Morgunblaðið - 26.11.2000, Side 22

Morgunblaðið - 26.11.2000, Side 22
22 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ t LISTIR • Að lesa í málverk Stóri Dímon, 1902, olía, 24x42 sm. STÓRIDÍMON 1902 Þórarinn B. Þorláksson (1867-1924) SAMA ár og Þdrarinn Benedikt Þorláksson sneri heim frá námi í Kaupmannahöfn, eða vorið 1902, málar hann merkiiega mynd af Stára Dímon á Markarfljótsaurum. Fellið er stórt og grasigróið í mynni Markar- fljótsdals, þar sem saman koma mörk Aust- ur-Landeyja, Fljótshh'ðar og Vestur- Eyjafjalla. Ýmislegt sögulegt tengist fellinu og þar er ömefnið Rauðuskriður, þar sem Njálssynir eiga að hefa setið fyrir Þráni Sig- fússyni svo sem segir í Njáls sögu er Skarp- héðinn vó hann og hljóp „tólf álna yfir Mark- arfljót" milli höfuðísa. Þar er talið að hafi verið 50-60 kinda beit vetur og sumar og einnig segir í Njálu, að Gunnar á Hlíðarcnda og Njáll á Bergþórshvoli áttu skóg í Dímon og gerðu til kola og þar vó Kolur, verkstjóri Gunnars, Svart húskarl Njáls, þegar hann var við kolagerð, sem var fyrsta vígið sem unnið var í deilum þeirra Hallgerðar og Bergþóru. Þá ber að nefna grasivaxna flöt meðal Álakvísla, vestur frá fellinu og herma munnmæli að þaðan hafi Gunnari orðið litið heim til ættarstöðvanna á leið sinni í útlegð er hestur hans drap fæti. Þótti honum hliðin svo fögur að hann ákvað að snúa aftur svo sem frægt er og Jónas Hallgrímsson kvað um: „en láguin hlífir hulinn verndarkrapt- ur/ hólmanum, þar sem Gunnar snjeri apt- ur“. Þótt fellið sé ekki ýkja hátt eða 178 m.y.s., rís það tignarlega upp úr auðninni, ber í sér óskilgreind dulmögn, líkast minnismerki tímalausrar fortíðar, jafnframt mikilvægu kennileiti. Annars vegar streymdi og beljaði kolgrátt jökulfljótið um mörkina á leið sinni til sjávar eftir nær hundrað kílómetra leið frá upptökum sínum, en bergvatnsámar; Af- fall, sem kom upp á aurunum vestan Mark- arfljóts, í Iandi Fljótshlíðar, féll til hafs milli Hallgerðseyrar og Bergþórshvols, svo og Þverá, safh fjölmargra lækja og smááa úr Fljótshlíðinni og undirhh'ðum Tindafjalla- jökuls, um Hólsármynni vestar: Þar sem áð- ur akrar huldu völl,/ ólgandi Þverá veltur yfír sanda;/ sólroðin h'ta enn hin öldnu fjöll/ árstrauminn harða fogruin dali granda;/ flúinn er dvergur, dáin hamra tröll,/ dauft er í sveitum, hm'pin þjóð í vanda;... En málarinn hefur trauðla verið að hugsa um sögulega geymd Stóra Dímons þegar hann hantéraði pcntskúfinn þennan bjarta sumardag, þótt vísast hafi hann verið vel meðvitaður um hana, öllu fremur hina sjón- rænu opinberun heiðríkjunnar er við blasti, þar sem hann stóð einhvers staðar við mörk Vestur- og Austur-Landeyja. Þeirri mikil- fenglegu heildarsýn hefur hann viijað koma til skila á hinn tvívíða myndflöt fyrir framan sig. Allt snýst um hinn stóra hverfípunkt sem er fellið Stóri Dímon og víðáttumar sem undykja það á alla vegu, nær gróna landið og aurarnar, fjær og yfir víðáttur himnahvelfingarinnar. Vatnaflaumur og ár- sprænur skera myndflötinn hárfínt um miðju, svona hér um bil, hefur þó himininn vinninginn, og allar hlutfallaandstæður em á hrcinu í anda gullna sniðsins, svo að úr verður sannfærandi og svipmikil heild, jafn- vel örþunnar skýjaslæðurnar em teknar í þjónustu myndbyggingarinnar. Atriði