í tengslum við þetta réttarhald.
Fókus hneykslisins færðist að
Kohl, þegar hann viðurkenndi að hafa
tekið við rúmlega tveimur milljónum
marka, andvirði tæplega 80 milljóna
króna, í sjóði sem ekki vora taldir
fram í opinbera bókhaldi flokksins. í
dagbókinni (sem kunnugir telja
reyndar að mestu leyti samda eftir á)
viðurkennir Kohl á ný að þetta hafi
verið mistök sem hann harmi. Að
öðra leyti er bókin öll vamarræða
manns, sem vill ekki una því að hon-
um sé steypt af þeim stalli sem hann
telur mann með sína afrekaskrá verð-
skulda.
Undir dagsetningunni 21. desem-
ber 1999, eftir að Kohl hafði frétt af
því að Angela Merkel hefði skrifað
grein í Frankfurter Allgemeine Zeit-
ungþar sem hún hvetur með afdrátt-
arlausari hætti en nokkur annar
frammámaður í flokknum fram að
því, til að hann segi skilið við arfleifð
Kohls, skrifar hann: „Þessi frétt kem-
ur mér mjög á óvart, ekki sízt vegna
þess að í símasamtali mínu við Wolf-
gang Scháuble í gær var þetta ekki
nefnt einu orði. (...) Með tilliti til hins
nána samstarfs sem er
milli flokksformanns og
framkvæmdastjóra virð-
ist mér það ósennilegt, að
Scháuble hafi ekki vitað
af því að Joetta væri í
vændum. Eg er miður
Um síðasta fund sinn og Scháubles
hinn 18. janúar 2000 segir Kohl:
„Þetta samtal var ein hræðilegasta
upplifun stjómmálaferils míns.“ Til
algerra vinslita kom með þeim Scháu-
ble og Kohl á þessu tímabili. í bók
sem Scháuble gaf út fyrr í haust seg-
ist Scháuble hafa á fundinum sakað
Kohl um að hafa með framferði sínu
valdið flokknum stórkostlegum
skaða. Krafðist hann þess, að Kohl
hjálpaði til við að upplýsa málið með
því að nefna þá, sem gáfu féð, en Kohl
neitaði því þverlega. Hélt hann því
blákalt fram, að málið væri „alls ekki
svo slæmt“ og hæddist að hótunum
Scháubles um að segja af sér. Að sögn
Scháubles sagði Kohl síðan, að það
væri Scháuble sjálfur, sem væri mesti
skúrkurinn í þessu máli, vegna þess,
að hann hefði viðurkennt að hafa tek-
ið við 100.000 marka framlaginu frá
vopnasalanum Schreiber.
„Þegar hér var komið lauk ég fund-
inum með því að segja, að ég hefði nú
þegar eytt of miklu af mínu stutta lífi
með honum,“ skrifar Scháuble; hann
segist ekki vera í neinum vafa um, að
Kohl hafi lagt á ráðin um að svipta
hann flokksleiðtogastöðunni.
Innanflokksgagnrýnendur
fá sinn skammt
Fremstur í flokki þeirra, sem Kohl
nefnir innanflokksgagnrýnendur í liði
„ofsækjendá' sinna, er Kurt Bieden-
kopf, forsætisráðherra Saxlands, en
áður en samstaða náðist í flokknum
um að Angela Merkel yrði eftirmaður
Scháubles var nafn hans oft nefnt
sem hugsanlegs bráðabirgðaleiðtoga,
sem gæti stýrt CDU út úr ólgusjón-
um og eftirlátið að því loknu yngri
manni stjómvölinn. Úndir mánudeg-
inum 3. janúar rekur Kohl það sem
Biedenkopf segir í viðtali við Der
Spiegel (en þetta úrbreiddasta frétta-
tímarit Þýzkalands hefur aldrei verið
í náðinni hjá Kohl); að Merkel hafi al-
veg rétt fyrir sér, að eina leiðin fyrir
flokkinn út úr vandræðunum væri að
skera á Kohl-arfleifðina. Kohl skrifar:
„Biedenkopf viðurkennir, að það sé
erfitt fyrir CDU að komast út úr
skugga manns, sem stýrði honum í 25
ár. En það sé flokknum nauðsynlegt
að stíga út úr þessum skugga - ekki
mín vegna, heldur vegna framtíðar
flokksins. (...) Það kemm’ mér ekki á
óvart að Biedenkopf vilji gera upp
málin við mig, samtímis því að hann
lofar fi'amkvæmdastjórann sem hvet-
ur til að flokkurinn losi sig frá mér og
því sem ég stend fyrir. (...) Þetta við-
tal í Spiegel sýnir, að hann getur ekki
falið hefndarviljann, sem hefur safn-
azt upp hjá honum í gegn-
um árin.“
Svipaðar glósur sendir
Kohl Richard von
Weizsácker, fyrrverandi
forseta Þýzkalands. Kohl
lýsir honum sem van-
þakklátum skjólstæðingi sem snúizt
hafi gegn sér.
