Morgunblaðið - 26.11.2000, Síða 14
„Fantasía Guðbergs byggir
ekki á sköpun ævintýra-
heima heldur fremur á
hans ævintýralegu sýn á
umhverfi sitt, lífið og
tilveruna. En það er sú sýn
sem líkt og vorhænan,
verpir frjóum gulleggjum
skáldskaparins.“
Úlfhildur Dagsdóttir/RÚV
„Hver saga er i sjáffu sér
lítið listaverk.“
Jóhanna Kristjónsdóttir/strik.is
„Ég efast stórlega
um að ég lesi betri
bók í bráð.“
Jóhanna Kristjónsdóttir/strik.is
Guðbergur fer á kostum í drepfyndnum og kostu-
legum smásögum. Hugmyndaflug og efnistök
Guðbergs koma lesendum sífellt í opna skjöldu.
Vorhæna á lestarferðalagi til Portúgals, fullur pabbi
i rútunni og séra Þórður með vandamálin sín.
{ Jtlvöri
{ nautn i
Jtlvöru skáldskapur sem
i er að fylgja.“
Geir Svansson/RÚV
„Eg er svo sem enginn
sérfræðingur um
bókmenntir, en ég varð mjög
hrifinn af þessari bók.“
Jón SvanurJóhannsson/
Viðskiptablaðið
„Lýsir ást á lífinu og því sem
gefur því gildi. Mjög góð
bók.“
Kolbrún Bergþórsdóttir/Stöð 2
„Fríða Á. Sigurðardóttir
staðfestir enn og aftur með
þessum sex sögum
meistaratök sín á þvi að
koma veruleikanum í orð.“
Sofíía Auður
Birgisdóttir/Morgunblaðið
„meistaratök"
Ný bók frá handhafa Bókmenntaverðlauna Norður-
landaráðs. Stílsnilld Fríðu nýtur sín til fulls í sex
framúrskarandi smásögum af konum, þrám þeirra
og draumum.
í sögunum er sumar, sólskin og gróandi. En líka blús.
Regn, ský og dimmir skuggar. Stíllinn er fágaður og
heilsteyptur, en um leið óheftur og frjór. Tónninn er
Ijúfsár, sambland saknaðar og trega, ástar til lífsins,
en um leið óvissu og efasemda.
Fríða Á. Sigurðardóttir kann þá list að halda lesendum
sínum föngnum.
Sofíía Auður Birgisdóttir/Morgunblaðið
„Þetta er kokkteill sem
bragðast ekki alltaf vel, og
örugglega ekki öllum, en hann
þrælvirkar. Heimsins
heimskasti pabbi er í senn
svolítið fráhrindandi og afar
áhrifamikil bók - og hún er
firnavel skrifuð.
Þetta er lang þroskaðasta og
besta verk Mikaels til þessa,
hér hefur honum tekist að
sameina þann ofsa og stílkraft
sem einkenndi fyrstu
skáldsögu hans og þroskaða
en óvenjulega gagnrýni í alveg
glænýja tegund af
heimsádeilu.“
Jón Yngvi Jóhannsson/DV
„ ... grunntónninn er kreppa
karlmennskunnar... lýsir
gríðarlega erfiðum bakgrunni,
með tilheyrandi geðveikri og
alkahólískri móður og
kvensömum föður.“
Úlfhildur Dagsdóttir/RÚV
heimsíns
heimskasti
pabbi
„... skemmtilegar mannlífs-
myndir og Reykjavikur-
rómantik... krydd sem gefur
sögunni girnilegt bragð...
úr þessu verður hinn
skemmtilegasti þrihyrn-
ingur.“
Helga Vala Helgadóttir/strik.is
„Við fáum að fylgjast með
örvæntingarfullri leit
aðalpersónanna að ást og
hlýju i tilviljunarkenndum eða
fáránlegum heimi.“
Geir Svansson/RÚV
„þér tókst að koma
út á mér tárunum.. “
„Mikael er skemmtilega
óþekkur höfundur...
stunguglaður þegar kemur að
kýlum samfélagsins eða
samskiptum fólks...
Til lukku með bókina, þér
tókst að koma út á mér
tárunum oftar en einu sinni.“
Kristín Heiða/strik.is
Kristín Heiða/strik.is
Marteinn Máni er þriggja barna faðir í Þingholtunum.
Hann er hamingju- og öryggisfíkill, markaður af
erfiðri bernsku. Hann tilheyrir firrtri kynslóð sem
sífellt á að vera hress, á framabraut og í góðu
andlegu og líkamlegu formi. En hann er ekki þannig.
Hvert á hann að beina reiði sinni yfir illu hlutskipti?
Höfundur fer á kostum í sögu sem er í senn
hnyttin, harmræn og nærgöngul.
„Hinn skemmtilegasti
þríhyrningur"
Helga Vala Helgadóttir/strik.is
Benjamín, Júlía og Stella í sjálfheldu ástarþríhyrningsins.
Benjamin þráir Júlíu sem þráir Stellu, konu Benjamíns, sem
þráir hann. Ljóslifandi persónur í leik að eldinum og leit að
lífshlutverkinu.
Meistaralega þétt söguflétta í beinskeyttri
samtímasögu úr Reykjavík.