sem Jón Stefánsson átti eftir að leggja enn meiri áherslu á i' myndum sfnum löngu seinna, en hér var Þórarinn fmmkvöðull. Línurnar sem skera forgmnninn vinna svo með skýja- drögunum, styrkja myndbygginguna og Ieggja um leið áherslu á fjarlægðirnar sem agnarsmá hrossin árétta enn frekar. í þá vem býr málarinn til sjónræna fjarvidd, sem áhorfandinn meðtekur og skynjar með hverri taug. Myndin er fyrir margra hluta sakir merkileg, mun vera með fyrstu máiverkum sem Þórarinn lýkur við eftir að heim kom frá námi, þar að auki inniber hún svo margt sem gefúr tilefni til nokkurra hugleiðinga. Auðséð em vinnubrögð hins skólaða mál- ara og jafnframt áhrif danskrar landslags- hefðar, þó meira arfsins frá gullaldarmál- verkinu danska en öðm úr samf imanum, einnig að gerandinn að baki er mikill hæfi- leikamaður í sínu fagi. Þórarinn mun er svo var komið sögu hafa haft fullan hug á því að helga sig málverkinu í einu og öllu, má næst- um lesa þennan ásetning hans úr vinnu- brögðunum, þvi nú skipti öllu að taka hlut- ina föstum tökum. Hann hafði málað nokkrar myndir af dönsku landslagi áður en hann hélt heim og þar birtist einnig þessi tæri einfaldleiki og hugarró sem var í ætt við margt hið besta í danskri málaralist tím- anna. Alls ekki ósvipað og fram kemur í landslagsinyndum Christen Kabke (1810- 48) og hins þrem árum eldri Vilhelms Hainmershöi (1856-1916), sækir uppruna sinn jafnt til þýskrar rómantfkur og Hol- lendingsins Jan Vermeers (1632-75), þó að sennilegast hafi í báðum tilvikum verið um óbein áhrif að ræða meður því að þeirra sá víða stað í málverkum annarra. Hér er ég öllu öðru fremur að vísa til hinnar miklu og höfgu kyrrðar, sem er gegnumgangandi í myndinni og hve sparlega er farið með áhrifameðölin. Þetta einkenndi einnig vatnslitamyndir Asgríms Jónssonar sem hann gerði í lok áratugarins, einnig nýkom- inn frá námi í Danmörku, svo ekki er óraun- hæft ætla að áhrifin séu sprottin frá sömu rótum. í báðum tilvikum sver litaspjaldið sig um sumt í ætt við áhrifastefnuna, impressjónismann, gengið út frá lögmáli andstæðulitanna, hinna hreinu ogtæru áhrifameðala, jafnvel skuggarnir skyldu málaðir f lit, en þó öllu minna hjá Þórarni. En hér stóðu þeir Þórarinn og Ásgrímur frammi fyrir því, að þeir voru að mála allt annað landslag við allt önnur skilyrði en þeir í útlandinu. Og þegar menn eru að henda þá grunnhyggnu athugasemd á lofti, að alltaf sé gott veður í myndum þeirra verður ekki litið fram hjá því, að þeir voru að mála form landsins við bestu möguleg skilyrði, ekki veðrabrigðin, en þó með áherslu á hin kláru og gagnsæju birtumögn norðursins. Það varð svo síður gert í rign- ingu, slæmu skyggni eða þoku, allt annað að baki hjá þessum frumkvöðlum okkar en að þeir væru að mála stofumálverk, enda myndir þeirra mikið nýjabrum á heimaslóð- um, torskilin og framandi líkt abstraktmál- verkinu síðar meir. Til frásagnar, að Þóra- rinn virðist þannig ekki hafa selt eina einustu mynd á sýningu í Góðtemplarahús- inu í september 1906, og tók þá til þess ráðs að efna til uppboðs á þeim f október. Þetta voru þó myndir sem hann málaði f hálendis- ferð um sumarið og þar voru á meðal ann- arra, hið naínkennda og gullfallega mál- verk; Stórisjór og Vatnajökull. Þeir