„Óhróðursherferðin
nær hámarki"
Undir dagsetningunni 22. janúar
2000 skrifar Kohl:
„í dag nær óhróðursherferðin
gegn mér nýju hámarki. Hún jafnast
á við opinbera aftöku. Skömmu eftir
kl. 17 hringir bílsíminn og aðstoðar-
maður minn, Michael Roik, upplýsir
mig um símtal sem hann átti við sjón-
varpsfréttamanninn Wemer Sonne í
aðalstöðvum ARD [ríkissjónvarps-
stöðvarinnar] í Berlín. I aðalfrétta-
tímanum kl. 20 í kvöld verður birt
frétt þess efnis, að frönsk stjómvöld
hafi í tengslum við kaup franska ríkis-
olíufélagsins Elf-Aquitaine á Leuna-
olíuhreinsunarstöðinni [í Austur-
Þýzkalandi] árið 1992 greitt um 30
milljónir marka í kosningasjóð CDU
og til formanns flokksins, Helmut
Kohl. Leyniþjónustustarfsmenn
hefðu séð um að afgreiða málið, og
þetta hafi allt verið gert með vitund
ogvilja Francois Mitterrand forseta.
Ég á ekki orð. Þetta er yfirgengileg
lygasaga.
Við nemum staðar á bílastæði [við
hraðbrautina] og ég ræði við Michael
Roik um hvemig beri að orða yfir-
lýsingu, þar sem ég lýsi þessari frétt
með öllu á bug sem helberum upp-
spuna frá rótum.
Það gengur eftir, að í aðalfrétta-
tíma kvöldsins sendir ARD þessa
mannorðsskemmandi frétt út. Hún
fær hámarksáhorf dagsins, yfir fimm
milljónir áhorfenda. (...)
Sem ég horfi á þessa útsendingu
verður mér Ijóst, að óhróðursherferð-
in hefur tekið á sig nýja mynd og
margir borgarar þessa lands spyija
sig óhjákvæmilega þeirrar spuming-
ar, hvað hann Kohl gamli hafi nú eig-
inlega verið að gera svona bak við
tjöldin. í dag fæ ég að kenna á því á
eigin skinni, hvemig í fjölmiðlasamfé-
lagi nútímans hægt er að ganga frá
fólki, án þess að það hafi minnstu
möguléika á að bera hönd fyrir höfuð
sér.“
,Á-ður hylltur, nú ofsóttur af póli-
tískum andstæðingum, hluta fjöl-
miðlaheimsins, gagnrýnendum innan
flokks, og meira að segja af fyrrver-
andi vinum. í þessari stöðu er ég
núna. Ekki spyrja mig, hvemig ég á
að halda þetta út. Þetta er martröð
líkast.“ Svona lýsir Kohl upplifun
sinni af leynireikningahneykslinu
eins og það hafði þróazt hinn 4. jan-
úar í ár. „Hinir svonefndu góðu vinir
týna tölunni með hverjum deginum
sem líður. Til allrar hamingju upplifi
ég líka nýjan, sannkallaðan vinskap,
sem sýnir mér að ég er ekki einn á
báti,“ bætir hann við undir þessari
dagsetningu.
Daginn áður skrifar hann: „Sak-
sóknarinn í Bonn hefur sakarann-
sókn gegn mér; mér er send hin form-
lega ákvörðun. Ég hafði reiknað með
þessu. Fyrir konuna mína er þetta
mikið áfall. Bömin mín og fjölskyldur
þeirra vita heldur ekki hvemig þau
eiga að bregðast við. Þau þurfa að
láta það yfir sig ganga að verða fyrir
neikvæðum áhrifúm bæði á vinnustað
og í einkalífi, aðeins vegna þess að
þau bera nafnið Kohl. Með því að
þingið kom rannsóknarnefnd á fót,
sem mátti líta á sem vettvang fyrir
pólitískar rökræður, hefur þessi opin-
bera yfirlýsing saksóknarans miklu
alvarlegri áhrif og leggur þyngri sál-
rænar byrðar á herðar mér og fjöl-
skyldu minnar."
Hið særða ljón
Og hann heldur áfram:
„Þótt ég hafi reiknað með þessu
veldur það mér miklu hugarangri að
ég sé sakaður um að hafa bragðizt
trausti í embætti, flokknum mínum tii
skaða. Nú er ég á sakamannabekkn-
um og smjattað er á öllum mistökum
sem mér hafa orðið á í öllum fjölmið-
lum. Viðbrögðin í flokknum era
hræðileg; það er jafnvel hætta á því
að slagurinn milli „upplýsingarsinna"
og „Kohl-sinna“ lami flokkinn alveg.
Eg hef því miklar áhyggjur, þótt ég
ætti fyrst og fremst að vera að hugsa
um sjálfan mig.
Mér verður það ljósara með hverj-
um deginum sem líður, að
sú afstaða mín, að vilja
ekki tilgreina nöfn þeirra
sem ég tók við framlögum
frá [og geymd vora á
leynireikningum, sem
bannað er samkvæmt lög-
um um stjómmálaflokka í Þýzkal-
andi] nýtur ekki skilnings meðal stórs
hluta flokkssystkina minna. Annars
vegar finn ég fyrir skilningi á afstöðu
minni, en henni er líka hafnað mjög
ákveðið af öðram. (...) Ég finn greini-
lega fyrir því hvemig margir fjar-
lægjast mig í samræmi við kjörorðið:
Ljónið er ekki aðeins sært, það
drepst bráðum. Nú er óhætt að gefa
því spark, án þess þó að hætta sér það
nærri að nályktin finnist."
„Óhróðurs-
herferðin jafn-
ast á við opin-
bera aftöku."
mín.“
„Hafði aldreí
áhuga á því að
stuðla að falli
Scháubles"