Ásgrúnur voru báðir mjög samkvæmir list- rænu uppeldi súiu, öllum þeim áhrifum sem þeir höfðu orðið fyrir í Danmörku, og jafn- framt trúir næsta umhverfi sínu og tíða- randa, en Ásgrúnur nær nýjum og ferskari straumum. Landið var stórum meira ævin- týri en það er í dag, einkum fyrir hinar miklu vegalengdir, fjöll fimindi óbrúaðar ár og stórfljót, og að farartækin voru einungis hesturinn og fætumir. Það var kannski erfið dagleið sem menn fara á klukkutfma í bíl er svo er komið og tók nokkra sólarhringa að komast til Akureyrar sem tekur okkur ein- ungis 40-50 mfnútur í flugi, vel að merkja. Litla olíumálverkið, Stóri Dfmon, nálgast að vera opinbemn fyrir einfaldleika sinn og naumhyggju og er fyrir margt sértæk perla á ferli Þórarins B. Þorlákssonar, fslenzkri listasögu um leið. Segir nokkra sögu um hvað hefði getað orðið úr þessum hæfíleika- manni hefði honum auðnast að helga sig málaralistinni, halda jafnfast um pentskúf- inn, horfa ámóta vonglöðum augum fram veginn, og þennan bjarta íðilfagra sumar- dag á morgni aldarinnar. Bragi Ásgeirsson StírsK.emmtíie^ bafoasjninj) e-rtjt- N„nni oiar.sdíttuf BJoRM i M * * íiiensNf d9nsr|oK.K.urjnn Laugardag, 25. nóv Laugardag, 2. des Sunnudag, 3. des iLaugardag, 9. des Sunnudag, 10. des •Klukkan 14 á Litla svidi Borgar- leikhússins Adeins fimm sýningar Miðasala 568 8000 u Island undir hvolfþaki Þusaldarhvelfingar London. Morgunbladið. HALDINN verður íslandsdagur í Þúsaldarhvelfingunni í London í dag og nefnist Iceland World Stage Day. Dagskráin hefst klukkan kort- er yfir ellefu með tveimur tuttugu mínútna dagskrám, fyrst mun ís- lenski kórinn í London syngja ís- lensk lög bæði hefðbundin og nýrri verk. Síðan flytja einsöngvarar nokkur einsöngslög. Stjómandi kórsins er Gunnar Benediktsson. Þessi dagskrá verður flutt á aðal- sviði sýningarhallarinnar á undan skraut- og loftfimleikasýningunni sem er haldin tvisvar á dag og verð- ur dagskráin endurtekin klukkan hálfþrjú í eftirmiðdaginn á undan seinni sýningunni. Kórfélagar em nú í óða önn að reyna að útvega sér íslenska bún- inga því meiningin er að sem flestir skrýðist honum. ísland kynnt með ýmsum hætti Síðan verður ísland kynnt með ýmsum hætti, Guðrún Nielsen myndhöggvari hefur unnið nokkrar höggmyndir sérstaklega fyrir sýn- inguna og verða þær til sýnis á af- mörkuðu svæði og verða stórar landslagsmyndir frá íslandi í bak- grunninn. Það er Ferðamálaráð sem leggur þær til og einnig þá átta þús- und auglýsingabæklinga sem verður dreift til sýningargesta og Flugleið- ir leggja til myndbönd með kynn- ingarefni um land og þjóð sem munu vera í gangi allan daginn. Þetta framtak er styrkt af ferða- málaráði og Egilssjóði Skallagríms- sonar, en sá sjóður var stofnaður af íslenskum fyrirtækjum sem starfa á Bretlandi til að efla kynningu á ís- lenskri menningu og listum. Þó að Flugleiðir leggi til myndböndin þá má nafn þeirra hvergi koma fram vegna samninga sem Aldamótakúp- ullinn gerði við British Airways, en þeir hafa styrkt kúpulinn með mikl- um fjármunum gegn því að engin önnur flugfélög verði orðuð við hann. Það er sendiráðspresturinn séra Jón A. Baldvinsson sem hefur staðið í skipulagningu íslandsdagsins í Aldamótakúplinum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.